Bændablaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið Miðvikudagur 10. maí 11995 Sala varahluta í dráttarvélar, vinnuvélar og vörubfla hefur verið vaxandi þáttur hjá Bflanaust á undanfömum árum ásamt ýmsum rekstrarvörum fyrir verktaka og bændur. Til að auka þjónustuna á þessu sviði hefur verið sett á stofn sérstök landbúnaðardeild innan fyrirtækisins og hefur hún þegar tekið til starfa. Agnar Hjartar hefur verið ráðinn deildarstjóri landbúnaðar- deildarinnar er hann kemur til Bflanausts frá Áræði hf. Agnar hefur langa reynslu af þjónustu við bændur og vinnuvélaeigendur sem starfsmaður Véladeildar SÍS og síðar búvéladeildar Jötuns hf. Landbúnaðardeild Bflanausts mun leggja áherslu á að eiga á lager úrval vara- og slithluta í dráttarvélar og landbúnaðartæki svo sem varahluti í vökvakerfi, rafkerfi, drifbúnað o.fl. auk rekstrarvara á borð við smur- og þrifefni, síur, verkfæri og áhöld af ýmsu tagi. Landbúnaðardeild Bflanausts er ætlað að auka rekstraröryggi þeirra sem gera út dráttar- og vinnuvélar. fslenska umboOs- salan kaupir Vél- ar og þjúnustu í byrjun mars sl. keypti íslenska umboðssalan öll hlutabréf í inn- flutningsfyrirtækinu Vélum og Þjónustu og hefur fyrirtækið nú þegar sameinað innflutningsdeild sína við rekstur Véla og Þjónustu. Fyrirtækið mun áfram halda nafni Véla og Þjónustu og allir starfs- menn hjá fyrirtækjunum munu vinna þar áfram. Þessi sameining er gerð til að styrkja stöðu beggja þessara fyrirtækja og til að auka þjónustuhæfni beggja eininga. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 30 manns. Fyrirtækið hefur m.a. umboð fyrir Case Intemational og Ursus dráttarvélar og landbúnaðartæki frá Krone, Stoll, MacHale, Nord- sten og fleirum. Þá má nefna lyft- ara frá Hyster, Valmet, Jung- heinrich og Sanderson, vörubfla frá DAF , LDV og SISU og síðan hilluefni frá LINK 51. í þjónust- unni ber hæst merki eins og Muli- quip frá Hyster, Watts lyftara- dekk, Toyo vörubfladekk, Vapor- matic dráttarvéla varahlutir, KAP sæti í allar vinnuvélar og Rexnord keðjur. Heyþyrlur Til sölu tvær Fahr heyþyrlur. Upplýsingar í síma 95-36533. Dráttarvélar, varahlutir Deutz, Nal, David Brown Ford, allar 47 hö, Fergusson 26 og 36 hö, Belarus 58 hö. Notaðir varahlutir í flestar eldri dráttarvélar. Pallar og sturtur á vörubfl. Upplýsingar í síma 96-43623 Kvóti Vil láta af hendi mjólkurkvóta og fá í staðinn sauðfjárkvóta. Uppl. í 95-11175, Guðmundur. Bújðfur í nýlt húsnædi Smáauglýsingar Fyrirtækið Bújöfur hefur nú verið starfrækt í tvö ár og heldur upp á þennan áfanga með því að flytja aðstöðu sína í húsakynni að Síðu- múla 23 í Reykjavík, Selmúla- megin. Þessi flutningur hefur í för með sér gjörbreytta aðstöðu í vara- hluta- og þjónustumálum fyrir- tækisins en í sama húsnæði er fyrirtækið Álímingar. Álímingar er frumkvöðull í endurvinnslu með því að líma nýja borða á bremsuskó og kúplings- diska fyrir allar gerðir farartækja ásamt því að rénna bremsudiska og bremsuskálar. Einnig er límt á spilbremsur í hlaupaketti, hey- vinnuvélar, lyftur o.fl. Einnig eru Álímingar sf. með innflutning á bremsuklossum, borðum, diskum, skálum, slöngum, dælum, spilefni fyrir skip o.fl. Bújöfur selur finnsku Valmet dráttarvélamar sem hafa náð góðri markaðshlutdeild hér á landi enda smíðaðar fyrir norrænar aðstæður, segir í frétt frá Bújöfri. Vélamar em eingöngu framleiddar eftir pöntun þar sem væntanlegir kaup- endur