Bændablaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið Þriðjudagur 28. október 1997 Frá Framleiðsluráði Vmsjón: Erna Bjarnadóttir Þróun í heims- viðskiptum með korn Blrspurnvex en tvissa nm Moð Alþjóðasamningur WTO um viðskipti með búvörur (GATT- samningurinn) og fyrirsjáanlegar breytingar ESB á stuðningi við komframleiðslu hafa skapað nýja stöðu í heimsviðskiptum með kom. Mikill hagvöxtur víða í heiminum hefur og skapað aukna eftirspum eftir komi til skepnu- fóðurs. Sú þróun mun halda áfram í takt við vaxandi tekjur fólks. Eftirspum eftir komi fer því vax- andi. Á hinn bóginn fara kom- birgðir heimsins nú minnkandi og því verður kommarkaðurinn viðkvæmari fyrir breytingum á framboði s.s vegna þurrka, flóða og veðurfarsbreytinga. Enn er ekki komið í ljós hvemig markaðurinn mun aðlaga sig þessari nýju óvissu. Auk þess em ófyrirséð áhrif niðurstaðna úr WTO við- ræðunum sem hefjast eiga árið 1999, á landbúnaðarstefnur þjóða heimsins. Á sama tíma leggja neytendur aukna áherslu á gæði matvælanna sem þeir neyta. Mun nokkum tíma verða fallist á erfðabreyttan maís og soyja sem meginuppsprettu fæðu og hver er framtíð búfjár- ræktar og fóðuriðnaðar í ljósi kúariðunnar í Evrópu? Mikill hagvöxtur víða í heiminum hefur skapað mikla eftirspurn eftir korni. Hér eru breskir kornbœndur að störfum. , HE« VQCTlWrW m ow WÉVtltV v.«\t r~niwiDí ÍLsnt.nozzAMuA. jáy.ou>v\sw wn a swiv.mwmihw ?R.'\*Wr. && 0KOUÖU«. wm UÉT MRAWUW3 ‘ HU PR.KV. ****** /CjO? Bœndablaðsmynd: Torfi Jóhannesson. Evrópskip búvfiruframleiðendur ræða um bæti samslarf vid neytendur í nýlegu fréttabréfi frá IFAP (Alþjóðasamtökum búvömframleið- enda) er sagt frá umræðum á þriðja þingi Evrópskra samtaka búvöm- framleiðenda (CEA-COPA-COGEGÁ). Miklu af tíma þingsins var varið til umræðna um hvemig bændur gætu náð nánara sambandi við neytendur í nýju og markaðsvæddara umhverfi en áður. Fulltrúi neytenda í umræðunum, Helene Karmasin frá Austurríki, lagði áherslu á að nútíma neytendur vilji vömr sem: § Hafa gildi fyrir þá, § Veita þeim þjónustu og er § Hœgt að skilgreina með „sérstöðu“ og sem „betri“. Hún sagði uppmnavottaðar búvömr hafa frábært sölugildi. Þær tengjast eiginleikum dreifbýlisins, landslagi, menningu og lífsstíl. Breitt úrval af búvömm sem bera auðkenni mismunandi uppmna, gefa einstaklingnum þá tilfinningu að þær hafi verið framleiddar sérstaklega handa honum. Auk þess er fólk oft hrætt við breytingar og við að tapa frá sér kunnuglegum hlutum. Búvömr minna fólk á uppmna þess, sögu og arfleifð. Þægindi eru annar mikilvægur þáttur í markaðssetningu búvara. Nútíma neytendur h'ta á sjálfa sig sem framkvæmdastjóra heimilisins en ekki eldhúsþræla. Þá skiptir næringargildi einnig miklu máli við markaðssetningu búvara. Ný viðhorf í samkeppnislöggjöf í Frakklandi Evrópskir bændur hafa áhyggur af þeirri samþjöppun sem oröiö hefur í smásöluverslun. Sem dæmi má taka að í Sviss halda tvö fyrirtæki um taumana á stærstum hluta smásölumarkaðarins. Bændur hafa því samið við smásölugeirann um „reglur góðrar hegöunar". (Frakklandi voru á síðastliðnu ári samþykktar breytingar í þessa veru á samkeppnislöggjöf frá árinu 1986. Þessar reglur „góðrar hegðunaC taka þar til eftirfarandi þátta: § Dreifingaraðilar verða að vinna með framleiðendum til að tryggja það að kynningarstarfsemi hafi ekki „gervi“ áhrif á hegðun markaðarins. Þannig má kynningarstarfsemi t.d. ekki trufia aðra markaðssetningu eða skapa einhverskonar verðviðmiðun. Hún verður því fyrst og fremst að tengjast efnislegum eiginleikum vörunnar frekar en verði. § Smásöluaðilum er óheimilt að taka vöru eða birgja af listum yfir vörur eða viðskiptavini, eða hóta slíkum aðgerðum á meðan verið er að semja um verð. Skyndilegar. breytingar á viðskiptasamböndum þarf nú að tilkynna skriflega. § Sameiginlegar aðgerðir af hálfu bænda voru ekki leyfðir í eldri löggjöf. Nú er bændum heimilt að grípa til sameiginlegra aðgerða til að bregöast við „kreppuástandi" þar með talið að skipuleggja magn og