Bændablaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 14
14 Bœndablaðið Þriðjudagur 25. júní 1996 Gefið á garðann Breyttar aöstæðun í sauðfjárrækt Skref fyrir skref eru sauðfjárbændur nú að fara inn í nýjar að- stæður, sem fylgja bú- vörusamningnum frá síðasta hausti. Búskaparlok og bein- greiðslur Allmargir nýttu sér möguleika á að hætta sauðfjárbúskap strax á liðnu hausti, og af því leiddi að til endurút- hlutunar á beingreiðslu- rétti komu tæp 8000 ærgildi, sem skiptist í hátt á níunda hundrað bænda, sem byggja afkomu sína að mestu eða öllu leyti á sauðfjárrækt. Flestir þeirra fengu úthlutun vegna þess að þeir eru með bú af þeirri stærð, sem ákveðið var að styðja, eða milli 180 og 450 ærgildi. Þessara auknu beingreiðslna hafa bændumir notið frá 1. mars sl., og aðrir sem enga úthlutun fengu, fá jafn miklar beingreiðslur og á síðast ári. Þeir sem vilja hætta sauðfjár- búskap í haust og njóta til þess stuðnings þurfa að semja fyrir 1. júlí nk. í boði eru bætur að upphæð kr. 5.500, - fyrir hveija á sem fargað er, allt að einni á fyrir hvert ærgildi greiðslumarks, og bætur samsvarandi tveggja ára beingreiðslum. Sé samið um bú- skaparlok eftir júnílok em í boði tveggja ára beingreiðslur en ekki bætur fyrir ær. Viðskipti með greiðslumark til sauðfjárframleiðslu milli bænda er ekki möguleg eftir 30. júní nk. Afnám innleggskvóta Á komandi hausti verður allt sauðfjárinnlegg jafn rétthátt með tveimur undantekningum. 1. Bændur sem sömdu um að hafa 0,7 kindur eða færri á hvert ærgildi á fóðmm í vetur sam- kvæmt staðfestri talningu og skuldbinda sig til að leggja aðeins inn afurðir eigin fjár þurfa ekkert að setja í útflutning. 2. Gert er ráð fyrir að fjölgun frá vetrinum 1994-1995 skyldi bændur til aukins út- flutnings í samræmi við fjölgunina. Hjá öllum öðrum fer sama hlutfall framleiðslunnar í umsýslu til útflutnings. Því verður í raun sama verð á hverju kg innleggs í sama gæðaflokki hversu mikið sem það er. Til að gera sér grein fyrir hversu hátt verðið verður þarf að gefa sér ýmsar forsendur, sem enn liggja ekki fyrir. a) Heildarinnlegg í haust. Dilkakjötsinnlegg á síðasta ári var um 7700 tonn, en ásettu fé mun hafa fækkað um 7 til 8% milli ára. Innlagt kjöt af full- orðnu fé var á síðasta ári nær 1000 tonn, en af því voru um 100 tonn vegna fækkunar samninga. b) Aœtluð sala innanlands og í tengslum við hana út- flutningshlutfa.il, sem landbúnaðarráðherra ákveður fyrir sláturtíð. Sala á 12 mánuðum frá maí 1995 til apríl 1996 var á dilkakjöti um 6700 tonn, en sér- stök lækkun vegna birgðaráðstöfunar var á næstu 1000 tonnum. Sala á kjöti af full- orðnu fé var á sama tíma rúm 662 tonn. c) Þáttur þeirra, sem samið hafa um undanþágu frá út- flutningi, í innanlandssölunni. Þessir bændur munu hafa tæp 5000 ærgilda beingreiðslumark og geta því mest verið með um 3300 kindur. d) Heimtaka undanþegin út- flutningi. Líklegt er að bændum verði heimilað að taka til eigin nota nokkuð af kjöti og það verði undanþegið útflutningsskyldu. e) Aukinn útflutningurþeirra, sem fjölgað hafa fé. Ekki liggur fyrir hve mikil fjölgun varð. f) Verð innanlands eftir end- urskoðun verðlagsgrundvallar í haust. Heimilt er að lækka verð af markaðsaðstæðum, og getur komið til álita að nota þá heimild í haust til að selja meira á innanlands- markaði. Frá grundvallarverði dragast sjóðagjöld og flutnings- kostnaður að sláturhúsi. g) Verð á útfluttu kjöti. Mjög óvíst er hve hátt verð fæst á erlendum mörkuðum á næstunni. Vonandi verður veru- legur hluti þessa kjöts fluttur fersk- ur úr landi, jafnvel með sérstaka hreinleikavottun, og að nokkru utan hefbundins sláturtíma. Fyrir það gæti fengist viðunandi verð, og munu bændur, sem leggja það inn, njóta hagræðis af því. Sala á frystu kjöti án ESB leyfis hefur hins vegar litlu skilað bændum á liðnum mánuðum, ef undan er skilinn Færeyjamarkaður. Bændur þurfa því hver og einn að huga vel að sínum möguleikum varðandi út- flutning. Meðfylgjandi töflur sýna endanlegt skilaverð til bónda miðað við nokkrar mismunandi forsendur. Fyrri taflan er yfir dilkakjöt og hin síðari yfir kjöt af fullorðnu fé. Ekki skal líta á þetta sem spá, heldur dæmi til að skýra hvað í vændum er. Sjá töflu 1. Dilkakjöt Greióslur til