Bændablaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 5
Miðvikudagur lO.maí 1995 Bœndablaðið 5 Kjötútsölur eru tiandðnýt nð- ferð til að auka kjötneyslu í grein eftir Rögnvald Ólafsson, sem birtist í þriðja tölublaði Bændablaðsins skorar hann á mig að meta hvaða söluaukingu kinda- kjötsútsölur hafa skilað. Askorun hans er hér með tekið og mun ég gera lesendum Bændablaðsins nokkra grein fyrir mati mínu hér á eftir og styðja það rökum. Tilgangurinn meó útsölu á kindakjöti Með "útsölu" á kindakjöti er átt við það þegar heildsöluverð er lækkað tímabundið með svo- kölluðum sérstökum niðurgreiðsl- um. Fjár til þeirra hefur verið aflað með ýmsu móti, t.d. úr kjamfóður- sjóði, framlögum úr rfkissjóði og nú síðustu árin mest af verð- skerðingargjaldi og ónýttu bein- greiðslufé, samanber gjaldaliði 8 og 15 í töflu sem fylgir áður- nefndri grein Rögnvaldar. Til- gangurinn hefur verið að auka sölu og neyslu kindakjöts og minnka birgðir, ekki síst fyrir verðlagsára- mót og áður en afurðalán sem hvfla á birgðum fyrra árs eru gjald- felld. En hvemig hefur til tekist? Ég hef leitað svara með því að skoða rækilega tölur um kjötsölu allt aftur til ársins 1985, með sér- stöku tilliti til sölunnar í þeim mánuði/mánuðum þegar sérstakar niðurgreiðslur hafa verið í gildi og næstu mánuði á eftir. Hér er eitt mjög glöggt dæmi um nokkuð stóra útsölu. Tölur um sölu em eftir atvikum hækkaðar eða lækkaðar að heilu tonni. Sjá töflu 1. Áhrif útsölunnar Hér er ekki um að villast hver áhrif útsölunnar em. Eftir að henni lýkur hrapar salan svo mjög að næstu þrjá mánuði á eftir er hún Jón Benediktsson 1010 tonni minni en meðalsala útsölumánaðanna. Það er ekki fyrr en í apríl sem salan fer aftur að ná sér á strik en þá seldust 584 tonn. Samt vantar þá enn, 6 mánuðum eftir að útsalan hófst, 249 tonna sölu til að ársmeðaltal náist. Sam- drátturinn í kjölfar útsölunnar virðist gera meira en jafna upp- sveifluna út. En skoðum nú annað dæmi. Það er sjö ámm yngra en um margt svipað. Sjá töflu 2. Sala dregst saman Niðurstaðan úr þessu dæmi er sláandi lík og úr hinu fyrra. Eftir "vel heppnaða" útsölu hrapar salan svo mjög að næstu þijá mánuði selst minna af kjöti en á einum útsölumánuði. Halinn sem þessi útsala dró á eftir sér var þó helmingi lengri en þetta því salan fór ekki að aukast vemlega fyrr en í mars 1993. Fleiri dæmi er í rauninni óþarft að skoða hér því einatt kemur fram sama mynstur í sölunni og það sem hér hefur verið lýst. Einungis em sveiflumar mismunandi stórar, bæði uppsveiflan vegna söluað- gerðanna og niðursveiflan að þeim loknum. Hvergi koma heldur fram neinar teljandi uppsveiflur nema í sambandi við sérstakar söluað- gerðir og ekki heldur neinar áber- andi niðursveiflur nema að þeim loknum. Hvers vegna ná útsölurnar ekki tilætluðum áhrifum? Mat mitt á slíkum útsölum, hvort sem þær em stórar eða smáar í sniðum er í örfáum orðum það, að þær auki sölu á kindakjöti alls ekki neitt. Og það sem verra er, ég fæ ekki betur séð en að þær dagi úr sölunni til lengri tíma litið. En hvers vegna hafa útsölumar ekki tilætluð áhrif? Þar verð ég að leyfa mér að geta nokkuð í eyðum- ar því engar tölulegar upplýsingar em til sem hægt er að byggja á. En athugum nú nokkra líklega áhrifa- þætti: 1. Vegna þess hve útsölur hafa lengi verið haldnar tiltölulega reglulega eru kaupendur, jafnt neytendur, verslanir og vinnslu- stöðvar jafnan að bíða eftir ncestu útsölu. 2. Smásala og neysla aukast ekki í hlutfalli við heildsöluna. Verulegur hluti útsölukjötsins myndar því birgðir hjá verslunum og vinnslustöðvum. 