Bændablaðið - 24.03.1995, Page 6
6
Bœndablaðið
Föstudagur 24. mars 1995
Samþykktir fyrir
Bændasamtðk íslands
I. kafli.
Almenn ákvæði
1. grein
Samtökin heita Bændasamtök ís-
lands. Heimili þeirra og vamarþing
er í Reykjavík.
2. grein
Bændasamtökin eru heildarsamtök
íslenskra bænda.
Aðild að bændasamtökunum eiga
eftirgreind félög og félagasamtök:
Búnaðarsamband Kjalamesþings
Búnaðarsamband A-Skaftafellssýslu
Búnaðarsamband Borgarfjarðar
Búnaðarsamband Suðurlands
Búnaðarsamband Snæfellinga
Búnaðarsamband Dalamanna
Búnaðarsamband Vestfjarða
Búnaðarsamband Strandamanna
Búnaðarsamband V-Húnavatnssýslu
Búnaðarsamband A-Húnavatnssýslu
Búnaðarsamband Skagfnðinga
Búnaðarsamband Eyjafjarðar
Búnaðarsamband S-Þingeyinga
Búnaðarsamband N-Þingeyinga
Búnaðarsamband Austurlands
Félag eggjaframleiðenda
Félag ferðaþjónustubænda
Félag hrossabænda
Félag kjúklingabænda
Landssamband kartöflubænda
Landssamband kúabænda
Landssamtök sauðfjárbænda
Samband garðyrkjubænda
Samband íslenslaa loðdýrarækt-
enda
Svínaræktarfélag íslands
Æðarræktarfélag íslands
3. grein
Bóndi telst hver sá sem stundar bú-
rekstur í atvinnuskyni. Undir bú-
rekstur fellur hvers konar bú-
fjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garð-
rækt, ylrækt sem stunduð er til
tekjuöflunar, svo og eldi og veiðar
vatnafiska, nýting hlunninda og
þjónusta á lögbýlum er nýtir gæði
jarðar eða aðra framleiðslu land-
búnaðar í framangreindum til-
gangi.
4. grein
Búnaðarþing skal staðfesta aðild
og samþykktir nýrra aðildarsam-
taka með 2/3 atkvæðum þingfull-
trúa, en stjóm staðfestir breytingar
á samþykktum þeirra. í samþykkt-
um búnaðarsambands skal kveðið
á um að allir bændur og lögaðilar í
landbúnaðarframleiðslu á starfs-
svæði búnaðarsambands skuli eiga
rétt á að vera félagar. í sam-
þykktum búgreinasamtaka skal
sömuleiðis kveðið á um að allir
bændur og lögaðilar í hlutaðeig-
andi búgrein skuli eiga rétt á að
vera félagar. í samþykktum aðild-
arsamtaka skal mælt svo fyrir að
fullnægjandi félagaskrá fylgi ávallt
ársreikningi.
í samþykktum búnaðarsam-
banda/búgreinasamtaka skal enn-
fremur mælt svo fyrir að allir
bændur hafi sömu réttindi við kjör
til aðalfundar þeirra óháð formi á
félagsaðild. Aðalfundir skulu
haldnir einu sinni á ári og auk þess
aukafundir eftir þörfum, þ.á m. ef
meirihluti fulltrúa krefst þess.
5. grein
Búnaðarþing getur með 2/3
atkvæðum þingfulltrúa vikið
búnaðarsambandi eða búgreina-
samtökum úr bændasamtökunum
ef samþykktir þeirra eða starfsemi
er ekki í samræmi við samþykktir
þessar eða ef það þykir óhjá-
kvæmilegt af öðrum ástæðum.
6. grein_________________________
Bændasamtökin skulu vera mál-
svari bænda og vinna að fram-
förum og hagsæld í landbúnaði.
f samræmi við þetta meginhlutverk
greinist starfsemi samtakanna í
fjóra meginþætti:
a) Þau beiti sér fyrir bættum kjör-
um bænda á öllum sviðum.
b) Þau annist leiðbeiningaþjónustu
og sinni faglegri fræðslu í þágu
landbúnaðarins.
c) Þau annist útgáfustarfsemi og
miðlun upplýsinga sem varða
bændur og hagsmuni þeirra.
d) Þau veiti umsögn um lagafrum-
vörp, sem snerta landbúnaðinn og
sinni öðrum verkefnum sem
tengjast hagsmunum bænda og
landbúnaði.
A.
Bændasamtökin gæta hagsmuna
bændastéttarinnar og sameina
bændur um þá, með því m.a. að:
1. Móta stefnu í málefnum bænda
og landbúnaðarins í heild.
