Bændablaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 3
Miðvikudagur lO.maí 1995 Bœndablaðið 3 Ánamaókar í túnum Ástæða S aO ly|ja Dð í tún þar sem li er aí þeim Fóðuröflun af ræktuðu landi er mikilvæg undirstaða búskapar hérlendis. Til að tún geti skilað mikilli uppskeru og árvissri þurfa umhverfisþættir, sem hafa áhrif, að vera í lagi. Það er löngu viðurkennt erlendis að jarðvegslífverur, þar með taldir ánamaðkar, hafa áhrif á frjósemi jarðvegs. Flestar tegundir ánamaðka grafa göng í leit sinni að fæðu og gegna þýðingarmiklu hlutverki við niðurbrot leifa í efstu lög- um jarðvegs. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að ánamaðkar eru vel til þess fallnir að gefa vísbendingu um ástand jarðvegs því að þeir lifa í nánum tengslum við umhverfi sitt. Nýlega kom út ritið Búvísindi þar sem fjallað er um rannsókn sem þau Hólmfríður Sigurðardóttir og Guðni Þorvaldsson, sem bæði starfa hjá RALA, gerðu á fjölda, tegundasamsetningu og aldurs- dreifingu ánamaðka í 12 túnum undir Eyjafjöllum og í Hraun- gerðishreppi. Mikill munur var milli túna á fjölda, lífþunga og tegundasamsetningu ánamaðka. Mest var af þeim í aldagömlum túnum en minnst í sandtúni og blautu mýrartúni. Alls fundust fjórar tegundir ánamaðka. Til- búinn áburður, í þeim mæli sem hann er notaður hér á landi, virðist samkvæmt þessari rannsókn ekki hafa neikvæð áhrif á fjölda ána- maðka í túnum. Ástæður fyrir þeim mikla breytileika í tegundarsamsetningu og þéttleika ánamaðka milli túna, sem fram kemur f rannsókninni, geta verið margar, segir í loka- orðum skýrslunnar. Ytri skilyrði hafa áhrif auk þess sem dreifmgar- hæfni ánamaðka er takmörkuð. Langur tími getur liðið áður en þeir ná að berast í einangruð tún þar sem skilyrði virðast þokkaleg fyrir þá. Vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem ánamaðkar hafa á frjó- semi jarðvegs og túngróður er ástæða til að gera tilraunir með að flytja þá í tún þar sem lítið er af þeim, segir í lokaorðunum. Búnaðarsamband S-Þing. Kona í fyrsta sinn í varastjúrn B8SÞ Aðalfundur Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga var haldinn að Breiðumýri fyrir skömmu. Á fundinn mættu 24 af 27 fulltrúum sem rétt áttu til fund- arsetu. Fulltrúarnir komu frá átta búnaðarfélögum og einu búgreinasambapdi sem aðild eiga að BSSÞ. Á fundinum var Jóhanna Rögnvaldsdóttir kos- in í varastjórn og er það í fyrsta skipti sem kona situr í stjórninni. Á fundinum var m.a. samþykkt að BSSÞ gerðist aðili að Farskóla Þingeyinga. Erlingi Vilhjálmssyni sem verið hefur áhugamaður um söfnun og varðveislu gamalla landbúnaðarverkfæra var veittur styrkur til að koma upp skemmu svo hægt sé að verja fyrir skemmdum þá hluti sem til em. Atli Vigfússon á Laxamýri sem átti að ganga úr stjóm gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjóm- arstarfa. I hans stað var kosinn Ragnar Þorsteinsson eftir að kosið var á milli hans og Jóhönnu sem fengu jafnmörg atkvæði í fyrstu kosningu. Eftirfarandi ályktanir sam- þykkti fundurinn samhljóða: "Aðalfundur BSSÞ lýsir yfir fullum stuðningi við ályktun Bún- aðarþings um "Aðgerðir til stuð- nings sauðfjárræktinni". Aðalfundur BSSÞ bendir á að nauðsynlegt sé að Alþingi íslands setji Landgræðslu ríkisins sérstaka stjóm sem beri ábyrgð á rekstri stofnunarinnar." Formaður BSSÞ er Ragnar Þorsteinsson Sýmesi, Þormóður Ásvaldsson Ökrum, gjaldkeri og Tryggvi Stefánsson Hallgilsstöð- um, ritari. Kjötkvúti til hloregs fúll aldrei niður í tengslum við aðild íslands að EFTA gerði ísland samning við Noreg um útflutning á lamba- kjöti til Noregs. Samþykktu norsk stjórnvöld að heimila ís- lendingum innflutning á 600 tonnum af lambakjöti á ári. í framhaldi af gildistöku WTO kom sú spurning upp hvort þessi kvóti hefði fallið niður. Landbúnaðarráðuneytið hefur fengið staðfest hjá sendiráði íslands í Osló að umræddur lambakjötskvóti fyrir ísland hafi ávallt verið í gildi og aidrei fallið niður. Fósturvísaflutningar á Stóra Ármóti Snemma árs 1991 var hafist handa við að safna mjög vel ættuðum kvígum að Stóra- Ármóti og koma upp vísi að svonefndum ræktunarkjarna. Fósturvísar eru síðan fluttir úr þeim bestu yfir í fósturmæður á búinu eða nálægum búum. Ef vel tekst til má ná í 10 - 15 fósturvísa í einu. Nauðsynlegt er að geta fryst þá því erfitt getur verið að koma því við að hafa jafnmargar fósturmæður samstilltar til taks. Fyrst um sinn eru keyptar úrvalsættaðar kvígur en síðan fer hann að endurnýja sig sjálfur. Til- gangurinn með fósturvísa- flutningum er fjölga góðum eiginleikum úr móðurlegg. Frá byrjun hafa rúmlega 30 kvígur verið teknar inn og eru allmargar af þeim fæddar á búinu. Sigurður Magnússon bústjóri ásamt Frumu Fyrsta kvígan bar í desember 1993 og síðan þá hafa 8 kvígur borið. Stygg 102 heppnast ágætlega og var 7 nothæfum fósturvísum skol- að úr henni en áður hafði hún verið sædd með Andvara 87014. Einum fósturvísi var komið strax fyrir í fósturmóður og er Fruma litla sem fæddist í febrúar á þessu ári af- rakstur þess. Hinir fósturvísamir voru frystir en seinna var 5 þeirra komið fyrir í fósturmæðrum, og festu tvær þeirra fang. Stygg 102 var svo sædd með Andvara 87014 og því er von á 3 alsystkinum í viðbót. Um miðjan mars var svo 10 fósturvísum skolað úr 2 kvíg- um, 8 úr annarri en 2 úr hinni, en það getur verið mjög mismunandi hvemig þær bregðast við hormónagjöf. Dýralæknamir Þorsteinn Ólafs- son og Sigurborg Daðadóttir hafa haft veg og vanda að fóstur- vísaflutningunum sem er mikil nákvæmnis- og sérfræðivinna

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.