Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Page 19

Neytendablaðið - 01.06.2002, Page 19
ítTAf. Mótmœlaaðgerðir í Suður-Frakklandi í ágúst fyrir ári. Umhverfissinnar trufla tilraunaframleiðslu á erfðabreyttum mat. að Bandaríkjamenn einangrast meir og meir í þessu máli. Ekki aðeins fulltrúar Evrópuríkjanna eru á móti, heldur einnig ijölda annarra ríkja, til dæmis Indlands, Suð- ur-Kóreu og Taílands, sem einnig kreljasl þess að matvæli sem að öllu leyti eða að hluta eru framleidd með erfðabreyttum hrávör- um verði merkt. En allt bendir til að Bandaríkjamenn taki erfðabreyttri matvöru með meiri í'yrirvara en verið hefur. Samkvæmt upplýsingum banda- rísku landbúnaðar- stofnunarinnar, FDA, eykst nú stuðningur þeirra við að slíkar vör- ur séu merktar sem slíkar. Sænskir bændur hafna tilraunum Samtök sænskra bænda í lífrænni framleiðslu kreíjast þess að allar tilraunir með erfðabreyt- ingar á jurtum verði bannaðar í Svíþjóð. Astæð- an er ákvörðun Evrópusambandsins um að heimila nýjar tegundir af erfðabreyttum jurtum sem selja á á neytendamarkaði, þrátt fyrir að ekki sé búið að leysa þann vanda hvar ábyrgðin liggur þegar þessar vörur dreifast út í umhverf- ið. Bændur í lífrænni framleiðslu telja að reynsl- an frá Norður-Ameríku sýni glögglega að erfða- breytt mengun frá bændabýlum sem nýta erfða- breytingu dreifist óhjákvæmilega til annarra búa. Talsmenn bænda með lífrænan landbúnað hafa tekið afstöðu gegn erfðabreytingum og meðal annars er óheimilt að nota erfðabreytt hráefni í lífrænar vörur hér á landi. Erfðabreytt matvæli Eru erfðabreytt matvæli á markaði hér á iandi? Nýlega er lokið rannsókn á því hvort erfðabreyttur maís eða sojabaunir finnist í unnum matvælum í nokkrum Evrópulöndum án þess að getið sé um það á umbúðunum. Niður- staðan varð sú að þau fúndust í 30% sýnanna. I rúmlega helmingi tilfell- anna var magnið mjög lítið eða undir 0,1%. Um 4% sýnanna reyndust hins vegar innihalda erfðabreytt efni í því magni að samkvæmt ESB-reglum eru gerðar kröfúr um að það komi fram á umbúðunum. Þetta var samstarfsverkefni sem þýsk neytendasamtök efndu til og Neytendasamtökin tóku þátt í íyrir hönd Islands. Sýnum var safnað í sex löndum Evrópu, Islandi, Frakklandi, Þýskalandi, Austurríki, Póllandi og Slóvakíu. Alls voru efnagreind sýni úr 232 unnum matvörum. Þetta voru matvörur eins og sojadrykkur, soja- borgarar, poppkom og brauð. I engu sýnanna var þess getið á umbúðum að varan innihéldi erfðabreytta lífveru eða afúrðir hennar. Frá Islandi voru send 10 sýni til efnagreiningar. Niðurstaðan varð sú að í 4 (40%) þeirra fannst erfða- breyttur maís eða sojabaunir. I engu sýnanna fór magnið þó yfir 1%. Þessar vörur voru Organic Soya Mince frá Crazy Jack, Organic Soya Chunks, einnig frá Crazy Jack, Euro Vegeterian með vömmerkinu Tahoe/Tempeh (Tofu) og Natural Micropopcorn undir vörumerkinu Orville Redenbachers. Sýnin tíu voru keypt síðla síðasta árs og þegar við leituðum þau uppi nú nýverið íúndum við aðeins þau tvö síðar- nefndu. Vörur frá Crazy Jack fínnast ekki lengur á markaði hér og sam- kvæmt okkar heimildum er annað- hvort hætt að framleiða þær eða flytja þær inn, að minnsta kosti í bili. Reglurum merkingar Frá árinu 2000 gilda þær reglur í Evrópusambandinu að skylt sé að geta þess á umbúðum matvæla ef varan inniheldur meira en 1% DNA eða prótein sem er orðið til með erfóa- breytingum og þar sem efni úr erfða- breyttum lífverum em meira en 1% af innihaldsefnum. Talið er að ef magnið er minna en þetta sé um að ræða mengun af erfðabreyttu efni sem berst í annað hráefni við tlutning eða vinnslu eða berst í lífverur á ræktunarstað. Samkvæmt þessum reglum Evr- ópusambandsins hefði því ekki þurft að merkja matvömmar sem íslensku sýnin voru tekin úr þannig að um erfðabreytt matvæli væri að ræða. En 4% sýnanna úr öllu samstarfsverk- efninu hefði átt að merkja sem slík, þótt ekkert þeirra hafí verið merkt. I svona lítilli rannsókn (alls 10 sýni írá Islandi) fæst ekki endanlegt svar við spurningunni um það hvort hér á landi leynist erfðabreyttar mat- vörur ómerktar. Þessi rannsókn gefur þó til kynna að í matvömm hér á markaði geti verið vottur af erfða- breyttu efni. Evrópusambandið borgaði helming rannsóknarkostnaðarins, sem varæði mikill. Umhverfisráðu- neytið styrkti Neytendasamtökin til að þau gætu sinnt þessu verkefni og greitt sinn hlut. Þessar vörur innihalda erfðabreytt hráefni og er að fmna á markaði hér.. NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002 19

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.