Bændablaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 1
Sn'nabændur í Bændahfill Skrifstofa Svínaræktarfélags íslands er nú flutt úr Þverholti 3 í Mosfellsbæ í Bændahöllina. Til þess að hafa samband við skrifstofu SFÍ er hægt að hringja beint í skiptiborð hjá BÍ eða beint númer 563 0334. Þar sem formaður, Kristinn Gylfi Jónsson, er í hlutastarfi verður skrifstofan ekki opin alla daga en sírr.atími til að byija með verður á miðvikudögum frá kl. 12:30 til 16:00 og föstudögum frá kl. 10:00 til 14:00. I athugun að framleiða rabarbarvín í Borgarnesi Forsvarsmenn Engjaáss ehf. eru að athuga hvort hag- kvæmt sé að framleiða rabar- baravín, en Engjaás ehf. sér um framleiðslu á öllu áfengi öðru en bjór sem löglegt er að framleiða á íslandi. Áður en það gerist er ætlunin að hefja framleiðslu á rabarbaragraut. Engjaás ehf. framleiðir ýmsar tegundir af ávaxtagrautum. Auka á fjölbreytni hjá þessari fram- leiðsluþeild fyrirtækisins m.a. með framleiðslu á rabarbaragraut. og því auglýsir fyrirtækið í Bændablaðinu eftir rabarbara. Einnig er áætlað að hefja fljótlega framleiðslu á ýmsum tegundum af sultum, marmelaði og ávaxtadesertum og þá úr rabarbara ekki síður en úr öðrum ávöxtum eða grænmeti. Bændablaðið Lesendur og auglýsendur athugið, Bændablaðið kemur næst út um miðjan ágúst og verður það helgað átakinu “Bændur bjóða heim”. Að því tilefni verður blaðinu dreift í öll heimili landsins. Væntanlegir auglýsendur eru hvattir til að hafa samband sem fyrst. Það var létt yfir þeim Ara Teitssyni formanni Bœndasamtaka íslands, Sigurgeiri Þorgeirssyni framkvœmdastjóra BÍ og Guðmundi Bjarnasyni landbúnaðarráðherra við opnun beendadaga í Hagkaupi. Þeir skáluðu í ógerilsneiddri og ófitusprengdri mjólk og líkaði vel. “Mér líst afar vel á þetta framtak þeirra Hagkaupsmanna. Það er virðingarvert og ég trúi því og vona að það auki ekki eingöngu kaup fólks á landbúnaðarvörum heldur hafi áhrif á viðhorf þess til íslensks land- búnaðar,” sagði Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra við upphaf bœnda- daga í Hagkaupi. Bændadagarnir hófust 20. júní í öllum verslunum fyrirtækisins og þeim lýkur um mánaðamótin. í tilefni átaksins verða gefin út sérstök blöð þar sem greint er frá til- boðum í verslununum og komið á framfæri ýmsum upplýsingum um landbúnað. “Ástæðan fyrir þessum bœndadögum er sú að stór hluti veltu Hagkaups eru land- búnaðarafurðir og umræðan um landbúnað á íslandi hefur verið mjög neikvæð síðustu ár. Með þessu átaki vildum við leggja okkar lóð á þá vogarskál að breyta ríkjandi viðhorfi,” sagði Árni Ingvarsson, sem annast kjötinnkaup fyrir verslanir Hagkaups. Þess má geta að á bændadögum verða um 90 tilboð af ýmsu tagi auk fjölmargra vörukynninga. Islenskur landbúnaður verður því vel kynntur í Hagkaupi á bœndadögum. Sýning á lífríki í íslenskum vötnum verður opnuð á Hólum í Hjaltadal 6. júlí næst komandi. Sýningin á Hólum er nýmæli á íslandi en þar mun fólki gefast einstakt tæki- færi til þess að skoða íslenska fiska og önnur vatnadýr í eðlilegu umhverfi. Sýningin er byggð á nýjustu rannsóknum á vistfræði íslenskra vatna sem Hólaskóli er þátttakandi í. Það er Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur sem hefur haft veg og vanda að undirbúningi sýning- arinnar. Að sögn hans verða á sýningunni stór búr með íslenskum vamafiskum. Búrin eru 900-2500 lítra og gefa þau því fiskunum mikið svigrúm. Þar verða allar tegundir íslenskra vatnafiska: homsfli, áll, lax, urriði og bleikja. “Bleikjan er mjög fjölbreytt í útliti,” segir Þorleifur. “í Þing- vallavatni eru til dæmis fjórar gerðir sem allar verða á sýningunni. Þannig gefst gott tækifæri til þess að bera þær saman á aðgengilegan hátt.” Smádýralífið í íslenskum vötnum fær sinn sess á sýningunni en sýnd verða mismunandi vist- kerfi með tilheyrandi dýralífi. Hver staður hefur sínar einkennis- tegundir að sögn Þorleifs. Þannig er skömormur áberandi í tjömum á hálendinu en í mógröfum em það brunnklukkur og ræðarar. Búrin á sýningunni verða löng en mjó þannig að dýrin verða alltaf nálægt áhorfandum og því verður auðvelt að skoða atferli bæði fiska og smádýra. Á Hólum er sem kunnugt er miðstöð í kennslu í fiskeldi og þar em framkvæmdar viðamiklar rannsóknir sem verða kynntar í tengslum við sýninguna. Ferða- menn geta því t.d. fengið að skoða mismunandi stofna sem verið er að kynbæta. Umfram allt er þess kappkostað að gera sýninguna aðgengilega fyrir almenning þannig að fólk öðlist ríkari með- vitund um umhverfi sitt, í þessu lífríki íslenskra vatna. Hólar í Hjaltadal er fjölsóttur ferðamannastaur og þeim fjölgar í sífellu sem vilja dvelja um lengri eða skemmri tíma á staðnum. Sögufrægð staðarins og hin fagra dómkirkja laða fólk heim að Hólum en undanfarin ár hefur verið lagt kapp á að bæta þjónustu við ferðamenn og nú er reldn fjöl- breytt gistiþjónusta á staðnum og veitingasala yfir sumartímann. Sýningin á lífríki íslenskra vama er liður í því að auka þjónustuna við ferðamenn og gefa þeim kost á af- þreyingu sem er í sem fræðandi og skemmtileg./GÞ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.