Bændablaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 16
16 Bœndablaðið Þriðjudagur 25. júní 1996 Mjólkursamlag KEA Mjólkursamlag KEA veitti nýverið 32 mjólkurframleiðendum á samlagssvæði mjólkursamlags- ins sérstaka viðurkenningu fyrir framleiðslu úrvalsmiólkur árið 1995. Eftirtaldir framleiðendur hlutu þessa viðurkenningu; Ingunn Tryggvadóttir og Eiríkur Helgason Ytra-Gili, Helga Haraldsdóttir og Hjörtur Haraldsson Víðigerði, Fjóla Aðalsteinsdóttir og Ólafur A. Thorlacíus Öxnafelli, Guðný Óskarsdóttir og Sveinn Sigmunds- son Vatnsenda, Hildur Sigursteins- dóttir og Haukur Berg Fífilgerði, Þóranna Björgvinsdóttir og Ámi Sigurjónsson Leifshúsum, Inga Margrét Ámadóttir og Stefán Tryggvason Þórisstöðum, Elín Sigurðardóttir og Sverrir B. Sverrisson Neðri-Vindheimum, Róslín Jóhannesdóttir og Árni Hermannsson Ytri-Bægisá, Ámi Þórisson Auðbrekku, Margrét Magnúsdóttir og Kristján Buhl Ytri-Reistará, Elsa Sigmundsdóttir og Davíð Ágústsson Torfufelli, Félagsbúið Villingadal, Svein- fríður Jóhannsdóttir og Hermann Besi að Ijúka viðhaldi girfiinga sem fyrst Stjóm BSSÞ samþykkti á fundi á dögunum að hvetja bændur til að ljúka sem fyrst viðhaldi á þeim girðingum sem Vegagerð ríksins ber að greiða hluta viðhaldskostnaðar á, og tilkynna til viðkomandi sveitar- stjómar að viðhaldi sé lokið svo úttekt geti farið fram. “Best er, segir í samþykktinni, ef bændur miða við að þessu verki sé lokið fyrir 1. júlí.” Jónsson Barká, Félagsbúið Syðri- Bægisá, Jónína Ásgrímsdóttir og Sigurður Jónasson Efstalandi, Ásrún Ámadóttir og Sigurður Gíslason Steinsstöðum 11, Jóna Antonsdóttir og Þorsteinn Rútsson Þverá, Sigríður Svavarsdóttir og Aðalsteinn H. Hreinsson Auðnum, Stefaní Loman og Kristinn Ás- mundsson Höfða, Sökkubúið Sökku, Filippía Jónsdóttir og Stefán K. Jónsson Hofi, Svana Halldórsdóttir og Amgrímur Baldursson Melum, Erla Guð- mundsdóttir og Gunnlaugur Tryggvason Þorsteinsstöðum, Margrét Gunnarsdóttir og Guð- mundur Gunnlaugsson Göngu- stöðum, Soffía Hreinsdóttir og Gunnlaugur Sigurðsson Klaufa- brekkum, Halla Karlsdóttir og Atli Friðbjömsson Hóli, Rósa Kristjánsdóttir og Sölvi Hjaltason Hreiðarsstöðum, Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herberts- son Steindymm, Sigurbjörg Einarsdóttir og Þorleifur Karlsson Hóli, Filippía Jónsdóttir og Haf- steinn Pálsson Miðkoti og Félags- búið Böðvarsnesi Fjórir framleiðendur hafa lagt inn úrvalsmjólk oftar en tíu sinnum á þessum 14 ámm sem lið- in em síðan samlagið hóf að veita þessar viðurkenningar, en þeir em; Elín og Sverrir á Neðri-Vind- heimum, Róslín og Ámi á Ytri- Bægisá, Jónína og Sigurður á Efstalandi, og Félagsbúið á Eyvindarstöðum. Mjólkursamlag KEA gerir eftirfarandi kröfur til úrvalsflokks; Heildargerlatal undantekninga- laust undir 30 000 gerlar/ml. Mjólkin flokkast alltaf í fyrsta flokk fyrir kuldakæra og hitaþolna gerla. Fúkalyf eða önnur efni sem rýrt geta gæði hennar hafi aldrei fundist í mjólkinni, en leitað er eftir því sérstaklega í innleggi hvers mjólkurframleiðenda í hvert sinn sem mjólk er sótt til hans. Meðaltal frumutölu við- komandi ár undir 300 000 fmmur- /ml Aðkoma að fjósi og umgengni og þrif í fjósi og á öllum mjalta- búnaði án athugasemda héraðs- dýralæknis og mjólkureftirlits samlagsins. Flest mjólkursamlög landsins veita viðlíka viðurkenningar en engar sameiginlegar reglur hafa verið um kröfur til úrvalsmjólkur til þessa og em því kröfumar mjög ólíkar milli samlaga, en í drögum að nýrri mjólkurreglugerð er gert ráð fyrir úrvalsflokki án þess að sú flokkun hafi nokkur áhrif á inn- leggsverð til mjólkurframleiðenda. Bændablaðið/Dagur Mjólkurframleiðendur sem hlutu viðurkenningu Mjólkursamlags KEA árið 1995 ásamt mjólkursamlagsstjóra Þórarni Agli Sveinssyni. Þess má geta að jjórir framleiðendur hafa lagt inn úrvalsmjólk oftar en tíu sinnum á þessum 14 árum semliðineru síðan samlagið hóf að veita þcssar viðurkenningar. Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi Tilraunagróðup- hús fllbúið í október Byggingaþjónusta Bænda- samtaka Islands hefur að undanförnu unnið að hönnun tilraunagróðurhúsa sem reisa á í haust við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi. Skólinn hefur tryggt sér fjár- veitingu til verksins og er stefnt að því að húsið verði komið upþ í nóvember næst- komandi. Það er alllangt síðan farið var að ræða nauðsyn þess að reisa gróðurhús fyrir alls kyns garð- yrkjutilraunir á Garðyrkjuskóla ríkisins. Árið 1988 vom gerðar hjá Byggingastofnun Landbúnað- arins teikningar að tilraunagróður- húsi en ekkert varð þá úr fram- kvæmdum. Á síðastliðnu ári var allt útlit fyrir það að fé fengist til framkvæmdanna og var Bygginga- þjónustu Bændasamtaka fslands þá falið að endurskoða þessar teikn- ingar í samráði við sérfræðinga á sviði garðyrkju og ylræktar. Ekki síst var horft til þess að síðastliðið ár var vígt nýtt tilraunagróðurhús á Landbúnaðarháskólanum á Ási í Noregi. Það hús hafði verið nokkuð lengi á teikniborðinu og því full ástæða til að skoða hug- myndina vel og draga af henni lærdóm. Þess vegna var ákveðið að fá til samstarfs laiidsráðunaut Norðmanna í gróðqíltúsum og tæknibúnaði gróðtt|húsa, Jon Stene. Kom hann hingað til lands í lok janúar sl. og vaán með sér- fræðingum Byggfngaþjónustu Bændasamtaka Islands, Grétari Unnsteinssyni, skólastjóra Garðyrkjuskóla ríkisins, og fleimm að fmmhönnun hússins í nokkra daga. Strax var ákveðið að nýta reynsluna ffá Ási og hafa hús- ið í svipuðu fonni og tilraunagróð- urhúsið þar. Ákveðið var að hið nýja tilraunagróðurhús á Garð- yrkjuskóla ríkisins yrði þannig uppbyggt að gróðurhúsin yrðu tvö, sitt hvom megin við 5 m breiðan "þjónustugang". Hvort gróðurhús verður 10 metra breitt og lengd húsanna um það bil 46,6 metrar. Hvort gróðurhús verður þannig um það bil 466 nr og miðgangurinn 233 m2. Vegghæðverður4metrar. Öðm gróðurhúsinu verður síðan skipt með milliveggjum í 7 til- raunaklefa en hinu verður skipt í tvennt. í hverju rými verður sjálf- stæð stýring á loftslagi. Öll gólf verða steypt með niðurföllum. Byggingaþjónusta Bændasamtaka íslands hefur nú lokið við gerð aðaluppdrátta að húsinu og samið útboðslýsingu á efni í gróðurhúsið. Ríkiskaup hafa þegar auglýst opið útboð á öllu efni í gróðurhúsið ofan á sökkla og gólfplötu. Brátt mun verða hafist handa við hönnun á undirstöðum hússins og í sumar munu heimamenn á Reykjum vinna við húsgmnninn. Stefnt er að því að uppsetning gróðurhússins ofan á sökkla og gólfplötu geti hafist í byriun október./MS Notaðar vélar til sölu! MF399 árg. 1988 103 hestöfl. Verð kr. 1.350.000 ánVSK ZET0R 7211 árg.1986 65 hestöfl. Vedo F12 ámoksturstæki. Verö kr. 650.000 án VSK. WELGER RP 200 árg. 1994. Meö 2 mtr. sópvindu. Verö kr. 1.150.000 án VSK CASE 685 XL árg.1988 72 hestöfl. Verö kr. 900.000 án VSK ZET0R 7211 árg.1987 65 hesföfl. Verö kr. 470.000 án VSK Globus Vélaver hf Lágmúla 7 Sími 588 2600 Fax 588 2601 Reykjavík

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.