bænda og heildsöluverð Til hausts 1998 verður verð til bænda ákveðið af Verðlagsnefnd búvara, og ber afurðastöð að standa bónda skil á því að frá- dregnum lögboðnum gjöldum og kostnaði við flutning að sláturhúsi. Hins vegar hefur staðgreiðslu- ákvæði búvörulaga varðandi kindakjöt verið fellt úr gildi, og er því óljóst hvemig^ greiðslum verður háttað í haust. í bókun með búvörusamningnum er mörkuð stefna að greiða 80% afurðaverðs fyrir innanlandssölu fyrir 15. desember, og er þess að vænta að allir sláturleyfishafar virði hana. Greiðslur munu annars væntanlega tengjast samningum um greiðslu vaxta- og geymslugjalds, þannig að afurðastöðvamar fái vaxtagjald í samræmi við greiðslur til bænda. í haust verður heildsöluverð á kindakjöti ekki ákveðið af Fimm- mannanefnd. Afurðastöðvar hafa því óbundnar hendur um verð- lagningu á kjötinu. Mikils er um vert að verði sé í hóf stillt svo sem kostur er. Ástæða er til að bændur, sem eiga afurðastöðvamar og einkum þeir sem em þar í áhrifa- stöðum, geri sér far um að sjá til þess að verðlagning sé eðlileg og að ekki verði óeðlileg tilfærsla milli eininga hjá þeim sem hafa margs konar rekstur með höndum. Slátrun í haust Mikils er um vert að byijað verði að slátra einhverju af lömbum sem fyrst í sumar, til að fullnægja eftirspum eftir fersku lambakjöti. Ástæða er til að hvetja þá bændur, sem eiga sæmilega væn lömb tiltæk í slátmn, að huga að þessu. Æskilegt er einnig að aðal- slátmn hefjist snemma, sérstaklega í þeim héruðum þar sem gróður kom fljótt í vor. Þar er hætt við að lömbin safni aðeins lausri fitu þegar á líður. I haust verða hrútlömb flokkuð í hrútaflokk eftir 14. október, og verða þá lítils virði í innleggi. Leggja þarf áherslu á að flýta smölun af þessu tilefni. Þeir sem heimta hrúta of seint til að koma þeim í slátmn fyrir miðjan október, geta hugað að þeim möguleika að gelda þá og slátra eftir hefðbundna sláturtíð, ef þeir hafa möguleika á því. Hugaó að framtíð Brátt þarf að ákveða hvemig verður varið þeim fjármunum, sem samið var um í búvömsamningi að bændur fengju til ráðstöfunar á ámnum 1997 til 2000 til greiðslu vaxta- og geymslugjalda. Sama á við um það sem á sömu ámm verð- ur til ráðstöfunar til niðurgreiðslu á ull. Um þetta verður fjallað á aðal- fundi Landssamtaka sauðfjár- bænda, sem verður á Suðurlandi 26. og 27., ágúst nk. Þar verður einnig með breytingu á lögum LS leitað leiða til að tryggja öllum sauðfjár- bændum möguleika á að fá aðild að samtökunum og ákvæði sett í lögin, sem tiltekur hversu margt sauðfé bændur þurfa að eiga til að fá full félagsréttindi sem sauðljár- bændur. Ýmislegt fleira verður fjallað um á fundinum, svo sem verka- skiptingu BÍ og LS , útflutnings- hlutfall og verðákvörðun í haust. Að lokum Kindakjötssala innanlands hefur verið dágóð upp á síðkastið. Samkvæmt síðustu söluskýrslu var árssala frá maí 1995 til apríl 1996 tæp 7400 tonn, og var það 6,7 % meira en 12 mánuðina þar á undan. Væntanlega skýrist aukningin fyrst og fremst af batnandi efnahags- ástandi, en fjölbreytt framsetning hefur einnig sitt að segja. Þetta gefur vissar vonir um að unnt sé að halda dágóðri sölu, ef vel er að unnið og aðstæður verða hagstæð- ar, en er ekki mikil vísbending um að erfiðleikar sauðfjárbænda séu að baki. Mjög ákveðið er unnið að því að ná eðlilegri birgðastöðu sem fyrst og helst fyrir 1. september í haust. Óvíst er að það takist svo fljótt. TAFLA1 Dilkakjöt Innlegg Áætluð innlegg Út Út Innan Út Verö sala samkv.c flutningur flutnings lands flutnings til bænda hlutfall verð verð 7700 6700 1000 1000 14,9 185,- 120,- 175,30 7600 6500 1100 1100 16,9 185,- 140,- 177,38 7500 6240 1200 1260 20,0 185,- 140,- 176,00 7500 7200 1300 300 4,8 165,- 180,- 165,73 7100 6400 1400 700 12,3 185,- 160,- 181,93 Tafla II. Kjöt af fullorðnu fé Innlegg Áætluð innlegg Út Út Innan Út Verð sala samkv.c flutningur flutnings lands flutnings til bænda hlutfall verð verð 1000 660 70 340 36,6 115,- 30,- 83,92 900 800 60 100 11,9 85,- 40,- 79,64 900 700 90 200 24,7 115,- 80,- 106,36 800 600 80 200 27,8 85,- 20,- 66,94 700 650 70 50 7,9 75,- 10,- 69,84 Arnór Karlsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbœnda

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.