2. Vera málsvari bændastéttarinnar
gagnvart nkisvaldinu og öðrum
aðilum þjóðfélagsins sem stéttin
hefur samskipti við.
3. Beita sér fyrir nýmælum í lög-
gjöf og breytingum á eldri lögum
er til framfara horfa og snerta
bændastéttina og landbúnaðinn.
4. Fylgjast grannt með afkomu
bænda og rekstrarskilyrðum land-
búnaðarins og kappkosta með því
að tryggja þeim lífskjör í samræmi
við aðrar stéttir þjóðfélagsins.
5. Annast samningagerð af hálfu
bænda, t.d. um framleiðslustjóm,
verðlagningu búvara og kjör
starfsfólks í landbúnaði
6. Koma fram fyrir hönd íslenskra
bænda gagnvart hliðstæðum sam-
tökum erlendis og annast sam-
skipti við þau eftir því sem ástæða
þykir og tilefni gefast til.
B.
Bændasamtökin annast leiðbeininga-
þjónustu og faglega ffæðslu í þágu
landbúnaðarins, með því m.a. að:
1. Vinna að framfömm í landbún-
aði með því að ráða landsráðu-
nauta er hafi á hendi forystu um
leiðbeiningar á hlutaðeigandi svið-
um í samræmi við ákvæði búfjár-
ræktar- og jarðræktarlaga. Búnað-
arsamböndin vinni á sama hátt að
framfömm í landbúnaði með því
að hafa í þjónustu sinni héraðs-
ráðunauta á grundvelli sömu laga.
2. Hafa með höndum framkvæmd
mála er Alþingi eða ríkisstjóm
felur þeim.
3. Vinna að kynbótastarfsemi,
annast eða hafa umsjón með af-
kvæmaprófun kynbótagripa og er
m.a. heimilt að eiga og reka bú-
fj árræktarstöð var.
4. Hlutast til um að gerðar séu hag-
nýtar rannsóknir og tilraunir á
öllum sviðum landbúnaðarins.
C.
Bændasamtökin standi að rekstri
Upplýsingaþjónustu í samvinnu/-
samstarfi við aðrar stofnanir land-
búnaðarins.
7. grein
Bændasamtökin fara með fyrirsvar
fyrir framleiðendur búvara skv.
lögum um framleiðslu, verð-
lagningu og sölu á búvörum nema
þau hafi samþykkt, fyrir sitt leyti,
að einstök búgreinasamtök fari
með forræði hlutaðeigandi bú-
greinar á tilteknum sviðum. I
samningi um verkaskiptingu, sem
stjóm bændasamtakanna og stjóm
hlutaðeigandi búgreinasamtaka
gera með sér, skal kveðið á um
slíkt framsal á forræði enda hindri
það ekki stjóm bændasamtakanna
að fjalla um og leysa málefni sem
em sameiginleg fleiri en einni bú-
grein. Akvæði um framsal á for-
ræði á atriðum sem varða fram-
kvæmd búvörulaga í verkaskipta-
samningi skal því aðeins taka gildi
að það hafi hlotið samþykki 2/3
hluta greiddra atkvæða bænda í
búgreininni í allsherjaratkvæða-
greiðslu, sem efnt skal til á vegum
bændasamtakanna og hlutaðeig-
andi búgreinasamtaka og skulu
þeir aðilar koma sér saman um
framkvæmd hennar. Breytingar á
ákvæði þessa efnis taka heldur
ekki gildi fyrr en þær hafi hlotið
sams konar samþykki bænda í
búgreininni.
Stjóm bændasamtakanna og
stjómum einstakra búgreinasam-
taka eða búnaðarsambanda er í
samningi um verkaskiptingu
heimilt að kveða á um önnur atriði
en að framan greinir. Stjóminni er
ennfremur heimilt að gera
þjónustusamninga við hin ýmsu
félög og félagasamtök sem á ein-
hvem hátt tengjast landbúnaði.
Skal jafnan leitast við að
verkaskipting sé sem skýrust milli
bændasamtakanna og einstakra
aðildarsamtaka þannig að saman
fari ábyrgð og forræði á þeim
málaflokkum sem undir hvom
aðila heyra.
8. grein
Bændasamtökin skulu gæta þess
að halda góðum tengslum við fé-
lög og félagasamtök sem aðild
eiga að samtökunum, m.a. með því
að trúnaðarmenn bændasamtak-
anna sitji fundi þeirra. Þá skulu
bændasamtökin boða árlega til
a.m.k. eins almenns bændafundar á
hverju búnaðarsambandssvæði í
samráði við hlutaðeigandi búnað-
arsamband. Þar skulu rædd verð-
lags- og markaðsmál og önnur
málefni stéttarinnar eftir því sem
tök em á og gerðar ályktanir eftir
því sem efni standa til. Fundi þessa
sitji a.m.k. einn aðalmaður úr
stjóm bændasamtakanna og Bún-
aðarþingsfulltrúar af hlutaðeigandi
svæði.
