Bændablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 1
Alþjóðaviðskiptastofnunin vel innan markn í landbúnaðarhluta samnings- ins vegna aðildar íslands að Alþjóðlegu viðskiptastofnun- inni eru ákvæði um hversu mikiil innanlandsstuðningur skuli leyfður, skuldbindingar um innflutningskvóta og skuldbindingar um lækkun út- flutningsbótagreiðslna ríkis- ins. Aðildalöndunum ber að tilkynna árlega hvernig við þessar skuldbindingar hefur verið staðið. Tvær tilkynningar hafa verið sendar inn af hálfu íslands. Annars vegar hvernig staðið er að úthlutun á inn- flutningskvótum fyrir unnar og óunnar landbúnaðarvörur og hins vegar hversu mikinn innanlandsstuðning land- búnaðurinn hefur fengið á fyrsta ári samningsins. Báðar þessar tilkynningar hafa verið teknar upp á fundum landbúnaðarnefndar Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar. Engar athugasemdir hafa ver- ið gerðar fram að þessu af hálfu aðildarþjóðanna um framkvæmdina. Að mati Guðmundar Sigþórs- sonar í landbúnaðarráðuneytinu, sem er formaður ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara sem skv. ákvæðum búvörulaganna skal vera landbúnaðarráðherra til ráðu- neytis um þessi mál, ber það vott um að við séum á réttri leið með fram- kvæmd á ákvæðum samningsins um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar, sem margir kannast við sem GATT-samninginn. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar stöndum við vel að vígi hvað varðar skuldbindingu um að takmarka hinn svokallaða saman- lagða innanlandsstuðning við land- búnað. Samkvæmt skuldbinding- um okkar mátti hann að hámarki nema 15,4 milljörðum króna miðað við meðalgengi á SDR (sérstökum dráttarréttindum) en nam skv. tilkynningu okkar til Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar 10,1 milljarði kr. eða aðeins 2/3 hlutum af leyfi- legri upphæð. Langmestur hluti markaðsstuðningsins er tilkominn vegna þeirrar tollverndar sem er heimil skv. samningnum eða 9,4 milljarðar kr. Mismunurinn er mark- aðstengdar greiðslur, sem hafa bein áhrif á verðmyndun landbúnaðar- afurðanna skv. þeim skilgreiningum sem í samningnum er að finna. Guðmundur sagði að fram hefði komið á fundi landbúnaðar- nefndarinnar, sem hann sat ásamt fastafulltúa íslands í Genf, að aðildarþjóðir að Alþjóðaviðskipta- stofnuninni reyndu eftir megni að breyta stuðnigsfyrirkomulagi við þá veru að hann teldist til svo- kallaðra “grænna greiðslna” sem væru ekki markaðstruflandi og þyrfti ekki að skera niður. Sam- kvæmt ákvæðum samningins væri ekki skylt að lækka greiðslur út á einingu lands eða einingu búfjár, ótengdar framleiðslumagni, sam- kvæmt ákvæðum samningsins. Rannsöknir i snmnrexemi lijii islenskim iiestum Nú er unnið að undirbúningi rannsóknarverkefnis á sumar- exemi hjá íslenskum hrossum á erlendri grund þar sem kanna á meðal annars hvort um arfgengan sjúkdóm sé að ræða. Sumarexem er ofnæmi fyrir skordýri sem ekki lifir hér á landi en er útbreitt í öllum þeim löndum sem íslenski hesturinn er fluttur út til. Það er ákaf- lega misjafnt hversu næm hrossin eru fyrir of- næmisvald- inum og til- gangur verk- efnisins er einmitt að kanna hvort hægt sé að gera hrossa- stofninn sterkari fyrir þessum kvilla með ræktunarstarfi. Rannsóknin verður unnin eftir svipuðu módeli og rannsókn á arf- gengi spatts hjá íslenskum hross- um og er nú verið að fara yfir skrár um íslenska hesta í hinum ýmsu löndum til að velja hross í verkefnið. Styrkur fékkst frá Útflutnings og markaðsnefnd íslenska hestsins og er verkefnið á vegum Hólaskóla og yfirdýralæknis en stefnt er að samvinnu við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Jakobína Sigvaldadóttir dýralæknir hefur verið ráðin verkefnisstjóri. Bændablaðsmynd/Jón Eiríksson 15. október helgaður konum í dreifbýli Alþjóðasamtök búvöruframleiðenda (IFAP) Iiafa ákveðið að 15. október ár hvert skuli helgaður konum í dreifbýli enda er vitað að í mörgum löndum heims framleiða konur mikið meira en helming af landbúnaðarvörunum þóttþcer ráði einungis yfir örlitlu broti af því landi og fjármunum sem notaðir eru. Bœndasamtök íslands minnast dagsins í þetta sinn með því að helga útgáfu Bœndablaðsins sem ber upp á þennan dag konum í dreifbýli á íslandi. Á myndinni er Gerður S. Ólafsdóttir á Ytri-Reykjum í Miðfirði. - Sjá nánar ritstjórnargrein á bls. 4. Heimilt að nota hluta vaxta- og geymslugjalds til að ðrva slátrun utan hefðbundins Á undanförnum árum hefur ríkissjóður greitt afurðastöðv- um vaxta og geymslugjöld til að standa undir kostnaði við geymslu kjöts milli sláturtíða og skapa grundvöll fyrir upp- gjöri við bændur fyrir 15. des- ember ár hvert. I búvörusamningi frá 1. október 1995 segir, að frá árs- byrjun 1997 verði ráðstöfun vaxta og geymslugjalda falin bændum. Auk þess að mæta vaxta og geymslukostnaði er heimilt að nota hluta gjaldsins til að örva slátrun utan hefðbundins slátur- tíma, enda dragi sú slátrun úr þörf á birgðahaldi. Heildarfjárhæð til ráðstöfunar í þessu sambandi á árinu 1997 er 240 milljónir. Ekki hafa enn verið fast- mótaðar reglur um úthlutun þessa fjár en vænta má að afgreiðsla vaxtagjalds til sláturleyfishafa taki mið af hversu hátt hlutfall slátur- leyfishafinn hefur greitt framleið- anda vegna innlagðra sauðfjáraf- urða á hverjum tíma. Hugmyndir hafa verið uppi um að greiða geymslugjald sem eingreiðslu út á framleitt magn til sölu innanlands með það að mark- miði að koma í veg fyrir þá um- ræðu að mánaðarleg geymslugjöld verki letjandi á sölustarf./GG

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.