Bændablaðið - 27.03.2001, Side 12
12
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 27. mars 2001
Um fpjðlsa sölu
greiQslumarks
Mikið hefur verið rætt og nokkuð
ritað um hagkvæmni og
óhagkvæmni þess að greiðslumark
í mjólk sé seljanlegt milli manna.
Engum átti þó að blandast hug-
ur um að frjáls verðmyndun á
greiðslumarki myndi hafa margar
skuggahliðar.
Reynsla í því el'ni hefur ekkert
sýnt sem ekki sást fyrir ef menn
vildu. Þeir sem réðu því hinsvegar
að þessi háttur var hafður á við
framleiðslustýringu vildu gera
stóra hluti á stuttum tfma. Margoft
hefur komið fram að undirrótin var
að fækka framleiðendum með
auknum hraða og draga saman
framleiðslusvæðin að stærstu
mjólkursamlögunum. Þannig átti
að vinna í nafni hagræðingar og
ekki var spurt um aðrar afleiðing-
ar, þar með talinn hinn nýja rekstr-
arlið, kaup á greiðslumarki. Tugir
miljóna króna hafa runnið út úr
greininni og skuldsetning manna
er víða komin á hættustig, ef ekki
lengra. Markaðslögmálið virðist
samt eiga að gilda í þessu efni sem
annarsstaðar með öllum fylgifisk-
um þess.
Þessi nýlegi kostnaður við
mjólkurframleiðslu kemur m.a. í
veg fyrir að hægt sé að lækka
framleiðslukostnað. Verð til neyt-
enda og verð á greiðslumarki vega
víðast hvar þyngra en hagræðingin
sem verið gæti við hóflega
bústækkun og aukna veltu.
I sjávarútvegi er svo komið að
veiðiréttur er að mestu leyli kom-
inn í hendur fárra aðila. Þessir
aðilar eru farnir að sjá að milj-
arðaverðmæti í kvóta getur orðið
verðlaust í höndum þeirra innan
skamms nema selja megi þessa
„þjóðareign" útlendingum. Ekki
eru allir klígjugjamir þegar pen-
ingar eru annarsvegar.
I íslenskri mjólkurframleiðslu
verður varla farin sama leið, en ef
ekkert er að gert mun verða löng
bið eftir því að verð á greiðslu-
marki lækki að einhverju marki.
Jóhannes Torfason á Torfalæk
skrifaði nýlega í Bændablaðið að
mörgu leyti ágæta grein um frjálsa
greiðslumarkssölu og áhrif hennar.
Hann sá ekki annan kost úr
ógöngunum en að slá þessa fram-
leiðslustýringu af og gera greiðslu-
markið verðlaust í einu vetfangi.
Slík lausn er þó engan veginn
sanngjörn fyrir þá sem keypt hafa
á uppsprengdu verði með það að
leiðarljósi að hægt væri að selja
aftur ef illa gengi. Greiðslumarkið
er í þeim tilfellum mikill vara-
sjóður þess sem kaupir og hverjum
þeim sem hyggst hætta fram-
leiðslu. Hvað er þá til ráða sem
sanngjamara væri og lækkaði
þennan kostnað við meinta
hagræðingu hjá framleiðendum?
Eg hef áður beint til ráða-
manna ákveðnum hugmyndum
sem ég vil hér með koma á
framfæri við hinn almenna lesenda
Bændablaðsins í þeirri von að
„grasrótin" komi á vitrænni hugs-
un og segi fyrir verkum eins og
gerst hefur nýlega, a.m.k. að hluta
til í öðru máli sem allir þekkja.
Frjálst markaðsverð sem af-
urðastöðvar halda uppi hefur
reynst illa.
Frjáls framleiðsla yrði fram-
leiðendum enn dýrari nema fram-
leiðslugeta minnkaði verulega frá
þvf sem nú er eða erlendir
markaðir færu að gefa nær því
sama og innlendur markaður og
fáir munu reyna að leiða að því
líkur. Greiðslumark verður því
áfram að vera söluvara en verðið
verður að lækka í áföngum. Trúin
á að markaðurinn skapi ásættan-
legt verð hlýtur að vera dauð eða
líflítil.