II. kafli.
Búnaðarþing
9. grein
Búnaðarþing fer með æðsta vald í
öllum málefnum bændasamtak-
anna. Það skal halda ár hvert, en
heimilt er að halda aukaþing þess
utan ef þurfa þykir. Skylt er að
kalla saman aukaþing ef helmingur
þingfulltrúa óskar þess. Búnaðar-
þing skal boða á tryggilegan hátt
með minnst tveggja mánaða fyrir-
vara og aukaþing með minnst
tveggja vikna fyrirvara.
I upphafi Búnaðarþings gefur
formaður bændasamtakanna
skýrslu um störf stjómarinnar frá
síðasta þingi og gerir grein fyrir
framtíðarhorfum. Jafnframt skal
leggja fyrir þingið starfsskýrslur
einstakra starfsmanna eftir ákvörð-
un stjómar hverju sinni.
Onnur verkefni þingsins em
m.a. að afgreiða reikninga samtak-
anna fyrir liðið ár, gera fjárhags-
áætlun, kjósa stjóm og endur-
skoðendur samtakanna, sbr. 16. og
23. grein.
Búnaðarþing skal setja sér
sérstök þingsköp.
10. grein
Fulltrúar á Búnaðarþingi skulu
vera 39 og kjömir af aðildar-
samtökum til þriggja ára sem hér
segir:
Búnaðars. Kjalamesþings 1
Búnaðars. Borgarfjarðar 2
Búnaðars. Snæfellinga 1
Búnaðars. Dalamanna 1
Búnaðars. Vestfjarða 3
Búnaðars. Strandamanna 1
Búnaðars. V.-Hún. 1
Búnaðars. A.-Hún. 1
Búnaðars. Skagfirðinga 2
Búnaðars. Eyjafjarðar 2
Búnaðars. Suður-Þing. 2
Búnaðars. N.-Þingeyinga 1
Búnaðars. Austurlands 3
Búnaðars. A.-Skaftafells. 1
Búnaðars. Suðurlands 6
Félagi eggjaframleiðenda 1
Félagi ferðaþjónustubænda 1
Félagi hrossabænda 1
Félagi kjúklingabænda 1
Landss. kartöflubænda 1
Landssambandi kúabænda 1
Landssamt. sauðfjárbænda 1
Sambandi garðyrkjubænda 1
Samb. ísl. loðdýraræktenda 1
Svínaræktarfélagi íslands 1
Æðarræktarfélagi íslands 1
Jafnframt skulu kjömir með
sama hætti jafnmargir vara-
fulltrúar. Sami maður getur ekki
verið aðal- eða varafulltrúi fyrir
nema ein aðildarsamtök á þinginu.
A þinginu eiga að auki sæti
stjóm bændasamtakanna og aðrir
þeir starfsmenn samtakanna er hún
ákveður. Kjömir fulltrúar hafa þó
einir atkvæðisrétt.
Auk þeirra, sem að framan em
taldir, hafa endurskoðendur
bændasamtakanna, formaður og
framkvæmdastjóri Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins rétt til að sitja
þingið og hafa málfrelsi og til-
lögurétt í þeim málum er snerta
starfssvið þeirra sérstaklega.
11. grein
Kosningarétt og kjörgengi til
Búnaðarþings hafa bændur, sbr. 3.
grein, séu þeir félagar í búnaðar-
sambandi/búgreinasambandi eða
aðildarfélögum þeirra og hafi
greitt tilskilin sjóða- og/eða
félagsgjöld.
Bændum sem hætt hafa búskap
vegna aldurs skal heimil áfram-
haldandi þátttaka í viðkomandi fé-
lagi með fullum félagsréttindum,
hafi þeir áfram búsetu á hlut-
aðeigandi félagssvæði.
Enginn getur átt kosningarétt í
fleiri en einu búnaðarfélagi.
12. grein
Það ár, sem kosningar til Bún-
aðarþings fara fram, skal í hveiju
búnaðarfélagi, eigi síðar en 1.
október, kjósa fulltrúa á full-
trúafund búnaðarsambands, sbr.
