Bændablaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 19. september 2000 BÆNDABLAÐIÐ 17 Ný gögn í Veraldarfeng Veraldarfengur verður sífe It Fyrir skömmu voru grunngögn á www.islands- fengur.is uppfærð. Grunn- upplj'singar um hross og upplýsingar um ný hross frá síðustu uppfærslu bætast við ásamt upplýsingum um örmerkingar. Einnig var ákveðið að bæta við þeim uppíléttimögulcika að sjá aðeins dæmd afkvæmi, en nú kemur alltaf fram listi með öllum afkvæmum hrossins sem verið er að skoða. Þá verður kynbótadómum fyrir árið 2000 bætt við í gagna- grunninn en þeir eru nú aðgengilegir á vefsetrinu www.bondi.is. Stefnt er að þessu verði bætt við í þessum mánuði. Nú er um ár síðan að markaðssamstarf hófst milli Bændasamtakanna og Jónasar Kristjánssonar um sameiginlega áskrift að Ver- aldarfeng og www.hesti.is. Samstarfið hefur tekist í alla staði með ágætum og hefur áskrifendum fjölgað mjög að gagnabönkunum frá upphafi samstarfsins. /jbl í blaðinu 27. júní birtist mynd af bæ sem sagður var líklega í Skaftafellssýslu. Mynd þessi af af Meðalfelli í Nesjum og tekin ofan af Fellinu norðan við bæinn. Svipuð mynd, þó ekki alveg sú sama, er í Byggðasögu Austur- Skaftafellssýslu I. bindi sem kom út 1971 (bls. 183). Mjög sennilega er myndin tekin af Vigfúsi Sigurgeirssyni Ijósmyndara laust fyrir 1970. Eftir því sem best er vitað var steinhúsið á myndinni var byggt árið 1925. Þá er þess að geta að myndin í Bændablaðinu hafði speglast og óneitanlega villti það fyrir mönnum. Ég lifi enn og hrærist í búskapnum - segir Benedikt Hjaltason, fyrrum sMöndi á Hrafnagili, sem starfar nú sem sölumaðnr hjá Völum og pjönustu „Mitt starf er nú fólgið í því að hitta bændur sem eru að huga að breytingum eða breyta fjósurn. Auðvitað taka spurningar bændanna mið af því að ég er fyrrverandi bóndi en á sínum tíma fór ég í gegn- um allar þessar breytingar á niínu fjósi. Eg lærði ansi margt á minni fjósbvggingu sem ég vonandi get miðlað til annarra. Nú, um leið kynni ég viðmælendum mínurn til dæmis innréttingar í fjós og tæki - og þar kemur róbótinn til skjalanna,“ sagði Benedikt Hjaltason, fyrrum bóndi á Hrafnagili en núverandi starfsmaður Véla og þjónustu. Aðspurður sagði Benedikt að mikið væri spurt um róbótann - eða mjaltaþjóninn. „Bændurnir sýna þessu áhuga en tækið er dýrt og það er að mörgu að huga þegar kaup á róbót eru ákveðin,“ sagði Benedikt. „Annars segi ég bændunum að þegar kemur að svona málum sé rétt að huga til dæmis að því hvemig þeir ætla að standa að málum á sínum búum þegar þeir verða eldri. Hvernig er fjölskyldan samsett? Hverjir vinna núna við búið og hvernig er líklegt að staðan verði eftir nokkur ár?