Bændablaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 29. janúar 2002 Landbúnaðarvefurinn opnaður Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra opnaði landbúnaðarvefinn, landbúnadur.is, í húsakynnum RALA á Keldnaholti þann 15. janúar sl. Þeir aðilar sem standa að vefnum í upphafi eru: Aðfangaeftirlitið, Bændasamtök Islands, Lífeyrissjóður bænda, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Yfirkjötmat ríkisins. Fyrirtækið Hópvinnukerfi hannaði hinn sameiginlega grunn og mun bera ábyrgð á viðhaldi hans. Hver stofnun ber ábyrgð á sínum þætti og allar fréttir og nýmæli sem sett eru á heimasíðu hverrar stofnunar birtast sjálfkrafa á landbúnaðarvefnum. Nýjustu fréttirnar birtast á forsíöu landbúnaðarvefsins hverju sinni. Að sjálfsögðu mættu fjölmiðlar á staðinn og ræddu við Guðna um vefinn og fleira. Hér má sjá Þorgeir Astvaldsson sem stýrir síðdegisþætti á Bylgjunni ræða við ráðherra. Þess má geta að Þorgeir á ættir að rekja vestur í Dali og er í hópi þeirra fjölmiðlunga sem hafa sýnt landbúnaði mikinn áhuga. Gagnagrunnskerfi [ sauðfjárrækt Stáraukin kjánusta við saufifjárbændur Bændasamtök íslands og Tölvusmiðjan ehf. hafa gert með sér verksamning um fyrsta for- ritunaráfanga við gerð gagna- grunnskerfis í sauðfjárrækt á Internetinu. Stefnt er að því að þessum áfanga ijúki í vor. Hjá Bændasamtökum Islands eru vistaðir stórir gagnagrunnar í sauðfjár-, nautgripa- og hrossa- rækt. Unnið hefur verið að því á undanförnum árum að auka aðgengi að þessum grunnum - m.a. með tengingu við inter- netið. Á siðasta ári var hafin vinna við verkefnið Gagnagrunnskerfi í sauðfjárrækt á netinu, en Rann- sóknarráð ríksins veitti tveggja ára styrk til verkefnisins. Áætlað er að kerfið verði opnað sauðfjárbændum í ársbyrjun 2003. Þama geta bændur skráð skýrsluhald sitt beint í miðlægan gagnagrunn á netinu. Nú skrá bændur afurðaskýrslu- haldið í forritinu Fjárvís og em gögn send með tölvupósti. Röskur helmingur uppgjörsgagna kom á tölvutæku fonni á síðasta ári, en hinir skiluðu inn handskrifúðum fjárbókum til skráningar hjá Bændasamtökunum. Þátttaka í skýrsluhaldi meðal sauðljárbænda er almenn. Tölvukerfið verður hannað í sama umhverfi og gagnagrunns- kerfið WorldFengur (www.world- fengur.com) sem er alþjóðlegur gagnagmnnur um íslenska hestinn á netinu. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, forstöðumanns tölvu- deildar Bændasamtakanna, er með þessu stigið stórt skref til að auka þjónustu við sauðijárbændur. Með þvi að opna fyrir aðgang að netinu er mögulegt að tengja margs konar gagnagrunna saman og koma upplýsingum fýrr til bænda. Hugbúnaðarþróun hjá Bænda- samtökunum hafi verið töluverð á undanfömum ámm en með samningnum við Tölvusmiðjuna ehf. á Egilsstöðum er stutt við bakið á slíkri þróun á lands- byggðinni, en Tölvusmiðjan ehf. er vaxandi fyrirtæki í tölvu- þjónustu og hugbúnaðargerð. Að sögn Jóns Fjölnis Alberts- sonar, deildarstjóra hugbúnaðar- deildar hjá Tölvusmiðjunni ehf, er samstarfíð við Br.ndasamtök íslands einn af homsteinum þeirrar uppbyggingar á sviði hugbúnaðar sem hefur átt sér stað hjá félaginu á síðustu missemm. "Það er ánægjuefni að tengjast þeirri öflugu forritaþróun sem Bænda- samtökin hafa staðið fyrir á undan- fomum árum," sagði Jón Fjölnir. Málstofa verður í Garðyrkju- skólanum fimmtudaginn 31. janúar kl 16:00. Magnús Á. Ágústsson ylræktarráðunautur Bændasamtaka Islands mun fjalla um nýjungar í lýsingartækni og aðlögunarmöguleika að nýjum hugmyndum um raforkutaxta í garðyrkju. Flutt verður 30 mínútna erindi en síðan verður fundargestum boðið að leggja fram spumingar og gera athuga- semdir um efnið í um það bil 30 mínútur. Erlendis hefur orðið töluverð aukning í notkun lýsingar til fram- leiðslu garðyrkjuafurða. Sjónum er nú beint að framleiðslu græn- metis og þar er að koma fram reynsla sem gæti nýst okkur. Á döfínni er að nýr taxti á raforku til lýsingar verði tekinn upp en þar er gert ráð fyrir að sólarhringnum verði skipt upp i misdýr tímabil. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Boðið verður upp á kaffí. Vegna fréttar í Bænda- blaðinu um fósturvísaflutninga úr fé á Ströndum til Noregs er rétt að fram komi að feður að fósturvísunum voru eftirtaldir sæðingastöðvahrútar; Dalur 97- 838 frá Heydalsá, Sónar 97-860 frá Smáhömrum og Hörvi 99- 856 frá Melum. HlýB rjartiiis í uppsiglingu á PresBiúlum "Ég hef í hyggju að byggja 200 kinda fjárhús með gjafagrindaaðstöðu. Ætlunin er að hún verði eins og sú sem búið er að koma upp á Snartastöðum," sagði Sigurður Árnason, bóndi á Presthólum í Núpasveit þegar Bbl. hitti hann að máli þar sem hann var við vinnu sína í fjárhúsinu á Presthólum. "Þegar verkinu lýkur, sem verður vonandi á næsta ári, ætti ég að hafa pláss fyrir um 600 fjár. En húsið á að verða fokhelt í sumar." Það hefur aldrei verið auðvelt að byggja á íslandi. Þegar Sigurður var að taka grunninn, sem er rétt sunnan við núverandi ijárhús, kom í ljós að hraunið vildi hreint ekki gefa sig. Á staðinn kom 30 tonna ýta en þegar þessar línur voru ritaðar var ekki ljóst hvort "ripperinn" gæti skorið bergið. I dag eru notuð fjárhús sem voru byggð 1990 auk eldri húsa frá 1965. "Auðvitað hefði það verið draumastaða ef ég hefði getað byggt allt upp en staða sauðfjárræktarinnar leyfir það ekki. Hún ber ekki dýrar byggingar," sagði Sigurður og bætti því við aó hann mundi ekki setja gjafagrindaaðstöðu í núverandi fjárhús þar sem slíkt kostaði of miklar breytingar. Þá gat hann þess að nýja húsið yrði á taði. Nýja húsið verður m.a. byggt upp úr refahúsi sem stóð í Höfðahverfi. Húsið reif Sigurður ásamt Gunnari Guðmundarsyni í Sveinungsvík og flutti austur. "Svona reynum við að halda kostnaði niðri enda hef ég ekki beingreiðslur á móti þessari ffamkvæmd." Líklega eru fá landsvæði jafn góð til sauðfjárræktar og norðausturhluti landsins. "Þessi hluti sveitarinnar er til dæmis mjög vel gróinn og hætta á ofbeit er engin," sagði Sigurður. í fjárhúsum Sigurðar má sjá fé sem var fyrir á Presthólum og eins flutti Sigurður með sér fé ffá Hjarðarási þegar hann hóf búskap þar. "Ég nota líka sæðingar þónokkuð," sagði Sigurður. "Okkur list vel á það sem Garpur hefur verið að skila og sama má segja um Læk, Prúð og Túla." Fyrir skömmu var haldinn fundur með þeim sem rétt höfðu til að greiða atkvæði um frum- varp til nauðasamninga fyrir Kjötumboðið hf. Fyrir fundinum lá breyting á frumvarpi því sem fyrirtækið fékk heimild til að leita nauðasamninga eftir þann 22. nóvember sl. Breytingin var samþykkt og felst fyrst og fremst í tvennu. í fyrsta lagi fá þeir sem ekki fallast á að fá greiddar 75.000 kr. sem fullnaðargreiðslu eða eiga kröfur að lægri fjárhæð en þetta, greidd 53% af kröfum sínum í stað 61% í upphaflegu frumvarpi. Um 30% verða greidd i peningum í þremur jöfnum greiðslum, innan þriggja, sex og tólf mánaða frá staðfestingu nauðasamningsins. 23% verða greidd með hlutabréfum í Norðlenska matborðinu á nafnverði. Þessi breyting helgast af því að í ljós kom að útistandandi kröfur, þ.m.t. vextir og kostnaður til úrskurðardags, var vanáætlað. Einnig reyndust kröfur félagsins á aðra vanáætlaðar. Þá byggir nauðasamningurinn á því að veðsettar fasteignir félagsins hafa verið seldar gegn yfírtöku kaupenda á áhvílandi veðskuldum. Einnig skuldbindur Kjötumboðið sig til að greiða uppbót á samningstilboðið sbr. að ofan, innan 12 mánaða frá stað- festingu nauðasamnings, enda hafi löggiltur endurskoðandi Kjöt- umboðsins hf. áður staðfest að forsendur til greiðslu uppbótar séu fýrir hendi. Á næstu dögum munu Bændasamtökin skrifa bréf til þeirra umbjóðenda sinna sem standa frammi fyrir því að velja milli þess að taka 75.000 kr. sem fullnaðargreiðslu á kröfúm sínum eða fá greidd 53%, sbr. ofangreint, til að fara yfir valkosti. Þeim sem eiga kröfúr undir 150.000 kr verður ekki skrifað heldur tekinn sá kostur fyrir þeirra hönd að taka við 75.000 kr. sem fúllnaðargreiðslu. Bændablaðið Bændablaðið kemur út hálfsmánaöarlega. Þvi er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaöinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýllsbúar geta gerst áskrifendur aö blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýslngastjóri: Eirikur Melgason Blaðamadur: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaösins er bbl@bondl.is Prentun: Isafoldarprentsmiðja -------------------------------------L"1 » 11 IUU.X.II Nr. 148 Blaðinu er dreift í 6.400 eintökum. Dreifing: íslandspóstur. ISSN 1025-5621

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.