Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Qupperneq 23

Neytendablaðið - 01.06.2002, Qupperneq 23
Gallaður matur málsóknin beindist gegn. Þrátt fyrir að þessar upplýsingar lægju fyrir og séu raktar í dómi Hæstaréttar þá er niðurstaða réttarins sú að neytandinn hafi þurft að sýna fram á að einmitt í aprílmánuði þeg- ar sýkta varan var keypt hafi hún verið haldin þessum ágalla. Þessi niðurstaða gerir það nánast að verkum að neytandi sem verður fyrir mat- arsýkingu þarf að geyma hluta af inat- vælunum sem hann neytti til að geta sett þau í ræktun og sýnt þannig fram á að sýkingin stafi einmitt af þeim. Þetta er auðvitað fáránleg krafa. Túlkun Hæstaréttar á 5. greininni í lögunum um framleiðendaábyrgð er einnig nokkuð sérstök. Fyrir liggur í mál- inu að fólk kaupir kjúklingalæri og neytir þeirra og smitast af kampýlóbakter. Það er engum öðram vörum til að dreifa sem geta valdið þessari smitun. Það liggur fyr- ir að slík smitun hefúr verið landlæg hjá framleiðanda kjúklingsins en samt sem áður er varan ekki talin haldin ágalla, og tekið sérstaklega fram í dóminum að ekki hafi tekist að sanna að ffamleiðandinn hafi vitað að svo mikill hluti framleiðslu hans væri sýktur í apríl 1999 að honum hafi borið að vara neytendur sérstaklega við. í fyrsta lagi er það við þessa niðurstöðu að athuga að sú vara sem um ræðir er ekki eins öragg og neytandinn mátti vænta, og þegar af þeim ástæðum er varan hald- in ágalla samkvæmt þeirri grein sem um ræðir. Gera verður þær kröfúr til framleið- enda matvæla að þeir gæti fyllsta örygg- is. Geri þeir það ekki þá eiga þeir að bera ábyrgð. I öðru lagi liggja fyrir almennar upp- lýsingar um mikla smittíðni og mikla kampýlóbaktersýkingu hjá þeim fram- leiðanda sem hér átti hlut að máli. Þrátt fýrir það sér Hæstiréttur ekki ástæðu til að benda á það og byggja niðurstöðu sína á því að framleiðandinn hafi ekki sýnt fram á að kjúklingar hans hafi verið lausir við kampýlóbaktersýkingu í apríl 1999. Hvoram stóð nær að afla sönnunar um það atvik? Hver gat haft upplýsingamar um það? Ekki neytandinn. Þar sem ákveðnar staðhæfingar voru settar fram um vitneskju framleiðandans studdar mjög skýrum vísbendingum og framburði sóttvarnarlæknis þá er sú niðurstaða Hæstaréttar nokkuð sérstök að leggja þá skyldu á herðar neytandanum að sýna lfam á að ffamleiðandinn hafi ekki búið yfir ákveðnum upplýsingum í apríl 1999, og þar af leiðandi beri framleiðandinn ekki ábyrgð á smituninni sem neytend- urnir urðu fyrir við neyslu kjúklinga frá umræddum framleiðanda. í þriðja lagi kemur sérstaklega fram í dómi Hæstaréttar að það hafi ekki verið fyrr en haustið 1999 sem heilbrigðisyfir- völd settu fram aðvaranir. Hvaða máli skiptir það? Fyrir liggur að heilbrigðisyf- irvöld voru að kanna málið frá árinu 1998, gögn þar að lútandi lágu fyrir. Strax árið 1998 er komið fram að hluti af ffamleiðslu stefnda í málinu var sýktur af kampýlóbakter. Það að heilbrigðisyfirvöld bregðast seint við getur varla leyst fram- leiðandann undan ábyrgð. Eðlilegt verður að telja að við aðstæður eins og þessar beri framleiðandinn ábyrgð ef vara hans er ekki eins örugg og vænta mátti. Sé matvara sýkt er hún ekki eins öragg og neytandinn hlýtur að vænta. Þegar fyrir liggur að neytandi neytir ákveðinnar vöru og sýkist, og engin önn- ur vara er til á neytendamarkaði sem veldur slíkri sýkingu, þá ætti að vera nægjanlega í ljós leitt að umrædd fram- leiðsla er ekki svo örugg sem vænta mátti, og að framleiðandinn beri ábyrgð. Breytum lögunum! Neytendasamtökin telja því niðurstöðu Hæstaréttar óheppilega gagnvart neyt- endum en einkar hagkvæma framleiðend- um. Full ástæða er til að endurskoða lögin sem um þetta fjalla og hnykkja á því að matvörur eiga að vera ómengaðar og ósýktar. Framleiðendur verða að vera ábyrgir ef þeir setja slíkar vörar á markað án fúllkominna varúðar- og meðferðar- merkinga. NEYTENDASTARF ER íALLRA ÞÁGU 10- 11 verslanirnar 11- 11 verslanirnar Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Bifreiöastööin Hreyfill/Bæjarleiöir Bílaleiga Flugleiöa - Hertz Bónusverslanirnar BSR - Bifreiöastöö Reykjavíkur Búnaöarbanki íslands Dominós Pizza Efnalaugin Björg, Álfabakka 12, R Efnalaugin Hraöi ehf., JEgisíöu 115 Frumherji hf. Fönix ehf. Glerborg ehf. Hagkaup Húsasmiöjan hf. IKEA ísfugl ehf. Johan Rönning hf. Júmbó, matvælaiöja Kolaportió - Markaöstorg Landsvirkjun Mjólkurbú Flóamanna Mjólkursamsalan NETTÓ í Reykjavík, Kópavogi, Akranesi og Akureyri Nýkaup OLÍS - Olíuverslun íslands Osta- og smjörsalan Samband íslenskra sparisjóöa Skráningarstofan Slippfélagiö í Reykjavík Tryggingastofnun ríkisins Úðafoss, Fatapressan sf. Vitastíg 13, R VISA-ISLAND Vífilfell hf. NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002 23

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.