“ Það er ljóst að „robbinn" er meiri- háttar tæki og sinnir störfum sínum með prýði þó vissulega séu þar takmarkanir á en þær eru helstar að síðjúgra kýr getur hann ekki mjólkað sé fjarlægð spena frá bás orðin minni en 33 cm. Ég held og tel reyndar nokkuð víst að ef ég hefði keypt „robba“ í fyrra, þá væri ég ennþá bóndi. - En hvernig er að vera horfinn úr húskap og farinn að ráðleggja og selja? „Það er mikil breyting en ég lifi enn og hrærist í búskapnum. Um árabil hafði ég sett mig vel inn í hann og farið víða og aflað mér þekkingar - jafnt innan lands og ut- an. Þetta kemur sér vel núna. Auð- vitað sakna ég búskaparins en sá söknuður er þó minni en ætla mætti vegna starfsins. Ég hitti ótal bændur og er stöðugt að velta mál- um þeirra fyrir mér.“ - Um hvað eru hændur að hugsa þessa dagana? „Ég held að æði margir séu að velta þeirri staðreynd fyrir sér að það fækkar stöðugt á heimilunum og það er erfitt að fá fólk til að vinna í sveitum.“ Búin hafa stækkað jafnt og þétt en aukið vinnuframlag hefur að mestu komið frá bóndanum sjálfum, sem hefur nú á mörgum búum lengri vinnudag en hann hafði fyrir 3-4 árum síðan." - Hvað segir sölumaðurinn Benedikt að lokum ? „Við leggjum áherslu á að þjónusta við tæki sé góð. Það er ekki nóg að selja tæki. Það þarf að þjónusta það síðar. Innan skamms munu Vélar og þjónusta flytja í nýtt húsnæði í Reykjavík. Þá batn- ar þessi þáttur starfseminnar enn frekar og ég vona að sem flestir hafi samband við okkur og við leggjumst yfir málin, en mál eins og breyting á fjósi þarf mikinn undirbúning og ígrundun á hvernig best sé að koma hlutunum fyrir.“ Reglur um gæöatlokk un íslensks grænmeQs Ifta dagsins Ijús í apríl síðastliðnum var hafist handa við að taka saman reglur um gæðaflokkun íslensks græ- nmetis. Reglurnar hafa verið unnar í vinnuhópi sem skipaður er fulltrúum frá Matvælar- annsóknum Keldnaholti (Matra), Bændasamtökum ísl- ands, Sambandi garðyrkju- bænda, Nýkaupi og Sölufélagi garðyrkjumanna. Vinna þessi er hluti af verkefninu „Bætt gæði grænmetis frá framleiðanda til neytanda“ en það er styrkt af Tæknisjóði Rannsóknarráðs, Framleiðnisjóði landbúnaðarins, Nýkaupi, Sölufélagi garðyrkju- manna og Isaga. Verkefnisstjóri er hjá Matra. Gæðaflokkun íslensks græn- metis er mikilvæg fyrir neytendur, smásöluverlsun, heildsölufyrirtæki og framleiðendur. Gæði íslensks grænmetis munu enn aukast og verða jafnari en með auknum gæðum styrkja innlendir fram- leiðendur stöðu sína gagnvart inn- fluttu grænmeti. Neytendur munu geta valið þá gæðaflokka sem þeim henta og öll meðferð íslensks grænmetis í verslunum og heildsölufyrirtækjum verður ein- faldari. Lokið hefur verið við drög að texta um gæðaflokka fyrir 14 teg- undir grænmetis. Um er að ræða tómata, gúrkur, papriku, gulrófur, gulrætur, blómkál, höfuðkál, kína- kál, spergilkál, salat, pottasalat, stilksellerí, blaðlauk og steinselju. íslenskir garöyrkjubændur eru þekktir fyrir úrvalsframleiðslu. Hér er einn þeirra, Kjartan Helgason, Hvammi I, Flúðum, að huga að plöntum í gróðurhúsi. Við samningu textans var tekið mið af evrópskum stöðlum en íslensku drögin eru einfaldari og löguð að íslenkum aðstæðum. Reglumar taka á fjölmörgum þáttum: skilgreindar eru lágmarkskröfur, kröfur til ein- stakra gæðaflokka, þyngdar- eða stærðarkröfur, leyfileg frávik og loks kröfur um einsleitni, pökkun og merkingar. Um er að ræða þrjá gæðaflokka: