Bændablaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 16
16
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. janúar 2002
SauðQárræklar-
félagsins Dals
Aðalfundur
Sauðfjárræktarfélagsins Dals
var haldinn á Laugarvatni 17/1
2001. Starfsemi félagsins var
með hefðbundnum hætti og
náði hámarki með árvissri
hrútasýningu á Ketilvöllum,
eins og fram hefur komið hér í
blaðinu. Veittar voru viður-
kenningar fyrir framúr-
skarandi árangur. Aðal-
verðlaun félagsins eru veitt
fyrir verðmætastar afurðir eftir
vetrarfóðraða á. Þau eru glæsi-
legur farandbikar sem gefinn
var í minningu Lárusar í
Austurey, fyrsta formannsins.
Kjartan Lárusson, núverandi
formaður, og Auður kona hans,
hlutu þau nú. Þau áttu einnig
besta lambhrútinn. Þriðji
ættliður þessara merku
fjárræktarmanna, Lárus
Kjartansson, hlaut verðlaun
fyrir hagstæðasta hlutfall hold-
fyllingar og fitu, en sláturlömb
Bjarna og Margrétar á
Þóroddsstöðum höfðu þykkastan
vöðva. Þau áttu og besta vetur-
gamla hrútinn. Athygli vakti
árangur Heimis og Guðlaugar í
Útey og má fullvíst telja að þau
muni blanda sér í þennan
verðlaunaslag á næstu árum.
Auk hefðbundinna aðalfundar-
starfa hlutu þrjár tillögur
samhljóða samþykkt á fundinum.
Samþykkt var tilllaga til
landbúnaðarráðherra f.h.
ríkisstjómar Islands, Bændasam-
taka íslands, Landssamtaka
sauðfjárbænda, Neytendasam-
takanna og sláturleyfishafa. í
henni er meðal annars skorað á
ofangreinda aðila að „beita sér
fyrir því að kjötmat sem á sér stað
í sláturhúsum skili sér að fullu til
neytenda, og geri þá þannig
meðvitaða um það ræktunarstarf
og vömvöndun sem fram fer í
sauðfjárræktarfélögunum. Aðeins
þannig er hægt að gera neytendum
kleift að velja sér í verslunum
lambakjöt sem hæfir smekk
þeirra fyrir holdfyllingu og fítu.“
Einnig var samþykkt tillaga til
BÍ, LS og landbúnaðarráðherra
þar sem segir m.a. að fundurinn
harmi að samningur „um fram-
leiðslu sauðijárafurða, sem tók
gildi l.jan 2001 oggildir til 31.
des. 2007, skuli ekki miklu fremur
miða að því að tengja bein-
greiðslur framleiðslu á gæðakjöti
en hefðarrétti til að halda og
leggja inn sauðfé, sem er undir
hælinn lagt hvort stenst kröfur um
ræktun og meðferð. Þá varar
fundurinn við hugmyndum um
opinberan stuðning við lands-
hlutabundna sauðfjárrækt, og
hvetur til þess að fremur verði
litið til einstakra bænda, sem hafa
hug og dug til þess að búa við fé
og sitja aukinheldur jarðir sem
henta í því skyni.“
Þriðju og síðustu tillögunni
var beint til landbúnaðarráðherra,
framkvæmdastjóra
Landgræðslunnar, formanns BÍ,
forstjóra RALA og formanns
Landssamtaka sauðfjárbænda.
Samþykktin Ijallar um
gæðastýrða sauðQárrækt.
Fundurinn vekur „athygli á þeirri
sannfæringu félagsmanna sinna,
að aðeins fyrir tveimur af þeim
átta þáttum sem gæðastýringin er
sögð taka til, eru haldbær rök.
Það eru liðir nr. 2 og 3, um ein-
staklingsmerkingar og
kynbótaskýrsluhald. Liðum nr. 1
og 5 um landnot og búfjáreftirlit
er þegar sinnt skv. Reglugerð nr.
86/2000 um forðagæslu, eftirlit
og talningu búfjár."
