Bændablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið Þriðjudagur 15. október 1996 B kominn tfmi til nð tennjnst Intennetinu? Intemetið er á allra vörum. Þó íslensku- fræðingar hafi komið með nokkrar tillögur að ís- lensku heiti á fyrirbærinu svo sem Alnet og Heimsnet þá hefur nafnið Intemet fest sig í sessi. En hvað er hér á ferðinni? Intemetið er net af milljónum tölva sem tengjast saman í eitt alþjóðanet. Enginn einn aðili á Netið né stjómar því. Notendur, eða “net- farar” eins og sumir vilja nefna þá, skipta tugum milljóna og fjölgar um þúsundir á hverjum degi. Notendur hafa stjómað þróun Intemetsins sjálfir að mestu leyti án afskipta opinberra aðila. Undanfarið hafa þó nokkur lönd samþykkt lög sem banna dreifingu á ofbeldi og klámi. Þessu hafa áköfustu netfarar mótmælt harðlega. Þeir telja Intemetið vera eins vinsælt og raun ber vitni einmitt vegna þess að það hafi fengið að þróast í friði án nokkurra afskipta stjómvalda. Þessi þáttur er mikilvægur meðal annars vegna þess að í löndum þar sem ríkir einræði og harðstjórn hefur Inter- netið verið notað af lýðræðis- sinnum til að koma skoðunum sínum á framfæri við umheiminn. Því hafa stjómvöld eins og Kína haft illan bifur af útbreiðslu Inter- netsins. Einn af meginkostunum við Internetið er hve þægilegt er að leita að upplýsingum en til þess eru svonefnt leitarforrit. Með Intemetinu er unnt að senda tölvu- póst heimshoma á milli á örskots stundu. Hver og einn sem gerist netfari fær netfang og aðgang að póstkerfi. Það þýðir að allir geta sent öllum hvenær sem er sólar- hringsins. Aðsendur póstur bíður þar til viðtakandi hefur samband Jón Baldur Lorange forstöðumaður Tölvudeildar BÍ við Internetið. Með tölvupósti er mögulegt að senda sendi- bréf og tölvu- gögn svo sem forrit og gagnaskrár. Margir gerast áskrifendur að efni á Intemetinu og fá það síðan sent reglulega í tölvupósti. Hér getur verið um fræðilegt efni að ræða eða afþreyingu af einhverju tagi. Sumir netfarar nota Intemetið til þess að spjalla við aðra netfara á svokölluðum spjallrásum (chat dægurmál ýmiss konar og fræðingarnir um fræðileg mál- efni að sjálfsögðu. Fréttasjúkir netfarar komast í feitt á netinu því Hvað er unnt að gera á Intemetinu? Flestir nota Inter- netið til að leita að margvíslegum upplýsingum. Upp- lýsingamagnið sem fyrirfinnst þar er gífurlegt enda hef- ur Netið verið kallað Upplýsingahraðbrautin (Informa- tion Highway). Á Netinu eru upplýsingar frá fyrir- tækjum, menntastofnunum, stjórnvöldum, þjóðþingum (svo sem Alþingi íslendinga), einstaklingum o.fl. o.fl. Hér gildir sannarlega orðtakið - Leitið og þér munuð finna, segir Jón Baldur Lorange channels). Sagt var frá því í fjöl- miðlum fyrir nokkm að ungur maður, hér á landi, hefði kynnst sænskri stúlku með þessum hætti sem leitt hafi til giftingar þeirra. Sumir spjalla um stjórnmál eða fjölmiðlar eru fyrir löngu búnir að uppgötva möguleika Intemetsins. Hægt er að gerast áskrifandi af Morgunblaðinu og Dagblaðinu og jafnframt er unnt að komast í allt greinasafn Morgunblaðsins svo dæmi sé tekið. Erlend blöð og tímarit af öllum stærðum og gerð- um finnur fólk á netinu. Ahugafólk um stjómmál getur hoppað inn á heimasíðu Alþingis íslendinga eða Hvíta hússins í Washington. Á heimasíðu Alþingis má skoða allar ræður alþingismanna og frumvörp, sem lögð hafa verið fram. Á heimasíðu Alþingis má til dæmis leita að öllum ræðum uppáhalds stjómmálamannsins eða leita að öllum ræðum eða frumvörpum þar sem fjallað er um skattheimtu. Álls