Kaup og sala á framleiðslurétti
verður því að fara fram hjá einum
aðila (B.I. eða L.K.). Þegar sú
ákvörðun yrði tekin þyrfti einnig
að ákveða hámarksverð á greiðslu-
marki fyrir hvert næstu ára, t.d.
samningstímabilið. Þetta hámarks-
verð væri þá auglýst strax fyrir öll
ár sem ákvörðunin næði _yfir og
færi lækkandi ár frá ári. A fyrsta
ári gæti það hugsanlega verið kr.
200,-, en stefndi t.d. niður í kr. 50,-
síðasta árið.
Með þessari aðlögun kæmi
eðlileg fyrning á keyptan rétt og
hver og einn gæti reiknað betur
hvenær og hvort honum hentaði
kaup cða sala.
Búast má við að með lækkuðu
verði vildu fleiri kaupa en framboð
leyfði. Lausn þess máls er einföld
og ætti að vera flestum geðþekk en
hún er sú að sá sem byði viðkom-
andi hámarksverð og væri næstur
seljanda fengi kaupin. Ef menn
telja þessa lausn ekki eðlilega má
ætla að viðkomandi telji vaxandi
byggðaröskun ekki skaðlega
íslensku þjóðfélagi og þurfi enn
frekar að leggjast á þær árar sem
henni valda.
Byggðin væri hinsvegar önnur
í kringum landið ef þessi leið
verðbindingar á greiðslumarki
hefði verið valin frá byrjun og ekki
síður á kvóta í sjávarútvegi. Minni
fjármunir hefðu þá runnið frá þess-
um mikilvægu atvinnugreinum.
Birkir Friðbertsson
Birkihlíð
Þekkingarleit og þrúunarstarf
í þágu íslensks landbúnafiar
Aukin arðsemi íslensks búfjár
dregur úr þrýstingi á innfiutning
búfjárafurða og minnkar þar með
sjálfkrafa hættu á nýjum
búfjársjúkdómum.
Um áratuga skeið hefur inn-
fiutningur búfjár og búfjárafurða
til íslands verið háður ströngum
takmörkunum.
Vegna þessara vamaraðgerða,
legu lands okkar og þeirrar ein-
angrunar sem af henni leiddi áður
fyrr, hefur Island sloppið við ýmsa
búfjársjúkdóma sem hjá öðrum
þjóðum hafa valdið erfiðleikum og
þrásinnis miklu tjóni og afföllum á
bústofnum. Skal þar öðrum fremur
nefnd gin- og klaufaveiki sem nú
geisar í Bretlandi með ógnvænleg-
um afieiðingum. Varnaraðgerðir
stjórnvalda gegn búfjársjúkdómum
sættu til skamms tíma harðri og oft
óvæginni gagnrýni. Neikvæð af-
leiðing af þeim aðgerðum er þó að
íslenskir bændur hafa til skamms
tíma ekki getað notið til jafns við
starfsbræður sína í nálægum lönd-
um árangurs af öflugu kynbóta-
starfi á sviði ýmissa búgrcina sem
fyrst og fremst beinist að því að
auka arðsemi búfjár.
Samanburður á verði og af-
urðamagni búfjár á íslandi við ná-
læg lönd hefur stöðugt orðið óhag-
stæðari auk þess sem hnattræn lega
landsins veldur því að framleiðslu-
kostnaður er meiri en annarra
framleiðenda sem sækja inn á ís-
lenska markaði. Framleiðsla
mjólkur og sauðfjárafurða hefur
lengi notið stuðnings af fram-
lögurn úr landssjóði. Jafnlengi hef-
ur sá stuðningur sætt gagnrýni og
þau sjónarmið verið uppi að ís-
lenskar búfjárafurðir eigi að keppa
á samkeppnismörkuðum við inn-
íluttar afurðir án fjárframlaga úr
ríksissjóði.
