Bændablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 15. október 1996 Bændablaðið 13 Trvqainaar VÍS lækkar iógjald og endurkiefir land- Útflutningur á kindakjöti Vonir standa til að nú verði að- einsfluttúttil "betri markaða" Verðlagsárið 1995/1996 flutti Kjötumboðið hf. út 2.869 tonn af kindakjöti. Þar af voru 475 tonn frá hausti 1994 og 2.394 tonn frá hausti 1995. Kjötum- boðið hf. er langstærsti út- flytjandi á íslensku kindakjöti í dag. Aðrir aðilar sem einnig fluttu út kindakjöt á þessu tíma- bili, þó í miklu minna magni væri, voru m.a. Sláturfélag Suð- urlands og Kaupfélag Austur- Skaftfellinga. Þau lönd sem flutt var til voru Færeyjar, Svíþjóð, Noregur, Dan- mörk, England, Belgía, Grænland, Japan, Bandaríkin, Ungverjaland, Túnis, Tékkland, Bosnía og Rúss- land. Mest var flutt til Austur- Evrópulandanna en töluvert magn fór einnig til Færeyja, Danmerkur og Svíþjóðar. Verð í Austur-Evrópu voru yfírleitt mjög lág. Flest ná- lægari löndin gáfu, og gefa, hins vegar töluvert betri verð. Færeyjar og Noregur gefa bestu verðin en verð í t.d. Danmörk og Belgíu eru einnig viðunandi. Frá áramótum til 1. október 1996 hefur Kjötumboðið hf. flutt út 127 tonn af fersku, nýju kjöti. Það hefur verið flutt til Færeyja, Sví- þjóðar, Danmerkur, Englands og Belgíu. Nú þegar birgðir kindakjöts hafa færst í viðunandi horf þá verð- ur leitast við að flytja eingöngu út kjöt til markaða sem gefa góð eða viðunandi verð, svokallaðra "betri markaða". Salan verður þó að haldast í hendur við það að birgðir safnist ekki upp á nýjan leik. Aðal- atriðið er að framboð og eftirspum haldist í eins miklu jafnvægi og kostur er. Vonir standa til að verð- lagsárið 1996/1997 takist að selja allt útflutningsskylt kindakjöt á betri markaði. Mestar vonir em bundnar við markaði eins og Færeyjar og Noreg, sem eins og áður sagði gefa hæstu verðin. Hins vegar gefa Danmörk og Belgía einnig góðar vonir. Dan- mörk og Belgía em meðal landa sem leggja mjög mikla áherslu á að fá eins mikið af fersku kjöti og mögulegt er. Auk þess vilja þessi lönd helst kaupa kjöt sem unnið hefur verið í neytendaumbúðir. Hingað til hefur íslenskt kinda- kjöt einkum verið flutt út frosið í heilum skrokkum. Dálítið hefur þó verið flutt út ferskt í heilum skrokkum. Örlítið hefur einnig ver- ið unnið í neytendaumbúðir og einkum selt til Belgíu. Leggja þarf mikla áherslu á draga úr útflutningi á heilum skrokkum og hetja þess í stað vinnslu á kjötinu í neytendaum- búðir hér heima. Auk þess sem mikilvægt er að lengja sláturtíð þá er nauðsynlegt að bæta vinnsluað- stöðu innanlands þannig að stór- auka megi útflutning á unnu kjöti, einkum fersku í sláturtíð. Þannig fæst hæst verð fyrir kjötið auk þess sem virðisaukinn vegna vinnslu kjötsins myndast innanlands. Þessi þróun er að hefjast hægt og bítandi og gefur bjartar vonir fyrir fram- tíðina. Full ástæða er til að fylgja henni vel eftir./KK Að venju hefur VÍS endurnýjað landbúnaðartryggingar sínar til bænda, en langflestar þessara trygginga eru með endurnýjunargjalddaga á haustin. Bændablaðið fregn- aði að verulegar breytingar hefðu orðið á landbúnaðar- tryggingunni að þessu sinni. Að því tilefni var því haft samband við Örn Gústafsson framkvæmdastjóra hjá VÍS og hann spurður út í þær breytingar sem gerðar hafa verið. Öm sagði að í þetta sinn lækkaði iðgjald fyrir hinn hefð- bundna þátt landbúnaðartrygging- arinnar um 11%. Með rúllu- böggum hefði eldhætta minnkað nokkuð eins og bent hefði verið á af bændum, en í staðinn hefði tækjaeign vegna þeirrar tækni vaxið, en hvom tveggja væri tryggt í landbúnaðartryggingunni. Þessi