Bændablaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið Miðvikudagur 10. maí 11995 Bjarni Guðleifsson jarðræktarfræðingur Nokkiir Ma a kalskemmdum i vor Bjami Guðleifsson er starfsmaður RALA á Möðruvöllum Algengustu og alvarlegustu kalskemmdir í túnum á íslandi hafa verið raktar til svellkals, þegar túngrösin kafna undir þéttum svellum sem liggja iengi yfir túnunum. Þumalfing- urreglan er sú að túngrösin séu komin að dauðans dyrum þegar svellin hafa iegið um þrjá mánuði. Veðurfar á ný- liðnum vetri líkist um margt dæmigerðum kalvetri fyrri ára; svell myndast í hlákum um miðjan vetur (desember- janúar) og síðan mikil snjó- þyngsli sem vernda svellin langt fram á vor (apríl-maí). Bændur, sums staðar á landinu eru á þessu vori nokkuð uggandi um kalskemmdir. Yfirleitt kelur ekki þó snjór liggi lengi á túnum því þá geta grösin andað. Einnig sleppa grös oftast á snjólausum svæðum. Það er hins vegar á mörkum snjósvæðanna og auðu svæðanna sem svellin myndast og skemmdimar verða. Ég hef lítið farið um landið í vetur og vor til að kanna líkumar á kal- skemmdunum. Samkvæmt lýsing- um sýnast mér ekki líkur á um- fangsmiklu svellkali á Norðurlandi (þar er snjór) eða á Suðurlandi (þar hefur verið autt) en þó er ekki útilokað að fram komi staðbundnar skemmdir. Hins vegar em líkumar á kalskemmdum meiri á mörkum þessara svæða, á Austurlandi og einhvers staðar á Vesturlandi. Bændur sums staðar á þeim svæð- um segja svell vera undir snjónum sem nú er að bráðna, og telja að þau hafi myndast í desember- janúar. Ef um þétt svell er að ræða em grösin dauð en menn binda vonir við tvennt: (1) að ekki hafi verið um þétt svell að ræða heldur hroða og snjó eða (2) að jörð hafi verið þíð og brætt svellin neðanfrá og gefið grösunum loft. Sumir bænd- ur á svellasvæðum hafa fundið súr- an daun leggja frá svellum sem hafa verið að bráðna nú í vor. Lyktin kemur frá sýmm sem myndast við öndun grasanna þegar ekki kemst loft að og þessi svo- nefnda kallykt er merki um að grösin séu komin að dauðamörk- um en ekki endilega aldauð. Á aó panta fræ? Ekki kemur í ljós fyrr en hlýnar (víða ekki fyrr en í júní) hvort grösin em dauð eða lifandi. Vilji menn fá úr því skorið fyrr hvort tún sé kalið má grafa sig í gegnum svellin og höggva upp litla torfu og setja í hita við ljós (til dæmis í glugga) og kemur þá fram hvort grösin lifna eða einungis illgresis- fræin spíra. Þetta gæti verið leiðin til að átta sig á því sem fyrst hvort menn eigi að panta fræ til viðbótar. Þó hér sé sagt að meginhluti kalskemmdanna sé svellkal, er rétt að nefna tvenns konar aðrar skemmdir sem geta komið fram óvænt. í fyrsta lagi geta vorfrost í maí gert út af við grös sem hafa hjarað af undir svellum eða snjó og em að hefja vöxt og verður þá frostkal. Þetta getur einnig gerst á svæðum sem hafa verið snjólaus. I öðm lagi geta myglusveppir ráðið niðurlögum grasa sem liggja undir snjó á þýðri jörð í 3-4 mánuði og verður þá rotkal. Ekki er hægt að útiloka rotkal á snjóþyngstu svæð- um landsins í vor. Aldauða tún Þegar menn standa frammi fyrir skemmdum túnum er úr vöndu að ráða. Ef gróður hefur grisjast eða tún em skellótt ná þau sér oft furðanlega