Bændablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 12
12 Bœndablaðið Þriðjudagur 15. október 1996 Föorun Breyttar reglur um sauðfjárinn- legg fela í sér hvatningu til bænda um að auka slátrun á ferskmarkað utan hefðbundinnar sláturtíðar. Innifóðrun lamba til slátrunar hef- ur ekki ajmennt verið stunduð hér- lendis. Á undanfömum ámm hafa verið gerðar nokkrar tilraunir með fóðrun sláturlamba og ályktanir af niðurstöðum þeirra geta komið þeim bændum að gagni sem hyggjast reyna fyrir sér með slíka fóðmn. Eftirfarandi umfjöllun á fyrst og fremst við um gimbrar. Lykilatriði við fóðmn af þessu tagi er að forðast óhóflega fitu á föllun- um og stuðla að vexti á vöðvum (próteini). Afar mikilvægt er að fóður handa lömbum innihaldi nægilegt prótein af réttri gerð, annars er mjög hætt við að lömbin geri ekkert nema að fitna, ef orka í fóðrinu er meiri en til viðhalds. Mjög skýrt dæmi um þetta er beit á próteinsnauðri há eða hálfsölnuð- um gróðri. Hægt er að fjalla um efnið í þrennu lagi: Fóðrun lamba sem á að geyma í stuttan tíma Hugsast getur að bændur vilji geyma lömb, sem í raun em tilbúin til slátmnar fram yfir lok október og slátra þeim eftir því sem markaðurinn vill taka við þeim án þess að stefnt sé að miklum vexti lambanna. Þessi lömb þarf að fóðra á góðu rúlluheyi eða þurr- heyi (með 70 % meltanleika þurr- efnis; 0,8 FEm/kg þurrefnis eða betra og 16 - 18 % próteini) og þá eiga þau að geta haldið sér við og Forsenda fyrir innifóðrun lamba til slátrunar er að fylgjast vel með fóðrun lambanna, bæði hversu mikið þau éta og í hvaða ástandi þau eru, segja þau Emma og Bragi í grein sinni. Mestu máli skiptir að fita á skrokknum sé hæfileg við slátrun og að lömbin séu þokkalega holdfyllt. jafnvel vaxið lítillega, á heyi eingöngu. Megrun á feitum lömbum Verð á kjöti sem flokkast í DIC er lágt og hagkvæmt getur verið að fresta slátrun feitra lamba og fóðra þau þannig að þau losi sig við fitu án þess að vöðvar rými. I reynd er um að ræða fitubrennslu svipaða því sem er mjög í tísku hjá mann- fólkinu nú til dags. Fóðrun af þessu tagi felur í sér að nota orkuna úr fituforða líkamans til viðhalds og hugsanlega vöðva- vaxtar. Þessi lömb á að fóðra á mjög léttu heyi, helst með minna en 50 % meltanleika, en þannig að þau fái fylli sína og líði vel. Með heyinu þarf að gefa 100 - 120 g á lamb af úrvals loðnu- eða síldar- mjöli. Tilraunir hafa sýnt að ef vel tekst að fá lömbin til að éta fiski- mjölið er hægt að flytja lömb sem hefðu flokkast í DIC upp í DIA á 6 - 8 vikum. Ef lömbin eru óhóflega feit (17-18 mm fituþykkt á síðu) þurfa þau lengri fóðmn. Sömu til- raunir hafa einnig sýnt að ekki er hægt að megra lömb með venju- legri fóðrun. Vaxtareldi smálamba Líkur em á að menn hugsi helst til þess að halda eftir litlum lömbum sem ekki teljast hæf til slátrunar og fóðra þau til vaxtar. Forsaga þessara lamba hefur af- gerandi áhrif á hver árangur af fóðmninni verður, vegna þess að oft stafar smæðin af áföllum eða veikindum. Heyfóður þarf að vera jafngott og lýst var hér að framan handa lömbum sem á að geyma, og auk þess þarf að gefa 20 - 50 g á lamb af góðu fiskimjöli eftir pró- teininnihaldi heysins. Reynslan úr tilraunum sýnir að smálömb eru töluverðan tíma að aðlagast inni- fóðmn og með lækkandi sól og að- vífandi kynþroska er hætt við því að vöxtur verði takmarkaður fram yfir áramót. Þá taka þau hins vegar vel við sér. Ákjósanlegt væri að framleiða fóðurköggla með fiskimjöli, grasmjöli og/eða korni til að gefa lömbum í inni- fóðmn og auka þannig fóðurát og þar með vöxt. Ef bændur stefna að því að ala lömb til vaxtar fram eftir vetri þá er sennilega raunhæfast að seinka sauðburði þannig að lömbin komi á hús að hausti með óskerta vaxtargetu. Flest lömb sem búin em að vera í heimahögum eða á túni í einhvem tíma em eflaust smituð af iðraormum og hníslum. Því þarf að gefa viðeigandi lyf í byijun innifóðmnar en rétt er að hafa samband við dýralækni um val á lyfjum vegna þess að útskolunar- tími lyfja er misjafn. Bragi Líndal Olafsson og Emma Eyþórsdóttir Rannsóknastofnun landbúnaðarins FERÐAÞJONUSTA BÆNDA Námskeið í matargerð Haldið að Hólum 31. október- 2. nóvember Fimmtudapur 31. októberkl. 