Bændablaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 12
Bændablaðið Smáaug/ýs/ngar Bæncfab/aðs/ns - sím/630300 FullmeyrnaO ungnautakjOt Refii' og minkap fluttir inn frá Danmörku og nionegi til að kynbæta stofninn “Þaö sem af er þessu ári hefur verið talsvert flutt inn af loð- dýrum til að kynbæta íslenska loðdýrastofninn. Það er mat loðdýrakynbótanefndar að þessi innflutningur sé nauð- synlegur til að bæta núverandi stofn,” sagði Arvid Kro loð- dýraráðunautur. í lok mars voru fluttir inn 24 blárefahögnar, 6 hvítrefshögnar og 5 blárefalæður frá þremur úrvals- búum í Noregi. Umrædd bú eru talin í hópi 16 bestu blárefabúa í Noregi og einnig meðal 14 bestu hvítrefsbúa landsins. “Ef okkur tekst vel til með áframhaldið er góður möguleiki til að bæta enn skinnaframleiðsluna, sagði Arvid og hann bætti því við að sam- kvæmt upplýsingum frá Noregi um búin þijú væru þau með um 65% af skinnum í hæsta gæða- flokki, um 80% í tveimur bestu stærðarflokkum (stærð 000 + 00). Frjósemi er yfir 6 hvolpar á paraða læðu. “Ennfremur eru þessi bú með mikla lífdýrasölu þannig að það er lakari hlutinn af hvolpunum sem er í skinnaframleiðslu.” Sumardaginn fyrsta komu 240 hvolpafullar minkalæður frá fjór- um búum f Danmörku. Arvid sagði að dönsku búin væru einnig í fremstu röð. “Lítið hefur verið um sjúkdóma í þeim sem er eitt þeirra skilyrða sem yfirdýralæknir setur fyrir innflutningi. Hvað varðar litasamsetningu dýranna þá komu 150 svartminklæður (scan- black) og 90 rauðbrúnar læður (scanglow). Ef gotið tekst vel má gera ráð fyrir að það verði um 1.000 hvolpar í búinu á Hvanneyri í sumar,” sagði Arvid. Með sömu flugvél komu einnig 150 minkahögnar sem þrjú bú í Vopnafirði fluttu inn á eigin vegum. Dýrin komu frá sömu bú- um í Danmörku og læðumar. Minkahögnamir verða í sóttkví í Vopnafirði en minkalæðumar og refimir em geymd í sóttkví á Hvanneyri en verða síðar seld loð- dýrabændum. Loðskinn vill kaupa unglambaskinn Loðskinn hf. á Sauðárkróki hefur tekið saman leið- beiningar um, verkun ung- lambaskinna. Ástæðan er sú að hjá fyrirtækinu er í gangi til- raunaverkefni í nýtingu ung- lambaskinna. Leiðbeiningar- nar hafa verið sendar til bún- aðarsambanda en einnig er hægt að fá þær hjá Loðskinni. Karl Bjamason sagði að Loð- skinn greiddi kr. 250 fyrir stykkið af óskemmdu skinni. "Á síðasta ári söfnuðum við skinnum úr Skagafirði og sýndum þau um- boðsmönnum okkar. Hjá þeim er mikill áhugi fyrir skinnum af þesari gerð og gæti því hér verið um nýtingu á hráefni að ræða sem fram til þessa hefur verið hent," sagði Karl. Kjötumboðið hefur sent á markað nýja vörulínu með full- meyrnuðu nautakjöti sem er nýjung. Umbúðir voru hannað- ar sérstaklega vegna þessa og og vörumiðar. Þetta er til mikils hagræðis fyrir neyt- endur þar sem á merki- miðanum koma fram upp- lýsingar um meyrnun. Á miðan- um kemur m.a. fram meyrnun kjötsins miðað við daga frá slátrun. Samkvæmt upplýsingum frá Kjötumboðinu eru aðeins notaðir vöðvar úr völdum gripum. Á þriðja degi eftir slátrun eru vöðvar skomir og pakkaðir beint af skurð- arborðinu í lofdregnar umbúðir til að tryggja bestu gæði. Varan er síðan geymd í kæli en kjötið er raunar kælt allan vinnsluferilinn. Kjötið er sett í sölu á tíunda degi þegar það hefur náð u.þ.b. 80% meymun og er þá tilbúið til matreiðslu. Geymsluþol kjötsins eftir fyrsta söludag er allt að fjórar vikur í kæli eða rúmlega mánuður frá slátmn. ! .et^starf Isla/jf/ , • 4 & erk ab vin^ Islandsbanki starfar í sátt viö umhverfiö Þaö er mikiö undir því komiö aö vistkerfi landsins raskist ekki meira en oröiö er. Okkur ber aö sýna umhverfinu tilhlýöilega viröingu og skila landinu í jafn góöu eöa betra ásigkomulagi en viö tókum viö því. Allt frá því íslandsbanki var stofnaöur hefur hann leitast viö aö starfa í sátt viö umhverfiö og náttúruna. Islandsbanki og starfsfólk hans hefur sýnt frumkvœöi og framtak í umhverfismálum bœöi meö beinum fjárframlögum sem og meö gróöursetn- ingu á tugþúsundum trjáplantna víösvegar um land á und- anförnum árum. í daglegum rekstri bankans er keppst viö aö nota visthæfar rekstrarvörur s.s. vistvœnan pappír og sffellt er leitaö leiöa til aö auka endurvinnslu og endurnýtingu. Grœbandi gjöf til baráttu vib uppblásturinn íslandsbanki og starfsfólk hans tekur þátt í baráttu viö einn helsta um- hverfisvanda á íslandi, uppblásturinn sem ógnar gróöurlendi víöa um land. Áriö 1994 hófst átak til aö hefta jaröveginn á Haukadalsheiöi en þar stendur gífur- legt jarövegsfok allri frekari uppgrœöslu fyrir þrifum. Á þeim slóöum fjúka árlega þúsundir tonna af jarövegi yfir byggöir Biskupstungna, Þingvallasveitar og allt til sjávar. Meö samstilltu átaki starfsfólks og fjárframlagi frá íslands- banka var hœgt aö gefa Landgrœöslunni 4,5 milljónir í þetta mikilvœga verkefni sem þolir enga biö. Þetta er verk sem verbur ab vinnast! ISLAN DSBAN Kl

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.