Bændablaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 16
16
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 27. mars 2001
Smitsjúkdómar sem berast með
fæðu hafa valdið vaxandi
áhyggjum víða um heim á undan-
fömum árum. Útbreiðsla þessara
sjúkdóma hefur tekið umtals-
verðum breytingum. Sumir sjúk-
dómsvaldar hafa breiðst um heim
allan enda hafa alþjóðleg viðskipti
með matvæli færst mjög í vöxt.
Breytingar hafa orðið á búskapar-
háttum og slátrun búfénaðar og
stórframleiðsla færst í vöxt. Neyt-
endur gera kröfur um ferskleika
matvöru og lífræna ræktun.
Tilkynningaskyldir
sjúkdómar
Vandamál sem tengjast matar-
sýkingum snerta heilbrigðisyfir-
völd, eftirlitsstofnanir, matvæla-
framleiðslu og þá sem sjá um
dreifingu og framreiðslu matvæla.
Á herðum heilbrigðisyfirvalda
hvílir sú lagalega skylda að greina
með skjótum hætti hættulegar sýk-
ingar í mönnum og er þeim jafn-
framt skylt að grípa til viðeigandi
aðgerða til að spoma við frekari
útbreiðslu þeirra. Slíkir sjúkdómar
eru nefndir tilkynningaskyldir
sjúkdómar en undir þá l'alla mat-
arsýkingar.
Á langri leið fæðunnar frá
haga, vatni eða sjó til maga neyt-
andans hafa sýklar mörg tækifærin
til að menga hana. Vöktun á
sýkingavöldum í landbúnaði,
sjávarútvegi og matvælum á
markaði er í höndum yfirdýra-
læknis, Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins, Hollustuverndar ríkis-
ins og heilbrigðiseftirlits í landinu.
Við búum því við margbrotið og
flókið eftirlitskerfi með matvælum
sem ýmist er á sveitastjómarstigi
eða hjá mörgum ráðuneytum ríkis-
valdsins. Breyting sem gerð var á
sóttvarnarlögum á árinu 2000
miðar að því að auka viðbragðs-
flýti og samhæfingu aðgerða gegn
m.a. matarsýkingum sem ógna
heilsu manna. Þá hafa komið fram
hugmyndir um að einfalda
opinbert eftirlit með matvælum
með því að setja það undir einn
hatt eða matvælastofnun.
Reynsla undanfarinna tveggja
ára af matarsýkingum á íslandi
skýrir vel þann vanda sem við er
að etja. Farsóttir af hvaða toga sem
er geta birst sem stök tilfelli sem
greinast á mismunandi stöðum á
mismunandi tíma eða sem atsótt
eða hópsýking þar sem fjöldi
manna sýkist á sama stað og
svipuðum tíma. Einfaldasta (og
besta) skilgreiningin á slíkum
farsóttum er þegar fjöldi
sjúkdómstilfella verður meiri en
búast má við.
Á árinu 1998 greindust fleiri
tilfelli af kampýlóbaktersýkingum
í mönnum en áður hafði þekkst hér
á landi. Sjúkdómstilfellin voru
dreifð um landið og virtust ekki
tengjast innbyrðis. Það var ekki
fyrr en í ársbyrjun 1999, þegar
gögn voru tekin saman um
sýkingar á árinu áður, að umfang
vandans varð ljóst. Á sama tíma
tók gildi reglugerð um
tilkynningaskylda sjúkdóma sem
byggðist á nýjum sóttvamarlögum
en þar voru kampýlóbakter-
sýkingar í fyrsta sinn gerðar
tilkynningaskyldar. I samræmi við
þessi nýju lög var viðkomandi
eftirlitsstofnunum gert viðvart um
vandann. Það sýndi sig að þessar
stofnanir höfðu takmarkaða
ijármuni til að gera kannanir á
mengun matvæla og drógust þær
því á langinn. Þær takmörkuðu
kannanir sem gerðar höfðu verið á
matvælum á markaði sýndu að
kampýlóbakter hefði einungis
fundist í kjúklingum. Þegar Ieið á
vorið 1999 varð ljóst að sjúkdóms-
tilfellum af völdum kampýlóbakter
fjölgaði umfram það sem verið
hafði árið áður. Var þá almenning-
ur upplýstur um það að mengaðir
kjúklingar gætu valdið faraldrinum
í mönnum og var það gert með
þeirn hætti að eftir var tekið. Var
fólki bent á hvernig það gæti
forðast sýkingu með því að
meðhöndla kjúklinga og önnur
matvæli á réttan hátt. Kjúklinga-
iðnaðurinn brást illa við þessum
tilmælum og taldi sig órétti
beittan. Frekari rannsóknir fóru
fram á orsök faraldursins síð-
surnars 1999 með sérstökum
stuðningi ríkisstjórnarinnar. Jafn-r
framt þessu stóð yfir rannsókn á
vegum ranrisóknastofnunar banda-
ríska landbúnaðaráðuneytisins og
Háskóla íslands á kampýlóbakt-
ermengun í kjúklingaeldi og
sláturhúsum hér á landi. Rann-
sóknir þessar staðfestu á endanum
þá fyrirliggjandi vitneskju að
kjúklingar voru eina matvaran á
markaði þar sem mengun af
völdum kampýlóbakter fannst og
að kjúklingar voru sú matvara sem
flestir þeirra sem sýktust höfðu
neytt.