3. Að lokinni útsölu geta verslanir og vinnslustöðvar selt kjötið sem keypt var á útsölunni og vinnsluvörur úr því á sama verði og kjöt og vinnsluvörur úr hráefni sem ekki var niðurgreitt sérstaklega. Verðlœkkunin kemst þannig ekki nema e.t.v. að hluta til neytandans, þangað sem henni var þó œtlað að skila sér. 4. Líklega gœtir tilhneigingar til þess að treina sér ódýra kjötið og halda að sér höndum með frekari kjötkaup. Þetta á sennilega við jafht um neytendur, verslanir og vinnslur og tengist því sem bent er á í lið 1 um bið eftir útsölum. Varðandi lið 2 má bæta því við að eftir útsöluna í ágúst 1992 lá ljóst fyrir að mikið af því kjöti sem taldist selt var kyrrt í sömu frysti- geymslum og áður, hafði aðeins fluttst á pappírum frá sláturleyfis- hafa til eigin vinnslu eða ein- hverrar annarrar. Við bændur fór- um því á vitlausum forsendum inn í greiðslumarkakerfið og veldur miklu um það illleysanlega vanda- mál sem nú stafar af birgðasöfnun. En um það verður ekki fjallað hér, þar er nóg efni í aðra grein. Tilgangslaus fjáraustur Að lokum vil ég leggja áherslu á þetta: Kjötútsölur em handónýt aðferð til að auka kjötneyslu og framlög til þeirra tilgangslaus fjár- austur. Á það jafnt við um stórar útsölur eins og þær sem hér em tekin dæmi um og smærri útsölur eins og t.d. vom í gangi á sl. ári allt til áramóta. Er sannarlega mál að linni og skynsamlegri aðferðir við markaðssetningu verði notaðar framvegis. Tafla 1 Verðlagsárið 1985-1986 í gildi var sérstök niðurgreiðsla 32/11-5/12. Verð á D1 lækkaði um 30,2%. Sala nóvember - desember 2580 tonn Meðalsala nóvember-desember 1290 tonn Sala í janúar 324 tonn Sala í febrúar 433 tonn Sala í mars 432 tonn Samtals 1189 tonn Meðal mánaðarsala á verðlagsárinu Meðalsala 5 mánaða 767 tonn Tafla 2 Verðlagsárið 1991-1992 og 1992-1993. "Stórútsala" var haldin í ágúst 1992 í þeim tilgangi að hafa róttæk áhrif á bigðastöðu um verðlagsáramót. Sala í ágúst 1565 tonn Sala í september 274 tonn Sala í október að frádreginni heimtöku 636 tonn Sala í nóvember 636 tonn Samtals 1416 tonn Um skipan kjördæma viö sQörnarkjör og vægi atkvæöa Á Búnaðarþingi í mars sl. var lokið við samþykkt fyrir hin nýju bændasamtök. I fæstum tilfellum var teljanlegur ágreiningur um aðferð þeirra né efnistök enda mót- un þeirra í flestum atriðum fomnn- in af samstarfsnefnd BÍ og Sb og nokkur slípun hafði farið fram á síðasta aðalfundi og aukaþingi þeirra samtaka sl. haust. Kjör- dæmaskipan til stjómarkjörs og ákvörðun um fjölda stjómarmanna var þó óleyst og margar hugmynd- ir á lofti um það hvernig skyldi að staðið í þeim efnum. Fyrir hið nýja Búnaðarþing höfðu stjómir Sb og BÍ ákveðið án ágreinings að hafa dagskrá þings- ins þannig að þessi mál yrði að útkljá og Ijúka stjómarkjöri, sam- kvæmt tekinni ákvörðun, á þriðja degi þinghalds. Þetta gekk eftir. Horft var til þeirrar nauðsynjar að þingið gæti snúið sér alfarið að öðm en eigin félagsskipan það sem eftir lifði af þingtíma. Gallinn var aðeins einn og sá að margir full- trúar þekktu misjafnlega til hvers annars svo snemma á þinginu að þeir gætu metið störf og áherslur lfldegra stjómarmanna af eigin reynslu við viðkynningu. Áherslur fulltrúa um kjör- dæmaskipan til stjómarkjörs eða hvemig yrði kosið til stjómar vom fyrst og fremst tvennskonar. Ánnars vegar að kjósa ætti “úr einum potti” þ.e. að landið ætti að vera eitt kjördæmi. Samkvæmt því væri hægt t.d. með upp- stillinganefnd að finna “hæfustu” mennina en þó með tilliti til skiptingar milli búgreina, stjóm- málaskoðunar og “hóflegrar” dreifingar um byggðir landsins. Aðferðin var þó viðurkennd sem ólýðræðisleg og útkoman mundi að mestu