ún'alsflokk, I. fiokk og II. flokk. Urvalsfiokkur er þó ekki notaður fyrir nokkrar grænmetistegundir. Flokkunarreglurnar voru kynntar fyrir framleiðendum á tveimur fundum og hafa margir þeirra prófað að vinna eftir reglun- um í sumar. í október verður hald- inn fundur með framleiðendum og gefst þeim þá kostur á að gera at- hugasemdir við reglurnar. Einnig geta framleiðendur komið athuga- semdum beint til Sambands garðyrkjubænda. Vinnuhópurinn mun endurskoða fiokkunarreglurn- ar og verða þær síðan gefnar út formlega og notaðar eins og kostur er af framleiðendum, heildsölufyr- irtækjum og verslunum. Flokkun- arreglur fyrir ylræktað grænmeti hafa verið í notkun frá því í maí sl. og hafa þegar skilað jafnari gæðum afurða sem berast til móttökustöðva. Gæði nautgripakjöts Af mðrgu er að hygyia í nýlegu fréttabréfi SS frá júlí 2000 er fjallað um innlegg nautgripa- kjöts mánuðina þar á undan þ. e. maí og júní og nefnt sérstaklega að almennt hafi nokkuð skort á gæði fallanna. Aðspurður sagði verksmiðjustjóri SS á Hvolsvelli að megin ástæða þessarar ábending- ar félagsins væri að gripirnir hefðu verið of holdrýrir og fitulitlir. „Almenna reglar er sú varð- andi ástand og eldi gripa fyrir slátrun að heppilegast er að þeir séu í eldi / bötun en ekki aflög. Þessvegna er eldið aukið síðustu 4- 5 vikur fyrir slátrun. I þessu efni verður þó að taka tillit til þess hvert er ásland ■ gripsins. ■ 'hve gamall hann er og hvemig eldinu hefur verið háttað um lengri tíma. Það er til að mynda ekki skynsam- legt að auka verulega eldisstyrk fyrir slátrun hjá á 32-36 mánaða gömlum bola. Þá væri líklegast að eldið myndi eingöngu skila sér í yfirbo.oJsfiitu iundir .húð.) ^n ekki að sama skapi inni í vöðvunum og vexti vöðva. Frá sjónarhóli af- urðastöðvarirnar er óæskilegt að fá til slátrunar rýr og fitulítil ung- nautaföll og það er ekki það sem markaðurinn vill helst. Ein skýr- ing á því að ungneyti eru rýr getur verið markaðsaðstæður nauta- kjötsins undanfarin misseri, lang- ur biðtími eftir slátrun. Það er erfiðleikum bundið fyrir bóndann að ala nautgripina rétt m. t. t. slátrunar ef óvissa ríkir um hvenær maptuar ,að josna við .þá-.íi slátrun. Án ef er þarna að finna eina af skýringum þess að ungnautaföllin eru ekki eins og best væri á kosið. Fyrir nokkrum árum vann Guðmundur Steindórsson, naut- griparæktarráðunautur í Eyjafirði verkefni þar sam hann reyndi að byggja upp aðferð til þess að meta sláturhæfni nautgripa, fyrst og fremst ungneyta, og reyna að segja fyrir um líklega gæðaflokkun jjjieð því i.að jjnetai ástand lifandi gripa fyrir slátrun. Ég held að óhætt sé að segja að þessi aðferð hafi reynst notadrjúg og margir héraðsráðunautar hafa verið til- búnir að tileinka sér hana og verið reiðubúnir að forskoða gripi fyrir slátrun ef þess hefur verið óskað. Þessa þjónustu gætu afurða- stöðvarnar og bændur nýtt sér“, sagði Gunnar Guðmundsson, forstöðumaður ráðgjafasviðs BI. la uicu^inraini-,. .juuunnitntujij^

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.