Foringinn - 01.03.1972, Blaðsíða 6
SKÁTAFÉLAGIÐ
ISTARFSEIMIIIG :
Eitt af því, sem er nokkuð frábrugðið í uppbyggingu skáta-
hreyfingarinnar hár á landi. og víðast erlendis, þar sem ég
þekki til, er starfseiningin: skátafélagið.
Á Bretlandi samsvarar það oftast því, sem kallast þar:
local association eða staðarsamband og starfsemi oftast sam-
bland af því, sem er hlutverk Skátasambands Reykjavíkur og
einstakra skátafólaga í Reykjavík, en annars staðar á landinu
hefur skátafélagið eitt sem eining þetta hlutverk.
UPPBYGGING
Skátafélög hér á landi hafa by^gst upp á nokkuð lýðræöis-
legum reglum með kosningu stjórnar á nokkuð víðum grunni- og
hefur þaö sömu kosti og galla og lýðræði fylgir um ráðningu
stjórnenda og endurnýjun þeirra. Fer þar mikið eftir þroska
þeirra, sem velja, að vel takist og þar haldist í hendur nauð-
synleg endurnýjun stjórnenda og mat á gildi þess, að reyndir
skátar séu jafnframt með í ráðum, svo að út komi framsækin
stjórn, sem byggir á fyrri reynslu, svo að samhengi sé í störf-
um. Það er ekki nóg að vel sé starfað stuttantíma, en starfið
detti niður á milli.
HLUTVERK SKÁTAFÉLAGS
En hvað er þá hlutverk skátafélagsins í dag? Það er
sjálfsagt misjafnt eftir aöstæðum. En í stuttu máli mætti
telja það £ eftirfarandi liðum:
1. Vera málsvari skátahreyfingarinnar út á við í sínu
sveitarfélagi eða hverfi í Reykjavík.
2. Vera tengiliður viö Bandalag ísl.skáta.
3. Kynna skátastarfiö út á við í sínu byggðarlagi.
4. Sjá um sameiginleg fjármál skátanna í byggðárlagi
og þá sérstaklega fjáröflun félagsins.
5. Annast uppbyggingu og rekstur skátahúsnæðis félagsins
6. Annast yfirstjórn ýmissa sameiginlegra starfa fél-
agsins: skátamót, skátamessur o.fl.
7. Sjá um endurnýjun og fræðslu foringjaliðs félagsins,
svo að þeir, sem fyrir eru, fái endurþjálfun með
hæfilegu millibili og ný foringjaefni grunnþjálfun
til foringjastarfa.
8. Fylgjast með störfum deilda og sveita og tengja
starf þeirra saman eftir því sem ástæða þykir til
Cnámskeið, heimsóknir o.fl.).