Bændablaðið - 27.03.2001, Page 5
Þriðjudagur 27. mars 2001
BÆNDABLAÐIÐ
5
Spurt iim
ðform
jslandspósts
Mikil umræða hefur orðið um
þau áform íslandspósts hf. að
leggja niður pósthúsin á Hofsósi
og í Varmahiíð. í framhaldi af
því hefur Jón Bjarnason, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, lagt fram á
Alþingi fyrirspurn til sam-
gönguráðherra um póstþjón-
ustu en Jón telur margt óljóst í
sambandi við niðurskurðar-
áform fyrirtækisins.
Fyrirspurnin er svohljóðandi:
1. Hvenær verða settar ákveðnar
gæðakröfur um grunnpóstþjón-
ustu í landinu sem taki meðal
annars til póstmóttöku, póst-
dreifingar, aðbúnaðar, öryggis-
mála, póstleyndar og aðgengis
almennings að þessari þjón-
ustu?
2. Hvaða skilgreindar kröfur eru
nú gerðar um póstmóttöku og
póstdreifingu, sem og fjöida,
aðbúnað og þjónustustig póst-
stöðva í landinu?
3. Hver tekur út og samþykkir
færslu póstafgreiðslna, aðbún-
að, öryggi, rekstrarform og
þjónustustig nýrra póststöðva
og hvernig er formlega staðið
að þeirri úttekt?
4. Mun ráðherra láta afturkalla
lokun pósthúsanna á Hofsósi og
í Varmahlíð ef breytingin sem
þar á að verða þýðir minni gæði
eða beinan niðurskurð póst-
þjónustu á þessum stöðum frá
því sem áður var eða hún
samræmist ekki ákvæðum í
starfsleyfi Islandspósts hf. frá
28. janúar 1998?
Stundum hefur borið við í
veislum hjá Búnaðarbanka
íslands, að þingfulltrúar á
búnaðarþingi verða fullir - af
andagift og góðum krásum. Því
sagði einn úr þeirra hópi:
Saddur vel með þökk í þanka
með þingfulltrúum öðrurn sit.
Það að selja svona banka
sýnist ekki nokkurt vit!
(Úr fórum Leifs Kr.
Jóhannessonar).
Um miðjan mars var efnt til gæðastýringarnámskeiðs í sauðfjárrækt í Öxi, fundarsal Öxarfjarðarhrepps. Björn Víkingur Björnsson í
Sandfellshaga lagði leið sína á námskeiðið og tók meðfylgjandi myndir fyrir Bændablaðið. Á innfelldu myndinni má sjá þau Sigurð og Maríu sem
stýrðu námskeiðlnu af röggsemi en á þeirri stóru eru nokkrir bændanna sem sóttu námskeiðið.
Úr húsasafni Þjóðminjasafnsins
Hjallur í
Vatns-
firði
Á Vestfjörðum er á stórum
svæðum mikið af
prýðilegu hleðslugrjóti og
var þar víða eingöngu
notað grjót í veggi
torfhúsa. Hjallurinn er gott
dæmi um þetta. Hann er
með stærstu og
veglegustu húsum sinnar
tegundar á landinu en
hann er talinn reistur um
1880. Þjóðminjavörður
beitti sér fyrir því að
hjallurinn yrði tekinn á
fornleifaskrá árið 1976.
Síðar sama ár var gert
rækilega við hann og
hefur hann síðan verið í
vörslu og umsjá
Þjóðminjasafnsins.
SPÍHIUP MUP SPÍÍÚ
Stubbarnir standist á
Fyrir um þremur áratugum
kom upp umræða unt það á
Norðurlandi hvar
hringvegurinn ætti að liggja
milli Skagafjarðar og
Eyjafjarðar, þ.e. hvort hann ætti
að liggja um Óxnadal eða
Hörgárdal, og sýndist sitt
hverjum. Sanngjarn
framámaður hélt þá fram þeirri
skoðun að hvert byggðarlag
skyldi hafa sjálfdæmi um hvar
meginjtjóðleið lægi um héraðið.
Annar benti þá á að það væri þá
gott að stubbarnir stæðust á.
Þessi saga rifjast upp nú
þegar ráðslagað er um framtíð
Revkjavíkurflugvallar. A
Norðmiandi leystust mál
farsællega að bestu manna
yfirsýn og stubbarnir standast á
en í Reykjavík er enn óséð
hvernig mál munu skipast og
skýrði almenn atkvæðagreiðsla
Revkvíkinga um síðustu helgi
málið lítið.
Það sjónarmið sem virðist
hafa fallið í skugga í þessu máli
er að heildarhagsmunir allra
sem málið er varðar séu í
fyrirrúmi; að stubbarnir
standist á. Hvergi stendur
skrifað í stjörnurnar hvernig
flugsamgöngum innanlands
skuli háttað. Við, hin
misframsýna mannkind, þjóðin í
sameiningu, verðum að leysa úr
því. Reykjavík er ekki fríríki
sem getur ákveðið slíkt upp á
sitt eindæmi og allra síst geta
tæp 400 umframatkvæði af
80.000 manns á kjörskrá og
30.000 kjósendum skyldað
borgarstjóra siðferðilega til að
þurrka Reykjavíkurflugvöll út
af aðalskipulagi borgarinnar.
Leikreglurnar sem settar voru
fyrirfram sögðu annað.
Um framtíð
Reykjavíkurflugvallar er
auðvitað enn allt í óvissu og
verður það uns fyrir liggur
hvað við tekur; Keflavík,
Álftanes, Hvassahraun, Engey
eða eitthvað enn annað.
Á kjördag var borinn í hús í
nokkrum hverfum borgarinnar
miði frá samtökum þeirra sem
vilja völlinn burt þar sem frarn
kom að samkvæmt
útreikningum verkfræðideildar
Háskóla Islands muni húsnæði í
þessum borgarhverfum hækka
um 3-10% í verði, ef völlurinn
hverfur á braut. Slíkt kostaboð
hefur án efa freistað einhverra.
Að minnsta kosti þeirra sem eru
andlega skyldir þursunum í
Dofrafjöllum, eins og þeim er
lýst í leikriti Henriks Ibsens,
Pétri Gaut, í þýðingu Einars
Benediktssonar: „Þursi ver
sjálfum þér nógur".
Grímur
eiues pm ja pjsojq ua pe>t>jæ;
ujnunjeq jn;aq uepjs 'sue|0><s
-ejpæuisnq 66aA jjpun ueuuns
uj>ja; jba uipuAui 6o jn6n;iAj jba
jniijd je6acj 6Þ6L JBa enaq 'jpjj}
-je6jog j jpueieuueA e uinue|o>|s
-eUU3A>| I |3ABSO!| UOSSHjJQjJJ
uo[jn6is uujjn6ujpjj}udoA jpessed
Einu sinni ...