Bændablaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25.júní 1996 Bœndablaðið 5 miiiss tsngsi mim Starfsemi Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal á sviði kennslu og rannsókna hefur mikið aðdráttarafl fyrir erlenda nemendur. í haust innrituðust eUefu útlendingar í reglulegt nám við skólann og mikið er um umsóknir erlendis frá fyrir komandi skólaár. Nú á vormánuðum hafa bæst við 6 sænskir skiptinemar í starfsnámi og að auki eru á Hólum tveir háskólastúdentar, frá Kanada og Frakklandi sem eru að vinna viðamikil rann- sóknarverkefni. Að sögn Jóns Bjamasonar skólastjóra Hólaskóla eru samskipti af þessu tagi afar mikilvægur þáttur í starfsemi skólans: “Af hálfu Hólaskóla er lögð áhersla á alþjóðleg tengsl og liður í því er að stofna til formlegra samninga við erlendar stofnanir um nemenda- og starfsmannaskipti. Þetta starf hefur farið mjög vel af stað og gagnkvæm alþjóðleg samskipti af þessu tagi bjóða sjáanlega upp á mikla möguleika í framtíðinni fyrir Hólaskóla, nemendur hans og starfsfólk.” “Okkur hefur lengi langað að koma til íslands,” sögðu þær María Jansson og Emilía Scherlund þegar þær voru spurðar um hvað hefði dregið þær til Hóla. Það sem gerði þeim hins vegar kleift að láta þennan draum rætast var samningur sem Hólaskóli gerði um nemendaskipti við Landnýtingarskóla Áustur- Gotlands. Landnýtingarskólinn er í raun samheiti yfir þijá búnaðarskóla: Himmelstalund, Vreta og Vásterby sem sérhæfa sig í hinum mismunandi greinum landbúnaðar. í apríl komu svo fyrstu sænsku nemendumir í gegnum þennan samning og voru þeir í verknámi á Hólum í tvær vikur. í kjölfar þeirra komu svo María og Emilía. Þær eru við nám í Himmelstalund þar sem þær leggja stund á dýrahirðingu. Námið tekur þijú ár og því líkur með stúdentsprófi. íslandsáhugi þeirra stallsystra fékk byr undir báða vængi þegar þær hófu nám í Himmelstalund en þar voru tveir kennarar sem dvalist höfðu á íslandi, meðal annars á Hólum. Fyrr en varði voru þær komnar til íslands og famar að hirða um hesta á Hólum. “Það er frábært að ríða á íslenska hestinum, hann er svo viljugur. Hér em engir leiðinlegir hestar!” sagði Emilía en hvorki hún né María hafa unnið með íslenska hestinn áður og það em því talsverð viðbrigði. Þær vinkonumar em þó vanar að vinna með ýmiss konar dýr því báðar hafa þær unnið í Kolmárden sem er stærsti dýragarður Svíþjóðar og þar kemur María til með að vinna í sumar. En það er ekki bara íslenski hesturinn sem hefur komið þeim stöllum á óvart, sjálf hestamennskan þykir þeim vera með nokkuð öðmm brag en þær eiga að venjast: “Heima er allt fullt af ákveðnum reglum um það hvemig þú átt að umgangast hesta en hér er fólk mikið afslappaðara. í Svíþjóð er hesturinn kannski meira í hlutverki gæludýrs og hestaeigendur heima em því mjög nákvæmir í því hvemig maður kemur fram við hestana þeirra. Það em í raun allt önnur viðhorf í gangi en augljóslega em menn hér mjög klárir í hestamennsku.” Framtíðin er óljós hjá þessum ungu dýrahirðum en báðar hyggja þær á frekara nám. Áður en af því verður vilja þær þó gjaman koma aftur til íslands og vinna. “Mig langar mjög mikið til þess að koma hingað aftur og vinna meira með íslenska hestinn,” sagði María en bætti því við að hún hefði ekki kannað hvemig væri með að fá vinnu á íslenskum hrossabýlum. Emilía tók í sama streng en sagði að það gæti líka verið skemmtilegt að fá vinnu á kúabúi. Það er því aldrei að vita nema að þær stöllur eigi eftir að koma aftur landsins og fá frekara tækifæri til þess að kynnast landi og þjóð. Fri París til Hola... “Það var hreint út sagt mikið sjokk að koma hingað beint frá París. Þögnin og kyrrðin héma er ótrúleg,” segir franski