13-21. Setning námskeiðsins - Jón Bjarnason, skólastjóri Hólaskóla. Markmið námskeiðsins - Margrét Jóhannsdóttir, ráðunautur BÍ. íslensk matarmenning - Hallgerður Gíslad., þjóðháttarfræðingur. Bleikja - meðferð hráefnis, vinnsla og matreiðsla. Bryndís Bjamadóttir, Hólaskóla. Kvöldverður: bleikja. Framreiðsla - Bryndís Björgvinsdóttir, Hólaskóla. Föstudapur 1. nóvember kl. 9 - 20. Ræktun á grænmeti - leiðir til að flýta uppskeru. Garðar R. Ámason, ráðunautur BÍ. Grænmetisréttir - uppskriftir og aðferðir. Helgi Thorarinsson og Bryndís Bjamadóttir, Hólaskóla. Hádegisverður: grænmetisréttur. Kjöt: nýting hráefnis - úrbeining. Erla Ivarsdóttir, matreiðslumeistari. Urvinnsla, frágangur, uppskriftir og aðferðir. Erla ívarsdóttir, matreiðslumeistari. Kvöldverður: kjöt. Laugardagur 2. nóvember kl. 9-12. Brauðgerð. Bryndís Bjamadóttir, Hólaskóla. Niðurstöður. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, sýnikennslu og verkefna. Verð kr. 11.200.- Innifalið er námskeiðsgjald, hráefni til matargerðar, fullt fæði og gisting. Endurgreiddar eru kr. 10,- per km umfram 100 km fyrir ábúendur lögbýla. í tengslum við námskeiðið verður staðið fyrir “Uppskeruhátíð ferða- þjónustubænda” og verður hún haldin laugardagskvöldið 2. nóvember að Hólum. Þeir sem áhuga hafa á námskeiðinu og eða uppskcruhátíðinni eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Ferðaþjónustu bænda í sima 562-3640 til að fá frekari upplýsingar og bóka þátttöku. Frestur til þess rennur út 24. október. Fljótsdalshérað Lífhrútar sóttir noröur á Strandir Þrjátíu og fimm lambhrútar norðan af Ströndum era þessa dagana að venjast nýjum heima- högum á Austurlandi. Hrútana sótti Gísli Pálsson bóndi á Aðalbóli í Hrafnkelsdal í byijun október norður á Strandir og tók ferðin um sólarhring. Hrútamir dreifðust í flestar sveitir á Fljótsdalshéraði, einnig á Borgarfjörð- eystri og í Breiðdal og eiga þeir væntanlega eftir að verða afkastamiklir og af- urðagóðir ættfeður. í ferðinni keypti Gísli ennfremur 10 gimbrar sem allar fóra í Aðalból. Fjár- kaupaferðir bænda á Austurlandi era nú að verða fátíðar þar sem bændur hafa komið sér upp fjár- stofni að nýju eftir riðuniðurskurð, að undanskyldum þeim bændum á Borgarfirði - eystra og í Breiðdal sem urðu fyrir því óláni að þurfa að skera niður vegna riðu í tvígang. Þeir era nú að koma sér upp fjár- stofni að nýju og keyptu í haust fé í Öræfum og Suðursveit. /Amdís Drangeyjapferfl hflraflsnefndar Skagaflarflar í sumar fór héraðsnefnd Skagafjarðar út í Drangey. Tilgangur ferðarinnar var að kanna eigur héraðsnefndar en eyjan er í umsjá nefndarinnar. Að sjálfsögðu var farið út í eyju með Jóni Eiríkssyni, Drangeyjarjarli, sem annast ferðir út í eyjuna á sumrin - auk þess að sjá um hana. Á myndinni til hægri eru þeir Jón (t.v.) og Árni Bjarnason bóndi á Uppsölum að fara með faðirvorið við altarið. Árni er oddviti héraðsnefndar. Á neðri myndinni er hluti hópsins við Grettisbæli. F.v. Steinunn Hjartardóttir, Magnús Sigurjónsson, Hilmir Jóhannesson, Jón Eiríksson, Örn Þórarinsson, Arnór Gunnarsson, Björn Björnsson og Árni Bjarnason. Ekki vitum við um nafn piltsins en svo mikið er víst að hann er barnabarn Björns Björnssonar. /Myndir: VB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.