Foringinn - 01.03.1972, Blaðsíða 8
Skátastarf ad FLÚÐUM
18.-19. marz fór fram kynning á skátastarfi að Fláðum
í Hrunamannahreppi.
Aðdragandi þessarar ferðar var sá, að B.Í.S. fér fram
á það við fálagsforingja Dalbáa í Rvík, og Svannasveitina
Emblu í Kópavogi, að fræða hrunamenn um vort göfuga starf.
En áður höfðu Fláðabúar óskað eftir slíkri kynningu.
Við vorum 9, sem tókum þátt í þessari ferð. Frá
Dalbúum voru 5, og frá Emblu 3, en níundi maður var frá
H.S.S.R.
Eftir 2 tíma ferðalag fengum við frábærar móttökur,
hlaðið kaffiborð, samtal við ráðamenn á staðnum,og um kvöldið
byrjaði alvaran af fullum krafti. Kynningin hófst kl9, en
áður höfðum við komið upp smá sýningu á ýmsum skátahlutum,
bókum, merkjum, skikkjum, vinnubókum og bæklingum sem var
dreift á milli fólksins.
Kynningin fór fram í fyrirlestrarformi og skiptum við
verkefnum á milli okkar. Talað var um ljósálfa og ylfinga,
upphaf og uppbyggingu hins raunverulega skátastarfs, búninga
og merki, fólagsskipan, inni og úti störf, dróttskáta, forseta-
merkið, blaðaútgáfu og inntöku-athafnir innan dróttskátasveita,
hjálparsveitir og störf þeirra.
Kvikmindir voru einnig sýndar úr skátastarfinu, útilegum
og mótum. Á milli atriða voru kennd og sungin skátalög.
Reiknað var með, að áheyrendur vorir kæmu með fyrirspurnir
varðandi skátastarfið, en ekki voru þær margar.
Áheyrendurnir voru um 20 fullorðnir og 50 börn, sem
báru fram flestar spurningarnar.
Þá var skipt yfir í lóttara form og smá kvöldvöku slegið
upp, með leikjum og söng.
Á sunnudagsmorgni var áætlað að þeir sem áhuga höfðu á
starfinu kæmu og ræddu við okkur, en helst til lítið varð úr
því, fyrir utan það, að Atli, fóí.for. Dalbúa, Thor, frá H.S.S.R.
ræddu við slökkviliðsstjóra staðarins.
Árangur af för þessari er ekki hægt að segja um. Það er
sjálfsagt erfitt að koma élíku starfi af stað, en við vonum hið
besta, og að byrjunarörðugleikarnir drepi ekki þann áhuga sem
fyr ir er.
Móttökurnar sem við fengum voru £ alla staði frábærar, *
og lýsum við því hór með yfir, að við í Emblu tökum allar slíkar
ferðir að okkur í framtíðinni, ef óskað er.
fyrir hönd okkar allra,
Aðalbjörg ðlafsdóttir.