Foringinn - 01.03.1972, Blaðsíða 14

Foringinn - 01.03.1972, Blaðsíða 14
framhald af bls. 7 Allir foringjar innan félaganna ættu a6 gefa því gaum a6 a6 með ylfinga- og ljósálfastarfi erum viö að byggja upp grunn eöa undirstöður undir hvert félag og þar af leiöandi undirstöður alls skátastarfs á íslandi. Eins og þið vitið flest eða öll eru flestir sem hætta um 14 ára aldur og þykir okkur það slæmt. En við lítum alltof mikið á eldri aldursflokkana og gleymum gjarnan þessum undirstöðum starfsins. Mest ábyrgð hvílir á þeim foringjum sem stjórna yngstu börnunum því gætir mestra utanaðkomandi áhrifa. Það er að segja, börnin er næmari fyrir því sem við þau er sagt og því þurfum við að leggja mjög mikið upp úr vönduðum foringjum. Ennig þurfa þeir að vera eldri en almennt er, helst fullorðið fólk og þá gjarnan með tvo yngri aðstoðarmenn. IBIK akela. framhald af bls. 5 ég vona því að skátaforingiar einbeiti sér fyrst og fremst að því'að framfylgja skátahugsjoninni í verki, þvi ef það er ekki gert, skÍDtir litlu máli hvort við notum eitt orð frekar en annað, til þess að túlka á prenti hvað felst í hinum sanna skátaanda. framhald af bls. 4 Guðlaugur Hjörleifsson. Þegar þetta er ritað er ekki vitað nákvæmlega um fjölda þeirra islenzkra skáta, sem fer utan næast komandi sumar, en umséknarfrestur fyrir þær ferðir, sem B.l.S. auglýsti mun nú útrunninn. Vonandi verður í næsta Foringja hægt að gera mánari grein fyrir þessum ferðum. Arnfinnur J. framhald af bls. 15 Eftir að allir hafa fengið sér hressingu, er aftur sezt að fundarstörfum og tekið fyrir síöasta mál fundarins, en það er kennsla. Sveitarforingi talar um og sýnir með dæmum, hvernig japönsk reyring er. Þá er komið að lokaathöfninni, en hún gæti farið þannig fram. Allir standa í hring og heldur hver á sínum kertastjaka með kertinu í. Sveitarforingi mælir nokkur hvatningarorð til skátanna og biður þá að lifa og starfa í anda skátunar. Fundi slitið. (Hvernig væri að reyna sveirarráðsfund meö þessu sniði?) Björgvin Magnusson. D.C.C. \h

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.