Bændablaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 28. október 1997 Bœndablaðið 11 Rannsóknastofnun landbúnaðarins RALA Gfsli Sverrisson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Rafgirðingar eiga að valda þeim sem þær snerta óþægindum en ekki hættu. Til að valda nægi- legum ónotum þarf rafgirðingin að hafa mjög háa rafspennu og til að sú spenna sé ekki stórskaðleg þeim sem snerta girðinguna má hún aðeins standa örskamma stund. Þetta þarf að gerast nægi- lega oft til að skepnur forðist að snerta girðinguna. Reynslan sýnir að 3000 V spenna í hluta úr mS (millisekúndu) með um það bil einnar sekúndu millibili nægir til að halda flestum skepnum frá girðingu. Spennugjöfum fyrri tíma var stjómað af óróa. Hann leiddi Forspcnnir Breytir inntaksspennu (t. d. 12 V eöa 230 V) í 300 - 600 V Þéttlr Safnar orku milli högga Tengir þegar klukka gefur merki Spennir Eykur spennuna f 3000 til 7000 V m atrðtnoa iil jaröskauts Mynd 1. saman snertla og opnaði raf- magninu þannig leið út í girð- inguna. Þeir spennugjafar sem nú em á markaðnum em rafstýrðir og hafa nánast enga hreyfanlega hluti. Þeir bila því sjaldan og þeir hafa mjög lítið innra viðnám. Það veldur því að hærri spenna næst og tíminn sem spennan varir getur verið mjög skammur. Afl sitt fá þeir ýmist frá rafgeymum eða raf- veitu. Spennugjafamir em mis- öflugir og geta verið ólíkir á ýmsan hátt. Það er misjafnt hvaða eiginleikar þeirra eru notaðir við samanburð og þeir skipta líka mis- miklu máli. Til að átta sig á þessum eiginleikum og þeim mælieiningum sem notaðar eru, er æskilegt að þekkja vinnubrögð spennugjafans. Mynd 1 sýnir helstu einingar spennugjafans. Forspennir tekur við raforkunni, hækkar spennuna og hleður þétti. Hann safnar orku milli högga. Klukka gefur merki þegar hleypa á spennu á girð- inguna. Þá opnast leið úr þéttinum út í girðinguna. A leiðinni er spennir sem hækkar spennuna, gjaman í nokkur þúsund volt. Hve há spennan verður ræðst annars vegar af spennugjafanum og hins vegar af því hve vel girðingin er einangmð. Orkan sem þéttirinn safnar milli högga er oft notuð sem mæli- kvarði á stærð spennugjafans. Hún er mæld í einingunni júl (Joule), skammstafað J. Júl er orkueining rétt eins og kaloría, kflowattstund, fóðureining og olíulítri. Einn olíu- lítri getur enst lengi á vél í léttri vinnu. Hann getur líka gefið stórri Raforkan. Spennugjaftnn fær raforku ffá veitukerfi (230 V) eða rafgeymum (12 eða 24 V). Þar sem því verður við komið er veitu- rafmagn notað. Þar sem það er ekki tiltækt má notast við raf- geyma og viðeigandi spennugjafa. Spennugjafinn þarf ekki mikið afl (oftast innan við 15 W) og því getur einn rafgeymir enst í nokkra daga til nokkmrra vikna. Það má líka tengja nokkra rafgeyma saman og auka þannig orku- forðann, en þá þarf að gæta þess að tengja öll plússkaut saman og öll mínusskaut saman (samsíða- tenging). Venjulega em notuð tvö sett af geymum; annað hlaðið meðan hitt er í notkun. Þar sem girðingar eru á óað- gengilegum stað, þannig að torvelt er að skipta um geyma, má hugsanlega nota vindrafstöðvar eða sólarorkunema. Vegna ójafnr- ar framleiðslu em rafgeymar nauðsynlegir til að safna orku. Það fer eftir aðstæðum hvor kosturinn er vænlegri, en ótvíræður kostur við sólarorkunemana er að í þeim er enginn hreyfanlegur hlutur og rekstraröryggi þeirra því mikið, sé sólargeislun nægjanleg. Spenniifljalar fyrir ratairflingar vél gríðarmikið afl í skamman tíma. Með því að senda orku þéttisins út á girðinguna á mjög skömmum tíma fæst mikið afl. Einingin fyrir afl er Watt (W). ö Ali' 7 wön 6 I Orka. S júl \ / Spenna. 