Bændablaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 12
12 Bœndablaðið Þriðjudagur 25. júní 1996 Hvaða rekstarform á að vera á búinu? Hsegt er aö íara þrjár mismunandi leiðir Nýútkomin lög um breytingu á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignaskatt, með síðari breytingum, svokölluð fjármagns- tekjuskattslög, breyta töluvert rekstrarumhverfi fyrirtækja á ís- landi. Lögin eru það nýsamþykkt að eftir er að koma í ljós áhrif þeirra á vaxtastig og sparifjár- myndun landsmanna. Einnig er líklegt að þegar farið verði að kafa í lögin til þess að fmna göt framhjá skattinum verði gerðar breytingar til vamar því. Þeir einstaklingar sem eru með atvinnurekstur eiga aðallega um þrenns konar rekstrarform að velja. í fyrsta lagi getur ein- staklingurinn verið með starfsemi í eigin nafni, eins og flestir bændur gera. I öðru lagi getur verið um að ræða sameignarfélag með a.m.k. einum öðrum aðila. í þriðja lagi getur hann haft rekstur sinn í einkahlutafélagi eða hlutafélagi. Einkahlutafélag merkir, skv. lögum um einkahlutafélög, félag þar sem enginn félagsmanna ber persónulega ábyrgð á heildar- skuldbindingum félagsins. í einkahlutafélagi getur einn maður skipað stjóm og jafnframt verið framkvæmdastjóri félagsins. Lög- in um einkahlutafélög em þannig hönnuð til þess að gera félögum með lítinn rekstur kleift að njóta ýmiss hagræðis sem felst í hluta- félagaforminu, án þess að þau þurfí að uppfylla öll skilyrði hluta- félagalaganna. Skattur af rekstrartekjum er mismunandi eftir því hvaða rekstrarform er valið. Einstakling- urinn væri með laun sem launþegi hjá sameignarfélagi og hlutafélagi, en bæri að reikna sér endurgjald sem sjálfstætt starfandi atvinnu- rekandi. Reiknað endurgjald er það kallað sem einstaklingur á að reikna sér sem laun af starfsemi sinni eins og hann væri í sams- konar starfi hjá óskyldum aðila. Tryggingargjald ætti að vera sam- bærilegt óháð rekstrarformi. Hér á eftir em nokkrir punktar um helstu atriði varðandi mismun á rekstrar- formum er varðar tekjuskatt. í öllum tilvikum er gert ráð fyrir einstaklingi með ákveðin laun sem miðast við reiknað endurgjald bónda og hreinar tekjur umfram það, sem hér er nefnt hagnaður. 1. Einstaklingur með rekstur. Hann greiðir 41,94% tekju- skatt og útsvar af hagnaði, sama og hann greiðir af reiknuðu endur- gjaldi. Þar til viðbótar gæti hann þurft að greiða 5% hátekjuskatt af því sem er umfram 2,8 mkr. í árs- tekjur, eða 5,6 mkr. samanlagt hjá hjónum. Á vissu stigi getur tekju- skattur einstaklings því orðið 46,94%. Hagnaðurinn í skattstofni einstaklingsins getur haft áhrif til skerðingar á vaxtabótum og bama- bótum auk þess sem afborganir af námslánum reiknast hlutfallslega af tekjuskattstofni. 2. Sameignarfélag. Tveir eða fleiri einstaklingar geta stofnað með sér sameignarfé- lag, sem getur verið sjálfstæður skattaðili. Einstaklingamir em þá launþegar félagsins. Þeir greiða 41,94% tekjuskatt af launum, auk áhrifa hátekjuskatts. Sameignarfé- lagið greiðir 41% tekjuskatt af hagnaði sínum. Það sem fé- lagsmenn taka út út félaginu um- fram laun sín er ekki skattskylt frekar. Félagið hefur greitt skatt af því. Þetta kallast að taka út af höfuðstól. 