Bændablaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 11
Miðvikudagur lO.maí 1995 Bœndablaðið 11 Globus-Vélaver flutti sig um set á dögunum - úr Lágmúla 5 t Lágmúla 7 þar sem aðstaðan er öll hin glœsilegasta. Á myndinni eru f.v. Guðjón Helgason sölumaður búvéla, Magnús Ingólfsson sölustjóri búvéla, Matthfas Sturluson sölumaður búvéla og Þórður H. Hilmarsson framkvcemdastjóri. Hólmfríður Bjamadóttir fararstjóri og Jóhanna Steingrímsdóttir í Nesi á góðri stund í bœndaferð í Suður-Týrol. BændaM dl Mið-Evrúpu Þar sem nú er uppselt í þær þrjár bændaferðir, sem hafa verið skipu- lagðar í sumar til Mið-Evrópu og nokkur biðlisti í öllum ferðum, þá hefur verið ákveðið í samstarfi við Samvinnuferðir/Landsýn að efna til fjórðu ferðarinnar. Bændaferð 27. júní til 10. júlí. Flogið verður til Diisseldorf 27. júní og þaðan verður ekið suður Þýskaland til Ulm. Þar verður gist í 2 nætur. Næst verður ekið suður yfir Brennerskarð til Gardavatns á Ítalíu og gist á mjög góðu hóteli í bænum Riva við norðurenda vatnsins í 5 nætur. Famar verða skoðunarferðir m.a. til Feneyja og Verona. Næst verður ekið tilbaka um Brennerskarð til Innsbruck og þaðan til Kufstein í Tyrol, þar verður gist í 2 nætur. Margir fall- egir staðir í Tyrol verða heim- sóttir. Ferðin endar með því að gist verður í 4 nætur í íbúðarhóteli f Bæjaralandi skammt fyrir sunnan Regensburg. Þaðan verða einnig famar skoðunarferðir m.a. til Prag. Hámarksfjöldi þátttakenda geta orðið 49. Verð kr. 81.000 á mann. Innifalið: Flug og skattar, gisting í 2ja manna herbergjum, hálft fæði í 8 daga (morgunverður og kvöldverður), allar skoðunar- ferðir og fararstjóm. Hafið samband við Agnar eða Halldóru hjá Bændasamtökunum í síma 563 0360 ef þið óskið eftir nánari upplýsingum. Forskoðun kynbótahrossa í Austur-Skaftafellssýslu 1995 Kynbótasýningar hrossa verða þriðjudaginn 13. júní að Fornustekkum. Tilkynna skal þátttöku í síðasta lagi föstu- daginn 2. júní á skrifstofu Búnaðarsambands Austur- Skaft- fellinga í síma 97-81012. Sýningargjald er 2.075 kr. og skal greiðast fyrir sýningu. Hross sem ekki hefur verið greitt fyrir verða ekki tekin til dóms. Afsláttur er veittur ef fleiri en þrjú hross eru sýnd frá sama eiganda og er þá greitt hálft gjald fyrir hvert hross sem skráð er umfram þrjú. Aðalfundur Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva heldur aðal- fund í bókasafni Bændasamtakanna, Bændahöllinni 19. maí kl. 15. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir Styrkir til framhaldsnáms í búfræði Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur ákveðið að veita á næsta skólaári nokkra styrki til framhaldsnáms í búfræði að loknu kandidatsprófi. *Styrkupphæð er kr. 300.000,• fyrír heilt námsár. *Nám er því aðeins metið styrkhæft að það sé stundað við landbúnaðarháskóla og miði að því að Ijúka framhaldsáfanga. *Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja nám í jarðrækt, búfjárrækt, þar með talin fóðurfræði og loðdýrarækt, auk náms í hagfræði og greinum sem snerta rekstur og tækni í búrekstri. Umsóknarfrestur er til 15. júní 1995 og skal umsóknum skilað á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins Laugavegi 120, 105 Reykjavík, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Bœndaskólinn á Hvanneyri Bændadeild auglýsir Innritun stendur yfir Á Bændaskólanum á Hvanneyri getur þú lært flest það er viðkemur nútíma búskap, hvort heldur þú kýst hinar hefðbundnu búgreinar eða að leggja á nýjar brautir. Þú getur valið um þrjú svið: Búfjárræktarsvið, Landnýtingarsvið, Rekstrarsvið. Auk valgreina s.s. hrossaræktar, skógræktar, tóvinnu, heimilisgarðræktar, fiskiræktar, alifugla- og svínaræktar, búsmíði, vinnuvéla, kanínuræktar o.fl. Búfræðinámið er tveggja ára nám. Stúdentar geta lokið því á einu ári. Athygli er vakin á því að búfræðinám er nauðsynlegur undanfari náms í Búvísindadeild (Bs 90) sem næst verður innritað í haustið 1996. Umsókn um skólavist sendist skólanum fyrir 10. júní nk. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans. Stúdentar sem hyggjast hefja búfræðinám í júní og Ijúka námi vorið 1996, hafi samband sem fyrst. Bændaskólinn á Hvanneyri 311 Borgarnes Sími 93-70000 Fax 93-70048 Lífeyrissjóður bænda flytur Lífeyrissjóður bænda hefur flutt starfsemi sína frá Laugalæk 2a (Sambandshúsið á Kirkjusandi) í Kringluna 7 (Hús verslunarinnar), 3. hæð. Síma og faxnúmer eru óbreytt. Nýtt póstfang sjóðsins er því: Lífeyrissjóður bænda Kringlunni 7 103 Reykjavík Sími: 568 8411 Fax: 581 3642

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.