Bændablaðið - 18.03.1997, Síða 16
BændtMoðíð
Sigurður Sigurðarson um fyrirhugaðan
innflutning fósturvísa úr norskum kúm til
íslands
EpI tða jafnvel
flakaO ai f yrir-
inm saiilfla
„Ég tel nokkra smithættu geta
stafað af fyrirhuguðum inn-
flutningi fósturvísa úr kúm frá
Noregi. Þá hættu er erfitt eða
jafnvel útilokað að fyrirbyggja
að mínum dómi, þótt varlega
sé farið og öllum þekktum
prófum sé beitt og
afkvæmin einangr-
uð í fyrstu," sagði
Sigurður Sigurðar-
son, dýralæknir á
Keldum í bréfi til
blaðsins. „Það sem
mér finnst vara-
samt er einkum
veirusjúkdómur
sem er talsvert út-
breiddur í Noregi
og við höfum kallað
„Smitandi slímhúð-
arpest“ (BVD/Muc-
osal discase).
Veiran er af
„pestivirus“ flokki. Tjón sem hún
veldur er talsvert, bæði í nautgrip-
um og sauðfé. Hún sýkir kýrfóstur
í móðurkviði, veldur fósturláti eða
vanþrifum í lifandi fæddum
kálfum, jafnvel fæðast veiklaðir
kálfar eða smitberar, sem virðast
heilbrigðir. Veiran veldur svipuð-
um sjúkdómi í sauðfé, þ.e. „Bítla-
veiki“ (Border-disease). Smit berst
milli þessara tegunda við samgang
og snertingu. Veiran finnst einnig í
sæði smitaðra karldýra.
Vegna fyrri reynslu okkar af
innflutningi þykir mér skylt að
benda á þessa hættu og legg til að
hún verði tekin inn í útreikninga á
hagkvæmni væntanlegs innílutn-
ings hafi það ekki verið gert. Við
því má búast, að veiki þessi geri
usla hér á landi bæði á nautgripa-
búum og sauðfjárbúum ef hún
berst til íslands. Hingað
virðist hún ekki hafa
borist ennþá en til þess
bendir athugun sem gerð
var í sumar á tankmjólk
frá 153 búum á Suður-
landi og hliðstæð athug-
un sem gerð var fyrir fá-
um árum á 100 kúabú-
um. Öll sýnin voru nei-
kvæð og laus við mót-
efni gegn þessari veiru.
Ekki er mér kunnugt um
einkenni í lömbum eða
eldra fé, sem bendir til
þess að veikin hafi ekki
komið fyrir í sauðfé hér
á landi heldur. Reynsla okkar sýnir
að smitsjúkdómar sem berast í við-
kvæma stofna geta farið geist yfir
og valdið verulegu tjóni þótt þeirra
verði lítt vart í löndum þar sem
þeir hafa verið lengi. Ef áformað
er strax í byrjun að útrýma
íslenskum kúm kann skaðinn að
verða „ásættanlegur" og það mark-
mið náist fyrr. Þá er eftir að vita
hvaða áhrif þessi veira kann að
hafa á íslenska fjárstofna berist
hún til landsins og í sauðfé hér,“
sagði Sigurður Sigurðarson, dýra-
læknir á Keldum.
Bændablaðsmynd/MHH
Námskeið í Garöyrkjuskólanum
Fyrir skömmu var haldid eins dags námskeið i Garðyrkjuskóla ríkisins um
matjurtir i heimilisgarðinum og pottablóm. Þátttakendur voru 13 konur af
Suóurlandi og frá Reykjavík. Á námskeiðinu fjallaði Gunnþór Guð-
finnsson, kennari við skólann, um allt sem viðkemur matjurtum og Lorýa
Björk Jónsson, sent einnig kennir við Garðyrkjuskólann, fór yfir helstu
umhirðuþœtti potta- og inniblóma. Hugmyndin er að halda fleiri samskon-
ar námskeið við skólann nœstu vikurnar. Á myndinni má sjá þátttakendur í
pottaplöntuhúsi Garðyrkjuskólans ásamt Lorýu Björk, sem er þriðja frá
vinstri á myndinni.
<£þec}ar íslemki ostuúnn er kominn á
ostcibakkann, þecfat kann kórónar matarqerðina
- brœddm er)a djúpstelktur - eða ev emfjalðleqa
settm beint í munnrnn
Qfslenskut (féfeta
í krifððmu
Frábær með fersbu salati
og sem snarl.
stababbann og með
æxi og ávöxtum.
(pfiónða Qpðtie
Með bexinu. brauðinu og
ávöxtunum. Mjög góður
djúp- eða smjörsteibtur.
SMascatpone
Góður einn og sér og
tilvalinn í matargerðina.
(fplvitm kastali
Með fersbum ávöxtum
eða einn og sér.
c(oamembert
Einn og sér, á ostababbann
og í matargerð.
(pljómaostur
Á bexið, brauðið,
í sósur og ídýfur.
Q)t,on -QNimon
Ómissandi þegar vanda
á til veislunnar.
Áx'uxusmfa
Mest notuð eins og hún bemur fyrir
en er einbar góð sem fylling í bjöt- og
fisbrétti. Bragðast mjög vel djúpsteibt.
oPort (palut
Bestur með ávöxtum, brauði
og bexi.
Pjráðaostm
Tilvalinn til matargerðar - í súpur,
sósur eða til fyllingar í bjöt- og
fisbrétti. Góður einn og sér.
q'Pepperoneostm
Góður í ferðalagið.
QpCvítlauks Qpjtiie
Kærbominn á
ostababbann, með bexi,
brauði og ávöxtum.
ISLENSKIR
OSTAK
„HINASl,