Bændablaðið - 24.03.1995, Side 3

Bændablaðið - 24.03.1995, Side 3
Föstudagur 24. mars 1995 Bœndablaðið 3 Búnaóarþing Afkoma sauðfjárbænda AOgerOir til stuðnings sauoqðrræktinni “Mikill samdráttur hefur orðið í framleiðslu og sölu sauðfjárafurða á síðustu árum. Þannig hefur inn- veginn framleiðsla fallið úr 15.378 tonnum árið 1978 í 8.797 tonn árið 1994 eða um 43%, tekjusamdráttur er hlutfallslega meiri. Þetta hefur valdið því að kjara- leg staða sauðfjárbænda er nú al- gjörlega óviðunandi sbr. niður- stöður fjárhagskönnunar 1994 ásamt samanburði við búreikninga. Til að ráða bót á þessu þarf víð- tæka pólitíska lausn á þessum al- varlega vanda, enda er hér um afar mikilvægt byggðarmál að ræða. Því felur Búnaðarþing stjóm bændasamtakanna að leita eftir samkomulagi. við ríkisvaldið um nýja stefnumörkun,” segir í upp- haft ályktunar um málefni sauð- fjárbænda. Fyrstu aðgerðir Birgðavandi “Brýnast er, sem fyrsta aðgerð til lausnar á vanda sauðíjárbænda, að heimild verði fengin til að flytja út kindakjöt, innan heildargreiðslu- marks, á erlenda markaði þannig að birgðastaða 1. september verði ekki umfram 500 tonn. Jafnframt þarf sérstakar ráðstafanir til að allt sláturfé komi í sláturhús í haust með því að greiða tiltekna upphæð á allt innvigtað kindakjöt umfram efri mörk greiðslumarks. Til að tryggja framgang þessara aðgerða þurfa að koma til sérstakir fjármunir frá hinu opin- bera. Atvinnuleysisbætur Tryggður verði réttur bændafólks til atvinnuleysisbóta til samræmis við yftrlýsingu landbúnaðarráð- herra og félagsmálaráðherra frá liðnu hausti. Jarðasjóður Vegna skerðinga á framleiðslu- heimildum er ljóst að ekki er rekstrargrundvöllur á fjölmörgum sauðfjárbúum. Því er nauðsynlegt að staðið verði við bókun bú- vörusamnings um að jarðasjóður verði efldur svo hann geti keypt jarðir bænda þeirra sem hætta vilja búskap eða aðstoða sveitarfélög við slík kaup. Næstu aðgerðir: Á verðlagsárinu 1996/1997 og 1997/1998 verði heildarbein- greiðslur vegna sauðfjárfram- leiðslu sem nemur a.m.k. 50% grundvallarverðs 8150 tonna af kindakjöti. Þingið felur stjóm samtakanna að skoða sérstaklega fyrirkomulag á stuðningi ríkisins við sauð- fjárframleiðsluna m.a. með eftir- farandi að leiðarljósi: a) Ná sem flestu fé í sláturhús. b) Skapa aukinn sveigjanleika í framleiðslu. c) Skapa möguleika á störfum greiðslumarkshafa að landgræðslu og skógrækt og fl. sbr. bókun 6. d) Að kanna með hvaða hætti er hægt að beina stuðningi til þeirra sveita og jaðarbyggða sem standa sérstaklega höllum fæti og hvemig að því er staðið í nágrannalöndum okkar. Aðgerðir gegn heimaslátrun og framhjásölu Þingið felur stjóm bænda- samtakanna að beita sér fyrir því að heimaslátmn verði takmörkuð svo sem kostur er og verði meðal annars skoðaðar eftirfarandi að- gerðir: a) Gera samanburð á ásetningi og afurðum. b) Koma á leyfísveitingum og skráningu á heimaslátrun. c) Meta möguleika á að taka upp merkingakerfi á gripum sam- kvæmt stöðlum ESB. Heildarheimtökuréttur greiðslu- markshafa án skerðingar á inn- leggsheimildum verði aukinn í 80 kg á hvem heimilismann. Aðrar aðgerðir: Þróunarsjóður Stofnaður verði þróunarsjóður sem hafi það hlutverk að stuðla að vömþróun fyrir innlendan og er- lendan markað og endurbótum á aðstöðu til slátrunar og vinnslu kindakjöts sámkvæmt ESB stöðlum. Stefnt verði að 100 millj. kr. framlagi til sjóðsins á ári. Leitað verði samkomulags við ríkisvald, Byggðastofnun, Framleiðnisjóð og fl. um fjármögnun sjóðsins. Markaðs- og sölumál Komið verði á fót markaðsráði kindakjöts sem hafi forgöngu um eftirfarandi verkefni: Vömþróun kindakjötsafurða, bæði fyrir innlenda og erlenda markaði. Úrbætur í aðstöðu til slátmnar og vinnslu fyrir innlenda og er- lenda markaði, menntun og þjálfun starfsfólks. Koma á samstarfi við yfir- kjötmatið, yfirdýralækni og Fæðu- deild RALA um aukið aðhald og eftirlit til að tryggja vömvöndun. Sölustarf og skipulagningu á sölu kindakjöts á innlendum markaði eftir því sem í þess valdi getur verið. Vistvænar land- búnaðamfurðir “Búnaðarþing 1995 hvetur til að gert verði átak til að koma á al- hliða