Bændablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 4
4 Bœndablaðið Þriðjudagur 15. október 1996 Baendablaðiðl Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sími 5630300 Bréfasími 562 3058 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 Netfang: ath@bi.bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Haukur Halldórsson Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins. Það er prentað í 7000 eintökum og fara 6.719 (miðað við 15. október 1996) eintök í dreifingu hjá Pósti og síma. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er búa utan þéttbýlis. Prentun: Dagsprent ISSN 1025-5621 Ritstjórnargrein Konur eru líka bændur Ef ferðalangur á leið um íslenska sveit horfir grannt eftir hverjir eru að sinna bústörfum á bæjunum þar sem hann fer um kemst hann að því að æði stór hluti þeirra eru konur. Konur eru að mjólka kýr, aka dráttarvélum, gefa fé, gera við girðingar og svo mætti lengi telja. En spyrji ferðalangurinn: "Hver býr á Hóli?" er margfalt líklegra að svarið verði "Jón" en að það verði "Gunna". Því þrátt fyrir mikið framlag og mikilvægi kvenna í íslenskum land- búnaði síðustu ellefu hundruð árin er sú hefð rík að telja karlana eina standa fyrir búi og tala um þá eina í sambandi við búreksturinn. Því miður verður sama uppi á teningnum þegar kemur að formlegu hliðinni. Sem dæmi má taka að af 1354 aðilum sem eru handhafar beingreiðslna vegna mjólkurframleiðslu eru 88% karlar en aðeins 8% konur. Til þess að taka við beingreiðslum verður fólk að hafa virðisaukaskattsnúmer og þau fást aðeins skráð á eina kennitölu og þar með eitt nafn þótt náðarsamlegast sé hægt að hafa fleiri nöfn "falin" þar á bakvið. Feluhlutverkið kemur oftast í hlut kvennanna enda konur upp til hópa tillitssamar. Lausnin á þessum vanda getur heldur ekki verið fólgin í því að koma nöfnum þeirra fram fyrir nöfn karlanna og skipta þannig um hlutverk. Nei, kerfið okkar þarf einfaldlega að viðurkenna þá staðreynd að flest bú á íslandi eru rekin af tveimur jafnréttháum einstaklingum, sem hvorugur stendur hinum framar, og bjóða upp á þann möguleika að hvert bú geti haft sína sjálfstæðu kennitölu og nafn sem ekki er séreign eins aðila. Reyndar væri æskilegast að hjón og fólk í skráðri sambúð gæti fengið sérstaka kennitölu sem mætti nota í öllum þeim fjölmörgu til- fellum sem báðir aðilar standa að málum s.s. á sameiginlega bankareikninga og þegar um sameiginlegan rekstur er að ræða. Nafnið að baki slíkri kennitölu gæti verið fomöfn beggja aðila í stafrófsröð. Alþjóðasamtök búvöruframleiðenda (IFAP) hafa ákveðið að 15. október ár hvert skuli helgaður konum í dreifbýli enda er vitað að í mörgum löndum heims framleiða konur mikið meira en helming af landbúnaðarvörunum þótt þær ráði einungis yfír örlitlu broti af því landi og fjármunum sem notaðir eru. Bændasamtök íslands minnast dagsins í þetta sinn með því að helga útgáfu Bændablaðsins sem ber upp á þennan dag konum í dreifbýli á íslandi. Álfhildur Ólafsdóttir, stjórnarmaður í Bcendasamtökum íslands Slegið á þráðinn til sveitakvenna Andrea Björnsdóttir, Skálanesi, Gufudalssveit “Ég held að konur víða um land séu að fást við allt aðra hluti en konur á stóru þéttbýlisstöðunum og þá sérstaklega konur á höfuðborgarsvœðinu. Það er mín tilfinning eftir því sem ég heffarið um landið. Það er í raun allt önnur hugsun ríkjandi