Foringinn - 01.03.1972, Side 3

Foringinn - 01.03.1972, Side 3
Skyndihjálp Kunnáttu í skyndihjálp er nauðsynlegt að halda Það er hægt að halda henni við á tvennan hátt, raeð lestri og með æfingum. Seinni aðferðin er miklu vænlegri til árangurs. £g ætla að gefa nokkra hugmynd um hvernig hægt er að frarakværaa æfingar. Æfingar er hægt að hafa tvennskonar, æfingar þar sem lýsing á sjdklingi er gefin upp á blaði, og æfingar þar sem reynt er að biia til gerfisár á einhvern. Sem dæmi um skriflega æfingu: "Þú kemur að manni sem dottið hefur í grjóturð og slegið höfðinu í jörðina. Maðurinn er meðvitundarlaus, það blæðir út um bæði eyrun, hann er með korrandi andar- drátt. Framkvæmið það sem ber aö gera, (1) meðan beðið er eftir sjúkrabíl, (2) ef það þarf að flytja sjúklinginn. Gefið upp hvað er að manninum." "Þið komið að manni sem hefur fótbrotnað á vinstri fótlegg. Hann hefur misst mikið blóð. Þið þurfiö að flytja mannin til byggða. Framkvæmið það sem gera á." Svona æfingar er einnig hægt að litbiia með því að biia til sár. Það er hægt á eftirfarandi hátt: Fáið ykkur smurost, vatnsliti, (ef hægt erismynk, páður sem er með hörundslit. Smurosturinn er látin á hörundið þannig að það myndast slétt bunga, Þetta er litað með páðrinu eða vatnslitum, þannig að bungan líkist sem mest hörundinu. Þá er skorið með hníf í gerfihörundið þannig að það myndist skurður. Skurðurinn er síðan málaður með rauðum og svörtum vatnslit. I skuröinn má setja t.d. glerbrot, mold,sand eöa þess háttar til að gera sárið sem raunverulegast. Þessi sár er hægt aö hafa eins stór og vera vill. Eftir æfingana er sárið síðan þvegið af með volgu vatni. Einnig er hægt að búa til beinbrot með osti. Þá er fyrst búið til stórt sár og síðan er sett í það bútur af beini, sem er látið standa út úr sárinu, eins og um opið beinbrot væri að ræða. Blóð er hægt að búa til úr tómatsósu eða matarlit. Gallinn á þessu er sá að liturinn er það sterkur, sórstak- lega matarliturinn, að erfitt er að ná þeim úr fötum oe. af hörundi. Hörundið er hægt að lita með vatnslitum, helzt túpU- liti, því hægt er að þvo þá af með vatni. Thor B Eggertsson.

x

Foringinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.