Bændablaðið - 27.03.2001, Side 1

Bændablaðið - 27.03.2001, Side 1
6. tölublað 7. árgangur Þriðjudagur 27. mars 2001 ISSN 1025-5621 Gin- og klaufaveikin Bændum berað sýna ðrustu aðgát Bændur eiga ekki að hleypa neinum inn í fjósið, fjárhúsið eða svínahúsið á næstunni nema þeim sem eiga lögmætt og brýnt erindi. Einnig eiga bændur að gæta þess að þeir fáu sem mega koma í heim- sókn sýni smitgát þegar farið er á milli bæja. Þetta kemur fram í bréfi frá yfirdýralækni. „Verið sjálf góð fyrirmynd í þessum efnum. Fylgist með því og fylgið því eftir, að föt og skór sem notuð hafa verið erlendis séu þvegin og sótthreinsuð fyrir notkun hér heima. Þau séu flutt heim í lokuðum umbúðum t.d. plastpoka. Enginn, hvorki þið sjálf né aðrir sem hafa verið í út- löndum, komi nálægt dýrunum hér heima (einkum klaufdýrum) fyrr en að loknum þrifum og að loknum tilskildum tíma. Forðast skal að koma nálægt dýrum (einkum klaufdýrum) hér á landi í a.m.k. fimm daga eftir komu erlendis frá og tryggja skal að fatnaður sem notaður hefur verið erlendis sé sótthreinsaður rækilega. Líknið ef á þarf að halda, meðhöndlið með smitgát og bjargið farfuglum sem koma frá Bretlandi en látið þá ekki inn í gripahús. Tilkynnið allt sem gæti skipt máli til að verjast veikinni," segir í bréfinu. - Sjá nánar á bls. 16 og 17. Eggert Gunnarsson, dýralæknir og og sviðstjóri sýklafræðideild- ar Tilraunastöðvarinnar á Keld- um, sagði á vorfundi Dýralækna- félags íslands að íslendingar hefðu á vissan hátt verið í farar- broddi þegar þeir bönnuðu notk- un á sýklalyfjum í fóðri dýra 1978, allt nema hnýslasóttarlyf í kjúklingafóðri. í ESB er nú reynt að draga úr notkun sýklalyfja og svokallaðra vaxtahvetjandi efna í svína- og kjúklingafóðri. Sýkla- lyfjanotkun innan landa sam- bandsins dreifðist þannig 1997 að 52% var notað til lækninga á fólki, 33% til lækninga á dýrum og 12% voru notuð sem vaxta- hvetjandi efni í dýr. Þá voru notuð 241 mg á kg manna og 54 mg á kg dýra. Farið er af stað samnorrænt verkefni sem íslend- ingar taka þátt í til að finna út tíðni sýkinga og ónæmra sýkla í mönnum og dýrum. Sýklalyfja- Búnaðarfélag Hvammshrepps lagði land Fyrir skömmu lagði Búnaðarfélag Hvammshrepps land undir fót og var farið í „bændaferð“ um Suðurland og endað á Hótel Örk. Vel má vera að þetta sé í síðasta skipti sem umrætt búnaðarfélag fer í ferð af þessu tagi en nú er rætt um að sameina búnaðarfélögin í Mýrdalshreppi sem eru Búnaðarfélag Hvamms- og Dyrhólahrepps. Lagt var af stað á hádegi laugardagsins 17. mars og meðal annars stoppað við Seljalandsfoss þar sem boðið var upp á hressingu sem hafði ágæt áhrif á manskapinn. Þá var meðfylgjandi mynd tekin. Síðdegis gekk fólk inn á hótelið og gerði sig klárt fyrir kvöldverð og dansleik en búnaðarfélagið greiddi að hluta niður kostnað við ferðina. Tæplega 30 manns fóru í ferðina sem var í alla staði vel heppnuð og veltu menn því fyrir sér hvort önnur bændaferð yrði farin að ári í sameinuðu búnaðarfélagi í Mýrdalshreppi. Ekki má gleyma að nefna þau Ragnhildi, Óla og Guðrúnu sem kunnu vel við sig í glæstum sölum Hótels Arkar. Vorfundur Dýralæknafélags íslands DregiO hehir úr notkun sýkla- lyfja í íslenskum landbúnaOi notkun hefur minnkað í dýra- lækningum frá 1998 og var minni árið 2000 en nokkurt ár frá og með 1992. Hins vegar er brýnt núna að taka upp skráningu á allri notkun á sýklalyfjum í dýralækningum á Islandi. Eggert var einn fjögurra frum- mælenda á fundinum en hinir voru þeir Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir sýkladeildar Land- spítala-háskólasjúkrahúss, Harald- ur Bríem sóttvamalæknir og Tor- kel Ekman dýralæknir hjá Sam- tökum mjólkurafurðastöðva í Svíþjóð. Erindi Karls G. Kristinssonar fjallaði um það hvort sýklalyfja- notkun í landbúnaði skipti máli. Hann gerði að umtalsefni lyfja- ónæmi sýkla og hvemig sam- bandið er milli sýklalyfjanotkunar og -ónæmis. A undanfömum árum hefur þekking á lyfjaónæmi aukist og komið hefur í ljós að það eykst ekki aðeins með fjölgun á sýklum sem þola viðkomandi lyf, heldur flyst erfðaefni og þar með lyíja- ónæmi á milli sýkla sömu tegundar og óskyldra tegunda. Einnig getur notkun á einni tegund lyfs valdið ónæmi fyrir annarri tegund. Ennþá hafa fjölónæmir stafýlókokkar ekki náð fótfestu hér á landi, en eins og fram hefur komið í fréttum hefur þurft að loka stofum á sjúkrahúsum hér og sótthreinsa vegna þeirra. Vaxandi ónæmi sýkla sem finnast bæði í dýrum og mönnum eins og salmonellu, kampylobacter og E. coli tengist sýklalyfjanotkun í dýrum. Sýnt hefur verið fram á samhengi milli notkunar á ákveðnum sýklalyfjum í landbúnaði og ónæmra sýkinga í mönnum þar sem bændur og dýra- læknar eru í áhættuflokki. Sýklalyf enda úti í náttúrunni og sum þeirra eru mjög lengi að brotna niður þar. Karl benti á að úr sýkla- lyfjaónæmi dregur ef tekst að minnka ónauðsynlega sýklalyfja- notkun. Ennþá hefur ekki komið upp sýklalyfjaónæm salmonellu- sýking sem á uppruna á Islandi en fjölónæm sýking átti uppruna í innfluttu salati. Haraldur Bríem ræddi um ónæmi sýkla fyrir sýklalyfjum og aðgerðir gegn þeim erlendis og hér á landi. Hann lagði áherslu á að sýklar væru greindir og lyfjanæmi kannað þannig að hægt væri að velja rétt lyf og skammtastærð og rétta tímalengd meðferðar. /Þ Nánar á bls. 7. Sjá einnig grein á bls. 4.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.