gæði framleiðslunnar, versla undir einu vörumerki og/eða semja um eitt sameiginlegt skilaverð. V § Stórum verslunum (yfir 300 ms) er bannað selja vörur með tapi. Lágmarks endursöluverð skal skilgreina nákvæmlega á vörureikningi. Til þess að þetta ákvæði nái einnig til afúrða sem milliliðir vinna eða pakka (kjöt, ávextir o.s.frv.) grípa lögin til hugtaksins „óeðlilega lágt verð" í hlutfalli við framieiðslu-, vinnslu- og dreifingarkostnað. „Óeðlilega lágt verð“ er bannað. \ \ Straumar og stefnur í norskum Samkvæmt ályktun norska Stórþingsins nr. 8 frá 1992/93 er landbúnaðarstefna Noregs eftir- farandi: 1. Stefnt skal að kröftugri landbúnaði. 2. Bæta samkeppnisstöðu í úrvinnslu og sölu búvara. 3. Laga framleiðslumagn að markaðnum (ekki of- framleiðslu) 4. Lækka verö á norskum matvælum 5. Lækka framleiðslu- kostnað á öllum stigum í landbúnaði. Takist þetta væri unnt að lækka ríkisframlög til land- búnaðar og styrkja samkeppnis- stöðu gagnvart útlöndum. I land- búnaðarstefnunni er sett það markmið að bæta nýtingu á fram- leiðslutækjum (byggingum, vél- um o.s.frv.). Opinber framlög eiga ekki að falla niður en deilast út á ,/éttlátari“ hátt og þeim skal beita meira í þágu byggðajafn- vægis. Tekjur á ársverk í landbúnaði hafa þróast með eftirfarandi hætti á undanfömum árum: 1993 128.800 NKR 1994 137.400 NKR (áhrif af lækkun vaxtagjalda) 1995 125.600 NKR 1996 121.300 NKR 1997 125.000 NKR (áætlað samkvæmt landbúnaðarsamn- ingi við ríkið) Reiknað er með að meðal- tekjur annaíra stétta í Noregi verði að meðaltali 245.000 NKR á ársverk á árinu 1997. Tekjur í landbúnaði em þannig aðeins 51% (1993, 60%) af meðal- tekjum annarra stétta. í Noregi gera ríki og bændur árlega með sér landbúnaðar- samning, þar sem einkum er samið um framlög ríkis til bænda. Heildarstuðningur norska ríkisins við landbúnaðinn á árinu 1997 er um 12 milljarðar norskra króna. Stórþingið samþykkti við afgreiðslu landbúnaðarsamnings- ins fyrir árið 1996/97 að koma á fót nýju fyrirkomulagi við kaup og sölu á mjólkurkvóta ffá og með árinu 1997. Samkvæmt því er landinu skipt í níu svæði og óheimilit er að flytja kvóta á milli svæða. Sérstök nefnd fjallar um viðskipti með kvóta. Hún getur tekið kvóta úr umferð ef nauðsynlegt er að aðlaga fram- leiðsluna markaðsþörfum. Heild- arkvótinn er 1700 milljón lítrar og á ekki að breytast næstu þijú ár. Verð á kvóta (til seljenda) er 5,50 NKR/lítra fyrir fyrstu 100.000 lítrana, 2,75 NKR/lítra frá 100.000 til 200.000 lítrana og ekkert er greitt fyrir lítra þar um- fram. Heildarverðmæti mjólkur- kvóta í Noregi (miðað við þetta verð) er um 9 milljarðar NKR. Þetta hefur hingað til verið „ósýnilegur“ hluti af verðmæti búsins en verður hér eftir með sjálfstætt verðmæti sem hægt er að kaupa og selja. Norsku bændasamtökin hafa verið mótfallin viðskiptum með mjólkurkvóta. Þau hafa lagt áherslu á að byggðamynstur og þar með atvinnusköpun, haldist. Jafnframt benda þau á að við- skipti með kvóta leiði til fjár- magnsflótta frá landbúnaðinum. Þróun í landbúnaði Árið 1996 var ræktað land í notkun 1,03 milljónir hektara (0,99 milljónir hektara 1989). Fjöldi búa var 81.600 árið 1996 (99.400 árið 1989). Meðlabúið í Noregi hefur því stækkað úr 10 ha í 12,7 ha á þessu tímabili. Komframleiðsla í Noregi nam 1338 þúsund tonnum árið 1996. Verð á komi og kjamfóðri hefur lækkað á síðustu ámm og hefur sú lækkun einungis að hluta verið bætt með hækkun á styrkjum út á akurland. Metframleiðsla var á kjöti árið 1996 eða alls 214 milljón kg. Jafnframt var kjötsala hin mesta sem um getur. í landbúnaðar- samningnum við ríkið er eftir- farandi viðmiðunarverð á kjöti: Nautakjöt 36,20 NKR/kg (+1,15 NKR/kg jöfnunargjald) Kindakjöt 37,19 NKR/kg (+ 0,80 NKR/kg jöfnunargjald) Svínakjöt 26,62 NKR/kg (+0,15 NKR/kg jöfnunargjald) Meöalkaupgengi norsku krónunnar árið 1996varkr. 10,299. Offramleiðsla er á alifugla- kjöti en framleiðsla þess jókst um 13% milli áranna 1995 og 1996.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.