Bændablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 14
14 Bœndablaðið Þríðjudagur 15. október 1996 Umsjón: Jón Ragnar Björnsson Markaðsmál Landbúnaðarráðherra undrandi á kröfum launþegasamtaka eins 7% af útgjðldum heimilanna “Ég er satt að segja dálítið undrandi á þeim kröfum laun- þegasamtaka að stíga þurfi mun stærri skref til hag- ræðingar í landbúnaði en gert hefur verið,” sagði Guð- mundur Bjarnason, landbún- aðarráðherra, í samtali við Morgunblaðið í lok septem- ber. “Gífurlega miklar kröfur hafa verið gerðar um hag- ræðingu í landbúnaði en slíkar kröfur mega ekki vera óbilgjarnar. Hækkun á verði innlendra landbúnaðarafurða hefur á undanförnum fimm árum verið mikið minni en al- mennar verðhækkanir. Um- talsverður árangur hefur því náðst.” Guðmundur sagði að menn ættu að taka tillit til þess að eng- inn fjárlagaliður hefur verið skor- inn eins mikið niður á undanföm- um fimm ámm heldur en einmitt framlög til landbúnaðar. “í út- gjöldum heimilanna hefur liður- inn matvörur verið að dragast saman. Ymsir aðrir liðir, svo sem húsnæði, bíll og ferðalög hafa hins vegar farið vaxandi og eru fjárfrekari. Matvörur eru nú um 16% af útgjöldum heimilanna og innlendar landbúnaðarvörur eru þar af um 7%. Ef menn telja að innan þess liðar sé að leita allra úrræða til að bæta hag launþega þá líta menn langt yfir skammt,” sagði landbúnaðarráðherra. Guðmundur nefndi að nú er að taka til starfa ný 7-manna- nefnd en innan hennar fjalla full- trúar launþegasamtaka og vinnu- veitenda ásamt fulltrúum land- búnaðarráðuneytis og bænda um landbúnaðarmálin í heild. “Ég vona að það takist að ná um það sátt hvemig staðið skuli að stuðningi við landbúnaðinn. Ég þykist þess fullviss að mikill meirihluti landsmanna vilji að áfram verði framleiddar hér land- búnaðarvörur og byggðin verði treyst í landinu. Ég vona að þótt óþolinmæðisraddir heyrist, t.d. frá Alþýðusambandinu, þá skilji fólk almennt að mikið hafi verið tekið á í landbúnaði undanfarin ár. Við þurfum í áföngum með hagræðingu og betri rekstrarein- ingum að geta dregið úr hinum opinbera stuðningi og jafnframt fengið viðunandi verð á land- búnaðarvörum. A hitt ber að líta að samkvæmt upplýsingum frá FAO er allt útlit fyrir að á samingstímabili Gatt-samnings- ins hækki landbúnaðarvörur í heiminum, m.a. vegna minni ríkisstyrkja.” Skapar kornrækt tækifæri fyrir Aburðarverk- smiðjuna? Gera má ráð fyrir að fslenskt korn komi í stað innflutts. Tilbúinn áburður til kornræktar er því hrein viðbót við þann áburð, sem íslenskur landbúnaður notar. Sem kunnugt er framleiðir Aburðarverksmiðjan í Gufunesi köfnunarefnisáburð (N). Nemur framleiðslan um 12.000 tn. af hreinu N. Ef miðað er við 60 kg notkun á ha. af hreinu N við byggrækt hefur köfnunarefnisnotkun verið 53 tn. af hrcinu N. Það er að vísu aðeins um 0,4% af núverandi framleiðslu Áburðarverksmiðjunnar. En mjór er mikils vísir! Förum í lítinn talnaleik. Miðað við 39 þús. t þörf landbúnaðarins fyrir óblönduð fóðurefni á ári og 2,5 t kornuppskeru á ha þarf að rækta korn á um 15.600 ha (til samanburðar má geta þess að heildarflatarmál túna er um 136.000 