Bændablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 6
6 Bœndablaðið Þriðjudagur 15. október 1996 Sjúkdómar í kartöflum ■ iir ■ i fj^i / Blöðrukláði er hýðissjúkdómur sem sveppurinn Polyscy- talum pustulans veldur. Hann hefur verið sérstaklega skæður í Gullauga. Blöðrukláðinn á þátt í að margir ræktendur hafa dregið úr ræktun á Gullauga og rækta í staðinn ýmis innflutt gul afbrigði sem ekki eru eins viðkvæm. Mörgum hefur reynst erfitt að ráða við sjúk- dóminn svo viðunandi sé. Skal hér sagt frá nokkrum þáttum sem vitað er að áhrif hafa á sjúkdóminn. Þótt vitað sé nú að smit geti lifað í jarðvegi í fleiri ár án þess að kartöflur séu ræktaðar verður þó að telja það smit sem berst með útsæðinu mikilvægast. Því minni blöðrukláði sem er á útsæðinu því betra. Smitmagnið getur aukist meðan kartöflur eru enn í jörðu. í vætutíð síðla sumars geta gró myndast á móðurkartöflu eða á Sigurgeir Ólafsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins rótum og renglum og aukið það smitmagn sem fylgir kartöflunum inn í geymslu. Við slík skilyrði má einnig reikna með að meiri raki berist inn í geymslumar og erfiðar gangi að halda rakastiginu innan hóflegra marka. Sveppurinn þarf ekki sár til að smita. Hann getur við rök skilyrði farið inn um augu og loftaugu. Sé hýðið þunnt eða skaddað auðveldar það honum smitun. Mismun í næmi afbrigða má stundum skýra með mismunandi styrk hýðisins. Með góðum þroska á kartöflunum þykknar og styrkist hýðið. Það er flókið samspil ýmissa þátta sem ræður því hversu mikill blöðrukláðinn verður. Óumdeilan- legt er að hátt rakastig í geymslum skapar kjörskilyrði fyrir blöðru- kláða. Með háu rakastigi er átt við raka sem er nálægt rakamettun eða 100 % rakastigi. Mikilvægt er að reglulega sé hreyfing á því lofti sem umlykur kartöflurnar, einnig inni í sekkjum og kössum. Sé loftið lengi hreyfingarlaust verður það fljótt rakamettað vegna útgufunar frá kartöflunum og súrefnissnautt vegna öndunar þeirra. Misjafnt er hversu auðvelt er að halda rakastiginu niðri. Þar sem geymslur eru rúmgóðar mið- að við magnið af kartöflum er þetta auðveldara en þar sem geymslur eru troðfylltar. Síðastliðinn vetur var fylgst með hita- og rakastigi í nokkrum geymslum, m.a. í geymslu þar sem nokkuð vel hefur gengið að ráða við blöðrukláðann og í geymslu þar sem blöðrukláði hefur oft verið vandamál. Greinilegt var að rakastig fer oft í námunda við 100% án þess að menn geri sér grein fyrir því. Meðalhiti og meðalrakastig í þessum tveimur geymslum á Suðurlandi var sem hér segir: “Betri” “Betri geymslan” Hin geymslan Tímabil Hiti °C Raki % Blkl Hiti °C Raki % Blkl 3.11.-13.12. 3,1 90,3 4,9 3,7 94,5 14,7 13.12.-11.5. 2,0 92,9 13,5 4,4 99,1 36,2 Blkl: Einkunn fyrlr blöfirukláfia I gullauga efst blöðrukláöi) til 100. Allar með kláða sem þekur sekkjum. Kvarðinn er frá 0 (sem er enginn minnst fjóröung af yfirboröinu. geymslan Hin geymslan (Sjá töflu). í “betri” geymslunni er hitinn lægri og stundum nokkuð nálægt núllinu. Rakinn er þar greinilega lægri og nær að fara nokkrum sinnum niður fyrir 90%, einkum í upphafi geymslutímans og fer aldrei upp í 100%. í hinni geymslunni nær rakinn líka að fara niður fyrir 90% en mjög stutt í einu og er í 100% yfir lengri tímabil eftir áramót. Mælingar á rakastigi eru ekki eins áreiðanlegar og mælingar á hitastigi. Einfaldast og ódýrast er að kaupa kringlótta skífumæla sem hægt er að stilla með skrúfjámi. Þegar þeir hafa aðlagast loftslaginu í geymslunni