gæðavottun fyrir afurðir sem ekki em framleiddar samkvæmt lífrænum reglum en em þó vist- vænni en almennt gerist í hefð- bundnum landbúnaði. Þar með verði stefnt að markvissri gæða- stýringu við framleiðslu sem flestra landbúnaðarafurða þannig að íslenskar búvömr fái notið þeirrar gæðaímyndar sem þeim ber með réttu. Hafa þarf að leiðarljósi að reglur um vistvæna framleiðslu verði það viðráðanlegar að vem- legur hluti íslenskra bænda geti nýtt þetta tækifæri til þess að bæta framleiðslu sína,” segir í ályktun um lífræna landbúnaðarfram- leiðslu. “Þá fagnar Búnaðarþing setningu laga um lífræna landbún- aðarframleiðslu nr. 162/1994 og hvetur til þ^ss að lífrænn land- búnaður verði efldur á íslandi með svipuðum hætti og gert hefur verið í mörgum nágrannalöndum. Að þessum viðfangsefnum verði unnið með markvissum rannsóknum, kennslu og leið- beiningum og með markaðssókn bæði innanlands og utan.” Greinargerð Ýmis fordæmi em frá öðmm löndum um gæðavottun landbún- aðarafurða sem uppfylla að hluta kröfur lífrænna framleiðsluhátta og teljast því vistvænni en almennt gerist í landbúnaði. Dæmi hér um er framleiðsla og markaðssetning gæðavottaðra landbúnaðarvara undir merkinu "Godt norsk" í Noregi. Átaki eins og hér er um að ræða hlýtur alltaf að fylgja all- mikill kostnaður t.d. vegna vottun- ar framleiðslu. í því sambandi er eðlilegt að líta til búnaðarsam- bandanna sem hafa í sinni þjónustu sérmenntaða starfsmenn á sviði landbúnaðar. Þar sem gera má ráð fyrir að kröfur um hreinleika og fram- leiðsluhætti séu all breytilegar eftir afurðum þarf að fjalla um hverja búgrein fyrir sig, t.d. í hinum ýmsu búgreinafélögum og fagráðum landbúnaðarins. Slíkar umræður má einnig skoða sem lið í eflingu gæðastýringar sem er ofarlega á baugi í landbúnaði um þessar mundir. Efri mynd: Jón Benidiktsson og Sigurgeir Hreinsson greiða atkvœði. Neðri mynd: Sólrún Ólafsdóttir, Hrafnkell Karlsson og Kristján Ágústsson ráða ráðum sínum. Sölustarf kindakjöts erlendis MarkaðS- og sölustarf varðandi gærur og innmaUsauðfjár. Steftit verði að því að markaðs- ráðið hafi ráðstöfunarrétt og söluábyrgð á allri kindakjötsfram- leiðslu en starfi í samvinnu við sláturleyfishafa og aðra hags- munaaðila. Lækkun kostnaðar við sauðfjárframleiðslu A. Hagþjónustu landbúnaðarins verði falið að skoða alla þætti kostnaðar við sauðfjárframleiðslu. Hagfræðiráðunautum bændasam- takanna verði síðan falið að leggja fram tillögur um hvemig hægt sé að draga úr,Rostnaðinum. B. Unnið verSi skipulega að hag- ræðingu og'lækkun kostnaðar við slátmn og úrvinnslu sauðfjárafurða m.a. i»eð fækkun eða sérhæfingu sláturhúsa og samvinnu um slátrun á stærri svæðum. Slátur- og heildsölukostnaður verði skýrt aðgreindur. Fjármögnun afurðalána verði tryggð. Kjötgæói og ræktun sauðfjár Lögð verði áhersla á þýðingu kjöt- gæða fyrir markaðinn og bændum kynnt eftir föngum hvemig ná má auknum gæðum með kynbótum, betri meðferð fjár að hausti, lengingu sláturtíma og slátmn utan v hefðbundins sláturtíma. Kjötmati og greiðslum fyrir kjöt verði beitt til að ná auknum kjötgæðum.” Nautsymegi að endnr- skoða sam- keppnislðg Búnaðarþing fól stjórn bænda- samtakanna að leita hið allra fyrsta eftir endurskoðun á sam- keppnislögum þannig að sérstaða búvömframleiðenda verði virt. Mál þetta kom frá markaðs- og kjaranefnd þingsins en fyrir þinginu lá erindi Svínaræktarfélags íslands um endurskoðun á samkeppnislögum og erindi Landssambands kúabænda sama efnis. í greinargerð segir að Sam- keppnisstofnun hafi hafnað beiðni Svínaræktarfélags íslands um að fá að gefa út viðmiðunarverðskrá, en kannanir sýna að að sam- keppnislög nágrannalandanna og gmndvallarsamþykktir Evrópu- sambandsins heimila slíkt. “Þá hefur ennfremur komið í ljós að Samkeppnisstofnun telur það ekki í sínum verkahring að taka á undirboðum og því að bú- vara er seld undir kostnaðarverði. í báðum þessum atriðum virðist íslensk búvöruframleiðsla búa við þrengri lög og lagatúlkanir en búvömffamleiðsla í sam- keppnislöndunum. Slíkt er með öllu óviðunandi,” segir í þing- skjalinu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.