Bændablaðið - 18.03.1997, Qupperneq 4
4
Bændablaðið
Þriðjudagur 18. mars 1997
Baendablaðiðl
Útgefandi: Bændasamtök íslands
Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík
Sími 5630300 Bréfasími 562 3058
Kennitala: 631294-2279
Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.)
Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM 893 6741
Netfang: ath@bi.bondi.is
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason
Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303
Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Haröarson,
Haukur Halldórsson
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda
landsins. Það er prentað í 7000 eintökum og fara 6.719 (miðað viö 15.
október 1996) eintök í dreifingu hjá Pósti og síma.
Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er búa utan þéttbýlis.
Prentun:
Dagsprent Akureyri
ISSN 1025-5621
Ritstjórnargrein
Mjólkuriðnaður
Nýlokið er aðalfundi samtaka afurðastöðva í mjólkur-
iðnaði, SAM. Þótt ekkert væri þar lagt fram um aíkomu ein-
stakra mjólkuriðnaðarfyrirtækja var á forráðamönnum mjólkur-
búanna að skilja að afkoma iðnaðarins væri viðunandi. Hitt var
greinilega áhyggjuefni fundarins að afkoma mjólkur-
framleiðendanna hefur versnað og eignir þeirra dregist saman
ár frá ári allt frá 1991.
Vart er við öðru að búast en a.m.k. for-
ráðamenn þeirra búa sem algjörlega eru í
eigu og á ábyrgð bænda muni nú leita leiða
til að jal'na með einhverjum hætti afkomu
iónaðar og bænda, enda augljóst að góð af-
koma mjólkurbús er til lítils ef afkoma
framleiðenda í héraði er með þeim hætti að
framtíðin er í óvissu.
Raunar mun þegar vera nokkur munur
milli héraða að því er varðar flutningsgjöld
mjólkur og ýmsa þjónustu mjólkurbúanna
við framleiðendur, en komi til frekari
stuðnings einstakra mjólkurbúa við sína
framleiðendur mun sá munur væntanlega
vaxa. Það kann síðan aftur að hafa áhrif á
það samstarf sem verið hefur innan iðnaðarins sem óneitanlega
hefur bæði tryggt afkomu hans og vöruþróun sem er viður-
kennd bæði af innlendum neytendum og þeim sem landið sækja
heim.
Þessar umræður á aðalfundi SAM tengdust þeirri umræðu
sem fram fer um nýjan búvörusamning og ekki síst hvort og
hvaða kröfur verða gerðar til iðnaðarins í tengslum við hann.
Veruleg hagræðing hefur átt sér stað í mjólkuriðnaði sunnan-
lands og vestan- og ekki óeðlilegt að búast við að sú lækkun
vinnslukostnaðar sem þar hefur náðst muni ganga yfir norð-
lensku búin einnig, hvort sem þau kjósa að mæta henni með
endurskipulagningu iðnaðarins eða með lækkuðu verði til
bænda.
Þessi umræða tengist umræðu um fyrirkomulag viðskipta
með greiðslumark. I umQöllun um þau mál í Morgunblaðinu
nýlega kom fram að skiptar skoðanir eru um hvort skynsamlegt
sé að halda þar áfram frjálsum viðskiptum eins og verðlagi
greiðslumarks er nú háttað. Vitað er að einhver mjólkursamlög
hafa að undanfömu aðstoðað við kaup á greiðslumarki inn á sitt
svæði og sá slagur kann að harðna. Annar kostur er að mjólkur-
búin velji þá leið að styrkja sína framleiðendur með öðrum
hætti í trausti þess að þá muni þeir til frambúðar gegnum sína
afkomu hafa möguleika á að viðhalda framleiðslunni og þannig
tryggja viðkomandi mjólkurbúi rekstrargmnn.