eru þeir vafðir inn í rakan klút og eiga þeir þá að sýna 100% þegar þeir hafa náð jafnvægi. Margir líta til þess hvort slagi innan á loft og veggi. Rakaþéttingin kemur fram vegna hitamuns milli innilofts og veggja. Það hlýtur að fara eftir útihita og einangrun veggja hver þessi munur er. Sé heitt úti og einangrun léleg geta veggir verið heitari en inniloftið og slaga þeir þá ekki þótt rakinn inni sé 100%. Séu veggir mikið kaldari en inniloftið slaga þeir þótt enn sé nokkuð í rakamettun. Séu veggir vel einangraðir er þetta þó vísbending sem hægt er að nýta sér. boð öl bænda í vor endurnýjuðu Bænda- samtök íslands hluta af tölvubúnaði sínum. Þá var leitað eftir tilboðum fyrir samtökin og um leið fyrir bændur. Gengið var til samninga við Tæknival hf. eftir að leitað hafði verið eftir til- boðum tölvufyrirækja. Seldust rúmlega 60 tölvur. Jón Baldur Lorange, forstöðu- maður tölvudeildar BÍ sagði að nokkuð hefði verið um að bændur hefðu spurt um nýtt tilboð. “Bændasamtökin hafa nú fengið endumýjað tilboð í tölvur og fleira frá Tæknivali,” sagði Jón Baldur. Um er að ræða þrjár útfærslur af tölvum. Þetta eru Hyundai Pentium tölvur, 100 mhz, 133 mhz og 166 mhz með 16 mb vinnsluminni, 1280 mb hörðum diski, 15 tommu litaskjá, 8 hraða geisladrifi, hljóðkorti og hátölurum. Þetta eru þær marg- miðlunartölvur sem em vinsælast- ar um þessar mundir. Einnig er hægt að fá þrjár mismunandi gerð- ir af prenturum og tvær tegundir mótalda. Þeir sem kaupa nýjar tölvur hjá Tæknivali fá afslátt af öðrum vömm fyrirtækisins. Þeir sem keyptu tölvur í vor geta einnig fengið afslátt af ýmsum vömm og þess má geta að innan skamms munu þeir fá að gjöf geisladisk frá Tæknivali. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér tilboðið eru beðnir um að hafa samband við tölvudeild BÍ sem gefur nánari upplýsingar og tekur niður pantanir. r i i i L Græna hjólið Upplýsingabanki landbúnaðartækja Búvélamiðlun Það er aldrei of seint að skrá tæki. Minnum á hina geysivinsælu tækjalista. Sími 451 2774 i i i j Bændablaðsmynd/MHH Þorvaldur Guðmundsson með 70 manna hóp eldriborgara úr Hafnarfirði þar sem hann er að fara yfir vinnubrögðin ífjósinu. Ferðamannafjósið Laugarbökkum Aðsókn Iram úr björtusln vonum Fyrir um ári síðan opnuðu hjónin Þorvaldur Guðmundsson og Erla Inghólfsdóttir á Laugarbökkum í Ölfusi ferðamannafjós þar sem fólk getur fylgst með störfunum í fjósinu og fengið sér hressingu með. Þorvaldur og Erla lögðu í mikinn kostnað, byggðu glæsilegt fjós og fengu nýjustu og bestu mjaltaækin sem voru til. Ýmsir höfðu efasemdir um þetta uppátæki þeirra en þær efasemdaraddir eru ekki lengur til. Aðsóknin hefur farið fram úr öllum björtustu vonum enda var fullt upp á hvem dag hjá þeim í sumar í fjósinu. Fjölmargir hafa lagt leið sína í haust að Laugarbökkum enda vinsælt meðal starfsmannahópa að fara í dagsferðir austur fyrir fjall. "Viðtökumar hafa verið frábærar, við eigum ekki til orð. Eg sé ekki fram á annað að ég þurfi að stækka veitingaskálann, hann var greinilega alltof lítill hjá mér. Eg hef þurft að opna inn á fóðurgang þegar stórir hópar koma í heimsókn svo allir geta fengið að fylgjast með" sagði Þorvaldur í samtali við Bændablaðið. Gestir sem koma í ferðamannafjósið fá að bragða á spenvolgri mjólk og segir Þorvaldur og fólki þyki hún yfirleitt mjög góð. Þorvaldur og Erla hafa íjósið opið eftir kl. I6:oo í vetur og svo geta hópar pantað sérstaklega./MHH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.