3. Einkahlutafélag / hlutafélag. Einn eða fleiri einstaklingar geta stofnað einkahlutafélag um rekstur sinn. Þeir em launþegar félagsins og greiða 41,94% tekju- skatt af launum sínum, auk há- tekjuskatts, ef laun fara yfir þau mörk. Hlutafélagið greiðir 33% tekjuskatt af hagnaði. Félagsmenn geta ekki tekið hagnað félagsins út, nema sem arð, og ákveðin skil- yrði til arðsúthlutunar þurfa að vera fyrir hendi, skv. lögum um hlutafélög. Greiddur arður er nú frádráttarbær hjá hlutafélögum að hámarki 7% af nafnverði hluta- fjársins. Arðstekjur umfram framangreind hámörk em skatt- skyldar hjá einstaklingi með 10,00% skatthlutfalli (þ.e. fjármagnstekjuskatti). Hvaða leió er best? í dæminu sem að hér fylgir er reiknað með ákveðnum fyrirfram gefnum aðstæðum en hver og einn verður að setja upp dæmi fyrir sjálfan sig, til þess að sjá hvaða leið er hagkvæmust. í þessu til- tekna dæmi kemur einkahlutafé- lagið best út, það er með mesta peninga í hendi eftir skatta. Það þarf hins vegar ekki að vera það sem að stefnt er að. Kostnaður við að stofna einkahlutafélag er hins vegar um 150.000 kr. og enginn ætti að fara út í það án þess að ráð- færa sig við löggiltan endurskoð- anda. Þessi grein er eingöngu til þess ætluð að hreyfa við mönnum og fá menn til þess að hugsa meira um þessi mál. Heimildir: 1. Hlutafélög og einkahlutafélög. Stefán Már Stefánsson, Hiö Islenska bókmenntafélag, Reykjavík 1995. 2. Stoö endurskoðun hf. Einar Hafliöi Einarsson. 3. Lög um breytingu á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, meö síöari breytlngum. Sverrir Bjartmarz, hagfrœðingur BÍ Heildartekjur: 1.964.856 kr. Rekstrargjöld em kr. 1,000,000. Reiknaö endurgjald / laun em kr. 674,856 á ári Hlutafjáreign I einkahlutafélaginu er 500.000 kr. Gert er ráö fyrir aö forsendur fyrir arðsúthlutun hlutafélagsins sé fyrir hendi. Markmiö einstaklingsins er aö allar tekjur eftir skatta endi í vasa hans. Reiknaö er með einstaklingi með 294.528 kr.persónuafslátt og 2.805.840 kr. hátekjuskattsmart 1. Einstaklingur meö sjálfst. rekstur 2. Sameignarfélag 3. Einkahlutafélag Rekstur Framtal Félag Einstaklingur Félag Einstaklingur Helldartekjur Rekstrargjöld Reiknuö laun Frádr.bær aröur 1.964.856 1.000.000 -674.856 0 674.856 0 1.964.856 -1.000.000 -674.856 0 674.856 0 1.964.856 -1.000.000 -674.856 -35.000 674.856 35.000 Hagnaöur rekstrar Tekjuskattur rekstrar 290.000 0 290.000 -118.900 255.000 -84.150 Úttekt sem hagn./aröur -290.000 290.000 -171.100 171.100 -170.850 170.850 “Tekjur alls Mínus undanb. aröur 0 964.856 290.000 845.956 -171.100 255.000 880.706 -35.000 Tekjuskattstofn Fjármagnstekjuskattsstofn 0 964.856 290.000 674.856 255.000 674.856 170.850 Tekjuskattshlutfall Fjármagnstekjuskattshlutfall Tekjuskattur Fjármagnstekjuskattur Persónuafsláttur Hátekjuskattur 5% 0 41,94% 10% 404.661 -294.528 0 41,00% 10% 118.900 0 41,94% 10% 283.035 -294.528 33,00% 10% 84.150 41,94% 10% 283.035 17.085 -294.528 Skattur alls 0 110.133 118.900 0 84.150 5.592 Tekjuskattur beggja 110.133 118.900 89.742 Peningar í hendi eftir skatta 854.723 845.956 875.114 RflSSPE TINDAR 0G HNÍFAR Tindar og tindafestingar fyrir heyvinnuvélar. Hnífar og hnífafestingar fyrir sláttuvélar. Vönduð vara frá þýska fyrirtækinu Rasspe. Rasspe er heimsþekkt vörumerki sem er íslendingum af góðu kunnugt til margra ára. Borgartúni 26, Reykjavík Sími 562 2262 Símbréf 562 2203 Notaðar vélar Deutz 4006, árgerð 1972. 40 hö. Notuð 6300 klukkustundir. Deutz 6507, árgerð 1983.4x4 40 hö. Notuð 7000 klst. Deutz 4006, árgerð 1983. 60 hö. Notuð í 7600 klukkustundir. Case 1394, árgerð 1984. 4x4. Með ámoksturstækjum. Case 1394, árgerð 1984. 4x4. Með ámoksturstækjum. Case 1394, árgerð 1986. 4x4. Með ámoksturstækjum. MF 575, árgerð 1978. 2x4. Nýupptekinn mótor. Valmet dráttarvélar Trima moksturstæki Duun mykjudælur Pöttinger heyvinnuvélar NHK rúllupökkunarvél sem pakkar um ieið og bundið er. Rúlluplast á frábæru verði. Allt tæki í hæsta gæðaflokki og á frábæru verði og skilmálum. Pantið nú og tryggið tímanlega afgreiðslu. BÚIJÖFUR 'f\V Krókhálsi 10, sími 567 5200, fax 567 5216, farsími 854 1632. Bændur Munið eftir að hafa drifskaftshlffar á öllum drifsköftum! Ingvar Helgason hf.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.