Bændablaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 12
12
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. janúar 2002
Tölfræðileg úttekt á skrokkmálum hrossa
sem komu til dóms á árinu 2001
HRYSSUR STÓÐHESTAR
Meðal Minnst Stærst SD Meðal Minnst Stærst SD
Hæö á heröar 136,9 128,0 146,0 2,8 138,6 130,0 151,0 3,0
Hæð á lægst bak 128,9 121,0 138,0 2,9
Hæð á lend 135,0 126,0 144,0 2,7 135,4 128,0 146,0 2,8
Brjóstdýpt 63,6 59,0 69,0 1,6 63,3 58,0 69,0 1,8
Bollengd 142,4 128,0 153,0 3,5 141,6 132,0 155,0 3,5
Ummál hnés 27,8 25,0 31,0 0,9 30,0 27,0 33,0 1,0
Ummál leggjar 17,7 15,5 20,0 0,7 18,6 17,0 21,0 0,7
Brjóstbreidd 36,7 33,0 42,0 1,6
Breidd um mjaðmarhorn 46,5 40,0 51,0 1,6
Breidd um lærleggstoppa 41,3 33,0 46,0 1,5
Breidd leggjar 6,6 5,8 8,0 0,4
StærO hrossa
BúnaOarliing
hefst 3. mars
Búnaðarþing verður sett
sunnudaginn 3. mars kiukkan
13.30 í Súlnasal Hótel Sögu, en
þingstörf hcfjast svo næsta dag.
Gert er ráð fyrir að Búnaðar-
þingi ljúki fímmtudaginn 7.
mars.
A þinginu leggur stjórn
Bændasamtakanna fram drög
að ályktun um byggðamál. Þá
mun milliþinganefnd um endur-
skoðun sjóðagjalda og ráðgjafa-
þjónustu skili áliti Búist er við
að þessi tvö mál verði meginmál
þingsins.
BS8L íær „Gullnu
vefverðlaunin"
Alþjóðasamtök vefstjóra og
hönnuða, "International
Association of Webmasters and
Designers", hafa veitt heimasíðu
Búnaðarsambands Suðurlands,
www.bssl.is, gullnu vefverð-
launin "Golden Web Award".
Þessi verðlaun eru veitt síðum
sem uppfylla ákveðnar lág-
markskröfur sem samtökin
setja um hönnun, gerð og útlit
heimasíðna.
Bneydngar á
formi gæðinga-
Aðalfundur gæðingadómara
var haldinn dagana 12.-13.
janúar 2002, í íþróttamið-
stöðinni í Laugardal. Þar komu
fram tillögur um breytingar á
formi gæðingakeppni, einnig
um breytingar á lögum fé-
lagsins vegna þess að aðstæður
og umhverfi hafa breyst stór-
lega á undanfömum misserum.
Kosinn var vinnuhópur til að
endurskoða lög og reglur til
samræmis við breytta tíma.
Framhaldsaðalfundur var
þann ló.ntars 2002 og
þá verður gengið frá þessum
aðkallandi málum. Frá þessu
segir á vef Landssambands
hestamanna.
http://www.lhhestar.is/
Öll hross sem koma til dóms á kynbótasýningum
eru rnæld hinum ýmsu skrokkmálum. Þetta
gefur okkur færi á að fylgjast vel með því
hvemig þróunin er í þessum málum. í
meðfylgjandi töflu er yfírlit urn
þessi skrokkmál hjá öllum hrossum
sem kornu til dóms á árinu
2001. Hrossunum er skipt
upp eftir kyni til að fá
gleggri mynd en ekki er
greint á milli mis-
munandi aldursflokka
enda munurinn ómark-
tækur fyrir flest málin.
Það mál sem mest er
notað er hæð á herðar
og þar má sjá að
meðalhryssan er tæp-
lega 137 cm og
meðalstóðhesturinn
tæpurn 2 cm hærri.
Sjá töflu hér að
ofan.
