Foringinn - 01.10.1979, Blaðsíða 7

Foringinn - 01.10.1979, Blaðsíða 7
C Nú skundum við á skátamót c og skemmtum oss við Úlfljótsfliót Þá er lífið leikur einn c Og lánsamur er sérhver sveinn. Q^ sem þetta fær aö reyna, sem þetta fær aö reyna, F sem þetta fær að reyna, Q* <L nu reyni hver og eTnn. Bjamastaðabeljmnar þær baula mikið núna þær eru að verða vitlausar það vantar eina kúna það gerir ekkert til c það gerir ekkert til G’’ C Hún kemur um miðaftansbil Nú er um að gera að halda áfram, æfa sig og missa ekki móðinn. JULIHOT LNIMM _ ^ 19-iaV Oagana 19. — 22. júlí fóru 30 skátar af höfuð- borgarsvæðinu á skátamót sem skátafélagið Bjarmi á Blönduósi hélt. Mótsstaðurinn var Mánaskál í Laxárdal. Mótið var sett á fimmtu- dagskveldi kl. 23.00 en við vorum ekki komin fyrr en milli 3 og 4 aðfaranótt föstudags og röskuðum næturevefni mótsgesta. Á föstudag vorum við ræst allt of snemma að því er okkur fannst og gekk mörgum skelfilega illa að vakna, en það hafðist að lokum. Eftir hádegi var svo kynningarleikur og gönguferð en meðan á gönguferðinni stóð skruppum við „sunnanfarar" til Blönduóss. Þar versluðum við við Kaupfélagið og fórum svo í Blöndu- grill og kláruðum hamborgarabrauðin. Stuttu eftir að við komum aftur á mótssvæöið hófst varðeldur en þegar kom að okkur „sunnan- förum'1 að troða upp kom upp ágreiningur um hvað kalla skyldi hópinn. Sumir vildu kalla hann „Skáta frá Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu" en aðrir vildu „Skátar sunnan Bröttubrekku". Samstaða náðist þó um nafnið „Nylon Mak's" (nælon makks) en einkenni hópsins voru tannburstar af þeirri gerð. Eftir hádegi á laugardag var svo hápunktur mótsins en þávoru leikir og íþróttirogmá helst nefna koddaslag (yfir ánni náttúrlega). Þar sýndu Blönduósingar að þeir eru sko ekki hræddir við að blotna og sönnuðu orðtcikið að „enginn er verri þótt hann vökni nema hann drukkni". Um kvöldið var svo varðeldur og næturleikur. Á sunnudag var farið í bæinn um hádegið en áður kvöddum við „Nylon Mak's" alla aóra mótsgesti með handabandi. -------------------------► o

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.