Vöktun á sýkingum í mönnum
þjónar þeim tilgangi að greina
vandamál sem upp kunna að koma
Á langri leið
fœðunnarfrá haga,
vatni eða sjó til
maga neytandans
hafa sýklar mörg
tœkifœrin til að
menga hana.
Vöktun á sýkinga-
völdum í land-
búnaði, sjávar-
útvegi og matvœlum
á markaði er í
höndum yfirdýra-
lœknis, Rann-
sóknastofnunar fisk-
iðnaðarins,
Hollustuverndar
ríkisins og heil-
brigðiseftirlits í
landinu.
eins fljótt og auðið er. Fjölgi
tilfellum óeðlilega mikið, er gerð
faraldsfræðileg rannsókn.
Rannsókn á kampýlóbakter-
faraldinum var fyrst og fremst
lýsandi. Erfitt var um vik að beita
samanburðarrannsókn (case-
control study) í þessum faraldri þar
sem stór hluti þjóðarinnar var
útsettur (exposed) fyrir smiti og
tilfelli sem greindust yfirleitt stök.
DNA rannsóknir staðfestu á
endanum að sá kampýlóbakter sem
greindist í mönnum var í flestum
tilvikum af sama toga og hafði
mengað kjúklingana. 1 kjölfarið
var lögð fram sérstök að-
gerðaáætlun til draga úr mengun í
kjúklingarækt og slátrun. Voru
þessar aðgerðir unnar í góðri
samvinnu við kjúklingaiðnaðinn
með þeim árangri að verulega dró
úr sýkingum í mönnum á árinu
2000.
Á undanfömum árum hafa
innlendar sýkingar af völdum
salmonella montivideo verið
landlægar í Skagafirði og víðar á
Norðurlandi. Tilfellin hafa verið
tiltölulega fá en einkum bundin við
þennan landshluta. Við eftirlit sem
tengdist rannsókn á mengun
matvæla fundust þessar bakteríur í
sviðum sem áttu uppruna sinn á
Sauðárkróki. Rannsókn stendur nú
yfir á uppruna þessara sýkinga.
Annar sýkill sem nefnist
salmonella typhimurium hefur í
auknum mæli valdið sýkingum í
mönnum á svæðinu frá Reykjavík
til Hafnar í Homafirði. Þessi sýkill
hefir einnig valdið sýkingum í
búfénaði á Suðurlandi og á
suðvesturhorninu. Má þar nefna
sýkingu nautgripa á Suðurlandi
haustið 1999 og svína á svínabúi á
Vesturlandi haustið 2000. Hingað
til hefur ekki verið hægt að sýna
fram á með hvaða hætti menn hafa
sýkst en rannsóknir benda til þess
að um sömu bakteríur sé að ræða í
mönnum, dýrum og í umhverfi.
I september á árinu 2000 varð
fyrst vart við faraldur af
salmonella typhimurium DT204b
á Reykjavíkursvæðinu. Sýkillinn
var sérstakur því að hann var
ónæmur fyrir mörgum sýklalyfjum
og því ólíkur þeim baktenum af
sömu tegund sem greinst höfðu hér
á landi. Sú ályktun var dregin að
hann ætti uppruna sinn erlendis
enda óþekktur hér á landi. Þá
þegar var hafist handa við
faraldsfræðilega rannsókn. Þeir
sem sýktust voru aðallega ungt
fólk á aldrinum 15-30 ára. Það sem
nánast allir hinna sýktu áttu
sameiginlegt var að þeir höfðu
borðað á veitinga- og
skyndibitastöðum skömmu fyrir
veikindin. Útbreiðsla sjúkdómsins
benti til þess að hér væri um atsótt
að ræða, bundna við smitefni sem
var í umferð síðustu dagana í ágúst
og fyrstu átta til tíu dagana í
september á árinu 2000.
