Bændablaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þridjudagur 29. janúar 2002 Fiskeldi í gömlu fjárhúsi neftjiei er eins og að vera mei hríar kýrl Gamalt fjárhús getur komiö í góðar þarfir ef ætlunin er að hefja fískeldi! Þetta er a.m.k. reynsla Þorfinns Þórarinssonar sem hætti í fjárbúskap og hóf fískrækt. Á bænum Spóastöðum í Biskupstungum er fengist við margt. Sl. sumar var fjósinu breytt í lausagöngu með legubása og einnig hafa ábúendur selt túnþökur, stundað skógrækt og ræktað papriku. Þá er löngu búið að breyta gamla fjárhúsinu í fískeldisstöð. Þar hófst rekstur 1988 þegar var farið að fjárfesta í fískeldi í landinu, vegna eftir- spurnar á seiðum í Noregi. Reksturinn hefur að mestu verið óbreyttur síðan. Fjárhúsið er spölkom frá bænum. Þorfinnur og/eða sonur hans Ingvi gefa fiskunum daglega, en húsin standa á hæð skammt ífá Brúará. Þau vom byggð árið 1954 en þegar inn er komið likjast þau heldst einhvers konar rannsóknar- stofu geimvera úr sjónvarps- þáttunum Ráðgátum! Fjárhúsið er 200m2 með 20 mismunandi stómm kerjum auk klakaðstöðu. Það er hálffökkur í húsinu og daufar pemr em yfir kerjunum. Asamt nið ffá vatninu sem streymir stöðugt í gegnum kerin gefur það notalega stemmningu. Þorfmnur og Ingvi em sem stendur aðallega með laxaseiði, fyrst og ffemst fyrir Veiðifélag Ámesinga. Fjöldi laxanna í seiðaeldinu er 15.000 - 30.000. Þeir em bæði með sumaralin seiði og gönguseiði. Seinni árin er lögð áhersla á að nota stofna úr viðkom- andi ám til sleppingar til að varðveita eiginleika hvers stofhs. Eins og menn vita er ekki hægt að ala lax upp í sláturstærð í fersku vatni eingöngu. Eðli hans krefst þess að hann fari í saltan sjó um skeið en bleikjan getur bæði verið i fersku og saltblönduðu vatni. Bleikjueldið krefst mikils vatns eða um 50 sekúndulítra á hvert tonn af físki. Þegar þetta var ritað í lok nýliðins árs vom bændumir á Spóastöðum með um 5000 stykki og var hluti að nálgast sláturstærð, sem er um eitt kíló. Á Spóastöðum em 10-20 sekúndulítrar af köldu vatni, breytilegt eftir árstíðum, þannig að ffamleiðslugetan í bleikjueldi er mjög takmörkuð. Kalda vatnið er hitað upp í kjörstig (8-12°) með heitu vatni. Til að vera í bleikjueldi þyrftu helst að vera a.m.k. 50 sekúndu- lítrar af sjálffennandi köldu vatni, til að reksturinn yrði hagkvæmur. "Vandamálið er einnig að maður verður að koma fiskinum á markað sjálfur hvort sem ffamleiðslan er lítil eða mikil. Við bændur emm vanir þvi að afurðimar séu sóttar heim á hlað, svo sem mjólkin og nautin. Núna er bleikjueldið eins og að vera með þráar kýr og þurfa að fara og selja mjólkina sjálfúr," segir Þorfinnur. En hann bætir því við að bleikjueldi geti vel komið til greina sem aukabúgrein hjá mörgum bændum. "Ef maður hefur mikið og gott sjálffennandi vatn, áhuga á fiskeldi og tryggan markað fyrir vömmar þá getur þetta gengið upp," sagði Þorfinnur og bætti því við að menn mættu ekki gera of miklar kröfur til þess að fjármagn skilaði sér til baka á skömmum tíma. /Ulrika Andersson Aðalfundur Landssamtaka vistforeldra í sveitum: Ein lands- sQúrní slnO deilda Aðalfundur Landssamtaka vistforeldra í sveitum var haldinn á Hvanneyri þann 27.10.2001. Þar voru sautján kjörnir fulltrúar frá deildum víðs vegar um landið. Á fundinum var ákveðið að fella niður deildirnar og breyta starfseminni þannig að aðeins landsstjórn stjórni starfseminni. Lögum LVS var einnig breytt til samræmis. Formaður Landssamtakanna er Ásta Ólafsdóttir s. 4821313, gjaldkeri Guðni Þórðarson s. 4711680 og ritari Helga Sveinsdóttir s. 4875046. Um 80 manns em nú meðlimir samtakanna sem taka að sér umönnun bama. Þörf er núna fyrir heimili fyrir böm og væri gott að þeir sem geta bætt við sig bömum myndu láta Ástu eða einhvem stjómarmanna vita. Okkur í félagi vistforeldra langar að koma á framfæri ósk um að þau sveitaheimili sem ekki em í félagi okkar en taka samt böm til lengri eða skemmri tima hafí samband við Ástu Ólafsdóttur og ræði þann mögu- leika að ganga til samstarfs við félagið. Bamavemdarstofa