Á fundi um málefni land-
búnaðarins fyrir skömmu sagði
framkvæmdastjóri Bændasamtaka
íslands, Sigurgeir Þorgeirsson að
helsta ógn við íslenskan landbúnað
væri bág afkoma bænda og óvissa
um framtíðarþróun. Hafið er yfir
vafa að innlend búvöruframleiðsla
og reyndar afurðir landbúnaðar al-
mennt verða ekki varðar í
framtíðinni með tollaálögum og
sjúkdómavörnum að því marki
sem til skamms tíma hefur verið.
Með aðild sinni að Alþjóðavið-
skiptastofnuninni (WTO) hefur ís-
land opnað greiðari leið fyrir er-
lendar landbúnaðarafurðir inn á
markaði landsins. Samið hefur
verið um lækkun tolla á ákveðnu
magni búfjárafurða. Á þessu ári
nær sá samningur til 95 tonna af
nautakjöti og heildarmagn kjöts og
kjötafurða með lækkuðum tolla-
álögum er tæp 700 tonn.
Mjólkurafurðir frá erlendum
framleiðendum sem njóta tolla-
ívilnana í ár eru um 170 tonn skv.
sama samningi. Ásókn innflytj-
enda sem leitast eftir að koma er-
lendri búvöruframleiðslu inn á
íslenskan markað er um þessar
mundir tvöföld á við það sem
tollaívilnanir fást fyrir. Flestum
bændum og forystumönnum fé-
lagasamtaka þeirra hefur lengi
verið ljóst að búvöruframleiðsla
,hér á landi hafi engan veginn þá
arðsemi sem þarf til þess að stand-
ast samanburð við landbúnað þar
sem ríkt hafa margfalt rýrnri
aðstæður um ræktun búfjár, m.a.
með blöndun kynja, fyrst og
fremst í því skyni að auka arðsemi.
Búgreinafélög hafa lengi knúð
á um innfiutning dýra og erfðaefn-
is til þess að bæta innlenda bú-
fjárstofna og auka arðsemi þeirra
vegna erfiðrar samkeppnisaðstöðu.
Mikið hefur áunnist á þeim
vettvangi á síðustu árurn, en alls
ekki allt sem gæti orðið. Allur inn-
flutningur í þessu skyni hefur lotið
ströngum skilyrðum sérfróðra
manna í sjúkdómafræðum búfjár
og eftirliti þegar til íslands er
komið.
Loðdýrastofn á Islandi sem al-
inn er til arðs og afkomu byggist á
innfiuttum dýrum, bæði í upphafi
og síðar til kynbóta
Rekstur kjúklinga- og eggja-
framleiðslubúa byggist alfarið á
innfiuttum stofnum síðustu ár. Þar
hefur slíkur árangur náðst að eld-
istími kjúklinga að sláturþyngd er
nú fimm vikur, en fyrir röskum
áratug þurfti tíu til tólf vikur til að
ná sömu þyngd kjúklinga. Allt
miðað við sama fóðurmagn.
Svínabændur hafa sýnt mikla
samstöðu um að bæta svínastofn í
landinu með innflutningi kynbóta-
gnpa, bæði frá Noregi og Finn-
landi. Með kynbótastarfinu hefur
þeim tekist að laga framleiðslu
sína mjög vel að kröfum neytenda
og lækka framleiðslukostnað svo
að hann stenst samanburð við er-
lenda framleiðslu. Síðasti stór-
áfangi þeirra í kynbótum er að
auka vaxtarhraða gripa úr 400 gr. í
600 gr. á dag af sama fóðurmagni.
Nú er svo komið að engin ásókn
mun vera í innflutning svínakjöts.
Framleiðsla nautakjöts af ís-
lenskum stofni stenst engan sam-
anburð við það sem erlendir naut-
gripastofnar gefa af sér. Kyn-
blöndun við Galloway-gripi sem
bændur hafa alllengi átt kost á hef-
ur ekki skilað ásættanlegum
árangri hvað varðar kjötmagn og
gæði. Nautgripabændum tókst
áriðl994 að fá innfiutta fósturvísa
úr Angus og Limosin nautgripum
frá ræktunarbúum í Danmörku.
Itarlegar samanburðarrannsóknir
liggja nú fyrir frá Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins um fallþunga
alíslenskra gripa samanborið við
Angus og Limosin blendinga.