13. grein. Tala fulltrúa fyrir hvert
búnaðarfélag fer eftir fjölda fé-
lagsmanna þess, þannig að í bún-
aðarsamböndum, sem kjósa þrjá
þingfulltrúa eða færri, skulu félög
með 30 félaga eða færri kjósa tvo
fulltrúa, félög með 31-60 félaga
kjósa þrjá, félög með 61-90 félaga
kjósa fjóra og fjölmennari félög
kjósa fimm. I búnaðarsamböndum,
sem kjósa fjóra þingfulltrúa eða
fleiri, skulu félög með 30 félaga
eða færri kjósa einn fulltrúa, félög
með 31-60 félaga kjósa tvo, félög
með 61-90 félaga kjósa þrjá og
fjölmennari félög kjósa fjóra. Bú-
greinafélög, sem aðild eiga að
búnaðarsambandi, skulu enn-
fremur og eigi síðar en 1. október
kjósa hvert um sig einn fulltrúa á
fulltrúafund búnaðarsambands.
Fulltrúar skulu kosnir á al-
mennum félagsfundi í búnaðarfé-
lagi. Bændur og aðrir þeir, sem
kosningarétt hafa í félaginu, skulu
boðaðir á fundinn með minnst
þriggja daga fyrirvara á tryggi-
legan hátt, hvort heldur er með
bréfi, símskeyti eða beinu símtali
við þá sem kosningarétt hafa.
13. grein
Kosningar til Búnaðarþings skulu
fara þannig fram hjá búnaðar-
samböndum:
1. Boða skal til fulltrúafundar hjá
hverju búnaðarsambandi með
minnst tveggja vikna fyrirvara á
tryggilegan hátt, hvort heldur er
með bréfi, símskeyti eða beinu
símtali við hina kjörnu fulltrúa.
2. Berist stjóm búnaðarsambands
fleiri en einn kjörlisti fyrir fulltrúa-
fund, með fleiri mönnum en kjósa
skal, skal fara fram almenn
kosning á þingfulltrúum meðal
bænda og annarra þeirra sem
kosningarétt hafa.
3. Berist einn kjörlisti fyrir fulltrúa-
fund og nýti fulltrúar sér rétt til að
bera fram kjörlista á fundinum,
þannig að fram eru komnir fleiri en
einn kjörlisti, með fleiri mönnum
en kjósa skal, fer fram almenn
kosning á þingfulltrúum meðal
bænda og annarra þeirra sem
kosningarétt hafa.
4. Berist einn kjörlisti fyrir fulltrúa-
fund og nýti fulltrúar sér ekki rétt
til að bera fram kjörlista á fundin-
um skoðast þeir, sem á listanum
eru, rétt kjömir þingfulltrúar.
5. Berist ekki kjörlisti fyrir fulltrúa-
fund getur 1/3 fulltrúa, sem fund-
inn sækir, krafist þess að fram fari
almenn óhlutbundin kosning á
þingfulltrúum meðal bænda og
annarra þeirra sem kosningarétt hafa.
Að öðmm kosti skulu þing-
fulltrúar kosnir á fundinum. Ef 1/3
fulltrúa, sem fundinn sækir, krefst
þess skal sú kosning vera hlut-
bundin, en ella óhlutbundin.
ó.Bændur og aðrir þeir, sem
kosningarétt hafa, hafa rétt til að
bera fram kjörlista. Þurfa að
lágmarki annað hvort 15% eða 30
félagsmenn, sem atkvæðisrétt hafa
í búnaðarsambandi að styðja lista
þar sem kosinn er einn fulltrúi. í
þeim búnaðarsamböndum, sem
kjósa fleiri en einn fulltrúa, þurfa
annað hvort 15% eða 60 fé-
lagsmenn, sem atkvæðisrétt hafa,
að styðja lista.
Kjörlisti skal berast stjóm
búnaðarsambands fimmtán dögum
fyrir fulltrúafund og skal hann til-
kynntur fulltrúum með minnst tíu
daga fyrirvara fyrir fundinn með
sama hætti og greinir í 1. tl. Hafi
aðeins einn kjörlisti borist skal
jafnframt gefa öðmm kost á að
bera fram kjörlista fyrir fundinn.
Vilji fulltrúar á fulltrúafundi bera
fram kjörlista þarf að lágmarki 1/4
hluti þeirra að standa að slíkum
lista.
7.Fari fram almenn kosning á
þingfulltrúum, sbr. 2., 3. eða 5. tl„
er stjóm búnaðarsambands kjör-
stjóm og sér hún um undirbúning
kosninga, ákveður kjördag, til-
greinir kjördeildir og kjörstaði,
skipar undirkjörstjómir, ef um
fleiri en einn kjörstað er að ræða,
og sér um að auglýsa kosningamar
með tryggilegum hætti. Skal kjör-
stjóm sjá um að gera kjörseðla og
dreifa þeim í kjördeildir, úrskurða
kjörskrá, en í upphafi hvers full-
trúafundar skal liggja frammi fé-
lagatal eins og það var 1. júní það ár,