Bændablaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið Þriðjudagur 25. júní 1996 HEIMIHLAÐ Með tilkomu hinnar svonefndu margmiðlunartölvu er tölvan loksins orðin sú heimilistölva, sem að var stefnt í upphafi einkatölvu- byltingarinnar fyrir hálfum öðrum áratug. Þegar hinar tiltölulega ódýru einmenningstölvur komu á markað upp úr 1980 var hún kynnt sem hvert annað heimilistæki sem nota skyldi bæði við vinnu og afþreyingu. Það kom þó fljótlega í ljós að þessar fyrstu ein- menningstölvur stóðust ekki þær væntingar sem til þeirra voru gerðar. Til þess voru þær ekki nógu öflugar. Hug- búnaðurinn var frumstæður og úrvalið af skomum skammti. Tölvumar sjálfar vom enn of dýrar og afköst þeirra lítil. Því fór það svo að einkatölvan varð ekki almennt heimilistæki. Og hjá þeim sem fjárfestu í þessari galdratækni, þess tíma, var hún vannýtt - oft vegna vankunnáttu eða áhugaleysis vegna óspennandi hugbúnaðar. Aðallega lágu tölvu- grúskarar límdir við tölvuskjáina og sömdu heimatilbúin forrit, Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ sem vom samin með máttlitlum for- ritunarmálum. En tölvu- iðnaðnaðinum hef- ur fleygt fram á þessum tíma og þáttaskil urðu með tilkomu marg- miðlunarinnar og Intemetsins. I dag er unnt að segja að heimilistölvan standi fyllilega undir nafni. Með margmiðlun er unnt að framleiða hug- búnað sem er töfmm líkastur. Hugbúnað skrýddan vönduðum myndum og hljóði sem jafnast á við vandað sjónvarpsefni þó með þeim viðbótareiginleika að áhorfandi eða notandi getur haft áhrif á gang mála (gagnvirk sam- skipti = interactive). Já, áhorf- andinn getur gripið inn í atburðar- rásina! í dag em til al- fræðiorðasöfn sem rúmast á einum geisladisk. Notandinn flettir upp í safninu með einu músarklikki og efni bókarinnar verður lifandi fyrir framan hann á tölvuskjánum í tali og myndum. Það má benda á íslandshandbókina í margmiðlun- arútgáfu sem Námsgagnastofnun hefur gefið út. Fjölskyldan getur sést framan við heimilistölvuna og tekið þátt í mögnuðum marg- miðlunarleikum með þríviddar- myndum og hljómfögmm hljóð- um. Hugbúnaðariðnaðurinn veltir milljörðum króna og mesta gróskan er í margmiðlun. Tölvan er ekki lengur aðeins fyrir tölvu- séní og atvinnuforritara því notendaviðmót hugbúnaðar í orðið vingjamlegt og auðlært. Myndræn notendaskil em allsráðandi með músarstýringu. Og ef einhveijum skyldi leiðast má alltaf tengjast Inter- netinu í gegnum símalínu og fara á veraldarflakk á Veraldarvefnum (Word Wide Web). Á augabragði má skreppa á heimasíðu Hvíta hússins og senda Bill Clinton forseta tölvupóst, lesa dagbók Bjöms Bjamasonar, mennta- málaráðherra, á netinu, tefla skák eða spjalla við einhvem í fjarlægum heimshluta. Fyrir fólk í hinum dreifðu byggðum landsins opnar heimils- tölvan ótal tækifæri til vinnu og afþreyingar. Með margmiðlun og tengingu við Intemetið má með nokkmm sanni segja að heimurinn sé færður heim í hlað! Nokkrar áhugaverðar heimasíður á Internetinu Á Intemetinu er að finna óteljandi heimasíður af ýmsum stœrðum og gerðum. Sumar eru frá einstaklingum, aðrar frá fyrirtœkjum og enn aðrarfrá opinberum aðilum. Mismikið er lagt í uppbyggingu á síðunum en þar gildir að vera frumlegur og skipulagður. Ekki þarf tölvusérfrœðinga til að búa til heimasíðu - það geta allir gert og flestir fá lánaðar síður frá öðrum og breyta þeim eftir eigin höfði. í febrúarriti tölvutímaritsins PC Magazine fyrr á árinu gáfu blaðamenn tímaritsins upp 100 vefsíður sem voru mest upplýsandi og best tæknilega úr garði gerðar að þeirra áliti. Hér á eftir nefni ég sjö þeirra. Það væri gagnlegt að ábendingar frá lesendum Bændablaðsins um áhugaverðar síður. CNN fréttastofan CNN fréttastofan sem sló í gegn Persaflóastríðinu hefur komið sér fyrir á Netinu með heimasíðu með margmiðlunarmöguleika. Hér er hægt að skoða nýjustu heimsfréttirnar og leita í gömlum fréttum og fréttamyndum með leitarforriti. Það sem er áhugaverðast á heimasíðu CNN er möguleiki á að skoða myndbönd með