Foringinn - 01.03.1972, Page 7
)
)
Kæru foringjar.
Þessi grein er byggó upp ilr viðtölum við nokkra ylfinga
í Reykjavík.
Fyrst voru þeir spurðir hvernig fundir væru og þétti
þeim þeir almennt skemmtilegir. Þá kom í ljós, að leikir
virtust vera í miklum meiri hluta, þó voru ekki nægilega fjöl-
breyttir leikir þ.e. oftast þeir sömu. Söngur var það vin-
sælasta, en þó vantaði meira af léttum söngvum fyrir þá(ylfingana).
Ferðir voru einnig mjög vinsælar, og þá allskonar skoöunar,
kynnisferðir og bíðferðir. Þeim þótti helzt til lítið af
átilegum þ.e.s.a. enginn, sem er mjög áskiljanlegt frá sjón-
armiöi ylfinga.
Föndur er sá hlutur sem þeir hafa minnt kynnst og þegar
þeir voru spurðir um það langaöi þá mikið til að reyna sllkt.
Þetta allt sýnir fyrst og fremst, að foringjar eru ekki
nægilega þjálfaðir, og einnig aö ekki eru til goðar bækur fyrir
þá til að leita í, og nota ykkur til aðstoðar (á íslenzku).
Reikna má með þvi aö flestir ylfinga- og 1jósálfafor-
ingjar sáu það ungir (minnsta kosti i reykjavík) að þeir
hafa ekki nægilega málakunnáttu til að geta notfært sér er-
lendar bækur til aðstoðar í starfi sínu, og því verða þeir
að leita i öllum blöðum og békum og umfram allt að hnýsast
allt sem nota mætti í starfinu.
)
)
Þessi konnun sýndi mér einnig fram á að foringjar ættu
stöku sinnum að hafa kannanir á því hvað börnin vilja helzt
gera. Einnig ættu foringjar að hafa sem mest samráð samráð
við foreldra um ýmis efni og jafnvel vandamál sem upp kunna
að koma.
Foreldrar þurfa nauðsynlega að fylgjast vel með starfi
barna sinna og einnig hitt að þau vita oft hvernig leysa má
vandamál sem upp kunna að koma sem foringjar ráöa ekki við.
Þau þekkja líka börnin sín best og vita jafnvel um ýmislegt
sem gæti komiö að gagni við foringjastörf.
Náiö samstarf viö foreldra ætti ekki að þurfa að vera
foringjum fjötur um fét, því bæði er hægt að halda reglulega
foreldrafundi og hægt er að nota símann til samtalsvið þá
og/eða heimsækja foreldrana nokkra í einu og tala viö þá um
börnin, starfið og allt það er varðar starf þessara barna, og
foringja þeirra.
Framh. á bls. 14
7