Bændablaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 25.júní 1996 Bœndablaðið 13 Undanfarin ár hefur fram- leiðsla lambakjöts verið um helmingur af kjötframleiðslu í landinu. Miðað við könnun Mann- eldisráðs sem kom út 1992, er meðalársneysla lambakjöts um 24 kg, þremur kg minna en áætluð fiskneysla. Það er því ljóst að berist hingað geislavirk efni í stórum stfl, þá getur umtalsvert magn efnanna komist í fæðukeðju okkar með lambakjöti. Árið 1990 hófust hér á landi rannsóknir á því hversu mikið berst af geislavirkri samsætu sesíns (137Cs) úr jarð- vegi og gróðri í sauðfé. Fóður- deild Rannsóknastofnunar land- búnaðarins stendur að þessu verk- efni í samvinnu við Geislavamir rfldsins og er hér um að ræða hluta af samnorrænu verkefni íslands, Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Ýmis geislavirk efni hafa dreifst út í náttúruna af manna völdum vegna kjamorku- sprenginga í andrúmslofti, kjam- orkuiðnaðar og kjamorkuslysa. Algengast er að fylgjast með geislavirka efninu 137Cs því það er tiltölulega langlíft (magn þess rýmar um helming á hveijum 30 ámm) og það ferðast greiðlega um fæðukeðjuna. Við Islendingar höfum yfirleitt talið að einangrun landsins væri trygging okkar fyrir ómenguðu umhverfi. Svo þarf þó ekki að vera því varasöm efni geta borist með háloftavindum og úrkomu langar leiðir. Nú em tíu ár liðin frá Tjemobylslysinu og varð það mönnum veruleg áminning. Geislavirk efni bámst þá víða um Evrópu, en nær ekkert barst hingað Við Islendingar höfum yfirleitt talið að einangrun landsins væri trygging okkarfyrir ómenguðu um- hverfi. Svo þarfþó ekki að vera því varasöm efni geta borist með háloftavindum og úrkomu langar leiðir. Nú eru tíu ár liðinfrá Tjemobylslysinu og varð það mönnum veruleg áminning. Geislavirk efhi bárust þá víða um Evrópu, en nœr ekkert barst hingað til lands vegna hagstœðra skilyrða. Ekki er víst að við verðum svo heppin næst til lands vegna hagstæðra skilyrða. Ekki er víst að við verðum svo heppin næst. Viðbrögð við þessari mengun urðu hörð víða í Evrópu, einnig á svæðum þar sem lítilla heilsufarslegra áhrifa var að vænta. Jafnvel lítil geislamengun í mat- vælum gat haft í för með sér að þau urðu ósöluhæf. I þessum rannsóknum hefur sýnum verið safnað á þremur stöðum, á hálendismóa á Auðkúlu- heiði, láglendismýri að tilrauna- búinu á Hesti í Borgarfirði og á út- hagamóa á tilraunastöðinni að Stóra Ármóti. Geislavamir ríkis- ins hafa einnig mælt styrk geisla- virks sesíns í lambakjötsýnum frá sláturhúsum víðs vegar um land á hveiju hausti frá og með árinu 1989. Þessar rannsóknir staðfesta að styrkur geislavirks sesíns er lítill hérlendis. í kjöti er styrkurinn langt undir viðmiðunarmörkum sem notuð em í alþjóðavið- skiptum. Styrkur geislavirks sesíns getur verið mjög breytilegur vegna ýmissa þátta, svo sem jarð- vegsgerðar, úrkomu, gróðurfars og fæðuvals lamba. Aðrar rannsóknir benda til þess að sesín sé tiltölulega lausbundið í íslenskum jarðvegi, sem veldur því að hlut- fallslega meira af efninu berst í gróður og þar með í skepnur. Niðurstöður úr þessum rann- sóknum staðfesta einnig að hverf- andi lítið magn geislavirkra efna barst hingað eftir slysið í Tjemo- byl. Þau geislavirku efni sem hér er að finna bámst hingað fyrir rúmlega 30 ámm þegar tilraunir með kjamorkuvopn vom enn stundaðar í andrúmsloftinu. Niðurstöður þessa verkefnis hafa verið notaðar sem gmnnur í norrænt reiknilíkan þar sem skoða má áhrif geislamengunar í um- hverfi á það magn sem berst í sauðfé og hvemig bregðast megi sem best við ef til slíkrar mengun- ar kemur. Niðurstöður þessara rannsókna staðfesta að lítið er að finna af geislavirkum efnum í íslensku lambakjöti. Reynslan af viðbrögð- um við Tjemobylslysinu sýnir að reglubundnar mælingar og rannsóknir á þessu sviði em mikilvægar vegna sölu á erlendum jafnt sem innlendum mörkuðum. Jóhann Þórsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Sigurður Emil Pálsson og ElísabetD. Ólafsdóttir, Geislavörnum ríkisins Bændur Neporex WSG2 Alficron Plus Verjist flugnavandamálinu fyrirfram. Notið Neporex beint á lirfurnar, fljótlegt. Súfluga er ekkifœdd sem lifir af Alficron Fljótvirkt - öruggt - langtímavirkni ca 7 vikur -enginn sprautun - penslað. Engar lirfur, engar flugur Engar flugur, engar lirfur "TE5JCS

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.