Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 22
Gallaður matur Kampýlóbaktermálið tapaðist líka í Hæstarétti Nýlega er fallinn dómur í Hæstarétti í svonefndu kampýlóbaktermáli og var úr- skuróurinn Neytendasamtökunum í óhag. Ljóst er að lagabreytingu þarf til að gæta hagsmuna neytenda í þessum efnum. Málavextir voru þeir að Neytendasam- tökin gerðu á árinu 1999 miklar athuga- semdir við umfang kampýlóbaktersýk- inga í kjúklingum og gagnrýndu aðgerða- leysi heilbrigðisyfírvalda vegna mikilla sýkinga hjá kjúklingaffamleiðanda á Suð- urlandi. Neytendasamtökin gerðu sér- staka athugasemd við það að framleiðand- inn varaði almenning ekki við með merk- ingum á umbúðum þótt hann liefði lengi vitað af kampýlóbaktersýkingu í kjúkl- ingaframleiðslu sinni. Þá átöldu samtökin heilbrigðisyfírvöld fyrir að gera fólki ekki grein fyrir því að um svo víðtæka og alvarlega smitun í kjúklingum væri um að ræða. Strax vorið 1999 jókst tíðni kampýló- baktersýkinga í fólki gríðarlega og náði Prófmál í Danmörku Nýlega var höfðað mál fyrir dómstólum í Danmörku þar sem neytandi sem smitaðist af salmonellu krefur framleið- andann, Danæg, um bætur. 1 því tilviki telur neytandinn sig hafa orðið fyrir salmonellusmiti við að neyta eggja sem hann keypti hjá Danæg. Sem betur fer átti neytandinn nokkur egg eftir og gat því lagt þau fram. Fróðlegt verður að fylgjast með þessu máli og sjá hvaða sjónarmið danskir dómstólar hafa í mál- inu. Vonandi gengur dönsku neytenda- samtökunum betur í þessu máli en okk- ur í kampýlóbaktermálinu, en nái neyt- endurnir dönsku fram rétti sínum ein- göngu vegna þess að þeir áttu nokkuð af meintum sýkingarvaldi óétið þá þýðir það að ef neytandi vill vera öruggur um að ná fram rétti sínum þarf hann að geyma ákveðinn hluta af hverri matar- tegund til að geta sýnt fram á að þar sé smitvaldurinn á ferð. Þetta eru fullkom- lega óhæfar kröfur um daglegt atferli hjá venjulegu fólki, og reglur af þesu tagi - danskar eða íslenskar - geta ekki talist eðlileg neytendavernd. slíku hámarki sumarið 1999 að heilbrigð- isyfirvöld sáu sig tilneydd að bregðast við, enda höfðu upplýsingar lekið í íjölmiðla um hve alvarlegt málið var orðið. Neyt- endasamtökin höfðu þá gert sérstakar at- hugasemdir og krafíst þess að heilbrigðis- yfírvöld gripu í taumanna. Jafnframt ákváðu Neytendasamtökin að auglýsa eftir fólki sem hefði sýkst af kampýlóbakter. Það var gert til að geta höfðað mál og láta á það reyna hvort hægt væri að gera framleiðandann ábyrgan, en miðað við athugasemdir heilbrigðisyfír- valda hafði framleiðandinn vitað lengi um sýkinguna í framleiðslu sinni. Allmargir gáfu sig fram við Neytenda- samtökin en aðeins tveir voru með þannig mál að talið var tækt að láta á það reyna fyrir dómstólum. Fáir neytendur geyma nefnilega kassakvittanir eða annað sem staðfestir að þeir hafí keypt ákveðna vöru ef til málaferla kemur. I því tilviki sem valið var voru aðstæður þær að fólkið haiði keypt kjúkling og átti kassakvittunina. Það hafði farið í samkvæmi þar sem þau komu með eigin mat en komu á eftir öðr- um og voru þau einu sem neyttu kjúklingsins og þau einu sem veiktust. Það eina sem upp á vantaði var að þau höfðu ekki geymt hluta af matvælunum til að hægt væri að setja þau í skoðun - en hver gerir það? Héraðsdómur: Nægileg viðvörun I héraði fór málið þannig að dómurinn taldi að tilkynning á umbúðunum um að það ætti að sjóða eða gegnumsteikja kjúklinginn væri nægjanleg viðvörun. Framleiðandinn sem setti á markaðinn sýkta vöru væri í fullum rétti þar sem á miðanum á umbúðunum var greint frá æskilegri matreiðslu. Dómurinn féllst hins vegar á að nægjanlega væri sannað að stefnendur hefðu sýkst af umræddum kjúklingi. Neytendasamtökin voru í sjálfu sér ekki ósátt við niðurstöðu héraðsdóms í málinu. Þau töldu þó ekki viðunandi að framleiðendur sem vissu af sýkingu í kjúklingum gætu sett framleiðslu sína á markað til neyslu fyrir fólk án þess að geta um það með áberandi hætti að varan væri sýkt og skýra hvað þyrfti til að koma í veg fyrir að kampýlóbaktersmitun ætti sér stað í fólki. Ekkert slíkt var á umbúð- unum sem um var að ræða. Miðinn títt- nefndi var lítill og letrið smátt og samtök- in töldu að neytendur hlytu að geta búist við merkilegri upplýsingum um meðferð sýktrar matvöru. Þessvegna var ákveðið að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur: Ágalli ekki sannaður Niðurstaða Hæstaréttar var sú að fyrir lægi umfang kampýlóbaktersýkinga í ágúst 1999, sem hefði verið mikil hjá við- komandi framleiðanda, en ekki í apríl 1999, þegar umræddur kjúklingur var seldur. Afrýjendur hefðu ekki skorað á framleiðandann að leggja fram skýrslur um kjúklingaframleiðslu hans á þeim tíma og upplýsingar um framleiðsluferli sem varpað gætu ljósi á hvaða vitneskju hann hafí þá búið yfír um mengunina, eins og kampýlóbaktersýkingin er nefnd. Hæstiréttur telur síðan að ekki sé nægjan- lega í ljós leitt að framleiðandinn hafí mátt vita að svo mikill hluti kjúklinga- framleiðslu hans væri sýktur í apríl 1999 að honum hafi borið að vara neytendur sérstaklega við og skora á þá að fylgja leiðbeiningum sínum fast eftir. Af þess- um sökum hafi áfrýjendum ekki tekist að sanna að varan hafi verið haldin ágalla í merkingu 5. greinar laga um framleið- endaábyrgð. 1 þessari grein segir að vara teljist haldin ágalla þegar hún er ekki eins ör- ugg og með réttu mátti vænta eftir öllum aðstæðum, einkum: 1. Hvemig hún var boðin og kynnt; 2. Notkun þeirri sem með sanngimi mátti gera ráð fyrir; 3. Hvenær vöru var dreift. Við þennan dóm Hæstaréttar er það að athuga að fyrir lá í málinu að umfang kampýlóbaktersýkinga var umtalsverð allt árið 1998 og sóttvamarlæknir sem gaf skýrslu í málinu staðfesti það. Lögð voru fram gögn sem sýndu mikla aukn- ingu í kampýlóbaktersmiti fyrstu 8 mán- uði ársins 1999 og staðfest var að starfs- menn ákveðins kjúklingasláturhúss á Suð- urlandi hefðu sýkst af kampýlóbakter strax í júní 1999. Þá staðfesti sóttvarnar- læknir að tíðni kampýlóbaktersmitunar væri mest hjá þeim framleiðanda sem 22 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.