Fróðlegt er að bera
þessar tölur saman við
eldri upplýsingar, t.d.
niðurstöður Þorvaldar Ama-
sonar og Þorkels Bjamasonar
(Búvísindi 8,1994:73-83) sent var
samantekt frá nokkmm hrossa
ræktarbúum frá ámnum 1969-1990. Þar
reyndist fullvaxinn hestur að meðaltali 133
cm á herðar (ekki gefíð upp fyrir kyn sérstak-
lega) eða 5 cm lægri en meðalhesturinn sem kom til
dóms á sl. ári. Þama er ömgglega bæði um að ræða
nokkuð úrval fyrir meiri stærð en ekki síður
betra uppeldi hrossanna, sérstaklega þó
bætta fóðrun. Þessi stærð virðist vera i
takt við það sem flestir telja heppi-
lega fýrir íslensk hross og ekki
virðist ástæða til að reyna að
breyta þessu frá því sem nú
er. Rétt er að benda á að
skrokkmálin em notuð sem
hjálpartæki við
kynbótadómana en þó
verður að viðurkennast
að sum þeirra nýtast
takmarkað en em
auðvitað ágætis heimild
til þess að fylgjast með
stofninum að þessu
leyti. Rannsóknir em
nú í gangi í samvinnu
við sænska aðila á því
hvort ekki megi safha
skrokkmálunum með
enn betri hætti þar sem
stafræn upptökutækni er
mál og margs konar hom að
auki. Fyrstu niðurstöður gefa til
kynna að hér sé eftir einhverju að
slægjast og þá sérstaklega með það
augum að geta nýtt mælingamar
skoða ungviði og velja úr því.
HrossalíUr
Eftir að tekið var upp á því að
flokka liti eftir ákveðnu kerfí
höfum við ágætlega glöggt yfirlit
um litasamsetningu íslenska
hrossastofnsins á hverjum tíma.
Þetta kerfí er þó ekki nægilega
útfært til að hægt sé að skrá allar
mögulegar samsetningar lita og
því nauðsynlegt að útvíkka það
enn frekar en eina leiðin til þess er
að stækka kódann úr 4 tölum í 5-6.
í eftirfarandi töflu er gefíð yfirlit
um tíðni helstu lita hjá folöldum
fæddum árið 2000 eins og það
kemur fram samkvæmt skýrslu-
haldsuppgjöri ársins.
Tíðni (%) helstu lita hjá
folöldum fæddum 2000 og til
samanburðar í íslenska
hrossastofninum i heild*
og samkvæmt tölum frá
því um 1930+.
Sjá töflu
Sjá má í töflunni
að tíðni litanna er
svipuð fyrir folöld
fædd 2000 eins og
fyrir stofninn í heild
frá því það var
kannað 1998. Helst er IjJ
að greina að hlutfalls- fe
lega fleiri grá folöld
fæðist þetta árið og áfram
er lítið af litföróttu og ástæða
til að hvetja menn óspart til að
reyna að fjölga þeim lit. Þar reynir
á að setja á litförótt hröss, temja
þau og helst að koma með til
dóms. Rétt að minna á að sýningar-
gjöld fyrir litförótt hross fást end-
urgreidd og fyrstu þrír litföróttu
stóðhestamir sem ná þeim árangri
að komast á landsmót sem einstak-
lingar fá vel útilátin peninga-
verðlaun. Frambærilegustu
litföróttu hryssunum þarf
að halda undir allra
bestu stóðhesta
landsins til að
freista þess að ná
fram verulega
góðum kynbóta-
grip með þessum
lit. Aðrir litir sem
hafa afar lágri
tíðni eins og t.d.
albínóar eru hins
vegar ekki í
útrýmingarhættu því
þar er til nægilegt
hráefni til að kalla fram
litinn, þ.e. þau.-hros» >sem _
ri6éra i^iíihiljÁÉsecf&aVísliítílíÁS./j
Litur Folöld 2000 Island 1998 lsland 1930
Aðallitur
Rauður 31.7 28.2 34.4
Brúnn 30.1 31.7 14.1
Jarpur 16.3 15.5 13.0
Albínó 0.1 0.3 0.0
Leirljós 3.0 3.2 1.2
Moldótt 1.2 1.1 1.5
Bleikt 5.3 6.8 8.4
Mósótt 3.0 4.6 3.2
Vindótt 1.7 3.4 1.1
Grátt 7.6 5.5 23.1
Aukalitur
Skjótt 8.4 8.7 5.0
Litfdrótt 0.4 0.4 1.0
* Heimild: Árnason Th. & Sigurdsson, A. 1998. A computing procedure for estimating
genotype probabilities at eight individual colour loci in the lcelandic toelter horse.
49th Annual Meeting of the EAAP Warsaw, Poland.
+ Thedór Arnbjörnsson 1931. Hestar, Búnaðarfélag íslands, Reykjavfk.
-•7 2370- ' ' •M'Wi' -r.i S.m.tú
■ JsJWTa'IL. > 1 5 ’ - t rui « ■ ■ ■