með áburðargjöf, þannig að ári síðar er oft komin sæmilega mikil uppskera þó gæðin séu takmörkuð. Ef túnin em hins vegar nær aldauða er ekki um annað að ræða en endurrækta þau. Menn hafa þó misgóða reynslu af endurræktun, sáningin misferst og illgresi nær yfirhöndinni eða túnin kelur fljótt aftur. En verði endur- ræktun valin er um að gera að lag- færa aðra þætti sem kynnu að vera í ólagi (þurrkun, jöfnun, kölkun, nota búfjáráburð). Má þá sá fljót- sprottnu grænfóðri (byggi) sem skjólsæði til að fá uppskeru kalárið, en það má verka í rúllur. I túnin er þá rétt að sá þolnustu grastegundunum, en þar er úrvalið ákafiega takmarkað. Vallarsveif- gras og vallarfoxgras í blöndu er álitlegast og í sumum tilvikum gætu menn sáð beringspunti í stað vallarfoxgrassins, hann er svellþol- inn en þolir illa beit. Ef menn nota grænfóðrið ekki sem skjólsæði heldur sá því einu sér má nota sumarrýgresi eða hafra og heyja í rúllur. Sáð beint í svörðinn Endurræktun er kostnaðarsöm og þar sem einungis gróðurfarið er vandamál og ekki þarf að slétta eða þurrka landið betur má í viss- um tilvikum nota svokallaða ísáningu. Er þá sáð beint í svörðinn án jarðvinnslu. Rala á Möðmvöllum keypti vorið 1993 norska ísáningarvél sem hefur verið nokkuð notuð. Reynslan er á þá lund að við ráðleggjum ein- ungis not hennar í kalin tún sem hafa verið ræktuð síðustu þrjú árin. í eldri kaltúnum var árangur mjög misjafn og sums staðar enginn. ísáningarvélin verður hugsanlega lánuð á þau svæði þar sem miklar kalskemmdir verða í vor. Islensk garfiyrkja ogfiflTT Hægt er að kyngreina unga sem eru aðeins eins dags gamlir! GATT-samningurinn kom mik- ið við sögu á síðasta kjör- tímabili og einnig í kosninga- baráttunni. Allir þekkja viðhorf þeirra stjórnmálamanna sem reynt hafa að slá sig til riddara með einföldum verðsaman- burði á landbúnaðarafurðum hér heima og erlendis. Hjá þessum mönnum virðist engu skipta sú staðreynd að bænd- ur hafa náð að lækka afurða- verð mjög mikið á síðustu ár- um sem m.a. sést í fram- færsluvísitölunni. Þessir menn vilja svipta íslenskan landbúnað þeirri aðlögun sem GATT samningurinn gerir ráð fyrir og aðrar þjóðir munu nýta sér. Þróun garðyrkjunnar Garðyrkja hefur verið stunduð sem atvinnugrein á íslandi í hálfa öld. Vegna fjarðlægðarinnar frá öðrum löndum hefur greinin aðlagað sig algerlega að heimamarkaði og er íslensk framleiðsla þess vegna lítt sérhæfð en mjög fjölbreytt. Notkun rafljósa í skamm- deginu og betri grænmetis- geymslur valda því að nú bjóða ís- lenskir garðyrkjubændur grænmeti og blóm allt árið. Betri nýting gróðurhúsanna og lengri sölutími afurðanna hafa, auk harðrar sam- keppni milli íslenskra fram- leiðenda, leitt til lægra vöruverðs. Verðhugmyndun garðyrkjuafurða hefur alltaf verið frjáls og árstíðarbundnar verðsveiflur hafa Sigurður Þráinsson garðyrkjubóndi og varaformaður Sambands garðyrkjubænda ráðist af framboði og eftirspum. í tengslum við EES-samning- inn var tekin pólitísk ákvörðun um fijálsan tollalausan innflutning til- tekinna tegunda blóma og græn- metis á ákveðnum árstímum (cohesion-listi). Garðyrkjubændur hafa bent á veika samkeppnisstöðu sína í þessu sambandi. Til dæmis