lækkun væri í samræmi við það samkomulag sem gert hefði við Bændasamtökin um að þess sæi stað í lægri iðgjöldum ef af- koma tryggingarinnar leyfði. Örn vildi jafnframt benda bændum á að eftir að hlöður væm orðnar að rúllugeymslum í aukn- um mæli hafi æ fleiri bændur notað tækifærið og notað hluta hlöðunnar sem véla- og verkfæra- geymslu í leiðinni. Dæmi væm um logsuðutæki í hlöðunum og rafmagn væri þar í ríkara mæli en áður. Þessi breyting þýddi aukna eldhættu og nauðsynlegt væri fyrir bændur að huga sérstaklega að eld- vömum af þessum sökum. Þá gat Öm þess að jafnfamt hefði félagið endurbætt og aukið við tryggingavemd landbúnaðar- tryggingarinnar frá síðustu endur- nýjun. Frjáls ábyrgðartrygging búsins væri nú innifalin í trygging- arvernd landbúnaðartryggingar- innar, en langflestir bændur höfðu áður frjálsa ábyrgðartryggingu á sérstöku skírteini. Þessi breyting væri gerð til hagræðingar, ein- földunar og betri yfirsýnar fyrir bændur. Nú sé tryggt að allir bændur sem hafa landbúnaðar- misskilning að ræða. Eftir dóminn væri þörfin enn brýnni en áður, þar sem Hæstiréttur hefði lagt bóta- ábyrgð á bóndann, enda þótt í þessu tilviki hefði verið bætt úr ábyrgðartryggingu dráttarvélar- innar. Nákvæm skilgreining á notkunarhugtaki dráttarvéla sem vélknúins ökutækis væri ekki fyrir hendi og tilhneiging væri til að túlka það þröngt. Þessu til viðbótar vildi VÍS benda á að bændur geta orðið bóta- skyldir vegna fjölmargra þátta í rekstri búsins, og á það jafnt við um frágang mannvirkja sem ástand og búnað véla og tækja sem bú- rekstri fylgja. Því væri frjáls ábyrgðartrygging nauðsyn öllum þeim sem ekki vildu tefla í tvísýnu afkomu sinni og búsins. Örn vildi einnig benda bænd- um á möguleikann á því að kaupa bændapakka hjá félaginu, þar sem landbúnaðartryggingin og flestar aðrar tryggingar búsins væm á einu tryggingarskírteini. Æ fleiri bændur kynnu að meta þá ein- földun og góðu yfirsýn sem þar fengist. Fyrirspumum vegna þessara breytinga væri rétt að beina til næstu svæðisskrifstofu eða umboðsmanna félagsins eða aðalskrifstofu VÍS ef menn vildu það heldur. Að lokum vildi Örn ítreka sér- staklega mikilvægi landbúnaðar- tryggingarinnar í tengslum við bótarétt úr Viðlagatryggingu Is- lands. Til dæmis væri nú yfir- standandi eldgos og gæti það leitt til búíjárfellis og eignatjóns, sem einungis fengist bætt, ef bmna- trygging væri fyrir hendi á því sem færist. Landbúnaðrtryggingin tryggði að bótaréttur væri fyrir hendi úr Viðlagatryggingu í slík- um tilvikum. s m I 1 «- lillilli !®|(|:»llll|í|ll(IS SI| ' ' * ' ' ‘ . ... - • •• < - :: tryggingu hafi einnig frjálsa ábyrgðartryggingu, en hún er nauðsyn öllum þeim sem stunda landbúnað. Iðgjaldi fyrir ábyrgð- artrygginguna er breytt til sam- ræmis við áhættu. Minni bú greiða minna en áður, stærri bú heldur meira. í heild sinni er iðgjald ábyrgðartryggingarinnar til VIS þó óbreytt. Öm sagði félagið hafa orðið vart við misskilning í tengslum við frjálsa ábyrgðartryggingu í land- búnaði. Eftir að dómur féll í Hæstarétti í svonefndu Málfríðar- máli teldu ýmsir bændur ekki lengur þörf á frjálsri ábyrgðar- tryggingu. Hér væri um mikinn raHHI Bændablaðsmynd/ÁÞ Trefjaplast Framleiðum ýmsa hluti úr trefjaplasti svo sem f lotþrær ~]f heitapotta J ( vatnstankaj t—\ r— mir í úmRiim stærðum ( fóðursnóogtieiraog fleira Búi Gíslason, Hlíðarbæ Símar 433-8867 og 854-2867 Eigum fyrirliggjandi DUNLOP jeppadekk frá Ameríku í stærðunum 205/75R15 til 35x1250 R15 VELARs ÞJéNUSTAnF Járnhálsi 2 - 110 Reykjavík Sími 587 6500 - Fax 567 4274

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.