Niðurstöður samanburðarrann-
sóknar sem gerð var snemma í
faraldrinum leiddu í ljós töl-
fræðilega marktækt samband
sýkinga við innflutt jöklasalat.
Þessi atsótt hefur líka sýnt
fram á mikilvægi alþjóðlegs
samstarf í sóttvömum. Sýkillinn,
afar fátíður sjúkdómsvaldur í
mönnum, hafði einnig látið á sér
bera í litlum mæli í Bretlandi um
svipað leyti og hér á landi. Gefin
var út viðvörun í ríkjum
Evrópusambandsins í samræmi við
ný Evrópulög um sóttvamir. Kom
þá í ljós að vart hefði orðið við
sýkingar af völdum þessarar
sérstöku bakteríu í Hollandi og
Þýskalandi. Ekki tókst þessum
þjóðum að greina orsök
sýkinganna enda voru aðstæður
þar ekki eins góðar til þess og á
Islandi.
Það er brýnt að faraldsfræðileg
rannsókn á uppruna smits sé ekki
eingöngu bundin við að finna hina
menguðu fæðu heldur þarf að
útskýra þá atburðarrás sem leiddi
til mengunarinnar. Við rannsókn
málsins er þörf á samvinnu við þá
sem framíeiða matvæli, dreifa
þeim og framreiða þau. Það er
staðreynd að matvælaiðnaður er
áhættuiðnaður. Þegar sótt sem
skaðar fjölda manna brýst út er
brýn nauðsyn á að gripið sé til
aðgerða sem stundum þurfa að
byggjast á faraldsfræðilega
rökstuddum gruni um uppruna
smits þótt endanleg sönnun liggi
ekki fyrir um hann. Er þá stundum
óhjákvæmilegt að þeir sent
tengjast framleiðslu eða dreifingu
viðkomandi matvæla hafi af því
óþægindi. Affarasælast er að allir
aðilar málsins leggist á eitt við að
komast að hinu sanna með
almannaheill í huga. Með þeim
hætti er hægt að byggja upp traust
á matvælaframleiðslu, dreifingu
matvæla og framreiðslu.
Það er nokkuð útbreiddur mis-
skilningur að sýna verði fram á
sýkingavald með beinum hætti í
þeim mat eða drykk sem neytt var
og leiddi til sjúkdóms áður en
gripið var til aðgerða. Oft á tíðum
er hægt að sýna fram á hvað olli
sýkingu með tölfræðilega
marktækum faraldsfræðilegum
rannsóknum. Ekki er síður
mikilvægt að vakta sýklamengun í
dýraríkinu og umhverfinu en í
mönnum. Þá starfsemi þarf að
stórefla hér á landi. Tilgangurinn
er ná skilvirkri vöktun hættulegra
smitsjúkdóma svo að unnt sé að
grípa til lögbundinna sótt-
varnaaðgerða reynist þeirra þörf.
Lögum samkvæmt skal gera
faraldsfræðilega rannsókn á
uppruna smits sem sýkir menn og
ógnar heilsu þeirra og eru
heimildir til þess víðtækar. Þessar
rannsóknir eru nu gerðar í náinni
samvinnu sóttvarnalæknis við
sýklafræðideild Landspítalans og
eftir atvikum við heilbrigðiseftirlit,
Hollustuvernd ríkisins og
yfirdýralækni.
Haraldtir Briem
sóttvarnalœknir
Verðskrá yfir nautgripakjöt helstu sláturleyfishafa í mars
Sláturfélag Vesturlands Goðl Norölenska KS Sölufélag A-Hún. ss Meöalverö
UNI Ú A - holdanaut 337 351 344
UNI Ú A 323 327 325 327 312* 323
UNI Ú A > 230 kg 303 J „ . : '' . 303
UNI Ú A < 230 kg 298 318 302* 306
UNI A 323 315 305* 314
UNI A > 275 kg 321 321
UNI A > 250 kg - 1 323 1 :■ • ! 323
UNI A > 230 kg 293 293
UNI A > 200 kg 303 ‘ 305 304
UNI A < 200 kg 288 300 290 293
UNI A < 230 kg 291 310 296* 299
UNI M 253 252 264 260 249 251* 255
UNI M+ 261 272 284 282 273 269* 274
KIU A 214 230 229 215 228 229 224
Kl A 205 221 217 205 215 217 213
UKI 169 216 220 200 210 210 204
Heimtaka, kr/kg 65 63 38 40 60 45 52
Tekið saman af Landssambandi kúabænda
* 5% lækkun frá fyrra mánuði