á meðal kvenna í dreifbýlinu og vel þess virði að vekja athygli á henni. Einnig verður að auka þátttöku kvenna í sveitum í félagsmálum og gera þær sýnilegri. Það er alltoflítið um að konur veljist til starfa á þeim vettvangi, ” segir Andrea Björnsdóttir, bóndi á Skálanesi í Gufudals- sveit en hún starfaði sem formaður búnaðarfélags sveitarinnar um nokkurt skeið. Andrea kvaðst einnig hafa sótt fundi Búnaðar- sambands Vestfjarða og eitt sinn tekið yngsta barnið með sér til þess að komast á fundinn. Hún sagði að yngri konur létu börnin hefta sig og hefðu samviskubit yfir að skilja pabbann eftir einan með þau meðan þœr sinntu félagsstörfum. Hún segir að margar konur hafi hug á að koma meira inn í félagsmálin en sjái sér það ekki fœrt vegna heimilis- aðstœðna. Oflítið sé um að konur starfi í búnað- arfélögum á Vestfjörðum, fáar komi á fundi og til undantekninga heyri að þær sitji í stjórnum. Gufu- dalssveitin sé undantekning frá þessu því flestar konur- nar mœti á búnaðar- félagsfundi. Andrea segir áberandi að yngri konur starfl meira að félagsmálum og þar komi ákveðin kyn- slóðaskipti fram. “Þær eldri hafa fest við heimilis- störfin og erufastar þar enn þá. ” Andrea segir að stöðugt sverfi að byggðinni. “Við höfum verið að berjast fyrir skólaseli hér í sveitinni og stundum finnst okkur vera komnar upp spurningar um búsetuna. Þar við bætist að staða landbúnaðarins er ekki glœsileg og því hlýtur maður að vera fremur svartsýnn þótt slæmt sé að þurfa að viðurkenna það. ” Inger Helgadóttir á Indriðastöðum í Skorradal “Ég tel mjög brýnt að auka þátttöku kvenna í fé- lagsmálum bænda. Eins og staðan er í dag er um ófremdarástand að rœða. Ef maður les nöfh þeirra sem gegna einhverjum trúnaðarstörfum fyrir bændur, þar sem þau eru birt í Handbók bænda, þá er hending að rekast á kvennmannsnafn," segir Inger Helgadótt- ir, bóndi á Indriðastöðum í Skorradal. Á Indriða- stöðum er blandað bú og hjónin starfa einnig sem vistforeldrar í sveitum. Inger er nú formaður Lands- samtaka vistforeldra og formaður búnaðarfélagsins í heimasveitinni. Hún segist vera mjög uggandi um stöðu sauð- fjárræktarinnar og kveðst ekki sjá að sauðfjár- búskapur verði atvinnugrein í framtíðinni nema ef til vill fyrir fáa einstaklinga. I kúabúskapnum sé um meiri stöðugleika að ræða og ætlunin að endurnýja gildandi búvörusamning um mjólkurframleiðsluna. Hins vegar sé spurning um hvenœr búvörusamningam- ir verði felldir út og hvað taki þá við. Óvissan haldi áfram þegar verið sé að teygja þessa sanminga nokkur árfram í tímann og hún sé alltaf verst. “Ég er komin á þá skoðun í dag þótt ég hafi ekki verið þess sinnis áður að best væri að hefja aðlögun að breyttu vinnuumhverfi í mjólkurframleiðslu og fella búvöru- samninginn síðan út.”, Inger segir að nú sé unnið að eflingu annarrar at- vinnustarfsemi og vistforeldrar í sveitum séu hluti af því. Þar sé þáttur kvenna ríkur því það séu nær ein- göngu konur sem vinni að þeim störfum. Hún segir þessa starfsgrein hafa velt á bilinu 80 til 90 milljónum króna á síðasta ári en sé að sínu mati gert allt oflágt undir höfði. Efemía Valgeirsdóttir, Daufá í Lýtingsstaðahreppi “Ég tel mikinn minnihluta kvenna vera virka þátt- takendur í félagsmálum bænda. Þetta er þó eitthvað misjafht eftir byggðum. Ahuginn virðist vera meiri á sumum stöðum en öðrum, ” segir Efemía Valgeirs- dóttir, bóndi