Bændablaðið - 27.03.2001, Síða 10
10
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 27. mars 2001
i nyjum fjarhusum a Skjoldolfsstoðum a Jokuldal
Dokablótið var haldið í fjárhúsum sem feðgarnir
Þorsteinn Snædal og Vilhjálmur Snædal eru að
byggja.
Blótið var með hefðbundnu þorrablótssniði, etinn
þoixamatur og flutt heimasmíðað skemmtiefni.
Einnig var boðið upp á hreindýrapottrétt og Kái*i
Ólason, verktaki úr Tungunni og maðurinn á bak við
blótið, sagði að þar hefðu verið étin sönnunargögnin
úr óupplýstu sakamáli síðan í haust. Síðan var stiginn
dans þar til klukkan var farin að ganga fimm um
morguninn, við undirleik Nefndarinnar frá Fellabæ.
Elst gesta var Ingunn á Aðalbóli sem er 87 ára. Hún
fór ekki heim fyrr en með seinustu mönnum og voru
þá farin að bíða eftir henni bæði synir og ömmuböm.
Nokkur smáböm vom á staðnum og voru þau höfð á
vöggustofu sem var inn af eldhúsi. Þegar mest var
vom þar fjögur böm í vögnum. Sum voru reyndar
það vaxin að þau fengu að kíkja í salinn til að sjá
hvaða læti þama voru á ferðinni.
Veislugestir sögðust aðspurðir aldrei hafa sótt annan
eins gleðskap. Mjög létt var yfir mönnum og engan
bilbug á unga bóndanum á bænum og fjölskyldu
hans að finna, þrátt fyrir að ekki blási alltaf byrlega
fyrir bændum.
Á bænum Skjöldólfsstöðum á
Jökuldal er ungur bóndi að reisa
sér fjárhús. Þorsteinn Snædal er
nýfluttur í sveitina nteð fjölskyldu
sína, hann festi fyrir tæpum tveim-
ur árum kaup á jörð og er bjartsýnn
á framtíðina.
Hvenœr var byrjað að byggja
húsin og hvencer er œtlunin að
taka þau í notkun ?
„Byrjað var að taka grunninn í
júníbyrjun 2000. Eg vonast til að
taka a.m.k. hluta þeirra í notkun í
mars nk. og klára afganginn með
vorinu, fyrir sauðburð.“
Eru þetta ekki gríðarmikil hús?
„Þau eru 900 m2 og eru skráð
fyrir 720 fjár, með vel rúmt á
hverri kind. Undir þeim er steypt
haughús, 1,80 m djúpt undir
gólfbita, og stálgrind ofan á. Síðan
eru þau einangruð með fjögurra
tommu steinull og klædd að innan
með hvítu bárujámi. Fóðurgangur-
inn er undir mæninum fyrir miðju
og sex sextíu kinda hús hvoru
megin við hann. Húsin voru
teiknuð eftir okkar hugmyndum,
þótt auðvitað megi finna svipuð
hús annars staðar.“
Þú varst líka að kaupa jörð, er
það ekki?
„Jú, ég keypti samliggjandi
jörð og maður sá auðvitað mögu-
leikann á því að nýta jarðirnar og
öll ærgildin, við erum nú með 750
ærgildi samanlagt. Hins vegar fæ
ég ekki ennþá leyfi til að sameina
hjarðimar og flytja fé þaðan
hingað úteftir. Það kom þvert nei
við því. Það er talað um smitvarnir
en samt hefur aldrei komið upp
riða á þessum bæjum. Leyfið kem-
ur sjálfsagt fyrir rest, það er nýlega
búið að leyfa flutning á fé milli
bæja annars staðar í sveitinni. Það
virðist bara stundum sem allt sé
gert manni til óþæginda, hægri
höndin veit ekki hvað sú vinstri
gerir."
A hvaða forsendum fá aðrir
leyfi en þú ekki?
„Það em engar forsendur. Þetta
em bara kúnstir. Þetta eru voða-
lega einkennilegir menn. í upphafi
var reynt að koma í veg fyrir
húsbygginguna og henni fundið
ýmislegt til foráttu. Húsin eiga að
skapa slysa- og smithættu, bæði af
því að þjóðvegurinn er hér fyrir of-
an og svo á að vera meiri hætta á
smiti í svona stómm húsum.“
Hvernig líst fólki á þessar
framkvœmdir hjá þe'r?
„Flestir halda að ég sé bara
geggjaður, en auðvitað voru marg-
ir tilbúnir að hjálpa til. Það er samt
miklu minna um það núna en áður
þegar allir komu saman og hjálpust
að. Nú eru allir á fullu í einhverju
öðm. Svo kom reyndar fram á
bændafundi í Valaskjálf í haust að
Ari Teitsson telur vitlaust að
byggja svona fín hús, en vill bara
byggja óeinangruð hús á taði. Það
er kannski lýsandi dæmi fyrir
hugsunarháttinn innan bændafor-
ystunnar, það má ekki þróa neitt
eða koma upp neinni aðstöðu.
Afhverju eru ungir menn þá að
fara úl í þetta?
„Eg hef trú á þessu; þetta er
ákveðinn lífsstfll. Þetta er afar
fjölskylduvænt því ég get verið
meira með fjölskyldunni. Áður var
ég alltaf í vinnu og aldrei heima.
Fjölskyldan getur tekið miklu
meiri þátt í þessum rekstri. Að vísu
er ekki komin nein reynsla á það
ennþá en ég held að þetta verði
svoleiðis þegar búið er að koma
upp góðri aðstöðu.“
Eru menn ekki ánœgðir með að
fá unga og drífandi fjölskyldu í
sveitina?
„Eg held að menn hljóti að
vera ánægðir, þótt manni finnist
kannski stefnan vera sú að búskap-
ur eigi bara að lognast útaf.