velja úr fjölbreyttum bún- aði, meðal annars einn af fimm lit- um sem í boði em. Vegna mikillar eftirspurnar erlendis er afgreiðslu- frestur langur og því nauðsynlegt að panta tímanlega til að tryggja afgreiðslu. Bújöfur hefur einnig á boð- stólum Duun mykjudælur, Orkel mykjudreifara og pökkunar- vélamar NKH sem ganga á eftir rúllubindivélum og pakka um leið og bundið er. f frétt frá Bújöfri segir að þær spari dráttarvél, mann og a.m.k. 80% olíu, auk mikils tíma. Bújöfur selur Mueller/Meko mjólkurtanka og varahluti af ýmsu tagi er henta öllum gerðum mjalta- véla sem eru í notkun á landinu. Auk nýs heimilisfangs er vakin athygli á nýjum símanúmemm. Síminn hjá Bújöfri er 588 7090, farsími 985-41632 og bréfasími 581 4140. Varahlutasími Álíming- ar er 581 4330 og bréfasími 581 4140. Óska eftir Hef áhuga á að kaupa eftirfarandi: staðgreitt). Bagga- færibönd af DUCKS gerð. Súgþurrkunarmótor 3ja fasa ca 15 hö (10 KW). Baggabyssu á Claas heybindivél.Nánari upp- lýsingar veitir Þóroddur í símum 96-24477 á daginn og 96-26823 á kvöldin. íslenski fiárhundurinn Til sölu fjórir ættbókarfærðir hvolpar. Mjög lfldegir smala- hundar. Viljugir, blíðir og hlýðnir. Ennfremur fást gefins mjög skrautlegir kettlingar. Upplýsingar veittar í síma 98- 66021. Strákur vill í sveit Duglegur strákur á 17 ári óskar eftir vinnu í sveit í sumar, er vanur. Meðmæli ef óskað er Upplýsingar í síma 91-586-1289 Atvinna Eg er 16 ára stúlka sem langar til að vinna í sveit í sumar. Uppiýsingar í síma 554-6639. Óskað eftir Óska eftir að kaupa matara, aðfærsluband, blásara og einnig sjálfhleðsluvagn 24-28 m3. Upplýsingar í síma 98-66679 e.kl. 20:30 Dráttarvél óskast Dráttarvél óskast í skiptum fyrir Westbjöm 2400 snjóblásara. Upplýsingar í síma 96-61658. Gæsir á fæti Óska eftir að kaupa nokkrar gæsir á fæti - t.d. grágæsir. Uppl.ísíma 91-630375. Kojur til sölu Til sölu nýjar kojur, mjög vandaðar úr járni með dýnum, hvítar að lit. Tækifærisverð. Uppl. í 15287 og 630388. 13 ár dugnaðarforkur óskar eífir sveitaplássi. Hesta- maður með reyslu af ýmsum bústörfum. Upplýsingar í síma 91-620094. DrðMlin seldist eins og skot Smáauglýsingar Bændablaðsins eru áhrifamiklar eins og hann Árni Jóhannsson í Teigi í Fljótshlíð komst að raun um. Árni átti 72 hestafla Ford dráttarvél, árgerð 1987, og vildi gjarnan losna við hana. Að sjálfsögðu setti Ámi smáauglýsingu í Bændablaðið. Bændur allsstaðar að af landinu hringdu til Árna og vélin seldist með það sama austur í Skaftafellssýslu. “Vélin fór héðan á sumardaginn fyrsta,” sagði Árni og bætti því að hann hefði eflaust getað selt nokkrar svona vélar. “Ég átti mörg góð samtöl við menn. Við ræddum um tíðarfar og búskap eftir að hætt var að spjalla um vélina,” sagði Ámi og hló. “Ég get hiklaust mælt með Bænda- blaðinu sem auglýsingamiðli eftir þá reynslu sem ég hef af því.” Árni í Teigi lijá vélinni sem nú er farin austur i Skaftafellssýslu. auglýsingatilboð Ertu að selja, viltu kaupa, vantar þig vinnufólk eða rekur þú lítið fyrirtæki? Smáauglýsingar Bændablaðsins geta komið sér vel fyrir þig. Ef þú fyllir út þetta blað og sendir til blaðsins ásamt kr. 750 eða greiðir auglýsinguna með greiðslukorti verður hún birt í næsta tölublaði. Vinsamlega skrifaðu skýrt og greinilega (helst með prentstöfum). Ef auglýsingin er greidd í gíró kostar hún kr. 1000. Eitt orð í hvern reit.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.