háskólastúdentinn David BenHain sem dvalið hefur að Hólum um mánaðarskeið. David er kominn til Hóla í gegnum AquaTT sem em samtök innan Leonardo áætlunar Evrópusambandsins. AquaTT á að stuðla að starfsþjálfun og menntun í fiskeldi í Evrópu með því að byggja upp tengsl milli fyrirtækja, fræðslu og rannsóknaaðila á sviði fiskeldis. Snar þáttur í þessu verkefni em náms- og starfsmannaskipti. Hólaskóli er aðili að AquaTT og er David þriðji háskólastúdentinn sem kemur í gegnum samtökin til þess að vinna rannsóknaverkefni undir leiðsögn sérfræðinga Hólaskóla. David hefur masterspróf í vist- og líffræði og fjallaði lokaritgerð hans um samanburð á ostrustofnum með mismunandi erfðaeiginleika. “í Frakklandi hafa menn tvo möguleika að afloknu mastersnámi: annars vegar doktorsnám og hins vegar hagnýtt verkefhi og ég valdi þann kostinn,” segir David. “Ég ákvað að taka verkefni í fiskifræði og því fór ég í háskólann í París. Ég hef mestan áhuga á fiskeldi en ég taldi að það gæti verið mikilsvert fyrir mig að fara í fiskifræði og hafa þannig nokkuð annað sjónarhom á fiskeldið en venjulegt er. í þessu námi þarf ég að gera tvær rannsóknir og ég hef lokið þeirri fyrri sem fjallaði um höfmnga. Þegar ég svo frétti af AquaTT og þeim möguleika að fara til íslands ákvað ég að slá til. Hér á Hólum get ég unnið við það sem ég hef áhuga á við góðar aðstæður en í Frakklandi er mjög erfitt fyrir stúdenta að vinna rannsóknarverkefni á fiskeldisstöðvum. Að auki held ég að það eigi eftir að koma mér til góða að hafa unnið erlendis og hér þjálfast ég í enskunni!” Dr. Skúli Skúlason deildarstjóri fiskirannsókna Hólaskóla er Ieiðbeinandi Davids og hann lagði það til að David myndi bera saman hreyfiþroska tveggja stærðarflokka seiða sem em út af sömu hrygnunni. Tilgáta Skúla var að smærri seiðin hreyfðu sig minna en þau stærri og Davids beið því það verkefni að kanna hvort sú tilgáta stæðist. Þar sem seiðin em ekki nema um tveir sentimetrar að lengd era ákveðnir erfiðleikar því samfara að skoða hreyfimynstur þeirra og byijunin lofaði ekki góðu. “Ég var með seiðin í stómm fiskakeijum en fyrstu tvær vikumar sá ég enga hreyfingu og þá lagðist ég í mikinn lestur og fann út að ég þyrfti að breyta uppsetningu tilraunarinnar. Eftir að ég gerði það, hefur allt gengið vel.” Að sögn Davids er enn of snemmt að tala um niðurstöður en allt bendir þó til þess að minni seiðin hreyfi sig minna sem þýðir að fæðumynstur hópanna er mismunandi. Nákvæm þekking á hreyfi- og fæðumynstri bleikju skilar sér beint í betra fiskeldi. “Fiskeldisfyrirtæki í Frakklandi em ekki mjög opin fyrir nýjum aðferðum eða þekkingu en minn draumur er þó að geta starfað við fiskeldisstöð og unnið að hagnýtum rannsóknum. Ég veit ekki vel hvemig málum er háttað hér á landi en þó virðist mér að hefðbundið laxeldi sé mjög ráðandi og menn em kannski ekki nógu opnir fyrir þeim möguleikum sem hér era í eldi á öðmm tegundum.” David þarf að ljúka þessu rannsóknarverkefni fyrirmiðjan júlí en þá heldur hann aftur til Frakklands, heim til eiginkonu sinnar og sonar. Þrátt fyrir annir gefur hann sér tíma til þess að líta upp annað slagið og hann er mikið fyrir að ganga á íjöll. “Hér hefur maður virkilega tíma tií þess að lifa, ef þannig má að orði komast.. Náttúran hér er stórkostleg, að ég tali nú ekki um þetta súrefnisríka andrúmsloft. Ef ég hefði fjölskylduna mína héma hjá mér þá gæti vel hugsað mér að dvelja hér til lengri tíma,” segir franski háskólastúdentinn David BenHain./GÞ David hefur masterspróf í vist- og líffrœði og fjallaði lokaritgerð hans um samanburð á ostru stofnum með mismunandi erfðaeiginleika.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.