íþróttaviðburðum og skemmtilegum fréttum. http://www.cnn.com Sameinuðu þjóðirnar (The United Nations) Heimasíða Sameinuðu þjóðanna er áhugaverð fyrir alþjóðasinna. Þar eru upplýsingar um stofnunina, fréttatilkynningar, upplýsingar um ráðstefnur o.s.frv. http://www. un. org Hvíta húsið (Tlie White House) Hvíta húsið í Washington hefur sína heimasíðu þar sem boðið er upp á skoðunarferð um Hvíta húsið og ýmsan fróðleik um forsetaembættið. Einnig geta allir skráð sig í gestbók Hvíta hússins. http://www.whitehouse.gov/ Alfrœðiorðabókin Britannica Hér er hœgt að fletta ( þessari frægu alfrœðiorðabók gegn greiðslu. Þó er möguleiki á að sækja um ókeypis áskrift í ákveðin tima til að prufu. http://www. eb. com Athyglisverðar vefsíður fyrir börn Þessi siða er mjög gagnleg til að leiða börnin í gegnum veraldarvefinn. Athyglisverðar síður fyrir börn eruflokkaðar niður eftir efni. http://www. crc. ricoh. com/people/steve/kids. html Kveðja, Jón Baldur Lorange Netfang: jbl@bi.bondi.is ÍMiðvikudaginn 17. júlí nk. efnir D.I.F til ókeypis skoðunar á íslenskum ifjárhundum á Norðurlandi. Dómararnir Guðrún Ragnars Guðjohnsen, sHans Áke Sperne og Sigríður Pétursdóttir munu skoða og ræktardæma Ihundana. Ef unnt reynist er áhugavert að skoða hunda með sem flestum jafkvæmum (afkvæmahópar). Skráningu lýkur fimmtudaginn 27. júní. JSkráning fer fram í síma 566 8164 eða 566 8167. Nánar tilkynnt um stað log stund þegar skráningu er lokið. Stjórn D.Í.F. Veggspjald er sýnir lítagolbreytni íslenska kúastohisins Bændasamtök íslands hafa gefið út veggspjald sem sýnir hina miklu litafjölbreytni sem er að finna _ í íslenska kúa- stofninum. Á spjaldinu eru myndir af 25 kúm, sem allar sýna dæmi um mismunandi liti en mikið vantar þó á að öll litarafbrigði komi þar fram. Það er Jón Eiríksson bóndi á Búrfelli í Miðfirði sem hefur tekið myndimar, en til þess var hann fenginn af Jóni Viðari Jónmunds- syni búíjárræktarráðunaut x tíð fyrrverandi búnaðarmálastjóra. En þeir þrír völdu úr mynda- safninu og hafa lagt á ráðin með útlit og gerð spjaldsins. Spjaldið er hannað, myndimar litgreindar og það prentað af Prentsmiðjunni Odda í Reykjavík. Það er sérkenni allra íslensku búfjárstofnanna, hrossa, kúa og sauðfjár, að í þeim hafa, allir hinir fjölbreyttu litir varðveist þrátt fyrir aldarlanga ræktun. Þessa em óvíða ef nokkurs staðar dæmi í heiminum að svo mikil litafjöl- breytni hafi verðveist í ræktuðum kynjum. Skýringin á þessu er m.a. sú að menn litu svo á að það bæri vott um mikla ræktun kynjanna ef þau væm öll sem einlitust í útliti. Eftir þessu einkenni á íslensku kynjunum er tekið meðal annarra þjóða og þykir mikið til koma. Það þykir mikilvægt bæði frá menningarlegu sjónarmiði og Vesturlandi Nú stendur yfir sýning í Homstofu Heimilisiðnaðar- félags Islands á Laufásvegi 2 í Reykjavík sýning á samvinnu hönnuða og tveggja hand- verkshópa á Vesturlandi. Sýningin stendur til 3. júlí. Hornstofan er opin alla daga frákl. 13 til 18. einnig frá sjónarmiði kynbóta í framtíðinni að varðveita sem flesta eiginleika sem búa í kynjunum. Heiti litanna em skráð á spjaldið á íslensku, ensku, þýsku og norsku, enda er talið víst að fólk, bæði búfjáræktarmenn í öðmm löndum og ferðamenn, sem hingað koma, hafi áhuga á að eignast spjaldið. Það er enda reynsla margra að íslenska búféð er eitt af því sem vekur mikla athygli þeirra sem hingað koma til að kynnast landi og þjóð. Spjaldið verður til sölu hjá Bændasamtökum íslands og væntanlega á flestum “ferða- mannastöðum”. Þá verður ferðaþjónustubænd- um gert sérstakt tilboð, vilji þeir eiga spjaldið og hafa það til sölu. Notaðar búvélar & traktorar ■ Ursus 2x4 60 hö, vökvastýri ■ Ford 3000 Bergsjö tvívirk tæki ■ Claas 34S 90x120 baggastærð ■ WelgerRP12 1,20 x 1,20 baggastærð ■ MF 3060 4x4 ■ Deutx-Fahr GP 2.30 1,20 x 1,20 ■ Pezag 165 tromlusláttuvél ■ Deutz-Fahr CP 2.50 1,20 x 1,50 ÞQR HF REYKJAVlK - AKUREYRI Reykjavik: Ármúla 11 - Slmi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.