Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Page 21

Neytendablaðið - 01.06.2002, Page 21
um sjúkdómseinkennum. Sjálft magn kemísku efnanna í hverri vörutegund er nú iðn- aðarleyndarmál. Úlfurinn passar lömbin A miðju síðasta ári lýsti vís- indanefndin áhyggjum sínum og hvatti Evrópuráðið til að veita fjármagni til frekari rannsókna og stíga frekari skref við að íylgjast betur með efnisinnihaldi í þessari vöru. Að sögn nefndarmanna er þörf á meiri þekkingu. Það er mikil þörf á meiri rannsókn- um, sérstaklega á samhengi milli mismunandi hárlitunar- efna og þeirra sjúkdóma sem grunur leikur á að tengist notkun hárlitar. Og vísinda- nefndin lýsir eftir meiri vit- neskju. Nú fær vísindanefndin upplýsingar sínar fyrst og fremst frá framleiðendum sjálfum. Þessvegna hafa sam- tök evrópskra snyrtivörufram- leiðenda, Colipa, mikil áhrif á það hvaða kemísk efni eru not- uð. I raunveruleikanum er það þannig að framleiðendur sjálfir eiga að fínna hugsanlegar nei- kvæðar rannsóknamiðurstöður og sjá svo um að vísinda- nefndin fái þær í hendur. Það er því úlfurinn sem á að passa lömbin. I þessu kerfi Evrópusambandsins er alltof mikið traust borið til þess sem framleiðendur segja. Þar i A, treysta menn á að framleiðend- ur sendi ekki neitt það á mark- að sem er hættulegt. En því miður sýnir reynslan að það er ekki hægt. Hver ræöur? Að mati margra þeirra sem gæta hagsmuna neytenda þarf að grípa til tvennskonar að- gerða. I fyrsta lagi verður að banna notkun á þeim efnum um alvarlegu tjóni. Hins veg- ar vilja menn á þeim bæ að neytendur fari eftir notkunar- leiðbeiningum. Hjá L’Oréal fást þær upplýsingar að fyrir- tækið hafi ekki í hyggju að vara sérstaklega við hugsan- legu ofnæmi. Neytendasamtök telja að ekki eigi að vera á markaði efni sem ekki eru vel þekkt. Auk þess eiga lög um þetta að vera í samræmi við lyíjalög þar sem ekki er heimilt að setja nokkuð það á markað sem ekki hefiir verið rannsakað sér- staklega og viðurkennt. Neytendablaðið hvetur alla þá sem telja sig hafa orðið illa úti vegna notkunar hárlitunar- eina að hafa samband við sam- tökin. sem eru án nokkurs vafa hættuleg. I öðru lagi verður að herða kröfumar um merking- ar, þannig að skýrt konii fram að neytandinn getur átt von á alvarlegum ofnæmisviðbrögð- um ef þessar vörur eru notað- ar. Snyrtivömiðnaðurinn hefúr ekki uppi áætlanir um að vera með viðvaranir á hárlitunar- vöram sínum þar sem bent sé á að þær geti valdið neytend- ungrar íslenskrar konu Frásögn 1 byrjun desember 2001 lét ég setja brúnar strípur í hárið á mér (ég hef gert þetta reglulega á sex vikna fresti undanfarin ár) og um leið fann ég fyrir verulegum og vaxandi óþægindum í hár- sverðinum. Reyndar hef ég oft fengið smá-pirring í hár- svörðinn eftir svona litun (helst á kvöldin), en hann hverfur yfirleitt á nokkrum dögum og hefur varla verið merkjanlegur miðað við það sem var í þetta skipti. Daginn eftir versnaði mér verulega og lýsti það sér í mikilli bjúgmyndun á hnakka og niður á liáls, sem hindraði hreyfingar höfuðs tímabundið, og verulegum bólgum. Húðin flagnaði á eyrunum og í hársverðinum koniu eldrauð útbrot sem teygðu sig niður allan hálsinn að aftanverðu. Þessu fylgdi mikill kláði, sviði og brunatil- fínning. Strípumar voru af tilviljun ekki settar í hárið í kringum andlitið í þetta skiptið. Þetta fór versnandi næstu 3-4 daga og hélst síðan óbreytt í tvær til þrjár vikur en þá fyrst byrjuðu bólgur og útbrot að minnka. Ég leitaði strax á þriðja degi til læknis símleiðis og hann ráðlagði mér að bera hýdrókortison á útbrotin og fá jafnvel of- næmistöflur til að minnka kláða og pirring. í apótekinu sýndi ég lyfjafræðingi útbrot- in og ráðlagði hann sömu meðferð og læknirinn, en lét jafnframt þau orð falla að hann hefði aldrei séð neitt þessu líkt. Kremið og töfl- urnar, sem ég byrjaði að nota strax, gerðu líðanina ögn skárri en kláði, sviði, bruna- tilfinning og óþægindi vegna bólgna og bjúgs voru engu að síður veruleg allan tímann. Um það bil sjö vikum eftir að ég fór í strípumar var ég loksins orðin eins og ég átti að mér að vera og útbrot og bólgur vom horfin. Eg hef haft samband við hárgreiðslustofuna mína og fengið upplýsingar um að engu hafi verið breytt í efn- um eða blöndun á litum sem settir vom í hárið á mér í þetta skiptið. Ég hef jafn- framt hug á að óska efiir of- næmisprófi hjá sérfræðingi í húðsjúkdómum til að koma i veg fyrir að nokkuð þessu líkt endurtaki sig. NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002 ® ICRT / Neytendablaðið 2002 21

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.