á Daufá í Lýtingsstaðahreppi í Skaga- firði. Hún starfar í hrossaræktarfélagi en segir hrossaræktina hliðarbúgrein þar sem þau rekifyrst og fremst kúabú. Hún segir nokkra óvissu ríkja um stöðu kúa- bænda þótt hún sé mun betri en þeirra sem stunda sauðfjárrækt. Efemía segir þungt hljóð í mörgum sauðfjárbœndum og staða sauðjjárræktarinnar sé víða orðin þannig að bændur verði að stunda önnur störf jafnframt búrekstrinum. Þá sé einnig takmarkaða vinnu að hafa en bœndur séu farnir að sinna ferðaþjónustu eða taki að sér störf sem falli til ýmist tímabundið eða á ársgrundvelli. Dæmi séu um að fólk hafi selt framleiðslurétt af jörðum og framfleyti sér með öðrum störfum þótt það eigi áfram heima í sveitinni. Hún segir hrossarœktina koma nokkuð í stað sauðfjárbúskaparins en fáir hafi hana þó fyrir aðal atvinnugrein. Fleiri stundi hrossarækt sem skemmtun og hliðarbúgrein við kúa- eða sauð- fiárbú. Efemía segir nauðsynlegt að fleiri konur komi til starfa að félagsmálum stéttarinnar og þær megi einnig huga að því að kalla sig bœndur. Konur hafi lengi verið tregar til þess þótt þeim konum sem kjósi að nota starfsheitið fari fiölgandi. Svana Halldórsdóttir á Melum í Svarfaðardal Svana Halldórsdóttir, bóndi á Melum í Svarf- aðardal, hefur verið formaður Búnaðarfélags Svar- fdœla á þriðja ár. Hún segir konur mæta fremur lítið á búnaðarfélagsfundi en þœr konur sem eru í félaginu séu duglegar að mæta og ekki síður virkir félagsmenn en karlamir þótt þær séu aðeins fiórar af rúmlega 50 félagsmönnum. Svana segir að þótt fleiri konur komi inn í félagsmálin í sveitunum sé vart hœgt að tala um hraðan vöxt. Þær séu alltof fáar og bændur aftarlega á merinni í þessum efnum. “Áhrifkvenna hafa al- mennt vaxið hœgt í þjóð- félaginu en áhrif þeirra í landbúnaði er með því lakasta sem finnst í jafn- réttismálunum. Konurnar eru heima og hugsa um sín verk og af því ekki heyrist í þeim þá gleymist þeirra hlutur sem oft á tíðum er ekkert minni heldur en karlanna." Svana segir stöðu bœnda ekki nœgilega trygga. Til þess sé fram- tíðin of óljós en að sjálf- sögðu verði að halda í von um að hœgt verði að halda í horfinu. Miklar breytingar eigi sér stað í landbúnaðarmálum eins og öðrum málefnum nú á dögum og bœndur verði að vera vel vakandi og fylgjast með til þess að sofna ekki á verðinum. Svana stundar kúabúskap ásamt fiölskyldu sinni og segir þrátt fyrir allt þá gœti nokkurrar bjartsýni í þeim efnum. Dœmi um það megi nefna að tveir bændur í Svarfaðardal séu að byggja fiós og muni Svarfdœlingar vera stórtœkastir í fiósbyggingum miðað við fiölda bœnda á þessu ári. Svana segir aukna atvinnuþátttöku kvenna í sveitum meðal annars koma fram í fiósverkunum. Færra fólk sé nú í heimili á mörgum sveitabœjum yfir veturinn en áður var og víða aðeins hjónin heima. Þar sem bú séu stœrri komi vetrarmenn til sögunnar en á mörgum býlum annist konan úti- verkin með manni sínum þótt þess sjáist ekki nœgi- lega merki þegar félagsmálin eru annars vegar. Af 39 Búnaöar- þingsfulltrúum eru 2 konur. Af 39 vara- búnaðarþings- fulltrúum eru 4 konur. Af 15 formönnum búnaöar- sambandanna er ENGIN kona Af 182 formönnum hreppa- búnaðarfélaga eru 8 konur Alls eru eru1162 karlar skráðir sem móttakendur beingreiðslna í mjólk. Konur eru skráðar móttakendur í 106 tilvikum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.