Niðurstöður sýna að blendings-
gripir skila miklu meiri og betri af-
urðum í kjöti heldur en íslenskir
gripir. Munur á fallþunga sem
byggist alfarið á betri fóðurnýtingu
blendingsgripa er með ólíkindum.
Tveggja ára gamall reyndist hver
blendingur 100 kg þyngri en al-
íslenskir gripir.
Samkvæmt framansögðu hefur
umtalsverður innfiutningur á kyn-
bótadýrum og erfðaefni átt sér
stað, einkum síðasta áratug.
Árangur er eftir fremstu vonum
því að í öllum tilvikum hefur tekist
að auka framlegð og arðsemi og
styrkja þannig stöðu innlendra
framleiðenda í síliarðnandi sam-
keppni. Mikill ávinningur felst
einnig í því sem of fáir hafa gefið
gaum, að ef arðsemi íslensks
þúfjár eykst dregur úr þrýstingi á
innflutning búfjárafurða og þar
með minnkar hætta á nýjum
búfjársjúkdómum sjálfkrafa. Ekki
er vitað til að sjúkdómar hafi borist
með innflutningi kynbótadýra eða
erfðaefnis, enda öll framkvæmd á
þeim vettvangi háð samþykki
sérfróðra manna um búfjár-
sjúkdóma eins og áður segir.
En betur má ef duga skal. ís-
lenska kýrin. Búkolla, Huppa,
Skjalda og allar hinar sem hér hafa
þraukað í þúsund ár og eiga fjölda
formælenda mjólka samkvæmt
nýjustu. skýrslum 4.600 lítrum
mjólkur á ári að meðaltali. Vitað er
um kyn í nágrannalöndum okkar
sem rnjólka mun meira. Það er því
ekki að undra að nautgripabændur
sækist eftir að fiytja inn fósturvísa
í tilraunaskyni úr norskum kúm
sem mjólka um 8000 lítra að
meðaltali séu þær fóðraðar
sambærilega við íslenskar kýr.
Heimild er fengin fyrir tilrauninni
og er fyrirætlað að framkvæma
hana á einangrunarstöðinni í
Hrísey. Sérfræðingar þeir sem
hingað til hefur verið treyst til að
meta áhættuþætti varðandi sjúk-
dóma við innfiutning hafa sam-
þykkt að þessi tilraun verði gerð.
Hópur fólks hefur á síðustu
vikum magnað upp andstöðu við
framkvæmd tilraunarinnar. Mun í
þeim hópi fjöldinn mestur sem lítt
þekkir hvaða hagsmunir eru hér í
húfi fyrir atvinnuveginn.
Verra er að margir bændur sem
ætla má að stefni að framtíðar-
búrekstri við mjólkurframleiðslu
hafa lagst gegn hinum áformuðu
tilraunakynbótum.
Samningur við mjólkurfram-
leiðendur rennur úl eftir fjögur ár.
Enginn veit nú við hverja verður
þá að semja eða urn hvað kann að
semjast. Vitað er að vegna
alþjóðasamningá og þrýstings af
ýmsum toga vérður áfram knúð á
um rýmkun innfiutnings landbún-
aðarafurða og að dregið verði úr
innlendum stuðningi og vernd-
araðgerðum fyrir íslenskan land-
búnað. Mikið andvaraleysi væri af
hálfu mjólkurframleiðenda að
ganga að því vísu að fá áfram
senda ávísun úr ríkissjóði mánað-
arlega fyrir nær helmingsandvirði
mjólkurframleiðslunnar, eins og
þeir fá samkvæmt núgildandi
samningi.
Illt væri ef niðurstaða réðist af
þeim sem hafa í máli þessu asklok
fyrir himin. Stöðug þekkingarleit,
þekkingarmiðlun og þróunarstarf
eru forsendur fyrir bjartri fram-
tíðarsýn í íslenskum Iandbúnaði.
Sveinbjörn Dagfinnsson.
Greinarhöfundur er
jyrrverandi ráðuneytisstjóri
í landbúnaðarráðuneytinu.