konar verslun er einnig orðin áber- andi og fyrir nokkm opnaði fyrir- tækið Margmiðlun hf. “verslunar- miðstöðina” Heimakringluna á Netinu. Að síðustu má ekki gleyma tölvuleikjum en þeir finnast víst líka á Internetinu. Skák- áhugafólk getur teflt eina skák við annan netfara, eða tölvuforrit, eða fylgst með mikilvægum skákeinvígum í beinni út- sendingu á skjánum. En hvað þarf til að tengjast Inter- netinu? Það sem þarf er ein- menningstölva, hraðvirkt mót- ald, aðgangur að símalínu, sam- skiptaforrit og áskrift að Inter- netinu. Þeir sem veita áskrift að Intemetinu eru m.a. fyrirtækin Skíma, Miðheimar og Nýherji. Áskriftin kostar tæplega kr. 2.000,- á mánuði. Við þetta bætist svo símakostnaður og gildir þar innanlandstaxti. Mikilvægt er að kaupa nógu hraðvirkt mótald og kemur þar ekki annað til greina nú en hraðinn 28.800 b/s. Þó það sé örlítið dýrara en hægvirkari þá er það fljótt að borga sig vegna lægri símareiknings. Verð á slíku mót- aldi er frá kr. 15.000 - 50.000. Rétt er að leita ráðlegginga hjá fagmönnum áður en mótald er keypt því þau eru mjög mismun- andi. Með áskriftinni er innifalið samskiptaforritið, sem er svo- nefndur Web Browser, til þess að tengjast veraldarvef (WWW - World Wide Web) Intemetsins. Einmenningstölvan þarf helst að vera minnst með örgjörvan 486/33 MHz og öflugt skjákort, því mynd- ræn vinnsla er eitt af aðals- merkjum veraldarvefs Intemetsins. Svínabændur Mðhin kynbðiasielnu ng innflutningun eriðaefnis Á vegum Svínaræktarfélags íslands og Fagráðs í svínarækt er nú unnið að mótun kyn- bótastefnu í svínarækt til næstu 10 ára. Svínaræktarfé- lag íslands hefur sl. ár unnið að framræktun íslenska svína- stofnsins m.a. með eflingu skýrsluhalds og innflutningi á erfðaefni til þess að kynbæta íslenska svínastofninn. Fag- ráð í svínarækt var stofnað sl. vetur og tók við verkefnum svínaræktarnefndar sam- kvæmt lögum um búfjárrækt. í fagráði situr Félagsráð SFÍ á hverjum tíma ásamt tveimur fulltrúum frá Bændasamtökum íslands þ.e. lands- ráðunaut í svínarækt og stjórnarmanni hjá Bl. SFI á og rekur ein- angmnarstöð fyrir svín í Hrísey. Síðan í ágúst 1995 hafa verið flutt yfir 500 svín af norskum landskynsstofni á svína- bú vítt og breytt um landið. Jafnframt hefur verið samið við svína- bændur í Smárahlíð í Hmna- mannahreppi um að framrækta og varðveita heilbrigðisstig norska stofnsins. Megintilgangur með innflutningi norska landkynsins var að auka hagkvæmni svína- kjötsframleiðslunnar og draga úr skyldleikarækt í svínaræktinni hér á landi með því að blanda norska svínastofninum saman við íslensku svínin. Nú í vetur munu koma á markaðinn blendingar af íslensk- norska stofninum. Mjög mikilvægt er að móta skýra kynbótastefnu til nánustu framtíðar svo íslensk svínarækt geti á sem hagkvæmastan hátt búið sig undir vaxandi samkeppni í framtíðinni. Ákveðið hefur verið að leita eftir ráðgjöf frá Danske slagterier í Danmörku um fyrir- komulag svínakynbóta á íslandi. Þetta er ekki óeðlilegt því að Danir eru í fremstu röð í svínarækt í veröldinni. Margt bendir til þess að þar sem svínarækt er tiltölulega lítil hér á landi miðað við nágrannalöndin, verði seint hægt að ná sama árangri í svínarækt og þar. Því er allt útlit fyrir að íslensk svínarækt verði í framtíðinni að tengjast svínarækt á Norðurlöndunum og flytja verði reglulega inn erfðaefni til þess að íslenskir svínabændur sitji við sama borð hvað varðar hagkvæma svínastofna. Mikill áhugi er fyrir því meðal svínabænda að flytja inn Yorkshire svínastofn og