5000 volt 1 Viðnám 1 girOingu 10 000 Ohm J ^ Mynd 2. Rafkerfi líkt við vökva- kerfi. Rafspenna er sem kunnugt er mæld í voltum (V). í reynd er alltaf verið að mæla spennumun milli tveggja staða. Spennugjafinn hefur a. m. k tvö úttök. Annað er fyrir jgirðinguna, hitt er tengt í jörð. I okkar tilfelli er það spennu- munurinn milli jarðar og girðing- arinnar sem skiptir máli. Viðnámið sem einangrun girð- ingarinnar veitir rafmagninu á leið sinni til jarðar, er mæld í einingunni óm (Ohm eða W). Betri einangrun þýðir meira við- nám. Viðnám minnkar eftir því sem staurum íjölgar. Þar sem viðnám er lítið (t. d. gölluð einangrun) streym- ir rafrnagnið til jarðar. Rafstraumur hefur eininguna Amper (A). í stað viðnáms er stundum talað um leiðni. Leiðni er þeim mun meiri sem viðnám er minna. Bæði hugtökin lýsa sama eigin- leikanum. (Sjá mynd 2). Stærðimar sem hér hafa verið nefndar (orka, tími, afl, spenna, straumur og viðnám) em allar ná- tengdar. Breytist ein þeirra, hljóta aðrar að breytast. Eitt er það enn sem vert er að huga að. Girðingin sjálf virkar að einhverju leyti sem þéttir. Það þýðir að hún gleypir raforku þegar spennan vex og skilar henni þegar hún fellur. Afleiðingin er sú að spennan rís aldrei eins hátt og annars væri. Höggið varir hins vegar lengur. Þetta má kalla rýmd girðingarinnar. Það vex með lengd hennar. Einingin Farad (F) er notuð yfir rýmd. Oft er gott að líkja rafkerfi við vökvakerfi, t.d. vatnsveitu (mynd 2). Rafmagnið er þá eins og vatn í tönkum eða pípum. Útleiðsla er eins og leld á pípunum og þrýstingur svarar til rafspennu. Þegar vatnsskammti er hellt í pípukerfið (girðinguna) á mynd 2, myndast þrýstingur (spenna) í pípunum. Leki pípumar mikið (lítið viðnám, léleg einangmn), verður vatnsstaðan aldrei há og lækkar ört. Eins næst aldrei há vatnsstaða ef mjög rólega er hellt í trektina. Ef pípumar em víðar næst aldrei mikill þrýstingur, en sá sem næst helst nokkuð lengi. Orka (J) = Afl x tími (W x s) Afl (W) = Spenna x straumur (V x A) Spenna (V) = Straumur x viönám (A x Ohm) Rýmd (F) = Straumur x timi / spenna (A xs/V) Samhengi nokkurra slærfia (Sjá mynd 3) Spennugjafi sem sendir litla orku út í hverju höggi, getur auðveldlega gefið háa spennu á girðingu með mikið við- nám. Spennan fellur hins vegar strax og viðnámið minnkar, en það gerist óhjákvæmilega ef girðingin er lengd (sjá mynd 3). Með meiri orku í hverju höggi ætti spennugjafinn, að öðm óbreyttu, að geta haldið uppi nægri spennu á lengri girðingu. í prófunum er gjaman kannað hvemig spennu- gjöfum tekst að halda uppi spennu við mismikið viðnám. Mynd 4 sýnir niðurstöður prófana Bú- tæknideildar Rala á fjómm spennugjöfum. Þar sést m. a. að spennan sem mælist á álags- lausum spennugjafa segir lítið um hvemig hann stendur sig við það álag sem girðing veldur. Jarðskaut. (Sjá mynd 4) Áður hefur verið vikið að því að annað skaut spennugjafans er leitt í jörð. Það er afar mikilvægt að viðnám á þeirri leið sé sem allra minnst. Hámarksspenna, kV ------------------ 8.0 7,0 - 6,0 5,0 • 4,0 - 3,0 • 2,0 • 1.0 ------1----------- 0,0 100.000 10.000 1.000 100 10 1 Viönám, Ohm (öfugur log-skali) jarðar og girðingar, en það er ein- mitt sá spennumunur sem máli skiptir. Tengingar og samskeyti á jarðskautum verða að sjálfsögðu að leiða vel. I þessu sambandi ber að huga að því að til þess að sá sem snertir girðinguna fái tilætlað stuð, verður hann að hafa gott jarðsam- band. Klaufir á þurmrn mel leiða rafmagn illa. Með því að jarð- tengja einhveija strengi í girðingunni fær skepnan rafstuð þó jarðsamband hennar sé lélegt, að því tilskildu að hún snerti sam- tímis jarðtengdan streng og streng með spennu. Venjulega er það snertiflötur jarðar og jarðskauts sem er veiki hlekkurinn. Þurr jarðvegur og lítill snertiflötur geta myndað viðnám sem dregur úr spennumun milli 7.000 0 / \ Spen nugjafi okkl tcngdu Ö « c \ Sponnugjafi W 2.000 Vift girðlngu -1.000 1 1 I0 2 0 3 »0 4 Tími, pS (10.000 reitir tákna eina sekúndu ) Mynd 3. Höggfrá spennugjafa. Mynd 4. Samhengi viðnáms og spennu hjá 4 spennugjöfum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.