Samþykktimar eru birtar í
heild á vefnum'lándbunadilr.ís
Þegar mjaltaþjónn var tekinn í
notkun var um að ræða mikla og
snögglega hækkun á NewSCC og
tíðni hennar hélst hærri fyrsta árið
■ i'J>k i'
eftir að hin nýja mjaltatækni var
tekin í notkun, m.v. árið á undan
með hefðbundinni mjaltatækni. A
hinum tveimur breytunum var
hins vegar enginn munur, fyrir og
eftir róbót.
Niðurstaöa rannsóknarinnar er
sú að nýgengi júgurbólgu eykst
fyrst eftir að mjaltaþjónn er tekinn
í notkun, miðað við árið á undan.
Aukningin er skyndileg og á sér
stað um leið og hin nýja tækni er
tekin í notkun. Þegar u.þ.b. 3
mánuðir eni liðnir frá þvi að notkun
mjaltaþjóna hefst lækkar það hlut-
fall kúa sem er með hækkaða
frumutölu hægt og rólega.
Skýringuna hafa greinarhöfundar
ekki á reiðum höndum, segja þó
að aðgátar sé sérstaklega þörf um
það leyti þegar mjaltaþjónninn er
tekinn í notkun, að þá þurfi að
fýlgjast sérstaklega vel með
júgurheilbrigði kúnna./BHB.
Heimild: Rasmussen, M.D.,
J.Y. Blom, L.A.H. Nielsen, P.
Justesen. 2001. Udder health of
cows milked automatically. Li-
vest. Production Sci. 72:147-156.
Nýlega birtist grein í vísinda-
tímaritinu Livestock Production
Science, þar sem greint er frá
niðurstöðum rannsóknar á júgur-
heilbrigði mjólkurkúa á dönskum
kúabúum sem.nýta sér sjálfvirka
mjaljatækni. Rannsóknin náði til
69 búa og var gÖgnum safnað frá
janúar 1996 til 3. júlí árið 2000. Á
55 þessara búa voru Lely Astro-
naut mjaltaþjó.nar, Prolion AMS á
10 búum og Eyillwood Merlin á
fjórum. Rannsökuð voru spena-
sýni frá búunum, frá því einu ári
áður en mjaltaþjónninh var tekinn
í notkun þangað til hann hafði
verið notaður í eitt ár, þ.e. yfir 2
ára tímabil. Þijár breytur voru
skilgreindar til að lýsa júgurhéil-
brigði kúnna á búinu og byggðu
þær á mælingum sem gerðar vom
mánaðarlega. Breytumar voru
eftirfarandi:
* NewSCC: hlutfall kúa við
hverja mælingu sem sýndi mjög
mikla og snögglega hækkun á
frumutölu.
* OldSCC: hlutfall kúa með
háa frumutölu, lágu stöðugt yfir
200.000.
* CullSCC: hlutfall kúa sem
var fargað vegna hárrar
frumutölu.
Ásta Sveinsdóttir, Jóhannes Jónsson, Arnar Árnason og Kristinn
Jónsson. Öll eru þau bændur á Espihóli, utan Arnar sem auk þess að
vera fulltrúi SS og Hydro er bóndi á Hranastööum. f forgrunni er kýrin
Arna.
Fyrst 01 aö panta áburð af vefsíðu SS
Bændumir á Espihóli í
Eyjafjarðarsveit hlutu áramóta-
glaðning frá SS i tilefni af því að
ábúendur þar riðu á vaðið og
pöntuðu fýrstir manna Hydro-
áburð á vefsíðunni hydroagri.is og
mörkuðu þar með tímamót í
áburðarkaupum íslenskra bænda.
Vinnubrögð sem væntanlega verða
harla hversdagsleg á íslenskum
búum að fáum árum liðnum!
Álfhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri
áburðarsölu, sagði það gleðilega
þróun að æ fleiri bændur notuðu
Netið. "Ástæðan er einfaldlega sú
að þama er að finna margvíslega
þjónustu fyrir búrekstur og þá
komum við enn og aftur að því að
margt fólk í dreifbýli situr ekki við
sama borð og þéttbýlingar hvað
varðar tæknilega aðstöðu. Það er
brýnt að ráðin verði bót á þessu,
þvi auðvitað gildir hið sama um
rekstur í sveitum og rekstur í þétt-
býli að rétt notkun á Netinu getur
þýtt hagstæðari rekstur," sagði
Álfhildur.