er talið að styrkir innan Evrópu- sambandsins nemi a.m.k. 25% af framleiðsluverðmæti og auk þess er rekstrar- og fjárfestingarkostn- aður mjög hár hér á landi. Fortíöarbindingin. Eini stuðningurinn við íslenska garðyrkju hefur verið í formi inn- flutningsvemdar á þeim tímum sem framboð hefur verið mest inn- anlands. Þetta breytist nú þegar nýr GATT-samningur tekur gildi og því miður bendir margt til þess að garðyrkjan lendi aftur milli þils og veggjar og fái takmarkaða að- lögunarmöguleika. Ástæðan er sú að GATT aðlögunin miðast við árið 1988 - en það ár var mikill innflutningur m.a. vegna þess að þá var ljósvæðing varla hafin í ís- lenskum gróðurhúsum, CO^ gjöf ekki heldur og margar bestu græn- metisgeymslumar voru byggðar í kringum 1990. Ákvæðið um fortíðarbindingu (Current access) kveður á um að ekki megi beita tollaígildum fyrr en innflutningskvótanum frá 1988 er náð. Samkeppnisstaða íslenskra garðyrkjubænda Þótt samkeppnisstaða okkar virðist í fljótu bragði erfið þá eigum við sterkan bakhjarl, þ.e. íslenska neytendur. Auknar kröfur um hollustu og vömgæði em okkar haldreipi. ís- lenskt grænmeti þykir góðmeti, vamarefni em lítið notuð og orku- gjafamir (rafmagn/hiti) em vist- vænir. Þessi atriði vega stöðugt þyngra og bæta stöðu okkar með hverju árinu sem líður. Éðlileg aðlögun að opnari við- skiptaháttum geta skapað íslensk- um garðyrkjubændum sóknarfæri í framtíðinni ef útfærsla GATT- samningsins gerir þeim fært að sjá til sólar. Sú nýjung varð í starfsemi Stofnunga í vetur, tpegar holdastofn var fluttur inn í október og febrúar, að til landsins kom Japani til að kyngreina daggamla unga. Maður þessi er búsettur í Noregi þar sem hann starfar. Heimamenn hafa sinnt þessu starfi hingað til, ásamt því að sinna öðrum störfum, en í þetta sinn var atvinnumaður á ferðinni sem er með 99% nákvæmni í kyngreiningu. Þetta er starf sem krefst mikill- ar leikni, einbeitingar og æfingar og ekki á allra færi að stunda þetta. Markmiðið er að fá menn erlendis frá í þetta áfram til að ná enn betri nýtingu á innflutningnum. Eggjaframleiðendur nýttu sér þessa nýjung í kyngreiningu og fengu Japana, sem eru ráðandi á þessum markaði ásamt Kóreu- búum, til að kyngreina daggamla unga sem fara til bænda til eggjaframleiðslu. Voru þeir í Nes- búi á Vatnsleysuströnd og á Reykjum í Mosfellssveit í febrúar og mars. Fuglinn sem úr innfluttu eggjunum kemur er svokallaður foreldrafugl. Það þýðir að af- komendur þeirra (framleiðslu- fuglinn) eru þær varphænur og holdahænur sem framleiða egg og kjúklinga ofan í landsmenn. Foreldrafuglinn, og þar með eggin sem þeir eru í við komuna til landsins, er af tveimur línum sem ræktaðar eru með sérstaka eigin- leika í huga. Annars vegar er um að ræða hænulínu og hins vegar hanalínu. Það þýðir að ungar af hænulínu eru ræktaðir til að fram- leiða egg en ungar af hanalínu eru ræktaðir til að fijóvga hænu- línufuglinn. Nú er það svo að u.þ.b. helmingur unga af hænulínu eru hanar. Þessa hana þarf að greina frá hænunum og það er gert með svokallaðri kyngreiningu. Þetta sama gildir fyrir hanalínu nema þar eru hænumar teknar frá.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.