ha). Miðað við 60 kg þörf af hreinu köfnunarefni (N) á ha þarf alls 900 til 10001 í þessa ræktun. Mikil kornupp- skera í heiminum Fréttir berast nú af góðri kornuppskeru á norðurhveli jarðar. Það hefur leitt til lækkaðs kornverðs. Áætlað er að kornframleiðsla Evrópusambandsins verði um 200 millj. tonna á þessu ári en kornnotkun er aðeins um 140 miilj. tonna. Þrátt fyrir þessar fregnir stendur það, sem oft hefur komið fram í Bændablaðinu, að til lengri tíma litið horfir illa með kornbirgðir í heiminum. Vaxandi byggrækt ByggtramleiOsla mnr 115- 0% af iiuiihingl ðhlandals MOurs 0 siðasta Ori Byggrækt er mjög vaxandi iðja í sveitum landsins. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um flatarmál þess lands, þar sem bygg var ræktað í sumar. Varlega áætlað má þó gera ráð fyrir að bygg hafi verið ræktað á nær 900 hekturum í ellefu sýslum, sbr. yfirlitið um áætlaða byggrækt. Magnús Finnbogason bóndi á Lágafelli í Austur Landeyjum er einn helsti forvígis- og baráttu- maður um byggrækt. Hann lét vel af uppskerunni nú, hún væri lík- lega milli 3 og 4 tonn á ha. þar sem best léti. “Við stöndum nú án nokkurs stuðnings eða styrkja að þessari ræktun. Mér finnst það skjóta nokkuð skökku við, þar sem styrkur til kornræktar er lögbund- inn í jarðræktarlögum. Ég kalla það bara hreint siðleysi að fara ekki að lögum! Svo liggur það nú alveg fyrir að danskir bændur fá um 25 þús. kr. styrk á hvern ha. frá ESB. Þetta er mikill aðstöðu- munur.” sagði Magnús. Ef meðaluppskera á landinu hefur verið 2,5 tonn á ha. er heild- aruppskeran um 2.200 tonn. Til samanburðar er þess að geta að inn voru flutt um 39 þús. tonn af óblönduðu fóðri á sl. ári. íslensk byggframleiðsla á þessu ári svarar því til 5-6% af innflutningi óblandaðs fóðurs á sl. ári. Þaó má líka vel rækta hafra á íslandi Magnús á Lágafelli er bjart- sýnn á framtíð íslenskrar korn- ræktar. Tveggja raða bygg er mest Áætluð byggrækt á íslandi sumarið 1996. Ha Rangárvallasýsla 320 V-Skaftafellssýsla 45 A-Skaftafellssýsla 45 S-Múlasýsla 25 S-Þingeyjarsýsla 5 Eyjafjarðarsýsla 150 Skagafjaröarsýsla 75 A-Húnavatnssýsla 3 Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 35 Árnessýsla 180 Samtals 883 notað á Suðurlandi. Það þolir vind- álag betur en sex raða bygg, sem hefur gefið góða raun fyrir norðan og austan. “Hafrar hafa líka gengið vel” segir Magnús. “Mér virðist þeir jafngildir byggi til ræktunar hér”. RALA gerir góða hluti í byggrannsóknum Þegar talið berst að bygg- ræktun og rannsóknum kemur nafn Jónatans Hermannssonar strax upp í umræðunni. Hann er einn fremsti “gúró” okkar í kom- rannsóknum. Undir hans stjóm hafa rannsóknir staðið yfir á nýjum byggafbrigðum. Þannig er afbrigðið sem ber vinnuheitið x96- 13 til komið. Það hefur gefið góða raun í tilraunum, er fljótvaxnara og uppskerumeira en önnur afbrigði. I fjögura ára tilraunum hefur það gefið um 18% meiri uppskem en afbrigðið Mari, sem er það staðal- afbrigði, sem Jónatan hefur notað til viðmiðunar. X96-13 kemur á markað næsta vor en 10 tonn eru til af útsæði sem geta dugað á um 50 ha.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.