Bændablaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagiir 19. september 2000 Umsjón Erna Bjarnadóttir Birgðir kindakjfits i upphafi sláturtffiar I sl. mánuði var sala kindakjöts nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum. Fyrir sauðíjárbændur skiptir þar höfuðmáli að salan síðustu misserin hefur verið góð og gætti nokkurrar aukningar miðað við sama tíma í fyrra. Þegar þetta er ritað er ekki lokið við að taka saman upplýsingar um dilkakjötsbirgðir í lok ágúst. Birgðir dilkakjöts í lok júlí námu 1.342 tonnum og þar af var áætlað að um 600 tonn væru útflutningsskyld. Um 750 tonn voru því til af dilk- akjöti fyrir utan útflutningsskylt kjöt. Sala dilkakjöts í ágúst 1999 nam um 610 tonnum en framleiðsla tæplega 190 tonnum. Því væri ekki fjarri lagi að ætla að birgðir dilkakjöts fyrir utan útflutnings- skylt kjöt í lok ágúst 2000 hafi numið 200 - 300 tonnum. Eins og áður segir var áætlað að sláturleyfihafar hafi átt nær 600 tonn af útflutningsskyldu kjöti frá sl. hausti, í lok júlí sl. Útflutningi þess átti að ljúka fyrir 31. ágúst en sláturleyfishöfum er þó heimilt áð víkja frá frá því um +/- 20% en engu að síður skal skyldunni lokið fyrir 31. október n.k. Vaxta- og geymslugjöld greiðast ekki á útflutningsskylda framleiðslu. Ný reglugerfi nni greifislumark í mjólk Hinn 6. júlí sl. var gefin út ný reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og beingreiðslur til bænda verðlagsárið 2000-2001. Heildargreiðslumark var aukið um 1 milljón lítra og verður 103 milljónir lítra.. Bændur hafa nú fengið senda tilkynningu um greiðslumark viðkomandi lögbýlis í mjólk fyrir nýbyrjað verðlagsár. Breytingar urðu á skiptingu beingreiðslna á A-, B- og C-hluta og verður dreifing þeirra með eftirfarandi hætti á þessu verðlagsári: A: 53,3% eru greidd óháð framleiðslu að því lilskyldu að fram- leiðsla lögbýlisins sé a.m.k. 85% greiðslumarks á tímabilinu. Greiða skal 1. hvers mánaðar, 1/12 hluta, í fyrsta sinn 1. sept- ember 2000. B: 31,5% (29,5% áður) skal greiða eftir framleiðslu. Greiða skal 1. hvers mánaðar fyrir innlegg næstsíðasta mánaðar, í fyrsta sinn 1. nóvember 2000. C: 15,0% (17,0% áður) skal greiða með jöfnum hlutfallslegum fjárhæðum fyrir innlegg f mánuðunum nóvember til febrúar. Greiða skal 1. hvers mánaðar fyrir innlegg næstsíðasta mánaðar, í fyrsta sinn 1. janúar 2000. __________________________________________________ Verð á kjöti lækkafii í september Meðfylgjandi mynd sýnir þróun smásöluverðs á kjöti síðastliðna 12 mánuði (október til september). Um er að ræða undirvísitölur úr vístölu neysluverðs frá Hagstofu íslands. Vísitölurnar voru = 100 í mars 1997. Sjá má að verð á alifuglakjöti hefur lækkað um 12,5% frá október í fyrra. Verð á svínakjöti hefur sveiflast nokkuð, en á sama tíma hefur verð til framleiðenda farið lækkandi eins og Bændablaðið hefur áður greint frá. Verð á nautgripakjöti lækkaði í september en litlar breytingar hafa verið á dilkakjötsverði. *Nýtt eða frosið Heimild: Hagstofa íslands Starfræksla kjötmjölsverksmiðju hófst í síðustu viku Mikil áhepsla Ifigfi á gæði iramleiðslunnar ng umhverflsmál Ný verksmiðja sem framleiðir mjöl og fitu úr sláturúrgangi var formlega tekin í notkun á föstudaginn. Vcrksmiðjan er skammt frá Selfossi og hún er eign fyrirtækisins Kjötmjöls ehf. Framlciðslan verður eink- um notuð í dýrafóður. Jafn- framt sölu innanlands er stefnt að útflutingi á mjöli þegar fram líða stundir. Framleiðslan fer þannig fram að bílar keyra með úrganginn (hráefnið) inn í hráefnismót- tökuna en hún er algerlega að- skilin frá öðrum hlutum verk- smiðjunnar. Þar er farmurinn losaður og gámurinn þveginn og sótthreinsaður. Hráefnissílóið er tvískipt svo hægt sé að stýra vinnslunni. Áður en hráefnunum er dælt inn á sjóðarana er það hakkað niður fyrir 30 mm. I sjóðurunum er nánast allt vatn fjarlægt og efnið sótthreinsað við I33°C og 3 bara þrýsting í 20 mínútur. Að suðu lokinni er fitan og mjölið skilið að í skrúfupressu. Fitan er höfð á settönkum í tvo sólarhringa til að tryggja hreinleika, en mjölið fer í gegnum myllu áður en það er sekkjað. Erum að ná tökum á framleiðslunni Guðmundur Tryggvi Ólafs- son. . umhverfisfræðingur > Jtjá Kjötmjöli segir að prufukeyrsla á verksmiðjunni og framleiðslu hennar hafi gengið þokkalega. „Við erum að ná tökum á þessari framleiðslu. Við reiknum með að eftir smávægilegar breytingar getum við náð fullum afköst- um.“ Guðmundur segir verk- smiðjuna stórt umhverfismál því þarna sé verið að nýta hráefni sem ekki hafi verið nýtt sem skyldi áður. „Við leggjum mikla áherslu á fullkomnar mengunar- varnir við verksmiðjuna. Til þess að takmarka lyktarmengun eins mikið og hægt er, höfum við þrefalda hreinsun á loftinu frá vinnslnnni. Auk þess fer það loft sem dregið er af verk- smiðjunni sjálfri í gegnum sér- stakan loftþvott þannig að lykta- rmengun á að vera í algjöru lág- marki,“ segir hann. Guðmundur segist leggja mikla áherslu á að hráefnið sé sem ferskast þegar það kemur inn. „Þetta hefur gengið eftir því við fáum hráefnið yfirleitt að- eins nokkrum tímum eftir að slátrun fer fram. Eg legg einnig áherslu á að við tökum eingöngu við hráefni úr dýrum sem slátrað hefur verið í sláturhúsum en ekki af sjálfdauðum dýrum.“ Markaðurkannaðurí Bandaríkjunum Formleg sala á afurðunum er ekki hafin ennþá. Reiknað er með að mesta salan verði hér á landi en þó er verið að kanna er- lenda markaði, m.a. Bandaríkin. „Fitan mun fyrst og fremst selj- ast til svínabúanna og mjölið er nothæft sem loðdýra-, gæludýra, svína- og hænsnafóður. Mjölið er einnig fyrirtaksáburður. Markaðurinn er því stór og við erum bjartsýnir á góða sölu,“ ■ sagði Guðmundur að lokum. Guðmundur Tryggvi Ólafsson, í verksmiðjusalnum, , , ,

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.