Bændablaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur Il.júní 2002 DVRAIÆKNAR OPNA VEFSÍÐU Dýralæknafélag íslands hefur nú opnað vefsíðu. Veffangið er www.dyr.is. Á vefnum er að fínna upplýsingar um félagið, sögu þess, starfscmi og stjórn. Á vefnum er skrá yfir alla dýra- lækna landsins, búsetu þeirra og starfsvettvang. Upplýsingar er að fínna um nám í dýra- lækningum og vísað á tengiliði í hinum ýmsu háskólum. Þá verður á vefnum lokað svæði til skoðanaskipta fyrir félags- menn Dýralæknafélagsins. Fyrir almenning verða kaflar um hinar ýmsu dýrategundir og umhirðu þeirra til fróðleiks og skemmtunar. Tengingar eru á vefnum inn á heimasíður sambærilegra félaga víða um heim. Ólafur Valsson, héraðsdýra- læknir á Akureyri, er formaður Dýralæknafélagsins. Hann var spurður um ástæðuna fyrir því að félagið opnaði þennan vef og hvort þörfm fyrir hann hafi verið brýn. „Markmið okkar er að á þessum vef sé hægt að nálgast allar upplýsingar um félagið og eins ef fólk hefur einhverjar fyrir- spumir varðandi aðbúnað dýra meðferð þeirra og velferð, þá geti það leitað svara á vefnum. Ef t.d. bændur hafa spurningar fram að færa geta þeir sent þær inn á vefinn og þaðan er síðan hægt að miðla þeim til þeirra sem geta gefið svör. Við viljum að fólk geti séð á einum stað hvað er um að vera, og fundið upplýsingar ef það vantar einhverjar." Ólafur segir að mikið sé hringt í dýralækna með fyrirspurnir og þetta verði því einn valkostur í viðbót fyrir fólk sem þarf á upp- lýsingum um dýr að halda. Hann segir að um allan heim leiti fólk mikið inn á svona vefsíður með spumingar af ýmsu tagi. Því vonist dýralæknar hér til þess að nýi vefurinn verði til að auka umræður um stöðu dýra í þjóðfélaginu. T Ataki markaðs- málum Nú þegar „grilltími" landans er hafinn aukast annir hjá þeim sem sjá um markaðs- setningu á kjöti. Mikið er því um að vera hjá Landssam- bandi sauðfjárbænda þessa dagana. Nýlokið er mikilli neyslukönnun á vegum LS og var skýrt frá niðurstöðu hennar í síðasta tölublaði Bænda- blaðsins. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri LS, sagði að ný heimasíða LS á netinu væri í vinnslu, www.lambakjot.is og að hún yrði tilbúin upp úr miðjum júní. Auglýsingaherferð sú sem lambakjötsframleiðendur hafa staðið fyrir síðustu vikur hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Özur segir að henni verði haldið áfram og að von sé á nýjum auglýsingum sem verða keyrðar bæði í útvarpi og sjónvarpi. Einnig er í vinnslu ein- blöðungur á vegum LS með helstu uppskriftum á grillmat úr lambakjöti, steikingartíma þess og fleiri nytsömum upp- lýsingum. Þessum einblöðungi verður dreift um allt land. „Við erum að gera meira í markaðs- málunum um þessar mundir en við höfum nokkru sinni gert áður," sagði Özur Lárusson. Bændablqðið Nú eru tvö blöð eftir þar til starfsmenn Bændablaðsins fara í sumarleyfi. Útkomudagur 25. júní Auglýsingapantanir þurfa að hafa borist fyrir kl tólf á hádegi -19. júnf. Útkomudagur 9. júlí Auglýsingapantanir þurfa að hafa borist fyrir kl. tólf á hádegi - 4. júlí. Síminn er 563 0300 Gin og klaufaveiki í Kóreu en svínapest í Mið-Evrópu. Ferðamenn eru beðnir um að gæta ítrustu varúðar Bannad að koma mefl hrá matvæli TolMir i SeyðisMi befinin um að eýua sérstaka afigðt við kamu Namnu Á dögunum sendi Halldór Runólfsson yflrdýralæluiir frá sér viðvörun til þeirra íslendinga sem fóru eða fara á HM í knatt- spymu í Kóreu, vegna þess að þar hefur að undanförnu komið upp gin- og klaufaveiki. Halldór sagði í samtali við Bændablaðið að það væri algerlega bannað að flytja inn matvæli, bæði kjöt- og mjólkurvörur frá Kóreu. Biður yfirdýralæknir alla íslenska ferðamenn sem fara til Kóreu að gæta ítrustu varúðar og taka ekkert með sér sem gæti borðið með sér smit. Innflutningur á hrámeti bannaður Miklar varúðarráðstafanir voru gerðar við komu fólks til landsins í lyrra þegar gin- og klaufaveiki geisaði á Bretlandseyjum. Halldór var spurður hvort varúðar- ráðstöfunum væri enn haldið uppi, til að mynda við komu ferðamanna á eigin bflum með Norrænu. „Það hafa ekki verið settar upp sérstakar vamir þar núna, en þeim tilmælum hefur verið beint til tollvarða á Seyðisfirði að þeir sýni sérstaka aðgæslu varðandi matvælainnflutning með Norrænu. Það gildir algert bann við því að ferðamenn komi með hrá matvæli með sér," sagði Halldór. Gin- og klaufaveiki gengin yfir á Bretlandi Hann bendir á að gin- og klaufaveikin sé löngu búin á Bretlandi. Ekki hafi orðið vart við nein tilfelli síðan í september í fyrra. Gin- og klaufaveiki er hvergi að fínna í Evrópu núna og þess vegna er ekki uppi krafa um sótthreinsun á dekkjum biffeiða ferðamanna sem koma með Norrænu. „Hins vegar hefur svínapestar orðið vart í Mið- Evrópu, svo sem á Spáni, í Þýskalandi, Frakklandi og Lúxembúrg. Þetta er skæð veiki, rétt eins og gin- og klaufaveikin, en þess ber að geta að hún fer bara í svín og hér á landi ganga svín ekki úti og fá engar matarleifar þannig að litlar lflcur eru á að veikin geti borist í þau. Samt er fullrar aðgæslu þörf." Halldór segir að varúðar- ráðstafanir varðandi stangir, línur og veiðifatnað erlendra stang- veiðimanna sem koma til landsins hafi lengi verið í gangi og það eftirlit sé virkt. Veiðimenn verða að sýna vottorð um að veiðarfæri þeirra hafi verið sótthreinsuð ytra, að öðrum kosti verða þau sótt- hreinsuð hér á landi. Sama gildir um reiðfatnað hestamanna sem koma til landsins, hann þarf að sótthreinsa, en bannað er að koma með reiðtygi til landsins. Halldór segir að ef menn hafi ekki sótthreinsunarvottorð geti þeir fengið tæki sín og tól sótthireinsuð í Keflavík við komuna til landsins. NÁNARIUPPLÝSINGAR UM SÓTTHRKINSUN O.FL. MÁFÁÁ VEFSÍÐU EMBÆITISINS www.yfirdyralaeknir.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.