Ekki veitt í net í Hvitá
Eins og kunnugt er var leigusamningum um netaveiðirétt í Hvítá
í Borgarfirði sagt upp í lok apríl 2001. Eftir miklar umræður og
fundahöld hafa þeir sem að uppsögninni stóðu dregið hana til baka
og er þar með tryggt að ekki verður veitt í netin sumarið 2002.
Lengra nær samkomuiagið ekki, en áfram verður haldið leit að
iangtímalausn. Frá þessu segir á vef Landssambands veiðifélaga,
ttp://www.angling.is/
ISDN og Síminn
Sjfell er verH
aO þétta netið
-en vegna staOsetningar getur reynst erfitt að
veita Ollum ISDfil tengingu
Síminn hefúr boðið ISDN
þjónustu frá árinu 1996. í dag
geta rétt um 98% landsmanna nýtt
sér þjónustuna nú þegar og án
þess að tenging taki langan tíma.
Sífellt er verið að þétta netið og i
lok ársins stendur ISDN lang-
flestum til boða en þó getur
biðtími verið nokkrir mánuðir.
Vegna staðsetningar getur verið
erfitt að veita einstaka bæjum
ISDN þjónustu, en fýrirtækið
mun veita öllum þeim sem eftir
henni óska ISDN tengingu.
Auðvitað er það miður og
skiljanlegt að þá aðilar sem ekki
stendur þjónustan til boða í dag
sé farið að lengja eftir góðri
ISDNtengingu. Þær sveitir munu
ganga fýrir í uppbyggingunni þar
sem þegar hefúr verið óskað eftir
þjónustunni, en bæði er timafrekt
og kostnaðarsamt að byggja
þjónustuna upp, þannig að ekki er
farið út í framkvæmdir nema ljóst
sé að það sé beðið eftir
þjónustunni.
í síðasta tölublaði Bænda-
blaðsins er fjallað um síma-
línumar og þar fúllyrt að burðar-
geta símalína takmarki netnotkun
bænda. Almennt standast þessar
fúllyrðingar ekki en geta þó átt
við í einstaka tilfellum, s.s. þar
sem langt er i næstu símstöð.
Símkerfi í dreifbýli gerir ráð fýrir
að notendalínur gætu verið allt að
25 km frá símstöð eða
fjölsímaenda og er það fúll-
nægjandi vegna tálsíma-
þjónustunnar sjálfrar. Til að ekki
væri of mikil deyfing á löngum
koparlínum vom settar spólur í
strengina með 1,5 km millibili
sem gerði talsamband á línunum
mun betra. Þegar ákveðið er að
auka möguleika á gagnaflutningi
með ISDN þarf að fjölga
símstöðvum verulega vegna þess
að hámarksvegalengd frá símstöð
styttist í um 15 km í stað 25 km
auk þess sem mikið af fjöl-
símasamböndum er lagt af og í
stað þeirra settar upp símstöðvar.
Flutningur á ISDN samböndum á
koparstrengjum byggist á allt
annarri tækni en flutningur
símasambandanna áður þannig að
spólumar sem voru nauðsynlegar
verða að fjarlægjast úr
strengjunum og það er ekki hægt
að gera fyrr en eftir að nýju
stöðvamar em komnar upp.
Þetta leiðir til þess að þegar
ný stöð kemur á eitthvert svæði
þá geta ekki allir tengst stöðinni
með ISDN sambandi fýrr en
spólumar hafa verið fjarlægðar,
sem er talsverð vinna. Unnið er að
þessu út um allt land og fer eins
og áður sagði uppbyggingin
Með kveðju
Heiðrún Jónsdóttir
Forstöóumaður upplýsinga-
og kynningarmála Símaits.
Mjaltaþjönar og júgtirheilbrigði