er í góðu samstarfi við okkur og hefúr sett fram óskir þess efnis að öll sveitaheimili sem visti böm séu í félaginu. Þá yrði auðveldara að hafa yfirsýn yfir vistunaraðila. Einnig yrði auðveldara fyrir Bamavemdar- stofu að koma boðum og fræðsluefni til allra þeirra sveita- heimila sem em með böm í vistun. Á komandi vori er fyrir- hugað, ef næg þátttaka fæst, að halda námskeið 1 á Hvanneyri. Þetta er byrjunamámskeið og er fyrst og fremst ætlað þeim sem hugsa sér að hefja störf við sumar- dvalir og/eða lengri vistanir. Að lokum viljum við hvetja áhuga- sama til að kynna sér málið og hafa samband við einhvem úr stjóminni, eða Halldóm Ólsfsdóttur hjá Bænda- samtökunum í síma 5630300. Nýsköpunarverðlaunin veitt í sjöunda sinn Verkefni í landbúnaði var tilnefnt Ústýrilæti sauðkindarinnar vakti athygli ungra manna sem hðnnuðu sérstætt kerfi til að vigta sauðfé Nýsköpunarverðlaun forseta íslands voru afhent á Bessa- stöðum í síðustu viku. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Birni Gíslasyni og Bergi Guðmunds- syni, nemendum við sjávar- útvegsdeild Háskólans á Akur- eyri, verðlaun fyrir áframeldi þorsks. Fimm verkefni voru til- nefnd til Nýsköpunarverðlaun- anna sem nú voru veitt í sjöunda sinn. Verkefnið áframeldi þorsks er ætlað sem grunnupplýsinga- öflun fyrir áframeldi á þorski og veiðar á lifandi fiski. í verkefninu var jafnframt borin saman fóðrun með þurrfóðri annars vegar og loðnu hins vegar. Þá var metinn kostnaður við að sækja fískinn, fundnir út fóðurstuðlar, vöxtur, gæði hráefnis og það borið saman við físk sem veiddur er á hefðbundinn hátt. "Niður- staðan gefur til kynna að þorskeidi geti skilað umtals- verðum hagnaði og ástæða er því til bjartsýni þrátt fyrir að frekari rannsókna sé án efa þörf," segir í fréttatilkynningu um verðlaunin. Einnig segir að verðlaunin séu veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið ffamúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna, en verðlaunin voru íyrst veitt árið 1996. Styrkjum er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði, til að ráða stúdenta til sumarstarfa. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, jafnt fyrir atvinnulíf sem á fræðasviði. 232 umsóknir bárust sjóðnum fyrir suntarið 2001. en 150 verkefhi hlutu styrk og voru þau unnin af 180 nemendum. Sérstök dómnefnd valdi þau fjögur verkefni sem voru tilnefnd nú, en þau voru: áffameldi þörsks, notkun RFID-auðkenna í íslenskum land- búnaði, taugstjómun á líkamsþyngd og fitubúskap, "Venjuleg kona"- heimildaleikhús og samfélagshlut- afélög - nýr valkostur í íslensku viðskiptalífi? Bjöm Brynjólfsson og Benedikt Ingi Tómasson vom tilnefndir fyrir notkun RFID-auðkenna í íslenskum landbúnaði. Nánar tiltekið er hér urn að ræða vigtun sauðfjár og skráningu þyngdar þess sjálfvirkt í gagnagrunn með hjálp raffænna auðkenna. Verkefnið var unnið sl. sumar með styrk ffá Nýsköpunar- sjóði námsmanna og Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins í sam- starfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Bjöm og Benedikt em báðir borgarböm og að sjálfsögðu vom þeir inntir eftir því hvað hefði orsakað val þeirra. Þeir félagar sögðu illt að svara spumingunni; eitt hefði leitt af öðm þar til þetta verkefni varð fyrir valinu. Fram kóm að þeir hefðu undrast óþekkt sauðkindarinnar. "Hún er ótrúlega östýrilát," sagði Benedikt og hló dátt. Þeir félagar smíðuðu tölvu- stýrðan vigtunargang fyrir kindur. Prófanir fóm ffam á Hesti. Bjöm og Benedikt segja að niðurstöður til- raunanna hafi gefið góða raun og sýnt ffam á að notkun fyrmefnds búnaðar sé raunhæfúr möguleiki í fjárhúsum ffamtíðarinnar. Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins styður Nýsköpunarsjóð náms- manna eins og fjölmargir aðrir aðilar. Bjami Guðmundsson, for- maður sjóðsins, sagði tilgang Fram- leiðnisjóðs þann að örva námsmenn sem em að vinna að lífffæði og landbúnaðarrannsóknum til að taka þátt í hagnýtum verkefnum í þágu landbúnaðarins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.