Bændur vilja það ekki en kerfið
býður ekki upp á að nein endur-
nýjun verði í sveitum. Það er eng-
inn grundvöllur fyrir ungt fólk að
kaupa sér jörð. Það er svo dýrt að
koma sér af stað. Ég gat þetta af
því að hér eru öll tæki og tól til og
ég þarf því ekki að leggja í þann
kostnað, en þetta er nógu dýrt
samt.“
Er einhver markaður fyrir
lambakjöt?
„Já. En auðvitað þarf að gera
eitthvað í markaðsmálum. Bændur
em reiðubúnir að komar til móts
við neytendur og kröfur þeirra. Það
er alveg rétt sem Fjóla Runólfs-
dóttir benti á, kjöt er ekki snyrt al-
mennilega og rnenn eru að kaupa
hækla og hálsabita sem ætti bara
að henda. Ég held að það eigi að
verka kjötið öðruvísi, snyrta það
meira og henda meiru frá í upp-
hafi. Þá væri hægt að hafa kjötið
frekar dýrara en hitt en neytendur
að sama skapi ánægðari nteð það.
Ég held líka að bændur séu tilbúnir
að koma til móts við það sem
markaðurinn vill. Þeir þurfa bara
að taka þetta meira í sínar eigin
hendur."
Hvað fmnst þér um lífrœna
rœktun lambakjöts og rekjanleika
kjöts?
„Ég lít t.d. svo á að okkar kjöt
sé lífrænt. Þetta er kjöt sem kemur
beint af fjalli og í sláturhús. Það er
nú ekkert flóknara en það.
Auðvitað má merkja það sem slíkt,
en það þarf þá bara að gera beint,
þarf ekki að vera með neina
sérstaka vottun. Ég held að það sé
alveg möguleiki að merkja hvaðan
kjöt kemur og með eigin sláturhús
væri það auðvelt. Ég held að það
yrði mjög erfitt í framkvæmd í
stóru sláturhúsunum. Ástæða er til
að óttast kostnað sem því fylgdi,
það er ekki ótrúlegt að hann yrði
klipinn af hlut bænda.
Heldur þú að í framtíðinni
verðirþú með eigið sláturhús?
„Já. Sláturkostnaður er óheyri-
lega hár. 136 kr. á kílóið af lambi á
móti 35 kr. á kílóið af svíni og 48
af nauti er bara geggjun. Miðað
við þann lambafjölda sem við
verðum að leggja inn héðan, a.m.k.
1200 lömb, þá er sláturkostnaður
tvær og hálf milljón miðað við 15
kflóa meðalvigt. Þetta sér hver
maður að er ekki nokkurt vit.“
Hvernig heldur þú að
framtíðin verði fyrir sauðfjár-
bœndur?
„Ég held að afkoman eigi eftir
að batna mikið og kjötið verði mun
vinsælla en nú er.
Það eiga örugglega eftir að
verða miklar breytingar á slátur-
markaði. Kerfið er alltof dýrt núna
og það þarf að breyta sölumálum.
Þeir sem sjá um sölumál fyrir
bændur vita ekkert hvað þeir eru
að gera. Ég er alveg viss um að
það er hægt að fá hærra verð fyrir
afurðirnar, ég held bara að bændur
þurfi að selja sjálfir. Þetta verða
minni einingar og menn sleppa
milliliðunum og selja sitt kjöt
beint. Maður þarf að koma sér upp
sláturhúsi og sjá um þetta sjálfur
því að hinum er ekki treystandi til
þess. Það er t.d. aurnt í þetta miklu
landbúnaðarhéraði að kaupfélagið
skuli ekki hafa getað rekið slátur-
hús og kjötvinnslu skammlaust.
Þeir eru búnir að glutra þessu út úr
höndunum með röngum ákvörðun-
um. Þeir hafa kastað tugum
milljóna í sláturhús á Fossvöllum
og kjötvinnslu og sláturhús á Eg-
ilsstöðum og eftir standa þessi tvö
hús ónothæf að mestu. Þau hafa
ekki útflutningsleyfi. Alltaf er
verið að hagræða og sameina, eftir
síðustu sameiningu undir rnerki
Goða eru þeir nú ekki beysnari en
svo að geta varla borgað þetta út.
Maður spyr sig hvar hagnaðurinn í
þessari sameiningu lá, ég sé hann
ekki. Þetta er andvana fæðing. Það
er dapurt að hafa haldið þannig á
spöðunum að bændur á Héraði eru
komnir aftast hvað slátrun varðar.
Við ættum að hafa fyrsta flokks
hús og meiri möguleika á útflutn-
ingi. I staðinn er fyrirliggjandi að
húsin verði lögð niður.“ /1S
Skemmtaninn
Lárus Brynjar Dvalinsson
bóndi á Vörðubrún í Jökulsár-
hlíð var potturinn og pannan í
skemmtidagskránni.
Varþetta ekki mikil vinna?
„(Andvarp) Þeir sem sjá þetta
sjá náttúrulega að það var óhemju
vinna að koma þessu öllu upp,
veggjum og klósettum og eldhúsi.
Við vorum að í þrjár vikur nánast
upp á hvern dag. Áuðvitað mættu
ekki allir alltaf. Þá daga sem verið
var að koma upp aðstöðunni voru
þrír til fjórir hér á hverjum degi af
þeim ca. fimmtán sem í nefndinni
voru. Eldhúskonur og skáld unnu
náttúrulega heima hjá sér.“
Hvernig höguðuð þið vinn-
unni?
„Við reyndum að fara tíman-
lega af stað. Maður vaknaði klukk-
an hálf átta og fór í fjárhúsin,
keyrði svo hingað uppeftir, vann