Bændablaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. október 1997 Bœndablaðið 3A- JE& R A.Xji A. Rannsóknastofnun landbúnaðarins Bútæknideild RALA á Hvanneyri Búvélaprófanir skipta bændur gífurlegu máli Grétar Einarsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Búvélaprófanir hafa að markmiði að reyna verkefni og almennt notagildi nýrra eða endurbættra búvéla við hérlendar aðstæður. Einstakir þættir prófananna eru að jafnaði mæling eða mat á verkgæðum, mæling á afköstum og aflþörf og athugun á þáttum er varða stillingu, stjómun og meðhöndlun vélarinnar. Slitþol er einnig kannað en vélamar em notaðar sem svarar tveggja til þriggja ára notkunar á meðalbúi. Algengast er að innflytjandi sendi skriflega beiðni um prófun og hann lætur tæki í té endurgjaldslaust meðan á prófun stendur. Niðurstöður prófana em birtar í opinberum skýrslum og sjálfstæð skýrsla er birt fyrir hvert einstakt tæki en alls hafa komið út tæplega 700 skýrslur. Allir sem þess óska geta gerst áskrifendur en þeir em nú um eitt þúsund. Ekki nærri öll tæki fá endanlega prófun með útgáfu skýrslu og algengt er að tvö til þijú tæki af hverjum tíu standist ekki prófunina og er þá oftast hætt við frekari innflutning. Bútæknideildin fær margar fyrirspumir frá bændum þegar þeir em að hugleiða vélakaup og geta þeir fengið sendar skýrslur um einstök tæki því mikilvægt er fyrir bændur að athuga innlendar eða erlendar prófanir áður en tækin em keypt. Áburðardreifarar fyrir tilbúinn áburð em dæmi um tæki sem bændur ættu að skoða prófunarskýrslur um, því nánast ómögulegt er að meta dreifigæði nema með beinum mælingum. Dráttarvélar em ekki prófaðar hér á landi en Bútæknideildin hefur aðgang að erlendum prófunarskýrslum og aðstoðar bændur við upplýsingaleit. Um leið og farið var að flytja rúllubindivélar og pökkunarvélar til landsins fóru þær til prófunar hjá Bútæknideild og nær allar gerðir sem eru á markaðnum hafa verið prófaðar. Fyrir rúllubindivélar em upplýsingar um aflþörf og tækni við bindingu mjög mikilvægar svo og þjöppunargetu vélanna sem eðlilega hefur bein áhrif á plastnotkun. Plastfilmur em einnig prófaðar af opinbemm aðilum til að tryggja gæðin. Jafnhliða vélaprófunum sem fara að mestu fram á Hvanneyri er höfð samvinna við Bændaskólann um ýmsa þætti er snerta vélbúnað t.d. fóðurverkunarrannsóknir. í allmörg ár hefur Bútæknideildin gert athuganir á varanlegum rafgirðingum en notkun þeirra hefur vaxið óðfluga á síðustu ámm. Sérstakar kröfur em gerðar til efnisgæða í rafgirðingar. Mistök við uppsetningu geta leitt af sér margvísleg vandamál. Sérstaklega þarf að gæta að ákveðnum þáttum við uppsetningu þeirra einkum að því er varðar öryggi og tmflanir á fjarskiptum. Ef farið er eftir ákveðnum vinnureglum geta rafgirðingar haft viðlíka vörslugildi og hefðbundnar girðingar með mun minni tilkostnaði. Bútæknideildin hefur á undanfömum ámm verið í samvinnu við Endurmenntunardeild Bændaskólans á Hvanneyri um gerð námsefnis og námskeiðahald í ýmsum málaflokkum sem tengjast búvélaprófunum t.d. varðandi rafgirðingar, tækni við fóðuröflun og jarðræktartækni. / ; Pakkaðir smábaggar Daöi Már Kristófersson, Rannsóknastofnun iandbúnaðarins Samkvæmt forðagæslu- skýrslum 1996 voru um 10.400 hestar í þéttbýli. Fóðurþörf þeirra yfir inni- stöðutímann má ætla að sé um 4,2 milljón mfe. Bændur leggja megnið af þessu fóðri til sem hey. Til skamms tíma var algengast að þetta væri þurrkað hey í smáböggum. Það þarf hins vegar langan þurrkunartíma til að framleiða slíkt hey svo gæðin fara oft eftir veðurfarinu. Jafnvel V ___________ koma þau ár þar sem fram- boð af þessu heyi er lítið sem ekkert vegna rysjótts tíðarfars. Framleiðsla þess er einnig mannfrek og því fremur dýr. Mikið og stöðugt framboð af rúlluheyi hefur valdið því að æ fleiri hestamenn kaupa rúllur. Stærð þeirra hefur hins vegar tvo annmarka í för með sér. Rúllumar eru of stórar fyrir menn með fáa hesta á fóðrum. Því er hættan á að hitni í rúllunum veruleg. Oft eru hlöður við hest- hús hannaðar til að geyma í smá- bagga og því erfitt að koma rúllum fyrir í þeim þannig að fáar rúllur er hægt að kaupa í einu. Ef menn kaupa hins vegar smábagga losna þeir við báða þessa ókosti svo líklegt er að nokkuð hærra verð fáist fyrir þá en rúlluheyið ef lögmál framboðs og eftirspumar gildir á þessum markaði. Samkvæmt tilraunum sem gerðar vom upp úr 1970, með að pakka smáböggum í plastpoka, er ekkert því til fyrirstöðu að vot- verka þá. Ef vel er frá heyinu gengið þannig að ekki komist súr- efni inn í baggann verkast hey jafn vel í þeim og í rúllum. Vandamálið hefur hins vegar verið það að erfitt og dýrt er að pakka þeim í plastpoka. Nú er hins vegar komin til prófunar hjá Bútæknideild pökkunarvél fyrir smábagga sem hugsanlega gæti verið lausn fyrir suma. Vélin er frá Tellefsdal og og heitir Mini - Wrap 404. Hún er gerð fyrir pökkun á böggum sem em minni \ en 500x500x1150 mm að stærð og tekur plastfilmu frá 250 mm að 500 mm breidd. Hún hefur að- eins verið prófuð við pökkun há- arbagga og skilaði sínu aðfmnslu- lítið. Hins vegar er ljóst að afköst em h'til, vinnan erftð (handleika þarf alla bagga) og plastnotkun tæplega 5 sinnum meiri en gerist þegar pakkað er í venjulegar rúllur. Framleiðsla á votverkuðu heyi í smáböggum er augljóslega kostnaðarsamari en t.d. verkun í rúllum. Spumingin er því fyrst og fremst hvort verðið verði nægi- lega hátt til að greiða hann því kostimir vega þungt. Einingamar em af hentugri stærð fyrir hesta- menn, um dagsgjöf þriggja til fjögurra hesta í bagganum (háð stærð og þurrefni), vel viðráðan- legar að þyngd og rúmast vel í hlöðum hefðbundinna hesthúsa í þéttbýli. Það getur því vel verið að markaður sé fyrir votverkaða smábagga, einskonar "gæludýra- fóður". Tæknin er fyrir hendi, nú er bara að sjá hvort markaðurinn er það hka. ___________________________)

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.