Bændablaðið - 27.03.2001, Side 8

Bændablaðið - 27.03.2001, Side 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 27. mars 2001 Vinsældir íslenska hestsins aukast stöðugt, bæði hériendis og erlend- is, og eftirspum eftir hverskonar fræðslu sem honum tengist jafn- framt. Þekking á þörfum hestsins, getu og fjölhæfni er forsenda fram- fara og jafnframt lykill að vel heppnaðri markaðssetningu á þeim dýrgrip sem íslenski hesturinn er. Fram til þessa hefur fræðsla á er- lendum vettvangi verið mest á námskeiðsformi, yfirleitt með megináherslu á reiðmennsku en öðrum þáttum gerð minni skil. Reyndar hafa fjölmargir erlendir hestamenn sótt nám í hesta- mennsku hérlendis, flestir við Hólaskóla, ásamt þeim mikla Qölda sem unnið hafa um lengri eða skemmri tíma með hross hérlendis og öðlast þannig mikla reynslu. Helgina 24. og 25. febrúar var haldinn að Hólum í Hjaltadal samráðsfundur fulltrúa nokkurra framhalds- og búnaðarskóla á Norðurlöndunum. Markmið fund- arins var að kanna möguleika á að innleiða kennslu í hrossarækt, reiðmennsku og meðferð á íslenska hestinum inn í mennta- stofnanir í nágrannalöndunum. Þeir skólar sem áttu fulltrúa á fundinum auk Hólaskóla voru: Toppidretsgymnas í Lillehammer og Söve Naturbruksskole frá Nor- egi, Finsta Naturbruksgymnasium frá Svíþjóð, Ypajá reiðskólinn í Finnlandi og Höng landbrugsskole í Danmörku. Einnig mættu fulltrúar frá íslandshestafélögum viðkomandi landa og formaður Félags tamningamanna. Nokkur undirbúningsvinna hefur farið fram nú þegar, en á þessum fundi var megináhersla lögð á að hver skóli kynnti starf- semi sína og stöðu innan mennta- kerfis viðkomandi lands. Þar sem um mjög mismunandi uppbygg- ingu á námi er að ræða á milli landa er hugmyndin að koma upp nokkurskonar norrænum grunni, þ.e. sambærilegu grunnnámi sem skólamir gætu sameinast um en framhaldsnám yrði við Hólaskóla. Asltor iiu Ií 1 ínnlf ritlra st-rn t-rh-mJr;i ft-r 0;mi;tnna - komum í veg fyrir að nýir og hættulegir dýrasjúkdómar berist til landsins! Víða erlendis eru landlægir dýrasjúkdómar sem íslenskir dýrastofnar hafa sloppið við fram til þessa. Gin-og klaufaveiki sem nú breiðist út í Bretlandi og e.t.v. víðar er einn þessara hættulegu sjúkdóma. Ef hann bærist til íslands hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Þeir sem hafa ferðast um landbúnaðarsvæði í Bretlandi skulu auk þess forðast snertingu við dýr hér á landi í að minnsta kosti fimm daga eftir heimkomu. 2> Allur innflutningur á hráum matvælum er bannaður. Minnsta brot á þessum reglum getur valdið óbætanlegu tjóni. Ferðist fólk um landbúnaðarsvæði í Bretlandi skal setja öll föt sem notuð eru í plastpoka strax að lokinni notkun og þvo og hreinsa í fatahreinsun strax eftir heimkomu. Skófatnað þarf einnig að sótthreinsa. Yfirdýralæknir Sölvhólsgata 7-150 Reykjavík - Sími 560 9750 - Fax Fólk sem hyggur á ferðir til Bretlands er varað við að heimsækja bóndabæi og landbúnaðarsvæði vegna smithættu. Ekki er ráðið hvenær slíkt nám mun hefjast, en mikið er óunnið við samræmingu og samningagerð á milli stofnananna. Hér er augljóslega komin af stað mjög athyglisverð umræða sem leitt getur til verulegrar aukn- ingar á námsframboði í Islands- hestaheiminum. Sú tilraun sem á að hefjast á komandi hausti með kennslu í hestamennsku á fram- haldsskólastigi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og Fjöibrautaskóla Suðurlands á Selfossi sem liður í „Átaksverk- efni“ er enn eitt skrefið og fróðlegt verður að fylgjast með hvemig þessi menntamál munu skipast á komandi árum./GR Vorum að taka upp varahluti í Vicon- PZ og Greenland tæki GREENLAND Ingvar Helgasonht Vélavarahlutir, Sími 525-8040 Til sölu Case IH CS 75, 4x4 nýskráð 10/1999. Ekinn 511 tíma. Verð 1.800.000 kr. án vsk. Upplvsinaar í síma 560-8834. Lokar og tengi fyrir haugsugur og lagnir VÉLAVAL-Varmahlíö m Simi 453 8888 Fax 453 8828 Vetfang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.