Næstu misseri kunna að vera afdrifarík fyrir mjólkuriðnað-
inn í landinu en við blasir m.a. aukinn innflutningur mjólkur-
vara og en gegn honum duga ekki gæðin ein og sér - umtals-
verð hagræðing verður að eiga sér stað. Þar verða bændur og
mjólkurbú að vera samstíga - vinna saman.
Rannsúknin á ástandi
hrossahana
Veruleg aukning hefur orðið á
hrossaeign landsmanna undan-
fama áratugi og er svo komið að
víða um land sjást merki um of-
nýtingu hrossahaga. Þessi þróun
hefur kallað á aukið eftirlit með
högum og rannsóknir á hrossabeit.
Árið 1993 hófst samvinna á
milli Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins og Landgræðslu ríkis-
ins um mat á ástandi hrossahaga.
Ákveðið var að þróa einfalda og
fljótvirka aðferð sem nota mætti
við mat á ástandi hrossahaga og
væri um leið leiðbeinandi um
meðferð landsins.
Til að undirbyggja aðferðina
fóru fram rannsóknir á hrossabeit
haustið 1996. Safnað var 40
dæmum úr hrossahögum í mis-
munandi ástandi á alls 9 jörðum.
Athuguð voru gróður- og rofein-
kenni og gerðar mælingar á upp-
skeru, svarðhæð, beitarummerkj-
um og rofdílum. Auk þess voru
teknar ljósmyndir. Niðurstöðumar
voru síðan notaðar við þróun
aðferðarinnar og er þeirri vinnu að
ljúka um þessar mundir.
Aðferðin byggir á einföldum
skala þar sem landi er skipað niður
í flokka (0 - 5) eftir jarðvegs- og
gróðureinkennum. Megineinkenn-
in eru rofdílar, þúfur, beitarum-
merki, puntur, sina og uppskera.
Grunnflokkur (O) á við land þar
sem ástand gróðurs og jarðvegs er
með ágætum og undir litlum
áhrifum beitar. Síðan lýsir skalinn
frávikum frá því ástandi (1. - 2.
flokkur) og þeirri hnignun lands
sem ofbeit getur leitt til (3. - 5.
flokkur). Helstu kostir þessarar
flokkunaraðferðar eru þeir að hún
byggir á sjónmati þar sem notast er
við auðgreinanleg einkenni er
flestir sem land skoða hafa til-
finningu fyrir. Sérfræðiþekkingu
þarf ekki til að nota aðferðina og
ættu landeigendur og landnotendur
að geta nýtt sér hana milliliðalaust.
Þá krefst hún ekki mælinga á vett-
vangi, niðurstaða mats liggur strax
fyrir og bent er á leiðir til úrbóta.
Á komandi vori verður gefinn
út bæklingur sem lýsir þessari að-
ferð og birt verða dæmi, í máli og
myndum, um land í mismunandi
ástandi. Einnig verður bent á til
hvaða ráðstafana er hægt að grípa,
ef aðgerða er þörf. Þá eru helstu
niðurstöður rannsókna frá haustinu
1996 kynntar. Vonast er til að að-
ferðin verði handhæg fyrir alla þá
er nýta hrossahaga og að hún auki
skilning á þeirri nauðsyn að nýta
land á hóflegan hátt. Útgáfa
bæklingsins ætti að stuðla að bættu
landlæsi, það er að menn þekki
þau einkenni sem gefa vísbend-
ingu um ástand lands. Mönnum
má ljóst vera að góðum árangri í
gróður- og jarðvegsvemd verður
einungis náð ef landeigendur og
landnotendur hafa vakandi auga
með landinu og sjá til þess að
nýting gangi ekki úr hófí og reyni
að bæta það sé þess þörf.
Bæklingnum verður dreift til
sem flestra hrossaeiganda en að
auki verður hægt að nálgast hann
hjá Rannsóknastofnun landbúnað-
arins og Landgræðslu ríkisins. í
bígerð er að kynna aðferðina
einnig á alnetinu.
Verkefni þetta hefur verið
styrkt af Tæknisjóði Rannís og
Framleiðnisjóði.