þá helst frá Finn- landi. Noregur og Finnland eru þau lönd sem til greina koma að flytja inn erfðaefni frá og er það aðallega af heilbrigðisástæðum þar sem Island og þessi lönd eiga það sameiginlegt að vera laus við marga alvarlega svínasjúkdóma. Einnig er áhugi fyrir því að flytja inn Landkyn frá Finnlandi og nota það til þess að bæta og viðhalda norska landkyns- stofninum. Svínaræktarfélag Islands hefur óskað eftir viðræðum við yfirdýra- lækni og landbúnaðarráðuneytið um fyrirkomulag á innflutningi á erfðaefni í svínaræktinni í náinni framtíð. Er eitthvað á netinu fyrir garð- yrkjubændur? Vinsældir alnetisins eöa Internet aukast dag frá degi en gagnsemi þess liggur ef til vill ekki í augum uppi. I garöyrkju hafa Amerikanar forustu minnsta kosti hvaö fjölda heimasíöna varöar. Mikiö er af efni sem fyrst og fremst er beinttil almennings en einnig máfinna sérhæföar greinar fyrir garðyrkjubændur. Hér á eftir fara vefföng sem aö ég hefi rekist á og gætu veriö.til gagns og gamans fyrir einhverja. í flestum tilfellum þarf svo nefndan viewertil að þýöa greinar en þoöiö er uþp á aö hlaöa honum inn í gegnum netiö. Dr. John Erwin, háskóianum í Minnesóta.Veffang: http://134.84.58.52 Þarna má finna ýmsar ræktunarupplýsingar en erfitt er aö komast inn. Dr. Dan Lineberger, TexasA&M. Veffang: http://aggie-horticulture.tamu.edu. Á Nursey/Floral Information síöunni má sjá greinar sem hægt er að nálgast og prenta út. Dr. Dough Bailey, háskólanum í N-Karolínu. Veffang: http//www2.ncsu.edu/unity/lockers/project/ floriculture/www/index.html Þama má finna ýmsan fróöleik m.a. forrit sem reiknar út magn af sýru til aö ná ákveönu pH í lausn. Tim Rhodus, háskólanum í Ohio. Veffang http://hortwww-2.ag.ohio-state.edu Auk margvíslegs fróöleiks má finna hér slóöa sem leiða þig á aöra markveröa staöi. Hér má leita aö upplýsingum meö leitarstreng (search) hjá háskólum og rannsóknastofnunum i USA, Kanada og Hollandi. Grower Talks, tímarit. Vetfang : http//www.growertalks.com Hér þarf aö skrá sig og fá Kilorö. Hérna getur maðurflett upp grei um um ákveöin efni, sem birst hafa í Floraculture International og GrowerTalks. Einnig er nægt að fletta upp auglýsingum og auglýsa. í Noregi er háskólinn í Ási meö heimasíöu ( http://wwwnlh.nlh.no/). Þar má finna ýmsar upplýsingar og greinar en hægt er aö komast beint í þær undir veffangi: http://wwwnlh.nlh.no/institutt/ipf/puþlikasjone r/default.htm /MÁ Áhugamenn um vélar og tæki geta nú fræðst um Kverneland á internetinu! Netfang: http://www.kverneland.com Nú er hægt aö fá nýjustu fréttir frá Kverneland á Internetinu en Kverneland er einn stærsti framleiöandi á landbúnaöartækjum í heiminum. Tilgangurinn meö heimasíöunni er aö gefa upplýsingar um Kvernelandfyrirtækjahópinn, einstök fyrirtæki í hópnum, framleiösluvörur, fréttatilkynningar og aörar upplýsingar tengdar landbúnaöi. Heimasíöu Kverneland er einkum ætlaö aö ná bl fjögurra hópa tengdum landbúnaöi - s.s. bænda, bændasamtaka, bændaskóla og stofnana tengdum landbúnaði, bænda- og viðskiptablaöa og fjárfesta og fjármálafyrirtækja. i fréttatilkynningu frá Ingvari Helgasyni hf. segir um þetta netfang aö fréttimar um Kverneland gefi möguleika á hrööu uþþlýsingastreymi um Kverneiand þar sem uþþlýsingar um t.d. framleiðsluna, fréttatilkynningar, sýningar o. fl. veröa reglulega uppfærðar. Einnig er hægt aö senda tölvupóst til aö afla nánari upplýsinga. Umboösaöili Kverneland á íslandi er Ingvar Helgason hf.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.