ráðast af ofurvaldi uppstillinganefndar. Flestir virtust hallast að sjö manna stjóm en í raun reyndi aldrei á hvort það væri rétt mat. Hins vegar var að margir töldu eðlilegt að kjördæmaskipan væri óbreytt og sjö manna stjóm, eða að Suðurlandi sem bændflesta kjör- dæmið fengi 2 stjómarmenn og kosinn formaður yrði ekki lands- hlutakjörinn þ.e. 9 manna stjóm. Kostnaðarlega var varla hægt að hafa rök gegn 9 manna stjóm og efast má um að heildarstjóm nýrra Birkir Friðbertsson bændasamtaka hafi veitt af auknum styrk til að ráða farsællega við þau verkefni sem ætlað er að verði hennar og verða að vera hennar og fá um leið beina tengingu víðar út um sveitir. Auk þess má halda því fram að ýmsir þeir sem fyrst og fremst vildu jafna mjög atkvæðavægi til stjórnarkjörs væm ekki samkvæmir sjálfum sér ef að þeir vilja ekki á sama hátt jafna vægi atkvæða til Al- þingiskosninga og þá einnig jafna fulltrúavægi einstakra þjóða í alþjóðasamvinnu með tilliti til mannfjölda hverrar þjóðar. Það er nefnilega ekki trúverðugt að reka hentistefnu þegar afstaða er tekin. í afstöðumótun fulltrúa til ákvörðunar um þessi mál var einnig hætt við því að menn tækju ósjálfrátt eða viljandi tillit til þess hvemig væntanleg tilhögun kæmi við fráfarandi forystumenn og hugsanlega arftaka þeirra og jafn- vel horft til eigin möguleika til stjómarsetu. Athugun þurfti þó fyrst og fremst að ná til lengri framtíðar og hversu erfitt væri og rangt að brjóta upp samþykktir með tilliti til mannvals hveiju sinni. Reykjaneskjördæmi var af mörgum talið of fámennt í bænda- stétt til þess að eiga stjómannann vísan, þó að þar sé rekinn öflugur og fjölþættur búskapur. Því kom sú hugmynd fram að það kjördæmi ætti að sameina Suðurlandskjör- dæmi til stjómarkjörs og sameinuð kjördæmin fengju 2 stjómarmenn. Jafnframt þeirri skipan væri kosinn formaður, talinn fulltrúi síns kjör- dæmis til jafns við aðra, og stjóm þannig skipuð 7 mönnum. Þessi leið virtist flestum möguleg en fékk því miður harða andstöðu frá fulltrúa Reykjaneskjördæmis. Þessi andstaða leiddi snögglega til þeirrar kjördæmaskipunar sem varð ofan á, án sátta, en aðeins með sínu mótatkvæði. Augljóst var að sest var m.k. á þau rök vestfirskra fulltrúa að öll kjördæmi yrðu að vera möguleg sem félagsleg heild í einhveiju tilliti. “Lausnin fólst í því að Aust- firðir fengu 1 stjómarmann (tvö búnaðarsambönd, þrjár sýslur og eitt kjördæmi til Alþingis). Suður- land fékk 2 (eitt búnaðarsamband, þijár sýslur og eitt kjördæmi til Alþingis). Norðurland fékk 2 (6 búnaðarsambönd, 6 sýslur og 2 kjördæmi til Alþingis, en nokkurt heildarsamstarf bænda til staðar). Vestfirðir, Vesturland og Reykja- nes fengu 2 stjómarmenn (6 búnaðarsambönd, 9 sýslur, 3 kjördæmi til Alþingis og félagsleg heild í engu tilliti). Þessi niðurstaða leiddi til þess að enginn stjómarmaður nýrra samtaka er frá Hranastöðum í Eyjaljarðarsveit vestur um og suður til Hjarðarfells í Miklaholts- hreppi og enginn heldur frá Akri í Vopnafirði suður og vestur um að Laxárdal í Gnúpveijahreppi. Allir sjá sem vilja að þessi kjördæmaskipan við stjómarkjör þarf að endurskipuleggja fyrir næsta kjör að þremur ámm liðnum og best sem fyrst þar sem síður er þá hætta á að menn horfi til stöðu einstakra manna og gagnvart möguleikum til stjómarsetu eftir sanngjamari og eðlilegri breytingar. Betri lausn en fékkst gat ekki náð fram á hinu fyrsta þingi Bændsamtaka Islands þar sem einfaldlega var ekki hægt að eyða meiri tíma í félagsmálaumræðu en áður hafði verið ákveðið. Annað hlaut að hafa forgang að þessu sinni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.