Borgþór Magnússon og
Asrún Elmarsdóttir, RALA.
Aburður úr Gufunesi
- söun eða sjálfbæri?
Framanvert á þessari öld
dreymdi íslenska bændur um að
eignast sína eigin áburðarverk-
smiðju. Draumur þeirra rættist árið
1954 er ræst var gangverkið í
Gufunesi. Síðan hefur það malað
túnum bænda samviskusamlega og
skapað hundrað manns ársvinnu.
Nú ríkir hins vegar óvissa um
framhald áburðarframleiðslu hér í
landi. Eigendur Áburðarverk-
smiðjunnar hyggjast selja hana.
Vera má að einhver sjái peninga í
fyrirtækinu og haldi framleiðsl-
unni áfram. Sé svo þarf þessi grein
ekki að verða lengri.
Hins vegar óttast ég að með
þeirri einföldu hagfræði, sem nú
stýrir athöfhum samfélaganna, sé
takmörkuð von um að vandalausir
aðilar sjái hag í ffamleiðslu fáeinna
poka af köfnunarefhisáburði uppi á
Islandi með „gamaldags“ aðferð. Ég
kem betur að henni en gætum að
öðru.
Um þessar mundir er títt efnt til
málþinga um sjálfbæri og aðra
umhverfishyggju. Ráðamenn
ferðast líka víða um heim til undir-
ritunar ýmissa yfirlýsinga og sátt-
mála um betri hegðan þjóðanna
gagnvart umhverfinu. Állt eru
þetta mikilvæg mál og þakkar-
verðar athafnir. Löngum hefúr þó
listin verið sú að koma góðum
áformum í framkvæmd - ekki síst
ef þau brjóta í bág við hinn þunga
straum tímans.
Nú er langmest af köfnunar-
efnisáburði heimsins framleitt sem
hliðargrein olíuvinnslu. í Gufúnesi
er hins vegar notuð eldri aðferð
sem byggist á rafgreiningu: endur-
nýjanleg orka fallvatna er notuð til
þess að vinna köfnunarefni úr and-
rúmsloftinu. Obbinn af öðrum
köfnunarefnisáburði verður hins
vegar til við notkun olíuforða sem
sóttur er í takmarkaða auðlind.
Það er talað um að gera
íslenskan landbúnað vistvænni og
lífrænni en hann þó hefúr verið.
Stjómvöld hafa meira að segja
komið á sérstökum lagabálki í þá
veru og þingmenn allra flokka hafa
nýverið sameinast um þings-
áíyktunartillögu sem m.a. gengur í
þessa átt.
Af þessum sökum bíð ég enn
dálítið spenntur eftir því að sjá
hvort ráðamenn greina samhengið
á milli orða hér og athafna þar:
hvort góssið í Gufunesi verður
bara selt til einhvers sem gjalda
vill á annan milljarð fyrir án
frekari kvaða ellegar hvort þeir
meti þann þátt sem Gufúnessverk-
smiðjan hefur átt í því að gera mat-
vælaframleiðslu landsins lífrænni
og en annarra og stuðli að frekari
þróun verksmiðjunnar sem sjálf-
bærs áburðargjafa, t.d. við hlið
smárans og lúpínunnar?
Að sjálfsögðu greiða íslenskir
bændur ekki hvaða verð sem er
fyrir tilbúinn áburð. Stendur enda
ekki til. En það kostar að vera til
og það kostar að ganga þannig um
umhverfið að sjálfbæris sé gætt.
Það vita þeir líka vel sem undirrita
þjóðasamninga er snerta um-
hverfisdagfar okkar.
Væri nú ekki rétt að kanna
þennan þátt áður en ríkið sleppir
með öllu hönd af vistvænni áburð-
arframleiðslu í Gufunesi? Jafnvel
kann hann að gera málið fýsilegra
en ella í höndum manna sem vel
kunna til framleiðslu og markaða?
Bjarni Gudmundsson